Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1989.
Einar Örn Björnsson, Mýnesi:
Þegar kommúnistar senda kveðj-
ur gustar um þeirra eigin hreysi
Hverja ber að óttast í höfuðborg
Bandaríkjanna — og hverjir eru ógnvald-
arnir í höfuðborg Sovétríkjanna?
„Mýfróður“, sá frægi sérskoð-
unarmaður frá Austfjörðum,
thefur heldur betur vikið frá
villu síns vegar og er steinhætt
ur að bjóða sig fram til þings í
einmenni, utan flokka, og hefur
þess í stað snúið sér að jötu í-
haldsins. Enda er ekki með ólík-
indum að hann komist þar á ör-
uggan bás, eins og mýmörg dæmi
sýna um hæfileikasnauða em-
bættismenn sem hafa bætt upp
getuleysi sitt með þjónustulip-
urð, íhaldstrú, samfara Mamm-
onskennd og dollaraglýju. E>ó
Morgunblaðið telji sig vera sann
færandi og rökfast í ósanninda-
vaðli Bjarna Jóhanns og Gylfa,
sem öllum stundum húðflengja
sjálfa sig með staðleysum og
mótsögum, þá má segja að fest
sé hey í harðindum, þegar skoð-
analaus japlari nær langloku-
grein með mynd í blaði „Lands-
föðurins".
Þannig hljóðar upphaf grein-
ar í Þjóðviljanum 12. febrúar,
sem ber heitið Mýfróðir og fá-
fróðir“ og greinarhöfundur und
irritar með G.M. Þar er ekki
fáfræðinni fyrir að fara og merk
ir sennilega hina nýju „Pólitík"
og málflutning, Kommúnista sem
Lúðvík Jósepsson, Jónas Árna-
son og Ragnar Arnalds ferðast
með um landið til að reyna að
villa um fyrir fólki og nota þá
erfiðleika, sem við blasa, sem
næringarefni, í neikvætt nöld-
ur og bölmóð, sem er það sjón-
arsvið er Kommúnistar ætla öðr
um að hafa á meðan þeir eru
að rétta sig af eftir ófarir und-
angengin ár. Slíkt verður eng-
um heppilegt veganesti. Sam-
setningur G.M. sem hér er vitn-
að til_ er ekki heppilegur til að
vísa íslendingum veginn út úr
þeim erfiðleikum sem við blasa
og ósennilegt að þessi Austur-
evrópu sérfræðingur Kommún-
ista, auki hróður sinn með slík-
um þvættingi. Hið sanna er að
5. síða Þjóðviljans 12. febrúar
er sönnun þess að Kommúnist-
ar eru í stökustu vandræðum
að koma sér úr þeirri hnapp-
heldu sem þeir eru í.
Enda doðaeinkenni í öllum
þeirra málflutning.i Þá grípa
þeir til þess ráðs að tína upp-
úr umsögnum blaða og skýrsl-
um frá. U.S.A. þar sem greint
er frá gripdeildum, glæpum og
ofbeldi sem átt hafi sér stað
í Höfuðborg Bandaríkjanna, en
reynt er að koma í veg fyrir
með öllum tiltækum ráðum.
f mannhafi stórborganna ægir
mörgu saman og erfitt að hafa
hemil á öllu. í Reykjavík og
víðar eru ýmis óheilaverk fram-
in og áhyggjuefni allra ábyrgra
manna, er reynt að eyða slík-
um óhugnaði.
Engum dettur í hug að allir
íslenidingar séu óalandi þess-
vegna. Kommúnista munar ekki
um að koma með óhróður um
menn og málefni, ef annað brest
ur, og mata sig á erfiðleikum.
En hverjir eru það í Höfuð-
borg Sovétríkjanna sem þar eru
mest ógnvekjandi?
Ætli það séu ekki valdhafarn
ir í Kreml sem láta njósna-
kerfi sitt og lögregluspæjara líta
eftir hræringum hvers einasta
manns, og fjarlægja þá og senda
í hegningarvinnu og þrælabúð-
ir, ef púlsinn slær ekki eftir
þeirra formúlu. Ef hinir sömu
hafa þá ekki kveikt í
sér eða hent sjálfum sér út
um glugga áður enn ógnvaldur-
inn hefur náð bráð sinni. Ég
held að G.M. ætti að skrifa eina
grein um það stjórnarfar og
birta myndir af vígdrekum og
fluggömmum Rússa sem geist-
ust inn í Tékkóslóvakíu til að
„bjarga sósíalismanum“ Þau
viðbrögð voru sýnd í sjónvarp-
inu í vetur og Reykvíkingar og
fleiri sáu þær aðfarir. Vilja ís-
lendingar fá slíka heimsókn til
íslands? Ætli veiti af að þær þjóð
ir sem búa á vesturhveli jarð-
ar þjappi sér saman og myndi
svo sterkar varnir að einræðis-
herrarnir í Kreml viti að ekki
er fýsilegt að halda lengra vest
ur á bóginn.
