Morgunblaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIP. LAUGARDAGUR 1. FBBRÚAR 1969
15
Ingibjörg
Minning
í DAG fer fram frá Gaulverja-
bæjarkirkju útför Ingibjargar
Jónsdúttur frá Austur-Meðal-
holti. Hún var fædd 31. maí 1890 í
Austur-Meðalholti. Hún lézt á
Elliheimilinu Grund 24. janúar
1969. Ingibjörg var dóttir merkis
hjónanna Kristínar Hannesdótt
ur frá Tungu og Jóns Magnús-
sonar formans frá Bauksstöðum.
IÞau hjón eignuðust 10 börn, 5
drengi og 5 stúlkur. Þrjá drengi
misstu þau kornunga úr barna-
veiki eins og þá var alltítt, er
engin ráð voru fundin við þeirri
voða veiki. Þessi sári harmur,
og mikli missir beigði þau hjón
bæði voðalega. Þá í blóma lífs-
ins, en braut þau ekki. Bæði
var, að þau voru sérlega sam-
hent og af sterkum stofni í báð-
ar ættir. En umfram allt trúuð.
Og fólu guði allt sitt ráð. Upp
komust svo tveir bræður Jón og
Hannes, og systurnar 5, Kristín
móðir mín, Guðlaug, Ingibjörg
Kristín og Guðný. í þessum hópi
óx svo Ingibjörg og varð hraust
byggð atorkumanneskja. Hún var
sérstök til orða og verka. Öll
verk sýn vann hún af stakri
vandvirkni og trúmennsku. Orða
forða átti hún svo græskulaus-
an, og gamansaman að öllum kom
hún til að hlæja og í gott skap
er svo bar undir.
Hennar aðalsmerki var trú-
mennska, fórnfýsi, og umfram
allt, góðlyndi. Hennar hugsun
var aldrei hvað hana langaði til.
Heldur hvað get ég hjálpað þess
um eða hinum. Ég sem þessar
línur skrifa, tala af eiginreynslu
Ég var tekin á heimili Ömmu
minnar móður Ingibjargar á
fyrsta ári, til að forða mér frá
barnaveiki, er þá gekk yfir. En
með því þó, að Ingibjörg vildi
annast mig, sem var auðsótt. Hún
var þá 18 ára stúlka.
Hún efndi það er hún lofaði.
Með okkur hefur alltaf verið
mikill kærleikur æ síðan, sem
aldrei féll hinn minnsti skuggi
á. Ég veit að ég má tala fyrir öll
hennar systkinabörn, og aðra
ættingja og vini er hún hafði
nokkur kynni af, að hún var
ein elskulegasta manneskja er
við höfum þekkt. Við brjóst þess
arar elskulegu frænku svaf ég,
til 8 ára aldurs. Þá kemur enn
á heimili Ömmu lítill tveggja ára
munaðarlaus drengur Bjarni
Bjarnason. Heilsulaus mjög, sem
fékk þá bólið mitt hjá Imbu,
eins og hún var kölluð. Yfir
þetta blessaða barn, sem alltaf
var að kalla mamma, breiddi hún
alla sína ástúð og umhyggju. Því
hann varð fárveikur aftur og aft
ur af lungnabólgu. Þær Ingibjörg
og amma vöktu nótt eiftir nótt,
tjölduðu yfir hann og mynduðu
gufu með sjóðandi vatni tímum
saman.
