Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969. 23 Helga Þórarins dóttir — Minning ÞAÐ er sennilega ekkert, sem ristir jafn djúpar rúnir í hjarta manns eins og það, að horfa á eftir ástvini yfir landamæri lí'fs og dauða. En dauðinn er það al- máttuga vald ®em allir verða að hlíða og enginn fær umflúið hvort sem vi ðerum tilbúin eða ekki. iHelga andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 17. febrúar síðastlið- inn. Hún var fædd 1. janúar 1905 að Steinboga í Gerðahverfi. Foreldrar hennar voru Þórarinn Jónsson sjómaður og kona hans Ingibjörg Jónína Jónsdóttir. Helga giftist 27. maí 1927 Agli Eyjólfssyni múrara Þórarinsson- ar útvegsbónda í Keflavík og Guðrúnar Egilsdóttur og hef- ur heimili þeirra verið að Yallargötu 15. Þau eignuðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Stúlku misstu þau á fyrsta ári, sem hét Ingibjörg. Elztur sona þeirra er Jón Árni rafvirkjameistari, kvæntur Hólmfríði Sigtryggsdótt ir, Ingiberg Hjálmar fiugvéla- virki, kvæntur Hrönn Jóhanns- dóttir, Kristinn Bjarni bifvé’la- virki, kvæntur Þórunni Vooed, Haukur Þórir sjómaður, ókvænt- ur í heimahúsum og Guðrún Lydía gift Birni Guðmannssyni múrarameistara. Auk þess hefur dvalið á heimili þeirra hjóna Egill Helgi Kristinsson sonarson- ur þeirra og ihefux Helga borið velferð hans fyrir brjósti, ekki síður en sina eigin barna og kannski miklu fremur. Helga átti við mikla vanheilsu að stríða hin síðari áx. Fyrir 8 árum varð Helga fyrir því áfalli að fá heilablæðingu, og varð þá alveg máttlaus vinstra megin. Hún fékk þó aft- ur máttinn í fótinn, en handlegg- ur hennar var alveg óvirkur. þrátt fyrir alla hugsanlega lœkn- ishjálp. En hvernig hún fór að því að vinna eín heimilisstörf er okkur öllum sem til þekktum óskiljanlegt. Ég spurði hana einu sinni: Hvernig gerir þú þetta eða hvernig ferðu að þessu, og útskýrði hún það fyrir mér með sinni alkunnu rósemi og fannst mér það alveg undravert hvað hægt er að þjálfa sig upp í með góðum vilja, þolinmæði og þraut segju. Hún var góðhjörtuð kona hægtát, fáskiptin, góðgerðarsöim og öriat bæði við skylda og vandalauea og gerði eflaust meira gott en almenningur vissi um. Hún var blómelsk og unni öllu sem fagurt var. Þess vegna vissi ég að hún leið fyrir sinn vanmátt. Þótt hún bæri það ekki utan á sér. Síðastliðið sumar eða frá því í júní var svo komið að hún gat ekki lengur haldið sitt heimili og dvaldi hún þá á heim- ili dóttur sinnar og tengdasonar og skal henni og þeim bráðum af alhug þökkuð öll þeirra ástúð og umhyggja henni auðsýnda, bæði fyrr og síðar. Ég veit, að ég má nú að leiðar- lokum kveðja þig fyrir hönd eig- inmanns, barna, tengdabarna og barnabarna sem af alhug þakka þér alla ástúð og umhyggju. Svo kveð ég þig kæra vina og bið þér blessunar Guðs á landi lifanda. Halldóra Eyjólfsdóttir. Vigdís Sæmundsdóttir — Minningarorð f DAG fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Vigdísar Sæ- mundsdóttur. Vigdís var fædd þann 7. sept- ember 1®88 að Brekkubæ í Garði. Hún andaðist aðfararnótt 15. fe- brúar sl. í Borgarspítalanum í Reykjavík. Foreldrar Vigdísar voru hjónin Margrét Árnadóttir og Sæmundur Skaftason sjómað- ur. Átta ára að aldri fluttist Vig- dís með foreldrum sínum til Reykjavíkur og ólst þar upp. 29. september 1906 giftist Vig- dís Stefáni Guðnasyni verkstjóra, sem lifir konu sína. í 62 ár lifðu þau saman í farsælu hjónabandi og varð þeim 9 barna auðið. Tvo syni sína misstu þau, Sæmund Marínó er dó í barnæsku og Skafta Sæmund, er fórst af slys- förum 25 ára að aldri. 