Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969.
Bæjarútgerðin verði öflugt
fyrirtæki á trausum grunni
Kaflar úr rœðu Birgis Isl. Cunnarssonar
á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag
HÉR fara á eftir kaflar úr
ræðu Birgis ísl. Gunnars-
sonar, er hann flutti við fyrri
umræðu í borgarstjórn
Reykjavíkur um Bæjarút-
gerð Reykjavíkur. í ræðu
sinni rakti Birgir ítarlega álit
nefndar um hag og framtíð
Bæjarútgerðarinnar.
Á stríðsárunum urðu miklar
umræður í bæjarstjóm um það,
hvernig helzt yrði stuðlað að
blómgvun atvinnuvega bæjarins
að stríðinu loknu.
Var í því sambandi m.a. sett
upp sérstök sjávarútvegsnefnd
og var það 8. janúar 1943.
Nefnd þessi gerði ítarlega á-
lyktum 6. júlí 1945 þess efnis
að úth'lutað yrði til útgerðar-
fyrirtækja í Reykjavík 2/3 hlut-
um af smíðaleyfum þeim fyrir
13—16 togurum, sem þá var
talið að fengjust myndu byggð-
ir í Englandi og Svíþjóð. Ef
ekki kæmu nægar umsóknir frá
útgerðarfyrirtækjum í Reykja-
vík til að ná þessu hlutfalli, þá
var það tillaga sjávarútvegs-
nefndar, að bærinn keypti sjálf-
ur þann togarafjölda sem þyrfti
til þess að umrætt hiutfall næð-
ist. Til rökstuðnings þessari
kröfu um hlutdeild bæjarins í
nýbyggingum togara var bent á
þá staðreynd að á árunum 1919
•—1939 var meðaleign togarafyr
irtækja, búsettra í Rvík, 64.33
% af heildartogaraeign land-
manna.
Þessi ályktun sjávarútvegs-
málanefndar var samþykkt 5
bæjarstjórn 10. júlí 1945.
Þessi ákvörðun varð grund-
völlur að stofnun Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur. Á árunum 1945
og 1948 var samið um smíði á
samtals 42 nýsköpunartogur-
um og af þeim komu í hlut
Reykvíkinga 20, en það var
minna en krafa hafði verið gerð
um. Af þessum togurum urðu
8 eign bæjarins eftir að full-
reynt var að útgerðarfyrirtæk-
iin óskuðu ekki eftir að fá þá
togara. Fyrsti togarinn í eigu
bæjarins kom tiil landsins 17.
febrúar 1947, en sá síðasti af
þessum 8 þ. 23. janúar 1952. Á
bls. 7—11 í skýrslunni frá júní
1967 er ítarleg lýsing á togur-
um Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
þ.e. þeim 5, sem nú eru í rekstrj
svo og þremur, sem seldir hafa
verið síðan 1965.
I
AFKOMA B.Ú.R.
Afkoma Bæjarútgerðarinnar
hefur verið misjöfn, aldrei góð,
en hin síðari ár, einkum þó frá
1960, hefur nún mjög farið
versnandi. Á árinu 1967 nam
tap vegna togara BÚR 22.7 millj.
kr., þar af um 15.3 millj. vegna
fceirra 5 togara, sem voru í
rekstri. Af þessari upphæð voru
7.8 millj. afskriftir og 3.1 millj.
vextir af stofnlánum. Rekstrar-
tap togaranna 5 að frádregnum
þessium gjaldliðum varð þann-
ig um 4.4 mil'lj. kr. Bókfært
rekstrartap vegna allra togara
Bæjarútgerðarinnar frá upphafi
er hins vegar um 156.4 millj.
króna.
Auk togaranna hefur Bæjar-
útgerðin rekið starfsemi í landi,
sem einkum hefur miðað að hag-
nýtingu aflans. Á árinu 1951
tók til starfa fiskverkunarstöð
fyrir saltfisk og skreiðarverk-
un. Sá rekstur gekk framan af
vel og var meginhluti af rekstr-
arhagnaði færðar yfir til tog-
aranna í hlutfalli við innlegg
samtals um 28.8 millj. króna.
Hin síðari ár hefur afkoman
hinsvegar versnað, bæði vegna
hækkandi rekstrargjalda og
versnandi hráefnis, og nú síðast
vegna markaðserfiðleika og verð
falls afurða.
