Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1®99. 17 ný og gömul verk 1 eigu safnsins málverk, sem keypt voru þá, eru nú í láni á sýningu í Osló. Meðal þess, sem keypt var til Listasafnsins á sl. ári er „Bátur á heimleið" eftir Gunnlaug Scheving og er það ein stærsta myndin, sem safn i'ð á nú; tveir sinnum þrír metrar. Þessi mynd er á sýn- ingunni í Listasafninu nú. Á sl. ári keypti safnið 23 verk stratx haldin sýning á þeim. Listasafn íslands á grafíkverk eftir þrjá íslenzka listamenn: Jón Engiiberts, Braga Ásgeirs- son og Einar Hákonarson. Þá sýnir Listasafn Islands nni flest olíumálverk, sem keypt voru á sl. ári, en nokkur ' ': irt'ámiii h LISTASAFN Islands heldur nú sýningu á um 200 lista- verkum, gömlum og nýjum í eigu safnsins. Dr. Selma Jóns- dóttir, forstöðukona safnsins, skýrffi fréttamönnum í gær frá því, sem þarna er tii sýnis. Sýningin verffur opin á sunnu dögum, þriffjudqgum, fimmtu- dögum og lau/ardögum milli klukkan 13.30 og 16. Fyrst ber að telja úrval grafíkmynda í eigu Listasafns ins. Fyrstu grafíkmyndir sín- ar eignaðist Listasafnið 1947, en þá gaf Chr. Gierlöff safn- inu 14 myndir eftir Edward Munch. Norskur útgerðarmað ur gaf safninu 1951 50 norskar grafíkmyndir, þar af 3 eftir Munch, og á Listasafn Islands því 17 verk eftir Munch. Louis Foch, danskur maður, gaf safninu 1953 34 dönsk grafíkverk og einnig hefur Frakkinn, Raymond Olivier gefið Listasafni Islands grafík verk. Þá hefur safnið keypt nokkur grafíkverk; á sl. ári keypti það 40 graíkverk í París og koma þau til safns- ins innan skamms. Verður þá Nokkrar grafík-myndir eftir Asger Jorn. Jorn gaf Félagi ís- lenzkra myndlistarmanna þessar myndir og keypti Lista- safnið þær af félaginu. Dr. Selma Jónsdóttir viff mynd Gunnlaugs Scheving: „Bátur á heimleiff." eftir íslenzka listamenn. Þá sýnir Listasafnið nú í þriðja salnum olíumálverk eftir ýmsa fræga listamenn; íslenzka og erlenda og í fjórða salwum hanga uppi verk eftir íslenzka listamenn eingöngu. Á þessari miklu og fjöl- breyttu sýningu eru um 200 verk, að sögn dr. Selmu en alls á safnið á 15. hundrað listaverk. Dr. Selma sagði, að aðsókn að Listasafninu væri með ágætum nú og kæmu iðulega um og yfir 500 gestir um helgar. Á sl. ári fékk Listasafnið 850 þúsund krónur til lista- verkakaupa. Blaðamaður Morgunblaðs- ins spurði dr. Selmu, hvort hún vissi, hversu mikil verð- mætaeign listaverk safnsins eru og sagði hún, að það hefði ekki verið reiknað en vissu- lega væri gaman að kanna það mál. -)< OBSERVER * OBSERVER -K OBSERVER -j< Ásfandið í Rússlandi: Shelepin inn úr kuldanum; Brezhnev úgnað EFTIR EDWARD CRANKSHAW SKOÐANAAGREININGUR INN í Kreml, sem farið hef- ur sívaxandi eftir innrásina í Tékkóslóvakíu á sl. sumri, hefur nú náð suðumarki. Jafnvel þótt Brezhnev takist að hanga í flokksritarastöð- unni, hefur sá hluti komm- únistaflokksins, sem hann er fulltrúi fyrir, beðið veruleg- an hnekki. Þetta kemur bezt og skýrast í ljós í hinum skyndilega og þögula afturhvarfi frá Brezh- nev-kenningunni svonefndu, sem felst í því að það sé bæði réttur og skylda kommúnista að koma til aðstoðar hverju því kommúnistaríki, sem ógnað sé af gagnbyltingaröflum (þ.e. öflum, sem Mostovu falla ekki í geð). Þessi kenning semskaut skelfingu í brjóst Rúmena og Júgóslavar voru áhyggjufullir vegna, og var post facto rétt- læting á innrásinni í Tékkó- slóvakíu, stakk algjörlega í stúf við Krúsjeff-kenninguna, sem byggðist á því að allir kommúnistafloktoar væru jafn réttháir og að hin ýmsu lönd kynnu að velja sér miamun- andi leiðir til sósíalismans. Brezhnev-kenningin hefur verið harðiega fordæmd af Ce aucescu, leiðtoga rúmenskra kommúnista, og Tító, marskál’ki að afloknum fundi þeirra ný- verið, og ennfremur hefur ít- alski