Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969.
11
- RÆÐA BJARNA
Framhald af bls. 1
vinnuástandið í héruðunum og
einnig í heild. Væri þess að
vænta að góður árangur næðist
af störfum þessara nefnda, þar
sem samvinna væri mjög góð í
þeim. Efnahagsörðugleikarnir
yrðu þó ekki leystir með slíkum
ráðstöfunum, heldur væri það
höfuðnauðsyn að vinna mark-
visst að því að gera stórátök til
þess að hagnýta allar auðlindir
landsins. Við yrðum einnig að
gæta þess að einangrast ekki frá
þeim stóru viðskiptaheildum sem
að væru að skapast í heiminum,
og þyrftum að gera okkur ljósa
grein fyrir því hvaða þýðingu
þessi alþjóðasamtök hefðu fyrir
okkur þegar til lengdar léti.
Ráðherra sagði, að til þess að
þær ráðstafanir sem gerðar hefðu
verið næðu tilætluðum árangri
yrðu menn að slaka á kröfum
sínum um skeið og gera sér
grein fyrir því að þeir yrðu að
taka á sig hliðstæða skerðingu og
atvinnuvegirnir hefðu orðið fyrir.
Eigi að síður mundi ísland vera
í hópi þeirra landa sem biðu þegn
unum einna bezt lífskjör.
Hér á eftir fer ræða forsætis-
ráðherra og frásögn af umræðum
er urðu á Aiþingi um skýrslu
hans:
Sá höfuðvandi, sem við er að
etja í íslenzkum efnahagsmálum
er augljós. Það eru þær stað-
reyndir, að nú á tveggja ára bili
hafa útflutningstekjur af fram-
leifSslu landsmanna minnkað á
milli 40—50 af hundraði og ef
litið er til þess auka kostnaðar,
sem fylgir þessari verðmætaöfiun
nú, vegna þess, hversu langan
veg þarf að fara til áð sækja afl-
ann þá. er óhætt að segja, að tekj
urnar af sjávarútvegi hafi raun-
verulega minnkað mun meira en
þeirri tölu nam, er ég áður
nefndi, eða allt að yfir 50 af
hundraði. Þetta hefur svo aftur
leitt til þess, að ekki einungis
þau fyrirtæki, sem sjávarútveg
stunda og á honum byggjast bein
línis og þeir, sem við þessi störf
vinna hafa orðið fyrir miklum
skakkaföllum, heldur hefur þetta
haft áhrif á allt þjóðlífið.
ÞJÓÐARTEKJUR MINNKUÐU
UM 17%
Á þessu tímabili mun láta
nærri, að þjóðartekjur á mann
hafi minnkáð um nær 17 af
hundraði og séu nú svipaðar í
raunverulegum verðmætum og
þær voru á árunum 1962—1963.
Ef ekki hefði verið að gert, þá
mundi þessi tekjurýrnum auð-
vitað hafa komið mjög misjafn-
lega niður, og gerir það óhjá-
kvæmilega að nokkru, en með
margháttuðum ráðstöfunum hef-
ur verið reynt að dreifa byrgð-
unum af þessum skakkaföllum
og nú er aðal viðfangsefnið það,
að menn kunni, þjóðarheiMin og
hver einstakur, að sníða sér
stakk eftir vexti, geri sér grein
fyrir því, að miða verður kröf-
ur við greiðslumöguleikana, sem
rýrnáð hafa. Hverjar, sem or-
sakir þessarra vandræða eru, þá
eru vandræðin staðreyndir, erfið
leikar, sem við getum ekki með
nokkru skotið okkur undan.
Þetta eru, einfaldar og augljósar
staðreyndir, en vegna þess. að
stjórnarandstæðingar hafa óskað
eftir því, að ríkisstjórnin gæfi
skýrslu um efnahagsmálin, þá
skal ég hér rifja upp nokkur
höfuðatriði greinargerðar, sem ég
hefi fengið um þau efni frá Efna-
hagsstofnuninni nú þessa dagana.
