Morgunblaðið - 11.02.1969, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 198».
Lýður Skúlason
LÝÐUR Skúlason, bóndi að
Keldum, Rangárvöllurn lézt á
heimili dóttur sinnar hér í
Reykjavík þann 10. desember sl.
Lýður fann til vanheilsu síðast-
liðið sumar og lagðist rúmfastur
þegar haustaði að. Á Landspíl al-
anum var allt gert sem mögu-
legt var til þess að bjarga iífi
og heilsu hans, en það tókst ekki
þar sem sjúkdómurinn var
ólæknandi. Þegar sýnt var að
hverju stefndi, var orðið við
ósk Lýðs og honum leyft að fara
af sjúkrahúsinu til dóttur og
tengdasonar í Reykjavík. Þar var
veitt sú hjúkrun, sem í mann-
legu valdi stóð til hinztu stund-
ar.
Útförin fór fram að Keldum
21. desember við mikið fjöl-
menni.
Lýður var fæddur að Keldum
28. september árið 1900. Hann
var sonur sæmdarhjónanna Svan
borgar Lýðsdóttur frá Hlíð í
Gnúpverjahreppi og Skúla Guð-
mundssonar bónda á Keldum.
Systkin Lýðs voru Guðmund-
ur, sem alla tíð var á Keldum,
ókvæntur. Hann dó fyrir þremur
árum. Yar hann drengur góður
og greindur vel. Systurnar voru
4, Helga, Aldís, Þuríður og Kxist-
ín. Giftust þær allar og skipuðu
húsfreyjustöðuna með prýði og
myndarskap.
Lýður ólst upp í foreldrahús-
um með systkinum sínum.
Hann vandist í uppvextinum
reglusemi og góðum siðum. Hann
tók miklu ástfóstri við jörð feðra
t
Móðir min
Jórunn Hróbjartsdóttir
Eyfjörð
andaðist að Elli- og hjúkrunar
heimilinu Grund, 9. febrúar.
Friðrik Eyfjörð.
t
Móðir mín
Benonýja Þiðriksdóttir
frá Grenjum,
andaðist á heimili mínu
Grænuhlíð 7, Reykjavík, 8.
febrúar.
Magnús Baldvinsson.
t
Móðir okkar
Ingibjörg Jóhanna
Jóhannsdóttir
frá Bolungarvík,
sem andaðist á Elliheimilinu
Grund 4. þ.m., verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 12. febrúar kl.
1.30.
Börn hinnar látnu.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og
afi
Ólafur Sigurðsson
skipstjóri, Marargötu 7,
andaðist í Landspítalanum
sunnudaginn 9. febrúar.
Börn, tengdabörn og
bamaböm.
sinna, og þar vildi hann una alla
sína daga.
Hann bjó eitt ár í Reykjavík,
1946-47 og vildi reyna hvernig
það væri að vera í höfuðborg-
inni og starfa þar. Kona hans,
Jónína Jónsdóttir stundaði ljós-
móðurstörf og tekjur munu þau
hafa haft sæmilegar þetta ár í
Reykjavík. En tryggðin til átt-
haganna olli því að hann gat
ekki unað í Reykjavík. Hann
flutti aftur að Keldum og bjó þar
til dauðadags.
Lýður giftist ágætri konu árið
1937 og lifir hún mann sinn. Það
ár byrjaði hann búskap á Keld-
um. Kona hans Jónína stóð alltaf
við hlið hans, traust og hvetj-
andi til framkvæmda í búskapn-
um. Jónína er dóttir ágætishjón-
anna Þórunnar Jónsdóttur frá
Ey, sem gegndi ljósmóðurstörf-
um í 56 ár, og manns hennar,
Jóns Gíslasonar, oddvita og
sýslunefndarmanns.
Lýður var gæfumaður. Hann
eignaðist gott heimili og 3 mann-
vænleg börn, einn dreng og
tvær dætur. Vonandi tekur son-
urinn við jörðinni • og heldur
áfram búskap þar. Telja þeir sem
þekkja Skúla að hann sé líkur
föður sínum og forfeðrum og sé
líklegur til að setja jörðina með
þeirri sæmd sem hæfir. Dæturn-
ar, Svanborg og Þórunn, eru báð-
ar giftar í Reykjavík. Á Keldum
hafa ávallt búið ágætir bændur
og mun Lýður hafa gert sér
ljóst, þegar hann tók við jörð-
inni, að skylt væri að viðhalda
þeirri reisn og myndarskap sem
ávallt hefur verið við haldið á
þessum fræga sögustað. Lýður
gerði byggingar á jörðinni fyrir
fólk og búfénað. Hann stækkaði
túnið og var ræktunarmaður góð
ur. Á Keldum var ávallt snyrti-
mennska bæði innanhúss og ut-
an. Þannig hefur það alltaf verið
frá ómunat.íð.
Skúli Guðmundsson og synir
hans björguðu jörðinni frá því
að fara í auðn með mikilli elju
og dugnaði. Margar jarðir hafa
farið í eyði á Rangárvöllum
vegna uppblásturs og sandfoks.
t
Innilegustu þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför mannsins
míns
Guðmundar Magnússonar.
