Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 12
MORGUMBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FBBRÚAR 1968. í 12 „velferðarríkinii“ PLÁSSI5 heitir í raun réttir Gerðar, en gárungamir kalla það stundum „velferðarríkið“ eða jafnvel Hollywood Suð- umesja, og auðvitað er þar með átt við að fólkinu líði vel í plássinu. Það byggir af- komu sína á sjónum, eins og gerist og gengur í flestum þorpum Suðumesja, og nú skyldi margur halda, að held ur væri dauft yfir atvinnu- lífinu á staðnum, þegar sjó- menn eru í verkfalli. En blaðamenn Morgunblaðsins komust að raun um annað, er þeir áttu Ieið um Gerðar í gær. í hraðfrystihúsi Gerða bátanna var iðandi líf, þar sem rúmlega 20 stúlkur unnu að því að ganga frá nýverk- uðum fiski í neytendaumbúð- ir. Við hittum að máli Matthí- as Oddsson, verkstjóra og spurðum hann hvernig frysti húsið yrði sér út um fisk til verkunar. — Jú, sjáið þið til. Héðan róa núna í verkfallinu tveir bátstr á línu — Andri, sem er 38 tonn og Árni Ólafur, 22 tonna bátur, og kemur það til af því að áhöfn þeirra er um leið eigendur bátanna. Auk þeirra hafa lagt hér upp Kári og Gylfi, sem báðir eru frá Grindavík. Þessir bátar hafa aflað ágætlega á línuna að undanförnu, Árni Ólafur hefur komist upp í 6 og % tonn, og Andri kom með 12 tonn inn á föstudag sl. og daginn eftir með 9 tonn. Andri er hinn mesti aflabát- ur, og á honum róa þrír bræð ur, miklir afla- og dugnaðar- menn. En hinu er svo ekki að leyna, að við höfum ekki algjörlega farið varhluta af verkfallinu, því að a.m.k. einn bótur hefur stöðvazt hér alvieg. — Hefur vinnan verið nokkuð stöðug hér í frysti- húsinu? — Já, vinnan hefur mátt heita ágæt, þegar róið hefur verið. Hér starfa að jafnaði 18 til 26 starfsstúlkur, og at vinna fyrir þær hefur verið nokkuð stöðug, nema hvað ó- gæftir og veikindi af völd- um inflúensu hafa stöku sinn um sett strik í reikninginn. — Hefur þetta verið góður fiskur, sem frystihúsið hiefur fengið til verkunar? — Já, línufiskurinn, sem við höfum fengið að undan- förnu er bezti fiskur, er hægt er að fá til vinnslu. Hins vegar hefur það verið þann- ig, að alltof fá fiskiskip stunda þessar veiðar, og staf ar það eflaust af því að verð ið er of lágt á línufisk- inum miðað við gæði hans. íÞarna þarfnast fiskverðsá- kvörðunin endurskoðunar, því að Stefna þarf að að hafa verð línufisksins svo hátt, að sjómenn telji sér ávinning í að stunda þann veiðiskap fremur en annan. Mjög áríð- andi er að efla línuveiðarn- ar, því að engum vafa er und irorpið að með þeim fæst bezta hráefnið fyrir frystihús in, og þar af leiðandi hæsta verðið á erlendum mörkuð- um. ingarnar eru frá 1 lbs. upp í 15 lbs., og þannig fer þessi gæðavara_ beint á erlendan markað. Ég tel að það sé úti- lokað að hafa þennan hátt á mieð annan fisk, nema þá helzt næturgamlan netafisk, en heldur sjaldgæft er að fá svo nýjan fisk úr netL Þess vegna þarf að hlúa að lín- unni — þeim veiðiskap, sem við fáum mest fyrir, sagði Matthías verkstjóri Oddsson að lokum. Við lögðum þessu næst leið okkar í Sandgerði, og þar í höfninni um borð í Andra hittum við að máli bræðurna Þórarin og Jónas Þórarins- syni, en bróðir þeirra og skip stjóri Andra, Magnús, var staddur í Njarðvíkum í er- indum útgerðarinnar. Magnús og Jónas keyptu Andra árið 1960 ásamt þriðja manni, en tveim árum síðar festi Þórarinn kaup á hans Matthías Oddsson, verkstjóri. Þorskur og ýsa hafa stóru hlutverki að gegna í íslenzku atvinnulífi, og hér má sjá þessa þýðii^garmiklu fiskitegundir á stingjum glaðlyndra verkamanna. Ýsurnar eru í miðið og eru í vænna lagi, eins og sjá má. Flökin vigtuð. Gæði línufisksins hafa í för með sér, að við höfum núna getað pakkað fisknum beint í neytendaumbúðir, og það er það, sem koma skal. Pakn Séð yfir flökunarsalinn í hraðfr ystihúsi Gerðabátanna. hlut. Hafa þeir bræður síðan rekið bátinn í sameiningu, sem nú er orðinn rúmlega 20 ára að aldri. — Við höfum endurbætt bátinn mjög mikið frá því að við fengum hann, segir Jónas, — verið ákaf- lega heppnir með hann og afl að vel á hann. Andri var langaflahæstur Sandgerðabáta á síðustu ver tið, og hefur aflað vel upp á síðkastið, þegar gefið hefur, að sögn þeirra bræðra. Yfir- leitt er fimm manna áhöfn á bátnum, en nú í verkfallinu hafa þeir bræður aðeins ver ið þrír á honum. — Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér miklu mieiri vinnu á hvern einstakan, og hver róður er svona u.