Þeir verða einnig að líta um
öxl, þar sem stórríkið Kína ógn
ar þeim ef út af bregður og
hafa því hægar um sig en ella.
Það er hrollvekjandi fyrir for-
ystumenn Kommúnista að standa
berskjaldaðir á víðavangi og geta
Einar Ö. Björnsson
ekki lengur skýlt sér fyrir nepju
einræðisskipulagsins í Austur-
Evrópu, er heldur mörg hundr-
uð milljónum manna í þjóðar-
fangelsum í sínu eigin landi, og
hafa enga stefnu í málefnum síns
eigin lands aðra en kenna öðr-
um um ófyrirsjáanlega erfið-
leika. Og klifra síðar upp eftir
bökum alþýðunnar í von um að
hún bjargi þeim út úr vandan-
um, en reyna að einangra ís-
land frá samstarfi í samtökum
vestrænna þjóða, og sér í lagi
samstarfi við Bandaríkin. Halda
kommúnistar og framsóknarmenn
sem eru sama sinnis, að slíkt
mundi leysa þann efnahagsvanda
Utanríkismálin verða ekki slit-
in frá öðrum málum sem ísland
varða og tilveru þjóðarinnar,
hvað sem úreltum pólitíkusum
dettur í hug.
Nú er Einar Olgeirsson farinn
að kenna lestur í fræðum komm
únista á Þinghóli í Kópavogi.
Hvernig væri að G.M. skryppi
með grein sína á eina slíka sam
kundu og fengi betri uppfræðslu
í hvernig á að skrifa blaða-
greinar og túlka mál. Það er
ekki glæsilegt fyrir Þjóðviljann
að birta slíkar ritgerðir eða er
það sú „menning" sem taka á við
Sýning í Þjóðminjasafni:
fsl. kvenbú ningar og ríkulegur brúðar
búningur úr Viktoriu - Albertssaf ni
í dag hefur verið opnuð í
Bogasal Þjóðminjasafnsins sýn-
ing á íslenzkum kvenbúningum
frá síðari öldum og verður hún
opin almenningi eftir kl. 20.00
og siðan daglega kl. 14—22 í hálf
an mánuð, en um framlengingu
er ekki að ræða.
Er tilgangurinn með sýning-
jinni tvenns kdnar, annars veg-
ar að gefa nokkurt yfirlit yfir
íslenzka kvenbúninga allt frá
ríkmannlegum brúðarbúningi is-
lenzkum, ásamt vandaðri hempu,
sem fengið hafa verið að láni
frá safni Viktoriu og Alberts í
London. Segir Elsa Guðjonsson
safnvörður, í sýningarskrá, að
hér sé um mjög merkan bún-
ing að ræða sem í mörgu varpi
Frá sýningunni á ísienzkum kvenbúningum. Fremst er brúð-
arbúningur og hempa úr safni Viktoriu og Alberts í London.
Það er upphlutur, með löngu sprotabelti og treyja með áföst-
um kraga og hempa með hempuskjöldum.
nýju Ijósi á klæðnað íslenzkra
kvenna á seinni hluta 18. ald-
ar og fram yfir aldamót 1800.
Þó mörgum muni finnast brúð
arbúningurinn ásamt skrauti því
sem honum fylgir forvitnilegast-
ur, er ekki síður fróðttegt að
sjá á þessari vel upp settu sýn-
ingu hvernig íslenzkir kvenbún
ingar hafa breyzt, bæði í heild
og í einstökum atriðum. Vegna
þess hve lítið er titt af elztu
búningum, eru fyrst einnig not
aðar myndir, og er elzti bún-
ingurinn á mynd úr Heinisbók
frá öðrum fjórðungi 16. aldar
og nýjasti búningurinn nútíma
upphlutur. Þarna má sjá t. d.
hina skrítnu akildahúfu frá 16.
og 17. ö'ld, sem sat ofan á há-
um stróki. Sjá má hvernig pípu
kraginn hverfur og farið er að
skreyta undirlag hans þegar
það er orðið eitt eftir. Einnig
hvernig lausa svuntan hverfur
í samfellunna og silfurhnapparn
ir þrír, sem néldu henni, urðu
að einum lausum skrauthnappi,
og svo hverfur svuntan alveg.
En seinna kemur lausa svunt-
an, sem við þekkjum. á annars
konar búningum, og er allt ann-
ars eðlis.
Til hægðarauka hefur sýning-
unni verið skipt í 7 deildir:
Fyrst eru búningar og kvensilf-
ur, frá 16. og 17. öld. Þá eru
búningar á 18. ö'ld, en á þeim
tíma styttist t.d. treyjan upp fyr
ir mitti, en undir henni kom í
ljós upphlutur, sem var erma-
laus bolur, reimaður og krækt-
ur. Hempan var í notkun fram
Brúðarbúningnum (sjá 2d
myndina) fylgir þungt hálsmen,
þrívafið um hálsinn og með þess
um kaþólska krossi.
yfir aldamótin 1800, í stað barða
hattsins var á 18. öttd tekinn
upp svonefndur höttur með hött
kápu til skjóls. Var hann einn-
ig nefndur reiðhöttur, en hemp-
an stundum reiðhempa. í þriðja
flokki eru faldbúningar á fyrri
hluta 19. aldar, en á árunum
Framhald & bls. 13
á íslandi? Einu sinni voru
menntamenn fslands vandir að
virðingu sinni nú halda sumir
þeirra að hægt sé að bjóða mönn
um hvað sem er.
