Morgunblaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIvJ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1969 9 ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR EFNI í mynd þessari er kunnug- legt, og ekki sérlega skemmti- legt. I>að fjallar um mann sem æfclar að eignast peninga kon- unnar sinnar, með því að losa sig við hana. Spurningin er hvort það tekst eða tekst ekki. í>að sem bjargar þessari mynd. er góð frammistaða fjögurra að- alleikara. Ingrid Thulin, sem hér er kunnust úr myndum Ingmars Bergmanns, leikur lækni af Gyð ingaættum, sem send er í fanga- búðir nazista, þegar þeir taka París. Skömmu áður hafði hún gifst atvinnuskákmanni Miximil- ian Schell, sem lifir á henni og hefur ekki mikinn annan áhuga á 'henni. Hún kemur loks til baka úr fangabúðunum, illa haldin, með litað hár, og mun ellilegri. Er þá skákmaðurinn farinn að búa með stjúpdóttur hennar af fyrra hjónabandi. Blandast konan inn í fyrirætlanir þeirra skötuhjúa, til að ná út auði hennar, sem er mikill. Leikur hún konu, sem á að leika hana sjálfa, til að leika á yfirvöldin. Einfalt? Hið sanna kemur í Ijós og hún flytur heim til mannsins. Dótt- irin tryllist Og finnur leið til að drepa stjúpmóður sína, sem skákmaðurinn sér og hefur gildi. Ákveður hann að nota hana, en þó ekki fjrrr en hann hafi komið dótturinni fyrir kattarnef. Dótt- irin er leikin af Samantha Eggar. Ingrid Thulin fer ágætlega með þetta hlutverk, enda virð- ist það vera henni svo létt, að manni finnst stundum að hún þurfi eitthvað meira við að fást- Maximilian Schell er sannfær- andi sem ónytjungur og kvik- indi. I>að sem er sérlega vel gert hjá honum er það, að verða ekki ógeðfelldur um leið, því að menn af hans gerð eru yfirleitt alltaf geðfelldir. Samantha Eggar leikur hina dutlungafullu dóttur af snillL Gerir hún það svo vel, að áhorf- endur eru farnir að velta fyrir sér andlegu heil'brigði hennar, áður en læknir minnist á að það kunni að vera í ólagL Þetta gerir hún án þess að það sé á nokkurn hátt áberandi eða aug- ljóst. Fjórði aðalleikarinn er Her- bert Lom, sem er alkunnur úr glæpamanna- og illmenna- hlut- verkum. Hér leikur hann lækni, samstarfsmann konunnar, trygg- an vin og elskulegan mann. Vafa la-ust kemur það mörgum á óvart hversu elskulegur hann getur verið. Mynd þessi er vafalaust fyrir flesta sæmilegasta kvöldskemmt un, enda spennandi. Nokkuð mik ið finnst mér þó vera orðið af myndum, sem fjalla um afbrot geðbilaðra, eða að minnsta kosti truflaðra. ós. A að banna að selja sígarettui? SKAÐLAUSAR sígarettúr eru ekki til og munu ekki verða til í náinni framtíð,,segir Sir George Godber forstjóri „Medical Affice of the Minestry of Health“ í heilbrigðisskýrslum sínum fyrir árið 1967, sem nýlega hafa verið birtar. í skýrslum þessum er frá því skýrt, að í Stóra-Bretlandi deyi fjórum sinnum fleiri úr lungna- krabba en vegna umferðarslysa. Réttast væri að banna blátt áfram sígarettur, segir Sir Ge- orge, þá neyddust reykingamenn til að snúa sér að pípunni eða reykja vinda. Samtals falla í valinn 50.000 menn á ári af völdum sígarettu- reykinga. Vseru sígarettur bannaðar myndi þessi tala dauðsfalla lækka í 5000. Vinnutap vegna sjúkdóma í sambandi við miklar reykingar er svo geysilegt, að ekki verður tölum talið. Sir George hefur heldur enga trú á sígarettusíum, því að fólk, sem reykir slíkar sígarettur, reyk ir að jafnaði meira en ella. Ástæðan fyrir því, að fleiri lungnakrabbasjúklingar eru í Englandi en nokkru öðru landi stafar fyrst og fremst af því, að Bretar reykja sígarettur meðan unnt er að halda um stubbinn. (Eftir norska blaðinu Folket) (Frá Áfengisvarnaráði). SÍMIl ER 24300 Til sölu og sýnis. 1. Húseignir af ýmsum stærðum og 1, 2ja 3ja, 4ra, 5, 6 og 7 herb. íbúðir víða í borginni, sum- ar lausar og sumar sér og með bílskúrum. Höfum kaupanda að góðu ein býlishúsL um 6—8 herb. íbúð eða stærra, sem næst Landsspítalanum. Við Háaleitisbraut, nýtízku 5 herb. íbúð um 122 ferm. á íbúðir óskast Höfum kaupendur að góðum einibýlishúsum og tvíbý'.is- húsum í borginni með góð- um útborgunum. Höfum kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. hæðum, raðhúsum og parhúsum víðs vegar um bæinn með góð- um útborgunum. Einar Sigurftsson, hdl. Ingólfsstræti 4. Sími 16767. Kvöldsími 35993. 3. hæð, bílskúr fylgir. Komið og skoðið Sjón er sögu ríkari l\lýja fasteignasalan Laugaveg 12 Simi 24300 HÖRHUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður skjalaþýðandi —• ensku Austurstræti 14 simar 10332 og 35673 FÉLAGSLÍF Ármenningar, skíðamenn. Skíða- og skautaferð í Jós- efsdal um helgina. Nægur snjór í Bláfjöllum og gott skautasvell í dalnum. Kvöld- vaka á laugardagskvöld. — Veitingar seldar í skálanum. Ferðir frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 2 á laugardag. Stjórnin. FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI .17 Símar 24647 - 15221 Til sölu Raðhús við Bræðratungu, 5 herb. endahús, sérinngang- úr, sérþvottahús, lóð girt og ræktuð, bílskúrsréttux. Eignaskipti. 4ra herb. íbúð við Ljósheima í skiptum fyrir 2ja herb. íbúð. I smíðum 3ja og 4ra herb. íbúðir í Breið holtL sérþvottahús með hverri íbúð. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Árni Guðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson, hdl. Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsími 41230. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkntar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Simi 24180. Frá hinum heimsþekktu tóbaksekrum Kentucky í Ameríku kemur þessi úrvals tóbaksblanda Sir Walter Raleigh... ilmar fínt... pakkast rétt... bragðast bezt. Geymist 44% lengur ferkst í handhægu loftþéttu pokunum. SIRWALTER RALEIGH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.