Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 4
4
MORGUTSÍBLAÐIÐ, í>RIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969.
B(IALEÍGANFALURhf
car rental service ©
22 0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31,
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastraeti 13.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
Mjög hagstætt leigugjald.
SÍMI 8-23-47
ÞAKVIFTUR
STOKKAVIFTUR
HÁ- OG LÁGÞRÝSTIR FYRIR
LOFT- OG EFNISFLUTNING.
Allar staerðir og gerðir.
Leiðbeiningar og verkfræði-
þjónusta.
FONIX
FYRSTA
FLOKKS
FRÁ....
SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - HVIK
0 Ómenntaður tónlistar-
gagnrýnandi?
„Einn búsettur á Akureyri"
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég hef fylgzt með tónlistar-
gagnrýni í dagblöðum síðan ég
byrjaði að koma fram opinber-
lega. Einn er sá gagnrýnandi sem
ég tel nauðsyn að vara sig á.
Hann er maður alls óviðriðinn
tónlist, ólærður í tónlist og hefur
vægast sagt lítið vit á henni. Við
skulum hér kalla hann B. Allir
hafa smekk, þótt vitið sé ekki
fyrir hendi, en það gefur B, eng-
an rétt til að birta sinn smekk
í dablaði sem eins konar alls-
herjar dóm með ósmekklegu,
barnalegu og óviðfelldu orðalagi.
Hefur gagnrýni hans sýnt okk-
ur sem lifum og hrærumst £ tón-
list, að maðurinn hljóti að láta
persónulegar skoðanir sfnar á
mönnum, sem gefa út plötuna,
eða flytja tónlist á hénni, al-
gjörlega ráða dómnum.
T. d. höfum við tekið eftir því,
að hann hefur margsinnis birt
barnalegar athugasemdir um
Hljómplötuútgáfuna sf. og að dóm
ar á söng Sigrúnar Harðardótt-
ur, bæði á fjögurra laga plötu
hennar, og á plötunni „Unga
kirkjan“, hafa verið hiægilegir.
Þykir okkur gæta nokkurrar hlut
drægni í dómum B. Auk þess
að dómar á S.H. og fleirum
hafa lýst mikiUi vankunnáttu.
Ykkur, sem lesið gagnrýni B,
biðjum við að hafa i hug þessa
hlutdrægni og vankunnáttu, og að
mynda ykkar eigin skoðanir á
flutningnum.
íslenzk dægurlagatónlist er í
hraðri þróun og slíkir menn sem
þessir mega ekki komast upp
með það að reyna að brjóta á
bak aftur tilraunir ungra tónlist-
armanna. Slíkt gæti stuðlað að
stöðntm í dægurlagatónlist, þ.e.a.s
ef lesendur B taka upp á því
að taka hann og hans líka al-
varlega
Við, sem lifum fyrir og lifum
á tónlist, krefjumst þess, að tón-
listarmaður (menn) gagnrýni okk
ur. Þannig getum við kannski
viðurkennt dóm á tónlistina sem
við flytjum.
Við getum ekki viðurkennt dóm
manns, sem þekkir ekki sundur
hljóðfæri, þegar hann hlustar á
plötu.
Einn búsettur á Akureyri".
0 Stofnun Áfengismála-
félags íslands
Pétur Eggerz, viðskiptafræðing-
ur, i Vestmannaeyjum, skrifar:
„í Morgunblaðinu las ég 26.
febrúar grein eftir Jakob Jónas-
son lækni, varðandi Áfengismála-
félag lslands, og finnst mér lítill
hróður fyrir lækninn. Ég var svo
lánsamur að vera viðstaddur á
nefndum stofnfundi og hlustaði
þar á langa og mjög ósmekk-
lega ræðu Jakobs. Þar mátti vel
skilja á lækninum, að hann teldi
álíka ástatt fyrir sér og „mann-
inum, sem missti glæpinn". Eins
og séra Árelius Níelsson benti
réttilega á á stofnfundinum, hefðu
læknar og prestar átt að hafa
forgöngu fyrir löngu um stofnun
félags sem Áfengismálafélags ís-
lands.
Það er hverjum hugsandi manni
ljóst, hve mikilla umbóta er þörf
á aðgerðum gegn ofdrykkju hér
á landi, og munu margir furðu
lostnir, þegar læknir, sem telur
sig sérfræðing á vandamálum of-
drykkjunnar, setur sig I beina
andstöðu við aukna baráttu gegn
áfengisbölinu. Málefni þetta tel ég
langt hafið yfir persónulegan skæt
ing eins læknis. Ég vil því skora
á landsmenn alla að standa sam-
an i stríðinu gegn ofdrykkju, því
að Bakkus knýr víðar dyra en
haldið er.
