Morgunblaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 2
t MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1969 .Vonir okkar um stefnu breytingu brugöust’ — segir Kári Jónsson í sambandi við úrsögn — Leikfélags Sauðárkróks úr BÍL „Skammdegi á fjöllum“, eftir Jón Stefánsson. Hannibal Valdimarsson til hliðar. Listaverkasýning ASf í Hliðskjálf LISTASAFN Alþýðusambands íslands opnar í dag kl. 17, al- menningi sýningu á safnauka sínum og ýmsum eldrei verk- um. Verður sýning þessi í Hlið- skjálf að Laugavegi 31, 4. hæð, opin allan febrúar mánuð, frá kl. 14—22 daglega. Aðgangur verður ókeypis, en sýningarskrá verður til sölu á staðnum fyr- ir fimmtíu krónur, og eins er hægt að fá keyptar eftirprentan- Kosygin sagður heill heilsu Sovézka utaiuíkisrdðuneYtið segir hann í orlofi, en að hann snúi sér að störfum „alveg á næstunni“ Moskva, 31. jan. — AP SOVÉZKA utanríkisráðuneytið bar í dag harðlega á móti því, sem nefnt var „allir orðrómar" um heilsu Alexei Kosygin, for- sætisráðherra, og kvað hann mundi snúa sér að skyldustörf- um „alveg á næstunni.“ Leonid Zamyatin, yfirmaður blaðadeildar utanríkisráðuneyt- isins, gaf út opinbera yfirlýsingu þar sem endurtekið var að Kosy- gin vaeri í orlofi skammt frá Moskvu. Þrálátur orðrómur hefur verið á sveimi um að Kosygin sé al- varlega veikur af illkynjuðum lifrarsjúkdómi. Zamyatin sag'ði á blaðamanna fundi, sem haldinn var um ferða mál í Sovétríkjunum, er hann var spurður þar um orðróminn, að „hann stæði í engu sambandi við raunveruleikann“. „Allir orðrómar, sem dreift er aif illviljuðum aðilum í blöðum Vesturlanda varðandi heilsu fé- laga Kosygins eru uppspuni O'g hafa ekkert til að byggja á“, sagði Zamyatin. Hann bætti því við, að „um þessar mundir dveld ist Kosygin í orlofi skammt frá Moskvu, og alveg á næstunni, er leyfi hans er loki'ð, mun hann koma aftur og snúa sér að störf- um sínum.“ Hartn sagði að telja mætti þetta opinibera yfirlýsingu af hálfu ráðuneytisins. Atvinnumdlardðstelnn Sjólf- stœðismanna heldur ófram í dag RAÐSTEFNA Sjálfstæðis- manna um atvinnumál og að- alfundur Verkalýðsráðs Sjálf stæðisflokksins hófst í Val- höll í gærkvöldi með ræðu Gunnars Helgasonar, sem flutti skýrslu stjórnar. Síðan var kjörið í nefndir. stæðismenn í launþegasamtök- unum eru hvattir til þess að fjöl- menna á ráðstefnuna. ir (póstkort) af verkum safns- ins, sem forráðamenn þess hafa látið gefa út. Hannibal Valdemarsson boð- aði til fundar með fréttamönn- um í gær í Hliðskjálí í tilefni sýningar þessarar. Sagði hann, að Björn Th. Bjömsson og Hjör- leifur Sigurðsson hetfðu unnið að uppsetningu hennar og væri þetta í fyrsta sinn, sem sýnt yrði í stækku'ðum húsakynnium Hlið- skjálfar. Er ætlunin að gefa al- menningi kost á því að kynnast verkum þeim, er safnið hefur keypt og eignazt á seinni árum. „Safnið (gjöf Ragnars Jóns- sonar), sem gerði Alþýðusam- band íslands að milljónamær- ingum“, sagði Hannibal, „er geymt í kjallara húsakynna ASÍ, að Laugavegi 18.“ Björn Th. Bjömsson er ráð- inn til að skrifa bókina íslenzk myndlist, en allur ágóði af henni rennur til ASl, og hefur þegar komið út eitt bindi af henni, og var fólki áður gefinn kostur á því að gerast áskrifendur að verkinu í heild fyrir fimmtán hundru'ð krónur, og munu þeir, sem það gerðu verða settir á skrá í listasafninu, sem stofn- endur þess, það er að segja hús- byggingarinnar, en henni hefur ekki verið valinn sitaður. Mun í ráði að gera það einhvers stað- ar utan bæjar í hæfilegri fjar- lægð, og skuli þar vera gert ráð fyrir leikvangi fyrir böm, og ýmsu fleira, svo sem því, að fólk geti tekið sér smáferð á hendur og notfð til dæmis góð- viðrisins með fjölskyldu sína, um leið og það gleður augað með listaverkunum. Á þessu ári ketnur annað bindi bókarinnar íslenzk mynd- ist út. Á sýningunni 1 Hliðskjálf eru 51 mynd eftir 25 listamenn, eldri sem yngri og má þar nefna Kjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson, Gunnlaug Sheving, Einar Hákon- arsson, Sverri Haraldsson og fleiri. LEIKFÉLAG SKAGFIRÐINGA SÆKIR UM INNTÖKU í RÍL MORGUNBLAÐIÐ birti í gær frétt frá Kára Jónssyni, frétta- ritara sínum á Sauðárkróki, þar sem meðal annars sagði að Leik- félag Sauðárkróks hefði á aðal- fundi sínum samþykkt að segja sig úr Bandalagi ísl. leikfélaga, „vegna þeirrar reynslu, sem feng in er af starfsemi Bandalags ís- lenzkra leikfélaga (BÍL) und- anfarin ár.