Einnig voru ótaldar ferðir
Hannesar bróður Ingibjargar að
sækja lækni, því aftur og aftur
fékk þessi litli drengur sömu
veikina, sem hann þó með þess-
ari einstöku hjúkrun og guðs
hjálp, lifði af. Nú er þetta 11
barna faðir og búinn að liggja
helsjúkur í langan tíma, á sjúkra
húsum utanlands og innan. Get-
Jónsdóttir
ur hann þessvegna ekki fylgt
þessari góðu annari móður sinni
til grafar svo mjög sem hann
hefði óskað þess. f þriðja sinn
kemur inní Meðalholtaheimilið,
nú er það dóttir Guðnýjar syst-
ur Ingibjargar, sem fer til Am-
eríku. Þesei litla stúlka er 2ja
ára er hún verður þar eftir og
heitir Ásdís Lárusdóttir. Ingi-
björg harmaði mjög burtför Guð
nýjar því með þeim var ein-
stakur systrakærleikur, þess í
stað dáir hún litlu stúlkuna
hennar. En nú er Hannes bróð-
ir Ingibjargar tekinn við búi
ömmu. Guðrún kona hans tekur
að sér að annast barnið eða öll
í sameiningu, sem hún svo sann-
arlega gerir af mikilli prýði. Þeg
ar svo þessi stúlka er 19 ára,
verður hún fyrir þeirri veiki
sem þá geisar um landið, og lam-
ar fjölda mans, og hún bíður
aldrei bætur. Þetta gengur Ingi-
björgu voðalega nærri. Hún og
allt þetta góða fólk gerir, sem
í þeirra valdi stendur til að
veita henni hjálp og létta henni
lífið. Hún sannarlega þurfti á
móðurást að halda og engin móð
ir var betri en hún þó hún ætti
ekki börnin sjálf. Ingibjörg var
alla tíð í Meðalholti hjá bróður
sínum og konu hans utan þess
hvað hún fór til Reykjavíkur í
fiskvinnu, sem sannarlega -var
ekki sældarvinna að brjóta á
klökuðum körum að vaska fisk.
Með Guðrúnu og Ingibjörgu var
sérlega gott samband alla tíð.
Eftir að Ingibjörg fór að missa
heisluna nú fyrir fáum árum
reyndist Guðrún henni svo vel
sem ég tel til hreinnar fyrir-
myndar. Þær máttu vart hvor af
annarri sjá. Og nú er það Guð-
rúnar hlutskipti að vera á sjúkra
húsi eftir bílslys er hún varð
fyrir á síðastliðnu hausti og get-
ur því heldur ekki fylgt henni
til grafar. Nú erum við öll þessi
þrjú börn, búin að eiga okkar
Framh. á Ms. 16
lominiaue Pire látinn
Hann vann mikið starf í þágu flótta-
manna eftir styrjöldina og hafði trum-
kvœði um byggingu Evrópu-þorpanna
Louvain, Belgíu, 30. jan.
AP-NTB
FAÐIR Dominique Pire, sem
fékk friðarverðlaun Nóbels
árið 1958 fyrir staxf í þágiu.
flóttafólks eftir síðari heims-
styrjöldina, lézt í Louvain í
dag, 59 ára að aldri.
Dominique Pire var fædd-
ur í borgrnni Dinant í Belgíu
árið 1910. Hann tók stúdents-
próf 1927 og gekk skömmu
síðar í dóminikanklaustrið
La Sarte í bænum Huy. Hann
stundaði nám í guðfræði við
dóminikaháskólann í Róma-
borg árin 1932—34 og var þar
vígður presitvígslu. í heims-
styrjöldinni síðari tók hann
mikinn þátt í belgísku neð-
anj arðarthreyfingunni, bæði
sem njósnari og eins konar
herprestur. Árið 1949 var
honum falið að taka að sér
stjórn flóttamannabúða, sem
regla hans hafði komið á lagg
imar og alla tíð síðan vann
hann mikið og fórnfúst starf
fyrir flóttafólk.
Þekktastur varð Pire fyrir
að koma upp hinum svoköll-
uðu Evrópuþorpum. Ætlun-
in með þeim var að rjúfa
einangrun flóttamannanna. 1
stað þess a'ð lóta þá búa í fjöl
mennum flóttamannabúðum,
beitti hann sér fyrir bygg-
ingu margra smárra þorpa,
þar sem flóttamennimir gátu
búið við mun betri og hag-
stæðari skilyrði. Fyrsta Ev-
rópuþorpið var reist við borg
ina Aachen í Þýzkalandi árið
1956. Faðir Pire skipulagði
starfsemi ótal flóttamanna-
deilda í ýmsum löndum og
gekkst fyrir fjársöfnunum til
Evrópuþorpa sinna.
Myndin er tekin árið 1958,
Nóbelsverðlaunanefndar nors
Dominique Pire friðarverðla unin.
Þegar Pire hlaut Nóbels-
verðlaunin 1958 sagði hann:
„Fyrir mig eru þetta ekki
fynst og fremst verðlaun,
heldur hvatning til dáða.“
Hann varði verðlaunaupp-
hæðinni til að koma upp
„Friðarháskóla" í Belgíu og
tók skólinn til starfa 1960.