FRAMLEIÐSLUMAGN
MINNKAÐI UM 15% 1968
Ég get þó ekki lesfð skýrsluna
alla, mun aðallega gera grein
fyrir og lesa megin þátt hennar,
en fara lauslega yfir aðra kafla
sem minni þýðingu hafa. t þess-
ari skýrslu segir: Afkoma þjóðar
búsins á árinu 1968 reyndist mun
óhagstæðari en í upphafi voru
taMar horfur á. Eftir því, sem
leið á árið kom fram æ óhagstæð-
ari heildarafkoma af vöMum
hins mikla aflabrests á síldveið-
um og auknum örðugleikum á út
flutningsmörkuðum. Áhrif þess-
arra áfalla til kjararýrnunar og
samdráttar í eftirspurn og at-
hafnalífi breiddust síðan út um
allt efnahagslífið. Minnkun fram
leiðslu og tekna í útflutnings-
greinum, sem áföllin komu bein
ast niður á, var að sjálfsög’ðu til-
finnanlegust. Framleiðslum'agn
sjávarútvegsins minnkaði 1968
um 15 af hundraði, en verðmæti
að óbreyttu gengi um nærri 20
af hundraði, en á tveimur síðustu
árum, frá 18. júní 1966 hefur
framleiðslumagnið minnkað um
33 af hundraði, og útflutnings-
verðmætið eða gjaldeyrisver'ð-
mætið um það bil 44 af hundr-
aði. Breytingin er nálægt því hin
sama, enda þótt miðað sé við
árið 1965, en hvorugt áranna
1965 og 1966 nam verðmæti fram
leiddra sjávarafurða milli 5700
og 5800 millj. kr. á þágildandi
gengi, en nam 1968 aðeins um
3200 millj. kr. umreiknað til sama
gengis.
MEIRA EN HELMINGI MINNI
AFLI
Fiskaflinn árið 1968 má sam-
kvæmt síðustu heimildum áætla
um 385 þús. tonn, en það er
minna en helmingur aflans hvort
áranna 1965 eða 1966, en um 35
af hundraði minnkun frá árinu
1967. Aflabrestur á síldveiðum
olli þessari stórfelldu breytingu.
Mun sildaraflinn árið 1968 hafa
numið um 133 þús. tonnum eða
aðeins tæplega þriðjungi síldar-
aflans árið áður, en um sjöttungi
aflans 1966. Um fjórðungur afl-
ans nóðist þó aðeins með því að
sækja á Norðursjávarmi'ð og
landa honum erlendis. Loðnuafl-
inn minnkaði um tæp 20 af hundr
aði og varð 78 þús. tonn. Leita
þarf aftur til ársins 1960 og til
1958 og áranna þar á undan, til
þess að finna dæmi um svo lítinn
síldarafla, sem síðasta ár, en öll
árin frá 1961 hefur síldaraflinn
verið tvöfalt til þrefalt meiri
hið minnsta og allt upp í sexfald
ur á við aflann 1968. Sömuleiðis
nam heildarfiskaflinn 1968 nokk
urn veginn sama magni og 1960,
593 þús. tonn eða 1958, þegar
hann var 581 þús. tonn. Bolfisk
aflinn 1968 var rétt við meðaltal
áranna 1961 til 1965 382 þús. tonn
en 1968 varð hann 370 þús. tonn
eða um ellefu af hundráði meiri
en árið áður. Ástæður þessa voru
m.a., að vetravertíðin heppnaðist
betur en árið áður, en auk þess
var mikil aukning á úthaldi með
al stórra báta til þorskveiða sl.
sumar og haust. Stóð það að
sjálfsögðu í sambandi við síld-
arleysi'ð á miðunum við landið,
en einnig, að því er virðist, við
bætt rekstrarskilyrði bátaflotans.
Aukið úthald og afli yfir sumar
og haustmánuðina var nóg til
þess að efla og jafna atvinnu
víða um land, en ollu jafnframt
sums staðar örðugleikum við mót
töku og vinnslu, ekki sízt, þar
sem markaðsskilyrði versnuðu
um sama leyti. Af hálfu rikis-
ins var greitt úr þeim örðugleik-
um með fyrirgrei’ðslu til rýmk-
unar verðaábyrgða og annars
stuðnings við freðfiskframleiðslu
og til stuðnings við vissar, illa
settar greinar.