þ.b. 20 tíma Stöðug vinna, með lagningu og löndun. En það er um tvennt að velja — að leggja þetta á sig eða sitja aðgerðarlaus í landi, segir Þórarinn. — Annars másegja að við höfum verið aðeins þrír í allt haust á línu, og þá fengum við eitthvað um 100 tonn í það heila. Við spyrjum þá bræður um veiðina nú eftir áramótin: — Ætli við séum ekki komnir með um 80 tonn núna. Það hefur gefð illa á línuna, nema rétt tvo síðuStu róðr- ana. Gæftaleysið hefur vald- ið því, að við komumst ekki á djúpmiðin nema stöku sinn um, og hefur orðið að halda okkur á grunninum. — Hvernig lízt ykkur á vertíðina? Haldið þið að fiski gengd verði sæmileg? — Það er ómögulegt að spá nokkru um það núna, enda þótt maður voni hið bezta segir Þórarinn. — Enn sem komið er höfum við ekki feng ið næga reynslu á djúp- miðin til að segja til um, hvort þar sé einhver fiskur að ráði, þar sem við höfum ekki getað sótt þangað nógu oft vegna ótíðarinnar. — Atvinnumálanefnd Framhald af bls. 2 er ráð fyrir, að við sérstakar að- stæður gieti verið um styrkveit- ingar til atvinnufyrirtækja að Tæða, vegna kostnaðar við tækni legar athuganir og undirbúning og til aukningar eigin fjár fyrir- tækisins. Enda þótt lán til atvinnufyrir- tækja sitji í fyrirrúmi, munu lán þó einnig veitt til opinberra fram kvæmda. Mun þetta einkum gert I því skyni að flýta fyrir fram- kvæmdum, sem veita verulega atvinnu og hafa mikla þýðingu fyrir framtíðarþróun atvinnulífs á staðnum. Er ætlaZt til, að slík lán geti yfirleitt endurgreiðst til tölulega fljótt af reglulegum fram lögum ríkis eða sveitarfélaga eða af venjulegu lánsfé. Umsóknir um lán og styrki skulu sendast Atvinnumálanefnd ríkisins, c/o EfnahagsStofnunin, Laugavegi 13, Reykjavík. Afrit af umsókninni skal sent for- manni atvinnumálanefndar hlut- aðeigandi kjördæmis, sem einnig mun, ef þess er óskað, taka við umsóknum og koma þeim áleið- is til Atvinnumálanefndar ríkis- ins. Við umsóknir atvinnufyrir- tækja skal nota eyðublöð At- vinnujöfnunarsjóðs, en þau er imnt að fá sjá Atvinnujöfnunar- sjóði, Laugavegi 77, Reykjavík, í EfnahagsStofnuninni, hjá for- mönnum átvinnumálanefnda kjördæmanna og einnig, þar sem sérstaklega stendur á, fyrir milli göngu einstakra nefndarmanna. Við umsóknir um lán til opin- berra framkvæmda skal ekki nota sérstakt eyðu'blað, heidur gera grein fyrir umsókninni í bréfi til Atvinnumálanefndar rík isins með afriti til formanns hlut aðeigandi kjördæmanefndar, sem einnig veitir slíkum umsóknum móttöku, ef þess er óskað. Kjör dæmanefndirnar, Atvinnujöfnun arsjóður og Efnahagsstofnunin munu veita væntanlegum um- sækjendur allar frekari upplýs- ingar eftir því, sem óskað er. Athuganir á umsóknum munu framkvæmdar af starfsmönnum Atvinnujöfnunarsjóðs og Fram- kvæmdasjóðs og af öðrum opin- berum aðilum eftir því, sem við á. Stefnt verður að því, að at- huganir taki sem skemmStan tíma, og aíhuganir á þeim fram- kvæmdum gangi fyrir, sem vænt anlegar eru til skjótrar atvinnu- aukningar. Álits hlutaðeigandi kjördæmanefndar verður ætíð aflað og umsagnir ræddar við hana eftir því, sem tilefni gefst til. Lán eða styrkir verða ekki veittir, ef fyrir liggur neikvæð umsókn kjördæmanefndar. Atvinnumálanefnd ríkisins mun taka öll þau mál, er þýð- ingu hafa fyrir atvinnuástandið, til umræðu og athugunar og gera um þau tillögur eftir því, sem ástæða er til. Sérstaklega mun nefndin kanna álit og tillögur frá atvinnumálanefndum hérað- anna um aðgerðir til aukningar atvinnu. Á fundum nefndarinn- ar að undanförnu hafa þær hug myndir og tillögur, er fram komu á ráðstefnunni með héraðs nefndum, verið til umræðu, en frá þeim nefndum er að vænta ítarlegri upplýsinga og tiLlagna á næstunni. Þá hefur nefndin haft til athugunar og umræðu þær ráðstafanir til að auka rekstr- arfé fyrirtækja og flýta lánveit ingum, sem nú eru komnar til framkvæmda".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.