Síldarverkun á vegum Bæj-
arútgerðarinnar hófst haustið
1961. Sá rekstur hefur ekki geng
ið vel og hefur hráefnisskortur
nær stöðvað þessa starfsemi hin
síðari ár.
í ágúst 1959 festi Bæjar-
stjórn kaup á Fiskiðjuveri rík-
isins við Grandagarð. Hagnað-
ur af rekstri Fiskiðjuversins tii
ársloka 1965 nam um 2.2 millj.
króna og munaði þar mestu að
afkoman árið 1965 var góð. Árið
1966 varð verðfall á frystum
fiskafurðum og varð þá tap á
rekstrinum um 3.1 millj. króna
og 1967 um 6.8 millj. f árslok
1967 sýnir heildarafkoma Fisk-
iðjuversins þannig um 7.7 millj.
króna í tap og samandreginn
rekstur al'lra fiskverkunarstöðv
anna frá upphafi um 8.2 millj,
í tap.
Heildartap á rekstri Bæjarút-
gerðarinnar hefur frá upphafi
numið samtals 157.3 millj. kr.
og heildarframlög Framkvæmda
sjóðs til Bæjarútgerðar
Reykjavíkur hafa numið til árs-
loka 1967 132.5 millj. króna. Tap
ið á rekstri útgerðarinnar s.l.
fimm ár hefur þó numið stærst-
um hluta af heildartapi útgerð-
arinnar undanfarin ár.
HLUXCB B.Ú.R.
í ATVINNULÍFINU
Þrátt fyrir þessa óhagstæðu
fjárhagsútkomu er enginn vafi
á því að Bæjarútgerð Reykja-
víkur hefur verið mikil lyfti-
stöng í atvinnumálum borgarinn
ar.
Árið 1958 voru beinar launa-
greiðslur BÚR 2.3% af brúttó-
tekjum Reykvíkinga, 1959 2.1%
1960 2.3%, 1961 1.7%, 1962 1.4%
1963 1.5%, 1964 1.4%, 1965 1.1.%,
1966 0.9%. Inn í þessar tölur
vantar þó ýms ir óbeinar greiðsl-
ur, eins og t.d. veiðarfærakostn-
að, sem að miklu leyti eru inn-
lendar launa.jreiðslur, launa-
greiðslur Togaraafgreiðslunnar
vegna uppskipunar úr skipum
BÚR, mikinn viðhalds og við-
gerðarkostnað í smiðjum og verk
stæðum Reykjavíkur o.fl. slíkt.
Innbyrðis eru tölur þessar þó
sambærilegar milli ára og sýna
minnkandi hlut BÚR í launa-
greiðslum Reykvíkinga.
Árið 1963 notaði BÚR 4.5%
þess vinnuafls, sem notað var
til allrar útgerðar og árið 1964
3.7%. Árið 1963 var aflamagn
BÚR 1.9% af heildaraflamagni
landsins og árið 1964 1.3%.
Hlutar BÚR í fiskvinnslu tíma
bilsins frá 1960 er frá 22.4% árið
1960 i 16.2% árið 1964.
Hlutur BÚR í lönduðu afla-
magni í Reykjavík er frá 36.1%
1958 og niður í 4.7% 1965.
Hlutdeild BÚR í útflutnings-
verðmæti allra sjávarafurða er
frá 4.7% 1960 niður í 2.1% 1966.
Hlutdeild BÚR í togaraafla á
öllu landinu er frá 23.5% 1952
upp í 22.4% 1961 og í 17.6%
1966.
Á togurum BÚR starfa nú að
jafnaði um 150 manns og í fisk-
verkunaTstöðvunum frá 130 til
230 eftir árstímum auk ótaldra
borgarbúa, sem hafa beint eða
óbeint atvinnu að meira eða
minna leyti af starfsemi útgerð-
ariranar.
