Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969. húsum vikaskilding, sagði hún, en það er allt í lagi meðan þið segið: „Fáið ykkur einn lítinn á minn kostnað. Er það ekki rétt hjá mér. Copper? Og hún laum- aði peningum í hönd mannsins. — Það er ekki nema satt, sagði hann og brosti breitt og deplaði til þeirra augum á víxl, áður en hann lokaði á eftir sér. Joy athugaði samlokuna, harm aði, að engin mayonnes skyldi vera með henni og hel'lti í boll- ana. Lísa hjálpaði Joy til að klæða sig, eftir að hafa léð henni næl- _ vii sendum 1 GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR GRILLAÐA KJÚKIJNGA ROAST BEEF GIjÓÐARSTEIKT LAMB HAM BORGARA DIÚPSTEIKTAN FISK suðurlandsbraut H sími 38550 onsokka, varalit og vasaklút, fylgt henni til dyra og tók svo að vanda að taka til í öllu rusl inu. Klukkan var enn ekki nema rúmlega sjö og þau áttu ekki að leggja af stað fyrr en k'lukkan tíu næsta morgun, svo að þá yrði nógur tími til að ganga frá dótinu sínu, en til þess að drepa tímann, fór Lísa að taka til einkennisbúninginn sinn og ann að, sem hún þurfti, og fékk sér síðan bað í ró og næði. Hún s'kildi eftir hurðina i hálfa gátt til þess að geta heyrt ef síminn hringdi. En klukkan hálfníu fann hún með sér, að þessi framkoma henn ar var ekki nema hlægileg. Blað, sem hún hafði fengið um 38 morguninn hafði inni að halda auglýsingar frá leikhúsum og kvikmyndahúsum. Hún ákvað að fara og sjá franska mynd, sem hún hafði misst af í London. Og hún átti að byrja stundarfjórð- ungi yfir níu. Hún var rétt í þann veginn að rífa auglýsinguna úr blaðinu, þegar síminn tók að hamast. Rödd — sem var Blakes — sagði: — Halló, Joy! — Nei, það er ég, Lísa Brown sagði Lísa. — Nú sagði hann. Ætli hún komi bráðlega inn aftur, eða fór hún eitthvað langt? — Hún ætlar að verða úti í kvöld, að því er ég bezt veit, sagði Lísa og reyndi að halda málrómnum kæruleysislegum. Hún yrði að halda honum í sím- anum — hann mátti ekki hringja af. . — hún kynni að vera niðri í barnum og ég skal grennslast eftir því og láta þig vita, ef þú kærir þig um. ... En hann greip fram í fyrir henni. — Nei, það gerir ekkert til. En segðu henni bara, að við förum klukkan ellefu. Og sjáðu um, að þið verðið báðar tilbún ar á þeim tíma. — Sjálfsagt, herra. Röddin var flöt og vesældarleg. Hún ætlaði að fara að leggja frá sér símann, þegar hann sagði og í allt öðrum rómi en áður: — Vel á minnzt: krakkinn TAUSCHER SOKKAR - SOKKABUXUR TAUSCHER— kvensokkabuxur hafa kvensokkabuxur hafa á skömm- um tíma lagt undir sig markaðinn, enda viðurkennd gæðavara. Þær fást nú í 3 gerðum: 20 denier, 30 denier, 120 denier. TAUSCIIER framleiðir einnig 3 gerðir af bamasokkabuxum. T A U S C H E lt-sokkar hafa verið og eru vinsælasta sokkategundin. Vöruvöndun og vörugæði eru ein- kunnarorð TAUSCHER-verksmiðjanna. Snið, áferð og litir við allra hæfi. I Úrval af TAUSCHER sokkabuxum og s okkum fást í flestum vefnaðar- og snyrti- vöruverzlunum um land allt. UMBOÐSMENN Ágúsf Ármann hf. — Sími 22100 okkar þarna er í bezta gengi. Ég var að koma úr sjúkrahús- inu. Foreldrarnir hafa nú ákveðið að bæta nafninu á flug vélinni í nafnið hans — vesl- ings litla skinnið! Það verður erfitt fyrir hann að lifa það af sér, þegar hann kemur í skóla. Svo varð þögn og hann var sjálfsagt að bíða eftir því, að hún segði eitthvað, en hún sagði ekki neitt og þá bætti hann við, blíðlega: — Jæja, góða nóttLísa! — Vertu sæll sagði hún og lagði frá sér símann í döpru skapi. Hún sat stundarkorn og starði út í herbergið, og fannst hún einmana og yfirgefin og harm- , ÁLFTAMÝRI 7 fLOMAHUSIÐ simi 83070 Munið blómin á konudaginn 23. febrúar. aði það, hve ósjálfbjarga hún væri, en þá kom upp í henni gamla gremjan. Maðurinn var alveg ómögulegur og gjörsamlega óþolandi. Hversvegna hafði hann verið að slá henni sjálfri gull- hamra, þarna í írak og nú dró hann enga dul á það, að mann mat hann einskis. Og hvað var hann að vilja í sjúkrahúsið og vitja um þennan flóttamanna- krakka, úr því hann hafði bann að öllum hinum að nefna hann á nafn? Nei, hann var harðstjóri og ó- útreiknanlegur, já, víst hafði hún andstyggð á honum, svo að það gekk brjálæði næst. Hún gat ekki hugsað um neitt annað. Þetta dugði ekki. Það varð að hætta. Hún greip handtöskuna sína og peysuna og snifsið af dag- blaðinu, og strikaði út um dyrn ar og skellti í lás á eftir sér. Einhver var að nota lyftuna, svo að hún hljóp niður stig- ana. En fyrir neðan stigann Fró Breiðiirðingoiélaginu Félagsvist og dans í Breiðfirðingabúð laugardaginn 22. febrúar kl. 9.00. — Góð verðlaun. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. 22. FEBRÚAR Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þér skjátlast eitthvað í sambandi við gróðamöguleika Farðu að engu óðslega Gerðu ráð fyrir þvermóðsku allra í dag. Veldu þér heldur Nauðtið 20. apríl — 20. maí gamla, rótgróna vini til að umgangast, en kunningja. Tvíburarnir 21. maí — 22. júní Gerðu þér vonir um góðan árangur þótt þér skeiki eitthvað í útreikninugm Krabbinn 21. júní — 22 júlí Hugsaðu fyrst um sjálfan þig. Þannig lánast þér að hlynna að öðrum, er stundin rennur upp. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Allt, sem þú hefur yfir að segja, kann að reynast þér þungt í taumi Þú tekur þetta of nærri þér. Forðastu lyf, nema sér- staklega ráðlögð. Meyjan 23. ágúst — 22. september Allt er dálítið ógreinilegt í dag, óskhyggjan ofarlega í huga þér Vogin 23. september — 22. október Ef þú gefur of miklar upplýsingar, getur einhver velviljaður gert þér óumræðilega mikinn óleik. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Þér hefur gengið vel í starfi. Hyggðu nú að einkamálunum, og vertu orðvar. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember eyndu að hafa hlutina dálítið einfalda Vertu ekki að tala um þá við neinn Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þú verður að segja satt frá til að forðast misskilning. Það er til fólk, sem vill snúa öllu sér í hag. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Láttu ekki blekkjast fyrir rangar upplýsingar Vertu ekki að gefa öðrum góð ráð. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Farðu þínar leiðir, hvað sem hver segir, og láttu ekki glepjast til að masa of mikið við náungann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.