Ég öfunda ekki greinarhöf-
und, sem hér er vitnað til að
framan, að setja einkennisstaif
sína undir þann samsetning sem
grein hans öll er, því hún mark
ar ekkert og segir ekkert nema
ef vera kynni að hún væri ætl-
uð óaldarmönnum til eftirbreytni
sem tiltækir væru að ausa úr
sama dalli og greinarhöfundur.
Hann talar um landsöludót og
önnur álíka fúkyrði. Það dettur
engum í hug að fara að selja
neitt af fslandi. Það sem gera
þarf er að styrkja varnir lands-
ins, eins og á stendur, og setja
upp varnarst'ðvar, þar sem það
hentar í fullu samráði við fs-
lendinga. Byggja upp vegakerfi
landsins úr varanlegu efni sem
tryggir samgönguleiðir með
ströndum þess og milli lands-
fjórðunga eins og Þórir Bald-
vinsson húsameistari tók rétti-
lega fram í Morgunblaðinu í jan
sl. Almannavarnir og öryggi
skapast ekki nema slíkt sé gert.
Það verða þær þjóðir að skilja
sem með okkur eru í varnar-
samtökunum. Ef sá skilningur
er ekki fyrir hendi og fslending
ar vilja ekki að slíkir starfs-
hættir séu uppteknir þá verður
það hugarfar kommúnista og ann
arra slíkra ,;vinstriveilumanna“
sem ræður. Eg spyr að síðustu
hver er stefna Framsóknarflokks
ins í þessum málum? Nú dugar
enga hálfvelgju. Það er orðið
tímabært fyrir íslendinga að fá
þá stefnu á borðið. Forystumenn
framisóknar börðust á móti ál-
verksmiðjunni og þar með virkj
un Þjórsár með kommúnistum.
Hefur orðið breyting á þeirri
afstöðu? Kosningaveiðar sem ætl
aðar eru þroskaleysi og blekk-
ingum eru ekki líklegar itl að
hyggja ísland framtíðarinnar.
Víst er að fjölmargir íslend-
ingar vilja hafa ákveðnari gtefnu
í samskiptum við vestrænar þjóð
ir en áður hefur verið, sem þjóð-
in stæði að fyrir opnum tjöld-
um.
Gamalt brall um þessi mál
er úr sögunni, sem viss ele-
ment í stjórnmálum vilja við-
halda og kommúnistar vona að
verði ofan á. En slíkt er óhugs-
andi vegna þess að öll samskipti
vestrænna þjóða hníga í þá átt
iað treysta böndin og tryggja
samstarfið. fsland hefur þar
mikilvægu hlutverki að gegna.
Það er athyglisvert að eftir
að Þjóðviljinn var gerður að
sjálfseignarstofnun harðsvíraða
kommúnistakjarnans var sett
upp nokkurs konar Kremlstjórn
Kommúnista í Reykjavík til að
sjá um rétta framvindu í „Al-
þýðubandalaginu“, þar sem Ein
ar Olgeirsson og Co. hefur geng
ið vel frá sínum pólitískum reit-
um þar, og sósíalistafélag Reykja
víkur sér um sinn hluta í fyrir
tækinu svo öruggt sé að þau
litlu ráð sem fylgendur höfðu
úti á landi hverfi með öllu, eft-
ir að eignir þeirra og aðstaða
hafa komist í hendur hlutafé-
laga Kommúnista.
Það eru þessi öfl sem kynt
hafa undir í nýafstöðnu sjó-
mannaverkfalli og skipuleggja
næstu atlögu vegna þeirra samn
inga sem nú standa yfir við
verkalýðishreyfinguna, því þeirra
lífsnauðsyn er að geta notað
hana í þágu kommúnista til að
ná betri tökum í þjóðlífinu, en
hafa sízt meiri umhyggju fyrir
vinnandi fólki en aðrir. Svo er
einnig með þann hluta framsókn
ar sem ráðið hefur tvídamsi við
kommúnista síðasta áratu’ginn.
Þar í hópi eru valdasjúkir menn
sem einskis svífast til að koma
ár sinni fyrir borð. En óhætt er
að fullyrða að þeir úr hópi
Framsóknarflokksins, sem starfa
við atvinnurekstur á sjó og á
landi, vilja önnur vinnubrögð,
og munu, er stundir líða, stuðla
að því að sá hluti hans verði
meir ráðandi. Þá er von um
meiri samheldni sem vissulega
er þörf á til að leysa aðkall-
andi vanda.
Mýnesi, 20. febrúar.
Einar Ö. Björnsson