Þessar tölur, sem ég hef hlaup
ið hér á, segja sína sögu, en þó
ekki alla. Þær sýna að vísu yf-
irleitt minnkandi þátt BÚR í
sjávarútvegi og atvinnu Reyk-
víkinga og landsmanna, en eng-
um blandast þó hugur um
mikilvægi þeirrar starfsemi, sem
BÚR rekur. Það er með þetta i
huga að BÚR nefndin varð sam-
móla um það sjónarmið, sem sett
er fram í inngangi að niður-
stöðum nefndarinnar, þar sem
segir í tillöguformi: „Borgar-
stjórn Reykjaríkur telur útgerð
togara frá Reykjavík miki'lvæg
an og nauðsynlegan þátt til að
tryggja borgarbúum atvinnu og
fiskiðnaði í borginni nægjanlegt
hráefni. Eins og málum er nú
háttað telur borgarstjórnin rétt
að stuðla að áframhaldi og
rekstri Bæjarútgerðar Reykja-
víkur og beinir jafnframt þeirri
áskorun til Alþingis og ríkis-
stjómar, að togaraútgerð lands-
manna verði íramvegis tryggð-
ur viðunandi rekstrargrundvöll
ur við eðlilegar aðstæður, þaran-
ig að einstök bæjarfélög eða út-
gerðarfélög einstakiinga verði
ekki áfram fyrir fjárhagSlegu
tapi af útgerð þeirra.“
VANDAMAL B.Ú.R.
Það er ljóst að vandamál Bæj-
arinnar eru nátengd vanda-
málum togaraútgerðarinnar í
heild og því er ekki von til
Birgir ísl. Gunnarsson.
þess að nefnd borgarstjórnar
Reykjavíkur né borgarstjónnin
sjálf geti leyst þau vandamál.
Framtíð togaraútgerðar, hvort
sem er á vegum BÚR eða ann-
arra aðila hlýtur að vera undir
því komin að þessum atvinnu-
vegi verði sköpuð rekstursað-
staða, sem við venjulegar að-
stæður geti tryggt hallalausan
rekstur. Þar verður ríkisvald-
ið tii að koma, því að hin þjóð-
hagslega þýðing togaraútgerðar
gerir það ósanngjarnt að einstök
sveitarfélög eða einstaklingar
taki á sig halla þessarar starf-
semi.
Nefndin reyndi þó sérstaklega
að gera sér grein fyrir því, hvað
verða mætti til að ná því mark-
miði, sem sett er fram í inn-
gangi tilllögunnar. Þær hugmynd
ir hefur nefndin sett fram í 6
töluliðum.
í fyrstu beindust störf nefnd-
arinnar aðallega að því að
kynna sér rekstur og afkomu
Bæjarútgerðarinnar í heild og
einstakra rekstrarþátta hennar á
liðnum árum. Þessi athugun
beindist þó fyrst og fremst að
útgerð togaranna, sem er grund-
völlur að og meginstofn í rekstri
fyrirtækisins. Fiskverkun og hag
nýting aflans í landi svo og sala
afurða hefur hinsvegar verið
minna á dagskrá nefndarinnar,
en þessar rekstursgreinar hafa
verið í stöðugri athugun sam-
taka fiskiðnaðarins og stjórn-
valda þann tíma, sem nefndin
hefur starfað og eru reyndar
eilífðar viðfangsefni, svo marg-
breytileg sem markaðsaðstað-
an er á hverjum tíma.
Störf nefndarinnar beindust
fljótlega að fjórum meginþátt-
um:
1. Athugun á smíði nýrra tog-
ara.
2. Athugun á vélaskiptum í
eldri togurum.
3. Athugun á fyrirgreiðslu hjá
lánastofnunum og ríkissjóði 1
sambandi við fjármál útgerðar-
innar, svo og fjórskipti BÚR
við Framkvæmdasjóð og borg-
arsjóð.
4. Athugun á rekstrarformi út-
gerðarinnar.
NÝSMIÐI TOGARA
Togaranefnd ríkisins mun
hafa látið gera rekstraráætlan-
ir fyrir 55 m skuttogara og mið
að við verðlag í júlí-mánuði s.l.,
en breytilegt aflamagn og hlut-
fall milli löndunar hér og er-
lendis, svo og fjölda skipverja.
Þá mun nefndin og hafa aflað
sér upplýsinga um stofn-
kostnað við smíði togaranna, svo
og möguleika á lánum hjá er-
lendum skipasmíðastöðvum.