Árið 1967 bauðst Pire til
þess að fara, ásamt öðrum
friðarverðlaimahöfum til
Norður- og Suður-Vietman og
til Bandaríkjanna til að reyna
að finna grundvöll að frið-
samlegri lausn Vietnamstyrj-
aldarinnar og í fyrra var
hann me'ð þeim fyrstu til að
............................... i
þegar Gunnar Jahn, formaður
ka stórþingsins afhenti föður
vekja athygli á því ógnar-
ástandi sem væri að skapast
í Nígeríu og Biafra vegna
borgarastyr j aldarinnar og
hann hvatti Einingarsamtök
Afríkuríkja til að beita sér
fyrir að friður yrði saminn.
Slysavarnadeildin „Vörn##
á 8>ingeyri 4® dira
Þingeyri, 26. jan.
LAUGARDAGINN 1. febrúar
minnist Slysavarnadeildin ,Vörn‘
á Þingeyri 40 ára afmælis síns
með þorrablóti.
Samkvæmt upplýsingum for-
manns deildarinnar, séra Stef-
áns Eggertssonar, var stofnfund-
ur hennar hgldinn 2. febrúar
1929 samkvæmt fundarboði út-
gefnu 21. jan. af séra Sigtryggi
Guðlaugssyni á Núpi, og var
hann frummælandi á fundinum.
Stofnendur voru 63.
Deildin hlaut nafnið „Vörn“
og var starfssvæði bennar ákveð
ið Dýrafjörður milli Sléttaness
að sunnan og Kaplaskerja að
norðan.
Heimili og varnarþing á Þing-
eyri.
í fyrstu stjórn voru kosnir:
Guðmundur J. Sigurðsson for-
maður, Steinþór Benjamínsson
gjaildkeri og Nathanael Mósesson
ritari.
Þessir menn hafa lengst af átt
sæti í stjórn deiildarinnar:
Sigmundur Jónsson formaður
frá 1936—’49, Steinþór Benja-
mínsson gjaldkeri frá 1929—’49
og Leifur Jóhannesson ritari frá
1937—‘49 og ennfremur núver-
andi formaður, séra Stefán Egg-
ertsson, en hann var kosinn 1951
og með honum í stjórn eru nú
Andrés Jónasson gjaldkeri og
Guðmundur Friðgeir Magnússon
ritari.
Félagar í árslok 1968 voru 159.
Starfssvæði deildarinnar er nú
innri hluti Þingeyrarhrepps milli
Meðaildalsár og Botnsár.
Deildin hefur beitt sér fyrir
hvers konar umbótum, björgun-
ar- og slysavarnamálum og vil
ég nefna það helzta:
1) Öryggismál sjófarenda, en
það mál hefur alltaf verið ofar-
lega á dagskrá. Á aðalfundi 17.
des. 1932 er rætt um björgunar-
skútu fyrir Vestfirði, og beitti
deildin sér fyrir lausn þess máls
ásamt öðrum deildum á Vest-
fjörðum, er fékkst með smíði
„Maríu Júlíu".
2) Aukinni sundkenns'lu og
var „Vörn“ ein af þrem aðilum,
sem stóðu fyrir byggingu sund-
laugar á Þingeyri 1954, sem því
miður varð ekki lokið.
3) Björgunarsveit var stofnuð
6. des. 1951 og þá einkum miðað
við björgun úr sjávarháska, en
á síðari árum varð mönnum
ljóst, að nauðsynlegt var að vera
viðbúinn að veita björgunarað-
stoð jafnt á landi og sjó, og ref-
ur deildin því aflað sér alls-
góðs útíbúnaðar til þess, þar á
meðai tæki tíl fjarskiptaþjón-
ustu.
4) Deildin sá um uppsetningu
sæluhúss á Dynj andisheiði ásamt
S.V.F.S. og annast viðhald á því
og útbúnað, ásamt samskonar
þjónustu í sæluhúsinu á Hrafns-
eyrarheiði.
5) Sjúkraflugvelli var komið
upp við Þingeyri fyrir atbeina
deildarinnar, en það verk hófst
25. sept. 1957 og lenti Björn
Pálsson þar í fyrsta sinni 2. nóv.
sama ár.
