Morgunblaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FBBRÚAR 1969
23
E.vjólfur K. Eyjólfsson,lI. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi gerði þessa mynd, sem ekki
þarfnast frekari skýringa.
Iðnaður séður með barns-
augum í Casa Nova
Eyöi-
legging
BÖKN og unglingar, sem
leika sér á Tjörninni, hafa
vaildið stórtjóni á víðirunnum
þeim, sem eru á vestur'bakka
Tjarnarinnar. Kafa börnin og
unglingarnir rifið burtu grein
ar og stofna svo nú eru víða
komin mikil skörð í runnana,'
að því er Hafliði Jónsson,1
garðyrkjustjóri, tjáði Morg-1
unblaðinu í gær. Sagði Haf-
liði, að þetta tjón yrði ekki
bætrt en í nokkrum tilifellum
vaxa nýjar jurtir upp af rót-
ununn. Haifliði krvaðst ekki
geta niefnt tölur um tjónið en
j sagði, að þær plöntur skiptu
1 hundruðum, sem eyðilagðar
hafa verið nú.
Virðist samkvæmt þessu
full ástæða til að foreMrar
i útskýri fyrir börnum sínum,
hvernig umgamgast á gróður
! þann, sem settur hetfur verið
niður víðs vegar um Reykja-
vík, borgarbuum til ánægju
og yndisauka.
- ÍÞRÖTTIR
Framhald af bls. 22
liðinu, sem tók þátt í Polar Cup
keppninni, eða Norðurlanda-
meistaramóti í körfuknattleik,
sem fór fram hér í Reykjavík
um páskana, en þá sigruðu f slend
ingar bæði Dani og Norðmenn,
eins og kunnugt er.
Þjálfari körfuknattleiksmanna
KR er bandarískur, Gordon God
frey að nafni,og hefur deildinni
verið ómetanlegur sytrkur að
starfi hans.
Formaður körfuknattleiksdeild
ar er Helgi Ágústsson.
KR VERÐUR SJÖTUGT
Á ÞESSU ÁRI
Á næstu grösum er nú 70 ára
afmæli KR, og verður þess
minnzt á margvíslegan hátt, m.a.
mieð afmælismótum og sýning-
um á þeim íþróttagreinum, sem fé
lagið leggur stund á. í>á verður
afmælishóf að Hótel Sögu föstu-
daginn 21. marz nk., en að auki
unglingadansleikur fyrir yngri fé
laga.
Verður ekki annað sagt en hin
ar ýmsu deildir félagsins hafi
lagt kapp á og tekizt að gera veg
þess sigrum stráðan og glæsilegan
á flesta lund, þannig að hinn sjö
tugi öldungur hefur af mörgu að
státa á afmælinu, enda síungur.
Kormákr.
Orgeltónleikar verða haldnir í
Selfosskirkju sunnudaginn 2.
febrúar kl. 5 síðdegis. Abel
Rodrigvez Lórettó, tónlistar-
kennari og orgelleikari á Sel-
fossi, mun leika á orgelið.
Á efnisskrá eru verk eftir J.S.
BARNALIST nefnist myndlistar-
sýning, sem opnuð verður í
Casa Nova — nýbyggingu
Menntaskólans í Reykjavík í
dag kl. 16.30. Að sýningu þessari
standa Iðnkynningin 1968 og
Listafélag M.R. Sýningin verður
opin frá kl. 14 til 22 daglega
dagana 2. til 9. febrúar.
Tildxöig sýningarinnar var, að
á síðastliðnu hausti efndi Iðn-
kynningin 1968 til teiknisam-
keppni meðal barna og unglinga
á skólaskyldualdri um land allt.
Var ætlazt til að myndirnar
væru á einhvern hátt tengdar
iðnaðinum, en ekki sett önnur
skilyrði fyrir þátttöku. Teikni-
samkeppnin var einn liður í
þeirri kynningu, sem efnt var til
að vekja þjóðina til íhugunar
um mikilvægi aukinnar iðn-
væðingar á íslandi
Á fundi með fréttamönnum,
sem forráðamenn Iðnkynningar-
innar, þeir Haukur Björnsson,
Þorvarður Alfonsson og Mats
Wibe Lund jr., áttu í gær, sögðu
þeir, að álitið hefði verið mjög
mikilvægt að beina kynningunni
að börnum og unglingum, þar
sem iðnaður veitir nú þegar
fleira fólki atvinnu en nokkur
önnur atvinnuigrein hér á landi.
