Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 14

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 14
Flugeldasala Björgunarsveitarmnar Kyndils að Rykvöllum í Mosfellsbæ gekk afar vel fyrir þessi áramót og er það ánægjulegt hve bæjarbúar meta mikils starf sveitarinnar og þess öryggis sem hún veitir okkur bæjarbúum og einnig á landsvísu. Myndin er tekin á gamlársdag í höfuðstöðvunum, þama má sjá Asu í íþróttahúsinu, Martein og marga fleiri, en Viktor Viktorsson, f.v. handbolta- maður hjá Aftureldingu er mættur á svæðið að kaupa aldamótaflugelda fyrir bömin sín, hann starfar nú hjá Flugfélaginu Atlanta í Bretlandi og kom í stutt frí heim í Mosfellsbæinn. Aukatímar Kenni grunnskólanemum eftirfarandi: Málfræði, stafsetningu, lestur og ritun. Undirbý nemendur fyrir próf í 4. til 10. bekk. Kenni einnig stærðfræði, 6. til 10. bekk. Upplýsingar eftir kl. 17 í símum: 566 8143, 566 6796 og 698 7154. Dómhildur Siguröardóttir Fjölskyldudeild félagsmálasviðs Mosfellsbæjar óskar eftir tilsjónarmönnum, persónulegum ráðgjöfum og lið- veitendum. Starf tilsjónarmanna fer fram á heimili fjölskyldunnar, þar sem unnið er með ákveðin verkefni undir handleiðslu félagsráðgjafa. Persónulegur ráðgjafi starfar með barni eða unglingi sem stuðningsaðili og leiðbeinandi nokkrar klukkustundir í viku. Liðveitendur starfar með fötluðum til að efla viðkomandi til sjálfshjálpar og rjúfa félagslega einangrun. Umsækjendur þurfa að hafa hæfni og reynslu af uppeldi barna. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfells- bæjar og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum á Bæjarskrifstofur í Kjarna, Þverholti 2. Nánari uppl. veitir Nanna Mjöll Atladóttir yfirmaður fjölskyldu- deildar í síma 5256700. Gamlársbrenna í Teigahverfi Brennumálum hefur verið þannig háttað á undanförnum árum að brennustjórar hafa persónulega borið ábyrgð á brennum í Mosfellsbæ og gætu orðið öreigar vegna slyss. Und- antekning er þrettándabrennan, sem bærinnn hefur séð um og borið ábyrgð á. Af þessum sökum lá fyrir að enginn vildi taka þessa ábyrgð á sig og því engin áramótabrenna orðið. Mosfellsblaðið bar þetta undir Þor- stein Sigvaldason tæknifræðing hjá Mosfellsbæ, hann kallaði þegar til sín alla brennustjóra, sem allir sögðu af sér. Þorsteinn vann í málinu og kom af stað brennu ofan við Teiga, þar sem Sigurjón B. Hafsteinsson búsettur á Víðiteig var brennustjóri, en Mosfells- bær ábyrgðist brennuna. Var þetta eina brennan í Mosfellsbæ á gamlárskvöld og þökk sé Þorsteini og Sigurjóni, því brennan var mjög góð og vel sótt. Þrettándabrennan var með hefðbundn- um hætti og vel undirbúin, vel sótt og skemmtileg fyrir alla að venju. Sigurjón B. Hafsteinsson brennustjóri ásamt börnum sínum á gamlárskvöld viö brennuna. Kiwanisklúbburinn Geysir heldur hin skemmtilegu spilakvöld sín öll föstudagskvöld kl. 20:30 í Kivvanis- húsinu við Köldukvísl og spilað verður til 31. mars, en þá verður lokahóf. Góðir vinningar, kaffi og nteð því. Spila- stjórar eru Björn Ingi Rafnsson og Frímann Lúðvíksson. Sími í Kiwanishúsinu er 566 7495. Skemmtileg námskeið hjá Starfsmannafelaginu Á s.l.hausti stóð Starfsmannafélag Mosfellsbæjar fyrir tölvunámskeiðum fyrir félagsmenn sína. Námskeiðin fóru fram í Tölvuveri Varmárskóla og voru kennarar Guðrún Markúsdóttir og sonur hennar Valur Fannar Þórsson. Alls sóttu 52 þessi námskeið sem voru fjögur. Flestir voru byrjendur sem fengu þama tækifæri til að kynnast möguleikum tölvutækninnar meðal annars með því að flakka um veraldar- vefinn. - Þátttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðin og að eiga kost á því að sækja þau í heimabyggð. Nú eftir áramót er fyrirhugað að halda framhaldsnámskeið. Formaður Starfsmannafélags Mos- fellsbæjar er Oddgeir Ámason og um- sjón með fréttum og dreifiriti er Guð- rún Þorsteinsdóttir. O MftsrcllNblaAið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.