Una Símonardóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn .
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og útför systur minnar
Ingibjargar Jónsdóttur
frá Austur-Meðalholtum.
Hannes Jónsson.
t
Innilegar þakkir til allra fyrir
auðsýnda samúð og hjálp við
andlát og jar'ðarför mannsins
míns
Þórarins Þórðarsonar
Mávahlíð 2.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda.
Jóhanna Elín Ólafsdóttir.
Sandfokið hefir lengi herjað á
Keldnaland. Þannig var það vet-
urinn 1917 að allt túnið var þakið
sandsköflum og sást hvergi í
gras. Úthagarnir voru einnig í
kafi eftir sandfokið mikla.
Keldnamenn gerðu sér grein fyr-
ir því að baráttan við sandinn
var erfið. Ef til vill var það von
laust að koma í veg fyrir eyðing-
una. Keldnafeðgar notuðu hest-
vagna og sleða við að koma sand
inum burtu. Er talið að þeir hafi
ekið mörg hundruð vagnhlössum
af túninu og öðru graslendi, sem
jörðinni fylgir. Einnig ýttu þeir
stórum sandsköflum í lækinn,
sem fleytti sandinum burtu. Það
voru ánægðir menn, sem að
loknu verki sáu árangurinn af
erfiðu starfi. Jörðin var áfram
byggileg og fór batnandi árlega
með aukinni ræktun og heftingu
sandfoksins. Sandgræðslan hefir
bjargað miklu landflæmi frá
eyðileggingu, ekki aðeins á Keld
um og víða á Rangárvöílum, held
ur einnig víða um lahd. Fyrir
nokkrum árum afhendi Keldu-
bóndinn Landgræðslunni 5000
ha. landflæmi, sem er að mestu
hraun og sandur. Þetta hraun
hefir verið girt og er nú fyrir til-
stilli Landgræðslunnar að gróa
upp. Sandfokið sem herjaði
Rangárvelli fyrrum þekkist nú
ekki lengur í þeirri mynd sem
áður var, og má telja að sand-
fok hafi nú verið að mestu heft á
þessum slóðum.
Óvíða er jafn tilkomumikil
fjallasýn eins og á Keldum. Hin
víðáttumikli fj allahringur skap-
ar tilkomumikla heildarmynd af
umhverfinu og gefur því mikil-
fenglegt svipmót. Sú mynd skap-
ar víðsýni og leysir hugann úr
læðingi. Þótt langt sé til næstu
bæja, finna menn ekki til eih-
angrunar í slíku umhverfi því
‘hugsunin verður frjáls og leit-
andi. Keldnamenn hafa lengi
verið sögu- og fræðimenn eins
og kunnugt er. Hefir það að
nokkru mótað skapgerð þeirra
og lífsviðhorf.
Á Keldum stendur elzta hús á
íslandi. Skálinn gæti verið frá
dögum In-ggjaldar. Hann getur
einnig verið yngri eða frá Sturl-
ungaöld. Skála þessum er haldið
við og er hann í umsjá þjóð-
minjavarðar. Margir ferðamenn
leggja leið sína að Keldum, m.a.
til þess að skoða skálann og
njóta útsýnis í breiðum byggð-
um Suðurlands og fegurðar
sveitarinnar.
Lýður á Keldum var mjög vin
t
Innilegar þakkir færum við
öllum, er sýnt hafa okkur
samúð og vinarhug við and-
lát og útför mannsins míns,
föður okkar, soriar og bróður
Árna Jónssonar
bónda,
Hæringsstöðum, Svarfaðardal.
Bergþóra Stefánsdóttir
og börn,
Jón Jóhannesson, systkin
og aðrir vandamenn.
sæll og vel metinn af þeim sem
honum kynntust.
Það er ávallt söknuður í huig-
um manna, þegar samferðamenn
irnir hverfa. En mestur er sökn-
F. 31 ágúst 1908.
D. 27. janúar 1969.
Til þín, ó, Guð, ég hljóður huga
sný.
Við heimsins iðutorg ég þreyttur
bý.
Þú getur veitt mér fögnuð, ljós
og frið,
ó, fáðir, ég um þína návist bið.
(J. Smári)
Nú hefur Óli Thor gengið
göngu sína hér í lífi. Hann er
harmdauði öllum þeim, er bezt
þekktu hann.
Kom mér fráfall hans mjög á
óvart og sérstaklega þó, þar sem
mér barst ekki fregnin um and-
lát hans fyrr en sama daginn,
er hann var jarðsettur.
Kynni okkar Óla voru orðin
löng, eða frá því, er við hittumst
fyrst á Hólmavík fyrir 25 árum,
en þá var hann staðgengill hér-
aðslæknisins þar. Las Óiafur
læknisfræði og var á þeim ár-
um oft aðstoðarlæknir úti á
landi, t.d. á Hólmavík, Hvamms-
tanga og víðar. Öllum bar sam-
an um drengskap hans og hjálp-
fýsi og voru honum þakklátir
fyrir læknishjálp hans ,og var
það áberandi hve fólk hrósaði
honum á þessUm stöðum fyrir
störf hans sem læknis.