“ Ummæli þessi vöktu athygli og þvi sneri Mbl. sér í gær til Kára Jónssonar, sem hef- ur verið formaður Leikfélags Sauðárkróks um árabil og lengi ein aðaldriffjöðrin í starfsemi þess, en það var einmitt hann, sem bar fram úrsagnartillöguna á aðalfundi félagsins og var hún samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna. Kára sagðist svo frá: „Ástæðan fyrir því, að Leik- félag Sauðárkróks segir sig úr BÍL er auðvitað sú að við telj- um okkur ekki hafa neinn hag af þátttöku í því, eins og allt er þar í pottinn búið. Saga BÍL er að mörgu leyti raunasaga. Það var stofnað til að vera hjálpartæki og lyftistöng leiklistarinnar í landinu, en svo hefur ekki orðið nema að mjög takmörkuðu leyti. Það átti að sameina þá aðila, sem starfa viðs vegar á landinu að leiklistarmál- um, en í reynd hefur það frek- ar sundrað þeim. Nafn þessa bandalags er ekki réttnefni. Það er ekki banda- lag leikfélaga eingöngu. í það hefur verið smalað ýmsum ö'ðr- um félögum, sem starfa á allt öðrum grundvelli, en leikfélög gera. 1 BÍL hafa verið til skamms tíma og eru sjálfeagt enn, ungmennafélög, kvenfélög, verkalýðsfélög og jafnvel fþrótta félög, auk leikfélaga. Þessi fé- lög haf a sin ágætu mörk og mið, en þau hafa líka sin eigin lands- sambönd, sem vinna að sameigin- legum málefnum þeirra. Þau sýna leikrit nær eingöngu til að afla fjár til annarrar starfsemi, en iðkun leiklistar er þeim sjaldn ast takmark í sjálfu sér. Ég tek það skýrt fram, að ég met og virði starfsemi þessara félaga, og ef þau stæðu utan BÍL, lít ég svo á, að bandalagið ætti að lið- sinna þeim á allan hátt við leik- sýningar. En þessi félög, sem ég nefndi eiga þó ekkj alla sök á hvernig málefnum BÍL er komið, þó mér virðist að þátttaka þeirra hafi með einhverjum hætti dregið úr áhuga hinna eiginlegu leikfélaga á starfsemi BÍL. Innan banda- lagsins hefur um langt skeið verið mikil óeining, sem hefur myndazt og þróazt í kringum framkvæmdastjóra þess. Ég sat fyrir nokkrum árum aðalfund BÍL í Rvík og minnist þess ekki að hafa heyrt annan eins reiði- lestur og þáverandi formaður flutti yfir framkvæmdastjóra. — Það mun hafa komið fyrir að framkvæmdastjóra var sagt upp starfi en ég hefi bréf í höndun- um þar sem frá því er skýrt að stjórnin hafi orðið að endurráða hann vegna skulda bandalagsins við hann. Ég þekki Sveinbjörn Jónsson framkvæmdastjóra BÍL mjög lít ið persónulega. Hann er prúð- menni og virðist ólíklegur til að Enginn sáttafundur SÁTTAFUNDI í sjómannadeil- unni, sem hófst kl. 4 síðdegis á fimmtudag, lauk kl. 3 um nótt- ina og hefur nýr sáttafundur ekkj verið boðaður. sitja yfir annarra hlut og ég hefi aldrei skilið, hvers vegna hann hefur lagt á sig þá miklu baráttu og erfiði, sem það hlýtur að hafa kostað hann að halda starfinu. Honum ætti að vera orðið það ljóst fyryir löngu, að BÍL er í sárri þörf fyrir lifandi fram- kvæmdastjóra, sem félögin gætu sameinast um. Yfir öllu starfi BIL hefur verið einhver deyfð og drungi. Skrifstofa þess í Reykja- vík hefur annazt málefni þess og séð um að útvega félögunum ým islegt smávegis sém til leiksýn- inga þarf. En til þessarar skrif- stofu held ég, að ekkert leikfé- lag hafi sótt þann eggjandi og hvetjandi kraft, sem þau eru vissulega í þörf fyrir. Og hvern ig á það líka að vera? Fram- kvæmdastjóri vann að