En þrátt fyrir það, að iðnaður
sé fjölmennasta atvinnugrein
Bach, Paul Hindemith og Max
Reger. Rodrigves er Mexikani og
er útskrifaður í orgelleik frá The
Consevatorier í Mexíkó og síðan
hefur hann stundað nám í 3 ár
í Róm hjá hinum heimsfræga
Ternando Germani.
landsins, er Ijóst að fjöldi fólks
þekkir ekki nægilega til þeirrar
starfsemi, sem leyst er af hendi
í iðnaðinum. Stafar það af því,
að vinnubrögðin eru gerólík
innan hinna ýmsu iðngreina. Það
verður að telja mikilvægt, að
börn, sem nú og síðar vaxa upp,
eigi kost að kynnast þessari at-
vinnugrein nánar. Hefur Iðn-
kynningin því nú í undirbúningi
útgáfu myndarlegs fræðslurits
um iðnað á íslandi næsta haust
í samráði við fræðslumálastjóra.
Vinnur Þórarinn Þórarinsson,
fyrrum skólastjóri að ritun
bæklings, sem notaður verður
við þjóðfélagsfræðikennslu.
Eins og fyrr getur var efnt til
teiknisamkeppninnar á sl. hausti
og naut Iðnkynningin til þess
stuðning ag aðstoðar fræðslu-
málastjóra. Alls bárust um 500
myndir frá skólum víðs vegar
um landið. Úr þessum 500 mynd-
um voru síðan valdar 71 mynd
til sýningar og hljóta börnin,
sem þær hafa teiknað, sérstakt
Forinn á
forsætis-
rdðherrafund
FORSÆTTSRÁfXHiEKRA, dr.
Bjarni Ðenediktsson ,fór í gær-
morgun áleiðis til Stokklhólms,
þar sem hann mun sitja fund
forsætismðherra Norðurlanda og
stjórnarnefndar Norðurlandaráðs
o. fl. í dag og á morgun.
Fomætisráðlherra er væntan-
(egur heim á mánudag.
- TVEIR
Framhald af bls 1
ttalíu, síðan Jan Palach framdi
sjálfsmorð með þessum hætti í
Prag.
Frá Belgrad í Júgóslavíu bár-
ust þær fregnir í dag, að þar
hefði tvítugur máður gripið til
þessa sama ráðs. Hann var
heldur ekki talinn alvarlega
brenndur. Tilkynnt var að fjöl-
skylduástæður hefðu valdið.
viðurkenningarskjal fyrir. Dóm-
nefnd skipuðu Rafn Hafnfjörð
frá Félagi ísl. iðnrekenda, Sæ-
rnundur Sigurðssón frá Lands-
sambandi Iðnaðarmanna og Þór-
ir Sigurðsson frá Félagi ísl.
myndlistarkennara.
Rektor Menntaskólans í Rvík,
Einar Magnússon, hefur sýnt
þann velvilja að lána húsnæði
skólans fyrir sýninguna. Einnig
hefur Listafélag M.R. veitt
mikla aðstoð með því að annast
uppsetningu á sýningunni. Þá
hefur Listafélagið tekið að sér
að annast sýninguna meðan hún
stendur yfir. Er það framlag
Listafélagsins til Iðnkynningar-
innar. Kann Iðnkynningin báð-
um þessum aðilurn miklar þakk-
ir fyrir aðstoðina.
Sýningin verður í kjallara
CASA NOVA og verður opin
daglega kl. 14.00—22.00 dagana
2.—9. febrúar, en í dag verður
hún opin frá kl. 16.30—22.00. Að-
gangur er ókeypis.
- FÆRÐIN
Framhald af bls. 24.
Ólafsfjarðarmúla. Til Húsavíkur
var fært um Dalsmynni en frá
Húsavík var þungfært eða ófært
fyrir Tjörnes.
Á Austurlandi voru allir fjall-
vegir lokaðir vegna snjóa en
fært var um Fagradal milli Eg-
ilsstaða og Eskifjarðar og eitt-
hvað út frá Egilsstöðum um
Hérað.
Suðurfjarðarvegur hefur verið
fær stórum bílum að undan-
förnu.
— Listamannalaun
Framhald af bls. 24
af nokkrir, sem ekki hafa fyrr
notið listamannalauna.
Mbl. átti stutt samtöl við þá
fjóra listamenn, sem fluttust
í efri flokkinn og bað þá að
segja nokkur orð af þessu til-
efni. Fyrst náðum við tali af
Þórarni Jónssyni, tónskáldi.
Hann sagði m.a.:
— Mér finnst þetta mjög
ánægjulegt og kemur mér
skemmtilega á óvart núna.
Það hefði ekki komið mér eins
að óvörum að fá þetta í fyrra.