Þessar áætlanir og upplýsing-
ar hafa ekki verið gerðar opin-
berar, en vitað er, að þótt reikn
að sé með verulegri aukningu á
aflamagni, fækkun áhafnar og
hagstæðustu lánakjörum, sem er
lendir aðilar gætu boðið upp á,
nægir rekstrarafgangur engan
veginn til greiðslu á stofnkostn
aði og afskriftum, en talið er,
að verð eins slíks togara verði
ekki undir 80 millj. kr. miðað
við smíði í V—Evrópu og verð-
lag á s.l. sumri. Áhugi útgerð-
araðila til kaupa á þessum skip-
um hlýtur að fara eftir því, með
hvaða kjörum og skilmálum skip
unum verður ráðstafað og þá(
fyrst og fremst eftir því, hvort
hluti af byggingarkostnaði skip-
anna verði greiddur sem óaftur-
kræft framlag, eins og gert er í
sumum nágranna'löndum okkar,
eða á annian hátt gerðar ráðstaf-
anir eða fyrirgreiðsla veitt sem
tryggir rekstrargrundvöll skip-
arana.
Þá hefur Útgerðarráð nýver-
ið gert ályktun þess efnis að
fela forstjórum B.Ú.R. að leita
tilboða í smíði eins til tveggja
skuttogara af gerð, sem reynsla
er fengin fyrir. Þessi afstaða út-
gerðarráðs gefur til kynna, að
ráðið telur réttara að styðjast
við fengna reynslu annarra
þjóða á útgerð skuttogara en að
láta teikraa og semja sérstaka út
boðslýsingu fyrir skipin eins og
hin stjórnskipaða togaranefnd
hefur ákveðið.
Hér er um tvær leiðir að
ræða. Annars vegar að fylgja
stefnu hinnar stjórnskipuðu tog
aranefndar, sem hefur lótið
teikna sérstakan togara, og er
rétt í því sambandi að geta
þess að sú afstaða nefndarinnar
mun að einhverju leyti hafa mót-
ast af því að gefa ætti íslenzk-
um skipasmíðastöðvum tækifærj
á að smíða þessa togara. Hins-
vegar telur útgerðarráð greini-
lega að aðrar þjóðir hafi öðlast
svo mikla reyraslu í smíði togara
að sú reynsla eigi að geta dug-
að o'kkur Islendingum og því
eigi að leita tilboða í smíði
skipa, sem þegar er fengin
reynsla fyrir. Má í því sam-
bandi geta þess að ýmsir selj-
endur togara hafa verið hér á
ferð og boðið ýmsar gerðir, jafn
vel með hagstæðum gjörum.
Það er þó ljóst, að endan-
lega ákvörðun er ekki unnt að
taka fyrr en útboð eða tilboða-
söfnun hefur farið fram en for
senda þess að Bæjarútgerðin
geti keypt nýja togara
er að rekstrargrundvöllur verði
tryggður við eðlilegar aðstæð-
ur, en rekstursáætlanir, sem
gerðar hafa verið, benda til þess
að með rekstri nýs skuttogarg
fáist ekki til baka það fjár-
magn, sem í togarann er lagt.
Hluta þess kann því að þurfa að
afskrifa strax, en þar verður
að koma forganga ríkisvaldsins.
Ályktun sína í þessu atriði
hefur nefndin mótað í 1. tölu-
lið tiliagna sinna, sem hljóðar
svo:
1. Útgerðarráði og forstjórum
Bæjarútgerðarinnar verði falið
að fylgjast með athugunum
stjórnskipaðrar nefndar á ný-
smíði togara og gæta hagsmuna
Reykvíkiinga við væntan'leg
skipakaup, jafnhliða því sem
leitað verði ti'lboða um smíði á
einum til tveimur skuttogurum
og lánamöguleikar kannaðir í
því sambandi, sbr. ályktun út-
gerðarráðs frá 28. janúar s.l.
Skal að því stefnt að endur-
nýja togaraflota Bæajrútgerðar-
innar eftir því sem nauðsynlegt
verður til að tryggja togaraút-
gerð frá Reykjavík, ef kaupskil-
reynist viðunandi.