Ríkisstjórnin gaf og síldveiði
bátum, sildarbræðslum og hval-
útvegi fyrirheit um stuðning og
að vissu marki ábyrgð, til þess
að tryggja að framlei'ðslu þess-
arra tvísýnu greina sjávarútvegs
ins yrði haldið uppi. Verðfall
sjávarafurða taldist nema rúm-
um fimm af hundraði árið 1968
en 11,6 af hundraði árið áður,
metið eftir því magni hinna
ýmsu afurða, er til útflutnings
féll hvort árið. Það hefur þó
talizt mun meira að heildarme'ð-
altali, ef ekki hefði komið til
mikil magnminnkun síldarafurð-
anna, er féllu mest í verði. Verð
fall bræðslusíldarafurða, einkum
lýsis, óx1 þegar að verulegu marki
á órinu 1966. Á siðasta ári féll
mjölverð um rúm 12 af hundraði
og lýsisverð um 29 af hundraði.
Það er meðalverð frá meðalverði
fyrri ára. En frá 1965 hefur mjöl
ið fallið um 28 af hundraði og
lýsið um fullan helming eða 52
af hundraði. Er þá miðað við
verð í erlendum gjaldeyri. Mjög
tilfinnanlegt verðfali varð einnig
á freðfiski. Nam það um 15 af
hundra'ði árið 1967, frá meðal-
verði ársins á undan. Náði verðið
sér lítið eitt upp um ára-
mótin 1967 og 1968 og
var við það miðað við
ákvörðun fiskverðs og stuðning
við frystiiðnaðinn í upphafi árs
1968. En er leið á árið varð enn
á ný verðfall á frystum fiski,
einkum þorskblokkum. Meðal-
verð ársins á þorski rendist um 8
af hundraði lægra en áramóta-
verð, en á öllum freðfiski um
fjögur af hundraði lægra.
SAMDRÁTTUR f ÖÐRUM AT-
VINNUGREINUM
Flestar aðrar sjávarafurðir
hafa einnig fallið meira eða
minna í verði á síðustu tveimur
árum. Aðrar greinar framleiðslu,
framkvæmda og þjónustu áttu
einnig erfitt uppdráttar, bæði
vegna örðugs árferðis og af vöíd
um minnkaðrar kaupgetu og um-
svifa í atvinnulífinu. Um þetta
liggja ekki fyrir eins glöggar
heimilir og um sjávarútveginn.
Landlbúnaðarframleiðslan mun
sennilega hafa staðið í stað eða
jafnvel minnkað, a.m.k. ef tekið
er tillit til hinnar miklu notkun-
ar aðfenginna rekstrarvara af
völdum árferðisins. Svipuðu máli
gegnir um iðnaðarframleiðslu fyr
ir innlendan markað. Bendir
flest til þess, að í heild hafi sú
framleiðsla staðið í stað á árið
1968 eða jafnvel dregizt saman
lítið eitt á árinu áður, enda þótt
sumar greinar iðnaðarins hafi tek
ið nokkurra auknignu. Árið
1'967 mun hið sama hafa orðið
uppi á teningnum. Það voru að
sjálfsögðu þær greinar, sem ná-
tengdastar eru sjávarútveginum,
sem helzt kreppti að þessi ár.