Ég er afskaplega þakklátur
nefndinni fyrir að hugsa til
mín og mér finnst ánægjulegt
að verða þess aðnjótandi nú,
þegar mér finnst tónlistarlíf
að ýmsu leyti vera að breyt-
ast. Þetta er allt að komast
meira á vélrænu hliðina. Ann
ars væri óskandi, að úthlut-
unarnefndin hefði úr meiru að
spila. Mér sárnar oft að líta
á þá, sem ekki hafa hækkað.
Jón Helgason hafði ekki
heyrt tíðindin, er við náðum
tali af honum í Árnasafni i
gær. Hann sagði:
— Ég hef ekki beðið um
þetta og er algjörlega undr-
andi að heyra þessar fréttir.
Ég hef aldrei beðið um hækk-
un á listamannalaunum, aldrei
sett mig í samband við þá sem
úthluta þessu. Ég kann því
ekki neitt við þessu að segja.
Ég vinn ekki lengur í þessari
grein og skil því ekkert í
þessu. Þér verðið frekar að
spyrja þá, sem úthlutuðu lista
mannalaununum. Hér hlýtur
að koma til einhver vísdómur
sem ég skil ekki. En það sak-
ar ekki að vita þetta og ég
verð að gera ráðstafanir til
að nálgast peningana áður en
ég gleymi þessu aftur. Vegir
nefndarinnar hljóta að vera ó-
rannsakanlegir eins og vegir
guðs. Ég er undrandi á þessu,
en það kemur fyrir fleira, sem
maður undrast.
Kristján Davíðsson sagði:
— Hvað mér viðkemur þá
er ég að sjálfsögðu þakklátur,
en í fljótu bragði virðist mér
að í báðum þessum flokkum
séu menn sem þar ættu ekki
að vera, en aðrir I staðinn.
Matthías Johannessen sagði:
— Auðvitað er ég glaður,
ekki sízt vegna þess að þetta
kom mér á óvart og ég met
mikils þá menn sem nefndina
skipa. En kerfið þanf lagfær-
ingar við, því að ýmsir liggja
enn óbættir hjá garði.
— Hengingarnar
Framhald af hls. 3
Abdel Aziz Al-Okeili fyrrum
varnarmálar'áðherra.
ÖR STJÓRNARSKIPTI
Stjórnarskipti hafa verið
tíð í írak á undanförmum ár-
um, og hófust með byltingu í
landiniu í júlí 1958. Var það
Abd al-Karim Kass’em hers-
höfðingi, sem að byltingunni
' stóð. Drápu byltingarmenn
Feisal konung II., son hans og
Nur as-Said hershötfðingja, er
verið hafði forsætisráðherra
rikjasambands íraks og Jór-
daníu. Kom Hassem á lýð-
veldi í írak eftir býltinguna,
og varð sjálfur forsætisráð-
herra, en vara-forsætisráð-
herra og innanríkisráðherra
varð Abdul Rahman Aref otf-
ursti. Atftur var gerð bylting
í frak í febrúar 1963, og var
stjórn Hasisems steypt af stóli,
en hann sjáltfur handtekinn og
síðar skotinn. Við völdum tók
Aref oíursti. Hann varð for-
seti, en ný stjóm mynduð und
ir forsœti hershöfðingja að
natfni Ahmed Hassan Bakr.
Þegar enn ein stjórn var
mynduð þá um haustið, tók
Bakr við embætti varatforseta
og gegndi því í eitt ár, en dró
sig síðan út úr stjórrumálum
í bili. Stjórnarskipti urðu ár-
lega næstu árin, en Aretf hélt
þó forsetaembættimu þar til í
júli í fyrra að enn var gerð
stjórnarbylting og Bakr hers-
höfðingi tók við völdum. Hef-
ur Bakr síðan farið með em-
bætti bæði forseta og forsætis
ráðherra.
Ahmed Hassan Bakr forseti
hefur farið með öll völd í ír-
ak undantfarna mánuði, og
má gera ráð fyrir að það sé
hann, sem skipulagði njósna-
réttarhö'ldin miklu þar í
landi. Hann er 52 ára og leið-
togi íraskra Baahista, eða
arabiskra sósíalista. Hefur
Bakr lítil samskipti við vest-
ræn ríki, og er til dæmis ekk-
ert stjórnmálasamband milli
Bandaríkjanna og íraks. í
viðtali við Parisarblaðið Le
Monde í ágúst í fyrra, rómaði
Bakr mjög sambúðina við
Frakkland, en sagði að helztu
vinaríki íraks væru, talin upp
í þeirri röð sem þau stæðu á
vinsældarlistanum: Sovétrík-
in, „Alþýðulýðveldiðl“ Kína
og Frakkland.
Abel Rodrigvez Lórettó við orgelið í Selfosskirkju.
Orgeltónleikar í Selíosskirkju