kommúnistaflokkurinn gagnrýnt hana harðlega á flotoksþingi sínu í Bologna. Sú staðreynd, að Rúmenar töldu sig geta sagt hug sinn afdráttarlaust, er í sjálfu sér merki þess, að þeir hafi vitað að veðrabrigði væru í aðsigi. Og reyndar kom á daginn, að frá Moskvu bárust engin opin- ber andmæli. Síðan gerðist það í lok flokksþings ítalskra kommúnista, að Ponomarev, gam alreyndur sovézkur hugmynda fræðingur, sem ofarlega er tal- inn í valdatröppum Kreml, með limur miðstjórnar sovézka komm únistaflokksins, og jafnframt álitinn hófsamur í skoðunum, lýsti því eindregið og staðfast- lega yfir, án þess að nefna Brezhnev-kenninguna á nafn, að Sovétríkin myndu halda í heiðri allar flokksþingssam- þykktir síðan frá Krúsjeff-tíma bilinu. Óhugsandi er, að Pono- marev hefði getað mælt svo án samþykkis meirihluta miðstjórn arinnar í Moskvu. Það var ekki fyrr en á föstudag í sl. viku i að önnur rödd lét til sín heyra. Þann dag birti málgagn sovézka hers ins, blaðið „Rauða stjarnan" grein eftir hershöfðingja einn í Rauða hernum, sem líta má á sem vörn fyrir Brezhnev-kenn inguna, en var einvörðungu studd 'hernaðarlegum rökum (þ.e. að Sovétblokkin verði að standa saman, og meðlimaríkin verði að láta sér lynda minni- háttar takmarkanir varðandi fullveldi sitt I þágu varnanna) En það er enn ekki vitað hvort Leonind Brezhnev — á í vök aff verjast grein þessi var birt með það fyrir augum að bjarga „andlit- inu“ éða hvort hún var fyrsta skotið í gagnáhlaupi á and- stæðinga Brezhnev-kenningar- innar. Það er í ljósi þessa grugg- Alexander Shelepin — nýtt áhlaup á Brezhnev? uga ástands, sem líta verður á nýlega hafa birzt um ábyrgð og skyldur leiðtoga í ýmsum blöðum og tímaritum sovézkum, svo sem „Trud“ og „Komsom- olstoaya Pravda". Segja má, að leyfilegt sé að álytota, að höf- undar þessara greina hafi allir verið gripnir áhyggjum vegna mistaka flokksritara í flokks- deildum borga og sveitarfélaga, og reyndár myndu þeir sjálfir segja þetta ástæðuna, væru þeir um það spurðir. En ég á erfitt með að trúa því, að á sama tíma og allir vita að ágrein- ingur er í æðstu herbúðum, væri slíkt tvíræði í málflutn- ingi leyft, þótt í öllu sakleysi væri. Þegar flokksleiðtogar eru sakaðir um að hafa eininguna að spotti, láta Miðstjórnina sig engu skipta, slíta sig úr sam- bandi við fólkið, sýna skort á siðgæði o.s.frv., getur aðeins verið um að ræða dulbúna árás á æðstu yfirstjórn allra þess- ara mála. Þar sem eitt blaðanna, sem um ræðir er „Trud“, málgagn verkalýðsfélaganna og lýturyf irráðum Alexanders Shelepins, sem nýlega hefur verið að koma fram úr skugganum í dags ljósið, er manni skylt að leggja saman tvo og tvo. Mjög áþekkir hlutir áttu sér stað, en að vísu á meira áber- andi hátt, á þeim tíma er Krús- jeff átti í höggi við Malen- kov. Svo dæmi séu nefnd, gerð ist það í apríl 1955, eftir að Malenkov hafði misst forsætis ráðherrastöðuna, en hafði enn mikil völd í flokknum engu að síður, að bæði „Pravda“ og blaðið „Kommunist" birtu grein ar, þar sem Krúsjeff, sem þó var ekki nafngreindur, var al- varlega minntur á að sem aðal- ritari flokksins væri hann þjónn hinna sameiginlegu hagsmuna. Shelepin, sem upphaflega var skjólstæðingur Krúsjeffs, en sem yfirmaður leyniþjónustunn ar gegndi síðar mikilvægu hlut verki í að steypa hinum gamla meistara sínum af stalli, hefur áður staðið uppi í hárinu á Brezhnev. Hann var einn hinna áhrifamestu ungu manna í og tókst það á tiltölulega skömm Moskvu eftir fall Krjúsjeffs. um tíma að hlaða að sér furðu mörgum lykilstöðum innah valdakerfis flokksins, og vann leynt og ljóst að því að koma Brezhnev frá. En síðla vors 1965 tapaði hann í þeirri bar- Framhald á bls. 25 -jC OBSERVER -K OBSERVER ý< OBSERVER -jc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.