Sumar aðrar greinar iðnaðarins,
er einkum stunda neyzluvöru-
framleiðslu fyrir innlendan mark
að áttu hins vegar örðugt upp-
dráttar af völdum hækkandi
framleiðslukostnaðar árin 1965
og 1966, en bættu aftur á móti
aðstöðu sína árið 1967. Fram-
leiðslusamdráttur í byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð var
um 6 af hundraði árið 1'968, þrátt
fyrir aukningu stórframkvæmd-
anna við Búrfell og Straumsvík,
er út af fyrir sig hefði valdið 10
af hundraði aukningu fjármuna
myndunar í þessum greinum í
heild að öðru óbreyttu. Árið áð-
ur var hins vegar framleiðslu-
aukning byggingarstarfsemi um
það bil 16 af hundraði. Umskipt
in frá vexti til samdráttar í þess-
ari grein, sem tekið hefur um
árabil á móti drjúgum hluta
aukningar mannaflans hafa þann
ig numið um 16 af hundraði
milli þessarra ára. Á sú breyting
ásamt minnkun sjávarafla ríkast
an þátt í þeirri breytingu at-
vinnuiástandsins, sem á er orðin.
Auk þess samdráttar í fram-
leiðslu, sem hér hefur verið rak-
inn er ljóst, að samdráttur hefur
orðið í verzlun og þjónustu, ann
arri en opinberri.
VERÐMÆTI ÞJÓÐARFRAM-
LEIÐSLUNNAR HEFUR
MINNKAÐ
Verðmæti þjóðarframleiðslunn
ar 1968 er áætlað 25700 millj. kr.
á meðatverðlagi ársins.
Áætlað er, að minnkun þjóð-
arframleiðslunnar á árinu 1968
í samanburði við 1967 hafi orðið
a.m.k. 5 af hundraði. Til viðbótar
þessarri minnkun koma áhrif
verðfalls útflutningsafurða. Nam
það verðfall um 5.5 af hundraði
milli meðalverðlags 1967 og
1968 og veldur það ásamt minnk
aðri framleiðslu því, að þjóðar-
tekjur lækka nálægt 7 af hundr-
aði á milli árannna 1967 og 1968.
Reiknað á mann hefur minnkun
þjóðarframleiðslunar orðið ná-
lægt 6,5 af hundraði og lækkun
þjóðartekna um rúmlega 8 af
hundraði. Skakkaföll þessi komu
í kjölfar sams konar áfalla er
yfir dundu árið 1967, en á síð-
ustu tveim árum til samans er
varlega áætlað, að þjóðarfram-
leiðsla hafi minnkað um 6,7 af
hundraði, þjóðartekjur um rúm
14 af hundraði, þjóðarframleiðsla
á mann um 9-10 af hundraði, þjóð
artekjur á mann um 17 af hundr
aði, Við þennan mikla afturkipp
hefur þjóðarframleiðslan komizt
á stig, er liggur á milli þess, er
hún var árið 1964 og 4965 en
þjóðartekjur á milli" þess, er þær
voru 1963 og 1964. Að tiltölu við
mannfjölda hefur afturkippur-
inn orðið enn meiri, bæði þjóð-
arframleiðsla og þjóðartekjur á
mann 1968 lá á milli þess sem
var 1962 og 1963.
NÁIÐ SAMBAND ÚTFLUTN-
INGSATVINNUVEGA OG
ANNARA ATVINNUGREINA
Þessi afturkippur sýnir, hversu
náið samband er milli útfluttn-
ingsatvinnuveganna annars veg-
ar og annarra atvinnuvega hins
vegar. Hið mikla tekjufall í út-
flutningnum leiddi óhjákvæmi-
lega til samdráttar í framkvæmd
um og framleiðslu fyrir innlend-
an markað. Fjárfestingin hér á
landi er að miklu leyti kostuð af
samtímatekjum framkvæmdaað-
ila, auk útlána viðskiptabanka
og sparisjóða, er fæst af mestu
af spariinnlögum og samtíma-
tekjum. Starfsemi atvinnurekstr-
ar ræður og að sjálfsögðu mati
fyrirtækja á þörf fyrir nýjar fram
kvæmdir. Ennfremur ráða út-
flutningstekjurnar mestu um al-
menna neyzlueftirspurn í land-
inu og dregur úr þeirri eftirspurn
stig af stigi, þegar tekjur hverrar
greinar á fætur annarri minnka.