Ég hef ekki hugsað mér þessi
minningarorð sem æviágrip vin-
ar míns Ólafs, heldur aðeins
nokkur kveðjuorð. Leiðir okkar
hlutu að liggja saman meir en
áður, eftir að hann tók að nema
tannlæknisfræði við Háskólann
hér, en hann var einn af þremur
fyrstu nemendunum, sem létu
innritast í tannlæknadeildina, er
hún tók til starfa 31. jan. 1945.
Lauk hann prófi úr deildinni á
tilskyldum tíma.
Frá þessum árum er margs að
minnast. Var ég þá ungur að ár-
um þegar heimurinn horfir hvað
fegurst við manni, og leit ég þá
björtum augum á framtíðina, og
veit að ég má segja það sama um
Ólaf og hina nemendurna, sem
þá hófu nám í deildinni. Við
vorum allir á líku reki, nema
Ólafur var okkar elztur, þó þess
gætti ekki í daglegum samskipt-
um okkar.
Síðan hafa mörg og mi'kil vötn
runnið til sjávar, umhverfið,
sem við hrærumst í orðið annað
og viðhorfin önnur.
Ég hef eignast marga vini í
kennslustarfi mínu, en þessir
þrír fyrstu hafa orðið mér hvað
kærastir og eftirminnilegastir,
enda voru þeir hver fyrir sig
sérstæðir persónuleikar og þeir
fyrstu og kannski er það ekki
sízt fyrir það.
Óli Thor var alltaf sá sami
fyrir að hitta, glaður og léttur
í lund, viðræðugóður, fyndinn
og skemmtilegur, enda greindur
vel og gæddur rikri kímnigáfu.
Sérstaklega var hann söngelskur
og hafði yndi af samvistum við
vini sína á góðum og glöðum
stundum, enda var hann öðrum
þræði mikill heimsmaður.
Hann kvæntist Ingibjörgu
Guðlaugsdóttur úr Vestmanna-
eyjum og settu þau bú á Akra-
nesi, og rak Ólafur þar tann-
læknastofu um nokkurra ára
Mínar beztu þakkir færi ég
öllum þeim sem glöddu mig
me’ð heimsóknum, gjöfum og
skeytum á 60 ára afmæli mínu
21. janúar. — Lifið heil.
Jónína Filippusdóttir
Lindargötu 47, Reykjavík.
uðurinn eiginkonu og barna, sem
hafa þá bót harmi gegn að verma
sig við endurminningaxnar frá
liðnum samvistarárum.
Ingólfur Jónsson.
skeið. Síðar starfaði hann sem
tannlæknir í Vestmannaeyjum
um tíma. Síðari árin dvaldi hann
í Reykjavík og varð hann að
leggja niður starf sitt vegna van-
heilsu. Hann eignaðist fjögur
börn og eru þau öll í lífi.
Var Ólafur heimilisvinur okk-
ar hjóna og var hann alltaf au-
fúsugestur hjá okkur. Ólafur
var sérstaklega barngóður, , enda
nærgætinn og ljúflyndur, og
hændist dóttir okkar sérstaklega
að honum.
Fyrir rúmlega ári síðan fór
hann til Sviss sér til heilsubótar,
en kom þaðan aftur síðastliðið
sumar án þess að hafa fengið
bót meina sinna.
Við hittumst ekki eftir að hann
kom heim, en hafði. ég þó alltaf
fregnir af líðan hans. Síðast átti
hann heimili að Reykjalundi í
Mosfellssveit. Það varð fljótt um
hann, því að hann andaðist úr
lungnabólgu í Landakotsspítala
hinn 27. janúar sL
Ekki vil ég svo ljúka þessum
orðum að ég minnist ekki þeirra,
sem bezt reyndust honum, þegar
hann þurfti mest á að halda, og
koma mér þá fyrst í hug þau
ágætu hjón, frú Halldóra Ólafs-
dóttir, Grettisgötu 26, og eigin-
maður hennar, Alexander skip-
stjóri, því að hjá þeim hjónum
var hann oft lengur eða skemur
sem heimilismaður.
Mér finnst að ég standi í mik-
illi þakkarskuld við vin minn
Óla Thor frá því er við fyrst
kynntumst, og mun ég alltaf
geyma með mér ljúfar og hlýjar
endurminningar um þann góða
dreng. Hann vildi öllum vel og
Framhalð A bls. 19
Innilegar þakkir færi ég öllum
þeim er glöddu mig á 70 ára
afmæli mínu 27. jan. 1969.
Guð blessi ykkur.
Margrét Loftsdóttir
Bala, Þykkvabæ.
Innilegar þakkir færi ég félög
um mínum í stúkunni Frón,
systkinum, skólasystrum, vin-
um og ættingjum, fyrir heim-
sóknir, rausnarlegar gjafir,
blóm og skeyti í tilefni af 60
ára afmæli mínu 5. febr. sl.
Kærar kveðjur.
Jóna Jónsdóttir
Skúlagötu 60, Reykjavík.
Ólafur Thorarensen