VÉLASKIPTI f
ELDRI TOGURUM
Eins og áður greinir rekur
Bæjarútgerðin 4 dieseltogara og
einn gufutogara. Hinn síðast
táldi er elzti togari útgerðarinn-
ar, Ingólfur Arnarson, og jafn-
framt hinn eini þeirra, sem skil-
að hefur hagnaði samkvæmt höf
uðstólsreikningi. Rekstrarhagn-
aður af útgerð hans árið 1967
nam um 2 millj. kr. Ekki er
talið koma til álita að breyta
togaranum í dieselskip, en hann
kom úr 20 ára flokkunarviðgerð
í október-mánuði s.l. Viðgerðar-
kostnaður í hlut eiganda varð
um kr. 3.5 millj.
Yngsti togari útgerðarinnar,
Þormóður goði, kom úr 8 ára
flokkunarviðgerð í ársbyrjun
1968. Viðgerðarkostnaður í hlut
eiganda varð um kr. 550 þús.
Tap varð á rekstri togarans ár-
ið 1967, að fjárhæð kr. 1.9 mil'lj.
Togararnir Jón Þoríáksson og
Hallveig Fróðadóttir eiga að
fara í 20 ára flokkunarviðgerð á
árunum 1969 og 1970, en Þor-
kell máni í 16 ára flokkunar-
viðgerð á árinu 1969.
Rekstur hinna þriggja eldri
diesel-togara Bæjarútgerðarinn-
ar hefur gengið illa og árið 1967
varð halli á rekstri þeirra sam-
tals kr. 15.4 millj. Vé'labilanir
á þessum diesel-togurum hafa
verið tíðar á síðustu árum, við-
gerðir kostnaðarsamar og legu-
dagar í höfn því margir.
Athugun sérfróðra manna hef-
ur 'hins'vegar leitt í ljós að skrokk
ar togaranna þriggja eru góðir,
járnið óslitið og óryðgað að inn-
anverðu, en lítils háttar að utan.
Er áætlað, að endingartími búk-
anna með eðlilegu viðbaldi geti
orðið 12—15 ár.
Samþykkt var að óska eftir
kostnaðaráætlun vegna skipta á
aðalvél og hjálparvélum og nauð
synlegum breytingum í vélar
rúmi í togurunum þrem. Tók
Eríingur Þorkelsson, vélfræð-
ingur, að sér þessa athugun.
Leitað var tilboða bæði hjá
innlendum og erlendum aðilum.
Innlendir aðilar munu ekki hafa
treyst sér til að leggja viranu
í að gera tilboð, aðal'lega vegna
þess, að tilboðanna var leitað
til upplýsinga, en framkvæmd
ekki ákveðin. Fullnaðartilboð
barst því aðeins frá einum að-
ila og er kostnaður samkvæmt
því kr. 17.7—18.4 milllj. á tog-
ara eftir gerð véia og miðað við
þágildandi verðlag (kr. 27.2—
28.4 millj. kr. eftir núgildandi
verðlagi). Samkvæmt þessum
upplýsingum rná ætla, að véla-
skipti í togurunum þrem yrðu
ódýrari en verð eins nýs tog-
ara.
Að þessú athuguðu telur
nefndin að leggja beri áherzlu
á vélaskipti í togurunum fremur
en nota söluverð þeirra, sem vit-
að er að hrekkur skammt, til
kaupa á nýjum togara. Skrif-
stofa B.Ú.R. gerði í október 1968
rekstraráætlun fyrir togarana
Hallveigu Fróðadóttur, Jón Þor-
láksson og Þorkel mána miðað
við væntanlegar tekjur og gjöld
af þeim á því ári, þar sem reikn
að er með, að nýjar vélar hafi
verið settar í skipin. Samkvæmt
þessari áætlun verður tap á
hvern togara um kr. 790 þús.,
eða kr. 2.370 þús. samtals í stað
kr. 15.4 millj. árið 1967. Þess ber
þó að geta, að í rekstraráætlun-
inni er ekki reiknað með vöxt-
um af skuld Bæjarútgerðarinn-
ar við Framkvæmdasjóð, sem ár-
ið 1967 voru bókfærðir á þessa
þrjá togara kr. 1440.5 þús.
Eftir gengisbreytinguna í nóv-
ember s.l. gerði skrifstofa B.Ú.R.
nýja rekstraráætlun með hlið-
sjón af útgerð b.v. Þorkóls mána,
en reiknað er með, að nýjar vél
ar hafi verið settar í skipið.
Miðað er við verðlag í janúar
Framhald á hls. 25