Úr þessum hringrásarverkunum
innan hagkerfisins hefur síórum
verið dregið á undangengnum
örðugleikatímabili með ýmiss
konar aðgerðum, sem til hefur
verið stofnað af hálfu almenna
valdsins. í fyrsta lagi með stór-
framkvæmdunum, sem fjár er
aflað til erlendis, þá með stuðn-
ingi ríkissjóðs , við atvinnu og
rrueð niðurgreiðslum, til að halda
framleiðslukostnaði niðri, og
enn með útlánum fjárfestingar-
lánasjóða og banka umfram sam
tíma fjárhagsmyndun af tekjum.
Meðan áhr.if áfallanna voru að
koma fram og talið var fært að
halda áfram umfangsmiklum
hallarekstri þessarra opinberu
aðila var kaupgetunni haldið
uppi, þótt slíkt leiddi til gjald-
eyriseyðslu umfrarn tekjur. En
þessi gjaldeyrisnotkun hefur sem
sagt verið forsenda viðhalds inn
lendrar framleiðslu og fram-
kvæmda í því umfangi, sem ver-
ið hefur.
SAMDRÁTTUR f FJÁRMUNA-
MYNDUN OG EINKANEYZLU
Við upphaf ársins 9968 var von
azt til þess, að verðmætaráð-
stöfunin í heild þyrfti aðeins að
dragast saman um 3-4 af hundr-
aði, enda var þá búizt við lítils
háttar aukningu þjóðarfram-
leiðslu, þ.e. 1,7 af hundraði. En
sá framleiðsluhnekkir, er þjóðar
búið varð fyrir leiddi óhjákvæmi
lega til þess, að verðmætaráð-
stöfun til endanlegra nota, þ.e.a.s.
auk útflutningsvörubirgða
minnkaði um meira, eða um
rúmlega 6 af hundraði. Munar
hér þó ekki nærri eins miklu og
á sjálfum framleiðsluhnekkinum
frá því, sem ráðgert hafði verið.
Dregið mun hafa úr einkaneyzlu
á árinu 1968 um allt að 6 af hundr
aði. Og enn meir úr fjármuna-
myndun eða um 9 af hundraði.
Minnkun þessi kom í tiltölulega
litlum mæli niður á innfluttum
gögnum og gæðum, svo sem með
al annars lýsir sér í því, að inn
lend byggingarstarfsemi minnk-
aði mun minna en fjánmuna-
myndunin eða um 6 af hundraði,
eins og fyrr segir. Framleiðslan
er aftur á móti talin hafa aukizt
um 2,7 af hundraði. Er þá miðað
við fyrirætlanir fjárlaga og
fjárhagsáætlanir sveitarfélaga,
sem í aðalatriðum munu hafa
orðið að veruleika. Stefndu þess
ar fyrirætlanir í aðalatriðum að
því að haMa þeirri þjónustu við
almenning, sem opinber neyzla
felur í sér óskertri, þrátt fyrir
vaxandi fólksfjölda. Aukning
þessi er þó aðeins milli helmings
og þriðjungs þeirrar aukningar,
er verið hafði á árinu áður. Þess
er að gæta, að samdráttur verð-
mætaráðstöfunar árið 1968 kom
í kjölfar stórstígra aukninga um
árabil. Verðstöðvunararaðgerð-
irnar haustið 1966 er stóðu til
hausts 1967 höfðu mikil áhrif á
þróunina á árinu 1967, annars
vegar stuðluðu þessar aðgerðir
að því að kama í veg fyrir frek-
ari hækkun peningatekna, eftir
að vöxtur raunverulegra þjóðar-
tekna hafði fyrst stöðvazt og síð
an snúizt til lækkunar. Hins veg
ar urðu þessar aðgerðir til þess
að koma í veg fyrir, að tekjurýrn
un þjóðarbúsins hefði í bili áhrif
á afkomu aimennings. Var þetta
réttlætanlegt og kleift meðan
vonazt var til, að áföllin væru
tímabundin. Verðlagsuppbætur á
laun hafa tímabundin áhrif í
sömu átt. Við þau skilyrði sem
ríkt hafa á þriðja ár hafa þessir
tveir þættir valdið miklu um að
draga úr og tefja fyrir tekju-
rýrnun einstaklinga og fyrir-
tækja og þar með aðlögun neyzlu
og verðmætaráðstöfunar í heild,
að lækkuðum raunverulegum
tekjum þjóðarinnar, þ.e.a.s. mild
að áhrif þeirrar miklu tekjurýrn
unar, sem þjóðin hefur orðið fyr
ir.