6) Deildin kom upp öryggis-
talstöð á Þingeyri í ársbyrjun
1957, sem seinna var breytt í
verstöðvartalstöð og er nú kost-
uð af hafnarsjóði Þingeyrar-
hrepps, en umsjón þeirrar þjón-
ustu hefur formaðurinn, séra
Stefán Eggertsson, innt af hendi
frá fyrstu tíð endurgjaldslust.
7) Á sl. árj beitti deildin sér
fyrir því, að rudd yrði slóð af
veginum á Hrafnseyrarheiði inn
yfir ihálendið að Glámu til að
auðvelda leit að flugvélum, ef
nauðsyn kræfi.
Á liðnu sumri var mælt fyrir
TV2 km kafla af þeirri leið, en
þar sem hentug vél fékkst ekki
til verksins, var því frestað til
næsta árs.
Til þessa verks var veitt kr.
20.000.00 af fjallvegafé og von-
ir standa til að nokkurt fé fáist
úr heimahögum, auk sjálfboða-
liðsvinnu.
INESBYEN 28. janúar. — í gær
ihófst vertíðin í Lófót og er all-
margt manna komið þangað í
iverið. Vertíðin í fyrra gaf svo
mikinn afla, að margir vilja
freiista gæfunnar í ár, en hins-
vegar er sá hængurinn á, að
rnikil óvissa er um það, hvernig
takast megi að selja aflann.
1 gær héldu fiskkaupendurnir
fund í Svovlvær til þess að gera
grein fyrir aðstöðu sinni. Það
eru rúmlega 200 aðilar, sem
kaupa fiskinn til verkunar i
Lófót, og af þeim var rúmur
Ihelmingur mættur á fundinum.
>Og þeir gerðu ýmsar eftirtektar-
verðar ályktanir.
Fyrst og fremst þá, að ríkis-
stjórnin yrði að kaupa fyrir
sæmilegt verð allar þær birgðir
af harðfiski, sem enn eru óseld-
ar frá síðasta ári. Ýmsir kaup-
endur eiga alla sína peninga
bundna í þessum birgðum og
geta því ekki keypt fisk í vetur
nema þeir fái þessa peninga.
Stjórnin hefur keypt allmikið af
Nígeríuskreið áður, en þó er
mikið eftir. — Þá var þess einn-
ig krafizt, að ekki yrði verkuð
nema 15.000 tonn af þessum
fiski, og ennfremur að bannað
yrði að leggja net og lóðir á
laugardögum, þannig að fis-kur-
inn yrði tveggja daga gamall, en
það spillir gæðum hans.
Formaðurinn biður fyrir beztu
þakkir til Þineyringa og ann-
arra, sem greitt hafa götu deild-
arinnar og þá sérstaklega Lands-
símanum og starfsfólki hans
ásamt landhelgis’gæzlunni, sem
allir hafa verið boðnir og búnir
að veita alla þá aðstoð, sem þörf
hefur verið á, hvenær, sem til
þeirra hefur verið leitað og ósk-
ar áframhaldandi góðs sam-
starfs.
— Nú munu fulltrúar fisk-
kaupenda hefja umræður við
stjórnina um þessar kröfur, og
gefa í skyn, að ef þeim verði
ekki fullnægt muni þeir neita
að kaupa fiskinn. — ESSKÁ.
Systrafélagið
fllía vill
liðsinna
Systrafélagið Alfa i Reykja-
vík, sem leitazt hefur við að
liðsinna þeim sem eiga í erfið-
leiikum, hefur nýlega kosið
stjórn. Formaður er frú Fanný
Guðmundsdóttir, Drápuhlíð 6, I
Reykjavík og gjaldkeri frú Sig-
urrós Ólafsdóttir, Nesveg 7. Starf
semf félagsins liggur niðri sum-
armánuðina júní, júlí og ágúst,
nema þegar mjög aðkallandi er,
en annan tíma árs liðsinnir það
þeim, sem eiga í erfiðleikum.
Hefur félagið beðið blaðið um
að segja slíkum, að hægt sé að
hafa samband og leita upplýs-
inga í símum 18475, 36655 og
12011 kl. 11.00—14.00 mánudaga,
I miðvikudaga og fimmtudaga.
Hulda.
Lófót-vertíðin hafin