79 afkom- endur þeirra Vigdísar og Stefáns eru nú á lífi. Á heimili þeirra hjóna var ætíð gestkvæmt mjög, enda var alúðin og gestrisnin á þann veg, að allir, sem kynntust heimili Vigdísar, fundu sig ávallt vel- komna þar, og munu þeir marg- ir vera ,sem leitað hafa styrks hjá Vigdísi, og farið þaðan með bjartari vonir. Alla tíð var trúin á guð Vigdísi sá mikli styrkur, sem hún gat miðlað öðruim. Með- an heilsa entiist, starfaði hún mjög að félagsmálum innan Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Segja má, að Vigdís hafi verið mjög sterkur þáttur í lífi afkom- enda sinna, og bar hún mjög fyr- ir brjósti hamingju þeirra og vel ferð. Hinir mörgu ungu afkom- endur Vigdísar munu ætíð eiga minningar um yndislega ömmu, og megi minningin um hana verða þeim leiðarljós um alla þeirra ævidaga. Að leiðarlokum minnist ég góðrar konu, sem hafði svo ótal- margt göfugt og gott til að bera, sem svo margir urðu aðnjótandi. Nú, þegar ég kveð þig, Vigdís mín, er mér efst í huga sú ósk, að Guð megi ávallt blessa þig, og að þú megir hvíla í friði hand an hinna miklu landamæra. Ég kveð þig vitandi það, að J^tr verður þér tekið opnum örmum. Megi hugljúfar minningar um ástríka eiginkonu og móður veita eftirlifandi eiginmanni og börn- um yl og birtu í djúpri sorg þeirra. Guð blessi miningu Vigdísar Sæmun-dsdóttur. G. Br. Haraldur Karlsson — In memoriam í DAG fer fram frá Akureyrar- kirkju útför Haralds Karlssonar, vinsæls og vel þekkts Akureyr- ings, isem um langt árabil var afgreiðslustjóri á Bifreiðastöð Akureyrar, en starfaði nú síð- ustu árin á skrifstofu Útgerðar- félags Akureyringa. Vegna ævilangra kynna af Haraldi Karlssyni er mér það ljúft að minnast hans nú að leið- arlokum, með örfáum orðum. Haraldur var innan við ferming- araldur, er hann byrjaði að vinna hjá föður mínum á Akur- eyri. Upp frá þeim tíma héldust óslitin bönd hans við fjölskyldu okkar þótt lengra væri á milli hin síðari árin. Allan þann ára- fjölda, sem Haraldur' vann hjá föður mínum var hann jafnframt fjölskylduvinur, velviljaður og hjálpsamur okkur börnunum og ávallt reiðubúinn til aðstoðar, ef á þurfti að halda. Margir munu þeir Akureyring- ar vera, sem minnast Haralds í því starfi sem hann lengst gegndi, en það var afgreiðslu- stjórn á Bifreiðastöð Akuréyrar. Á þeim árum voru oft töluverð umsvif í þeim atvinnurekstri, ekki sízt á stríðsárunum og reyndi þá oft á að stjórnað væri af lipurð og röggsemi. Lét Har- aldi vel að sjá um að þessir hlut- ir gengju fljótt og vel fyrir sig. Hann var röskur og fljótur að átta sig og fylgdi því fast eftir, að viðskiptavinum væri veitt ör- ugg og góð þjónusta. í starfi sínu var hann vins'æll og vel þekktur af bæjarbúum og jafnan af kunn ugum sem ókunnugum kenndur við B.S.A. Um störf Haralds hjá föður mínum er þess loks skylt að geta, að hann var húsbóndaholl- ur með afbrigðum og þann trún- að mat faðir minn mikils. f hópi vina og félaga var Haraldur léttur og kátur. Hann var greindur vel, orðheppinn og dró gjarnan fram hina skoplegu Jón Jónsson frá Ásólfsskála — Minning ÁSTVINAKVEÐJA I Þótt frammi við sanda duni Dröfn þá drottnar sá Heilagi Andi.. Og guðmennið leiðir þig heilan í höfn á himnesku friðarlandi. Þá morguninn rennur hver rós þar er reifuð í björtu skini. Sj á, kærleikans engill þér kveðju ber frá kunningja, bróður og vini. II Vor Drottinn þig blessi þess biðjum vér, svo birtast þér hærri leiðir. Þau heilögu undur þinn hugur sér, mót himr>i þú faðminn breiðir. Þú sérð að horfin er niðdimm nótt í norðri, vér biðjum, ó, hvíl þú rótt. Þig árskinið vermandi endurnærir og uppi þar mæta þér góðvinir kærr. III Þú lítur hin öldnu Eyjafjöll, í æðra heimi þau ljóma, þau