AFRAKSTUR GÓÐÆRISINS
KOM FRAM í VERÐMÆTUM
FRAMLEIÐSLUTÆKJUM.
Fjármunamyndun er sá þáttur
verðmætaráðstöfunar, sem bygg
ir upp afkastagetu þjóðarbúsins.
Fjármundamyndun atvinnuveg-
anna hefur til og með 4967 vaxið
ört og heildarfjármunamyndun-
in og haldið á þeim tíma hlut
deild ®inni, þ.e.a.s. nærri helm-
ingi allrar fjármunamyndunar.
Þjóðarauðúr í framleiðslutækj-
um, byggingum og öðrum mann-
virkjum hefur á síðustu árum
aukizt mun örar en magn þjóð-
arframleiðslunanr, eða t.d. frá
árslokum 1961 til 1966 um 31 af
hundraði og fjármunir atvinnu-
veganna um 46 af hundraði, þar
sem þjóðarframleiðslan jókst
milli næstu ára á eftir, 1962 til
4967, einungis um 22 af hundr-
aði. Af þessum staðreyndum má
draga þær ályktanir, að eðlileg-
ur hluti afraksturs góðærisins
hafi orðið eftir í varanlegum
verðmætum og samdráttur fram-
leiðslunnar síðustu tvö árin hafi
engan veginn stafað af ónógri af
kastagetu atvinnuveganna.
Ástæður samdráttarins eru
þvert á móti hið mikla brottfall
tekna í undirstöðuatvinnuvegun-
um og áhrif þess á almenna eftir
spurn. En þessi stórfellda tekju-
skerðing undirstöðuatvinnuveg-
ana ásamt hækkuðum fram-
leiðslukostnaði gróf undan rekstr
argrundvelli þeirra unz rennt var
stoðum undir þá á ný með geng
isbreytingunni í nóvember sl.
MESTI HLUTI VIÐSKIPTA-
HALLANS 1967—’68 VEGNA
STÓRFRAMKV ÆMD A.
Samfara öllum þessum erfið-
leikum og óhjákvæmileg afleið-
ing þeirra var sú, að á árinu
var óhagstæður við kiptajöfnuð-
ur og er hann áætlaður um 2685
millj. kr. miðað við fyrra gengi
ársins, í framhaldi af álíka mikl-
um viðskiptahalla ársins 1967 er
var um 2356 miilj. kr. á meðal-
gengi þess árs. Bæði árin stafaði
mikill hluti viðskiptahallans af
innflutningi til stórframkvæmda
og var þeim hluta hains mætt
með erlendum lántökum og inn
flutningi einkafjármang's.
Opinberar lántökur á síðasta
ári námu 1.576 millj. kr., innflutt
einkafjármagn 825 millj. kr., auk
þess námu lántökur einkaa'ðila
226 millj. kr., en á móti þessu
koma endurgreiðslur fyrri lána,
er á síðasta ári námu 1.630 millj.
kr.
Lækkun gjaldeyrisstöðu bank-
anna nam miðað við gengið, er
gilti meginhluta ársins 1968, um
1.560 millj. kr. árið 1967, en um
850 millj. kr. árið 1968 Um sið-
ustu árarnót nam nettóstaðan 302
millj. kr. á núgildandi gengi, en til
viðbótar því hafa verið tekin
stutt gjaldeyrislán hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Evrópu-
sjóðnum.
STEFNT AÐ ÞVÍ AÐ DRAGA
ÚR VIÐSKIPTAHALLANUM
Með gengisbreytingunni í nóv-
ember 1967 var stefnt að því að
draga mjög verulega úr viðskipta
hallanum út á við, enda þótt
óviðráðanlegar ytri orsakir og
Framhald á bls. 19