því, að stjórn bandalagsins „var flutt út á land“ fyrir nokkrum árum. Nú eru stjórnarmeðlimir staðsett ir á Austurlandi, formaðurinn mun búsettur í Neskaupstað. — Þessir menn eru áreiðanlega alls góðs maklegir og hef ég enga ástæðu til að efast um góðan vilja þeirra, en allir sjá hversu fráleitt er að staðsetja stjórn einnar stofnunar víðs fjarri höf- uðstöðvum hennar. Maður gæti ætlað að framkvæmdastjórinn væri styrkur af að geta fyrir- hafnarlítið leitað til sjórnarinn- ar með vandamál stofnunarinnar, en hér er því á annan veg farið. Þá er nú svo komið, að aðalfund- ir BÍL eru ekki haldnir nema annað hvert ár og þá auðviitað víðsfjarri Reykjavík. Það er engu líkara, en þeir, sem hér hafa ráðið ferðinni, þjáist af ein- hverri minnimáttarkennd gagn- vart Reykjavík, en það tel ég al- veg ástæðulaust. f Reykjavík eru höfðustöðvar leiklistarinnar í landinu og þangað sækja öll leik félög landsins með einhverjum haetti fyrirmyndir sínar. Leikfé- lag Sauðárkróks hefur um ára- tugaskeið haft ágæta samvinnu við L.R. og Þjóðleikhúsið og báð ar þessar stofnanir hafa aðstoð- að félagið með margvíslegum hætti og bókstaflega á stundum gert því kleift að ráðast í viða- mikil verkefni. Ég veit að sama gildir um fleiri leikfélög. Við eigum að treysta bönd okkar við leikhús- lífið í Reykjavík en ekki rjúfa þau. Enginn skal skilja orð mín svo, að stjórnin eigí eingöngu að vera skipuð mönnum af Faxa flóasvæðinu, en við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að skrifstofa BÍL er í Rvík og stjórninni er nauðsynlegt að fylgjast sem bezt með starfsemi hennar. í Leikfélagi Sauðár- króks höfum við vonað, að stefnubreyting gæti átt sér stað í starfsemi BÍL en þær vonir hafa ekki rætzt og við gerum ekki ráð fyrir að hér verði breyt ing á í náinni framtíð. Fjölmargt í starfi þessara samtaka er með þeim hætti að við viljum ekki lengur eiga þar hlut að. Leik- félögin utan Reykjavikur þarfn- ast raunverulegt banda- lag ísl. leikfélaga. Bandalagið á að vera sterk stofnun, sem veitt getur aðildarfélögum sínum styrk og verið þeim hvatning til dáða. Starfsmaður, eða starfs- menn. slíks bandalags eiga að vera vel menntaðir léikhúsmenn sem gjörþekkja starfsvið sitt og hafa brennandi áhuga á velferð ísl. leiklistar. Leikfélög landsins gegna merkilegu menningarhlut- verki og þau hafa tekizt á hend- ur ábyrgð, sem þeim er skylt að standa undir. Samtök þeirra eiga að starfa með þeim hætti að tekið sé tillit til þeirra og virðing borin fyrir þeim. f slík- um samökum vill Leikfélag Sauðárkróks taka þátt.“ f dag hefjasit fundir á ráð- stefnunni kl. 2 eftir hádegi og mun þá Jóhann Hafstein, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, flytja ávarp en síðan flytja Eyj- ólf’UT Konráð Jónsson, ritstjóri og dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, efnafræðingur, erindi. Fjallar erindi Eyjólfs Konrá'ðs um athafnalíf og nýjungar á sviði atvinnumála en dr. Vil- hjálmur ræðir um uppbygging- armöguleika í efnaiðnaði. Sjálf- SAMKVÆMT upplýsingum Sveinbjörns Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Bandalags ís- lenzkra leikfélaga, var um síð- ustu áramót stofnað nýtt leik- félag í Skagafirði, sem hlaut nafnið Leikfélag Skagfirðinga. Heimilisfang þess og aðsetur er í Varmahlíð, en þar er félags- heimilið Mikligarður. Stjórn félagsins skipa þessir menn: Freysteinn Þorbergsson, formaður, Kristján Sigurpálsson, ritari og Sigfús Pétursson, gjald- keri. Leikfélagið sótti um inntöku í B.Í.L. og fyrir milligöngu þess hefur það fengið sýningarrétt á leikritinu Maður og kona, eftir Indriða Waage og Emil Thor- oddsen. Æfingar eru hafnar og verður leikritið frumsýnt í þess- um mánuði. Leikstjóri er Kristj- án Jónsson, sem starfað hefur mörg ár við leikstíórn b’ó leik- félögum í byggðum land.nns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.