faldar, þau krýnir hin mjúka mjöll og morgunsöngvarnir hljóma. Þín sveit vefur örmum þinn ytri hjúp, þar ilmar, þar blómgast hún moldin gljúp. Við helgisöng harmarnir dvína, þér háröðlar voldugir skína. Sigfús Elíasson. SIGRÍÐUR ÞÓRIS- DÓTTIR (AGGA) F. 29. marz 1935. D. 20. janúar 1969. KVEÐJA FRÁ VINKONU. Um ihjörbu ökkar harmiur fer, í hryggð oft breytist gaman. Ótal leiðir áttum hér svo yndislegar saman. Alllra vina áttir hrós, ótail vegi famnstu. Sem blátt og fagurt leiðarljós, á lífsins brautum vannsbu, Við heyrum enm þinin hjartaslátt, og hluistium á hann gliaðir. Geifi þinni móðuir mátt, miskunnsami faðir. Því hún er ein að brjóta braut, fyrir börnin þín hér góðu. í ömmiufaðmi þoldu þraut og þögul eftir stóðu. Aliltaf mumum minimast þín, það með oss verður grafið. Okkur skilur Agga mín, aðeins mik'La hafið. hlið hlutanna. Munu margir vina hans minnast ánægjulegra stunda í félagsskap hams fyrr og síðar. Haraldur var fæddur 19. sept- ember 1917 og því aðeins 51 árs, er hann lézt. Hann lætur eftir sig konu Jónínu Jónsdóttur og tvo unga syni, Karl Herbert 13 ára og Harald 12 ára. Okkur sem til þekktum var það vel kunn- ugt, að í hjónabandi sínu og heimilislífi var Haraldur gæfu- maður. Kona hans bjó honum hið ágætasta heimili og var honum stoð og stytta alla tíð. Drengj- unum unni hann mjög og veit ég að barngæzka hans, sem ég kynntist á unga aldri, hefur þar notið sín til fulls. Frá mér og mínu fólki flyt ég Haraldi Karlssyni þakkir fyrir ævilanga vináttu og trúmennsku. Konu hans, sonum, aldraðri móð ur og öðrum ástvinum flyt ég innilegar saimúðarkveðjur. Kristján Kristjánsson. - MINNING Framhald af bls. 22 vilja hjálpa öðrum, ko*n o#t fram og þá ekki siízit við féliaga sínia á Bæjarlieiðuim. Mumu þess mörg dæmi, að hann tæki bí'la tiil viðgerðar fyrir féliagana jafmt að nóttu sem degi. Kom það sér þá vei hversiu hand- laigimn 'hann var, og mætti segja að allt léki í hans höndum og þá ekki sízt allar viðgierðir. Ekki huigsiaði Magnús neitt uim það, þó að hanin færi frá eigin vinmu í þessu tilefni, öðrum til aðstoðar. Ég hef verið beðinn um það, a'iveg sérstakleiga frá stjóm stöðvarinmair og fyrir hönd virumufélagarama að flybja alúð- arþakkir fyrir samstairfið og góða viakyranimgiu. Árið 1957 sé ég Magmús fynst. Var það einhver tilviljum að ég tók þá eftir honum. Það er þó ekki fyrr en nokknum árum síðar að ég kymmist homum per- sónulega. Hafa þau kynni orðið mánari með hverju ári. Á s.l. sumri þurfti hamn að fana á sjúkrahús. Þá varð það úr, að ég tók vi'ð akstri fyrir hann á bifreiðas'töðimni Bæjarleiðum. Hafði ég þó færzt ákveðið undan því bæði vegioaiþess að ég varan aðra vinrnu, og einnig af per- sónuleigum ástæðum. Atvilkaðist það þanmig endan- lega, að haimn hrimigdi í mig og bað mig að keyra sig á sjúkra- húsið, og gerði ég það. Síðan kvaddi hann mig og sagði; „Þú tékur bílinn“, og þax við sat. Magmús haifði oft átt við van- heilsu að stríðia, og alilt frá því að hamn var barn hafði hamn ekki gerugið heill til skógar. Þegar Magmús hafði náð sér notokurn veginn eftir veikindin í haust og haifið akstur á ný, átti ég því l'ámi að fagna að aka á stöðimni með homum uinz yfir lauk. Ég miranist af heilum hug og með þakklæti þess tímabils, er við störfuðum þar saman. Á því tímabili kynntis ég emn bet- ur hans heiimili, og ná fátætoleig orð sikamimt, þegar ég þafcka fyrir þau kyrani. Megi Guð gefia komunni hans, móður og börnun- uim tveim, styrfc og þrek í þeim raunu'n er þau hafa nú ratað L En ég veit, að látimn lifir, það er hugguin harmi gegn. Daníel Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.