Pétur Eggerz, Vestmannaeyj-
um“.
Velvakanda finnst nú fulllangt
gengið að segja, að Jakob setji
sig í „beina and'stöðu við aukna
baráttu gegn áfengisbölinu". Með
engu móti er hægt að leggja slík
an skilning í orð hans, heldur
miklu fremur þvert á móti.
Annars ætlar Velvakandi ekki
að fara að blanda sér í þessa
viðkvæmu deilu, sem hann botn-
ar lítið í, en biður bréfritara
um að verða ekki of persónu-
legir í skrífum sfnum.
0 „Poppfundurinn“ og
álit séra Árelíusar
Níelssonar
Séra Árelíus Níelsson skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Guðmundur Einarsson skrifar
greinarstúf í Velvakanda 27. febr
1969.
Af því að orð hans lýsa nokkr-
um misskilningi og varla kristi-
legri góðvild gagnvart þvi, sem
gerðist I „pop-messunni“ svo-
nefndu þann 23. febr. vil ég taka
fram eftirfarandi.
Tvær fyrstu spurningarnar, sem
ég var spurður voru svona:
1. Hvemig myndu aðrir prest-
ar í bovginni taka svona sam-
komum?
Svar mitt: Sjálfsagt ekki vel
allir, en samt mundi mörgum
þykja vænt um að fá svona margt
fólk í kirkju á venjulegum messu
degt
2. Er þá aðalatriði að fá margt
fólk í kirkju? (Annar spyrjandi)
Að sjálfeögðu er boðskapurinn
aðalatriði. En tilgangslaust er að
flytja hann yfir auðum sætum.
Ég var ekkert spurður um á-
lit mitt ásamkomunni. Þar hefur
hver lesið í málið eftir góðvild
sinni og „kristilegum þenkismáta"
svo notað sé gamalt orðalag.
En um ræðu annars predikar-
ans sagði ég, að hann hefði þrátt
fyrir gagnrýni á kirkjuna samt
notað svipað orðalag og nefnt
sömu nöfn og ég, maður, sem
hann hefði þó dæmt úr leik sem
einn hinna einskisverðu presta.
Ég sagði það til að benda hon
um á að hann yrði að kynna
sér betur hvað sagt væri í kirkj-
unum, áður en hann færi að for-
dæma það. Annars gæti hann átt
á hættu að fordæma fyrirfram
sína eigin boðun.
Um anda Krists og komu til
mannanna, vil ég einmitt undir-
strika, að það er rétt skilið hjá
Guðm. Einarss. Ég er samfærður
um að andi hans er, og hann
kemur í hverjum góðum og göf-
ugum manni sem Guð alls hins
góða gefur hverri kynslóð hvort
sem hann hét Schveitzer, Kenn-
edy eða Franz frá Assisi, Dub-
cek eða annað, sem frelsi og sann
leikshetjur kynslóðanna nefnast
En mér önnst samt ekki eins
og mér skildist hjá ræðumanni,
að nokkur sUkur maður sé Krist-
ur endurborinn.
En Guðmundur mætti muna að
Kristur segir: „Verið í mér þá
verð ég í yðuF‘. „Þér eruð Ijós
heimsins". „Sjá, guðsrlki er hið
innra í yður.“
Ég verð alla tíð sannfærður um,
að ræktnn kærleikans er hið æðsta
takmark í öllu starfi og boð-
skap kristinnar kirkju, ræktun
og efling kærleikans í sálum og
samfélagi manna. En það vlrðist
aldrei geta orðið sameiginlegt 1
minni trúarskoðun og boðun, og
þeirra, sem telja sig „trúaða" og
„f a rasO.“gegnrðleé arnafð
„frelsaða". Og ég er farinn að
una því vel i öllu þvi moldviðri
útúrsnúninga, sem búið er að þyrla
upp í kringum mitt árangurslitla
prestsstart
0 Ekki messa
En viðvíkjandi „pop-samkom-
unni, þá fannst mér hún góð,
vekjandi og hressileg. Og hún
hefur farið eins og stormsveipur
yfir lognmollu andlega svefns-
ins hér í borginni. Vantaði bara
heTzlumuninn.
En messa í mínum skilningi
var hún ekki og slíkar samkom-
ur ættu ekki að vera í kirkju.
Og sannarlega eru ekki of marg-
ir friðaðir reitir fyrir hávaða
og glamri tizkunnar, þótt þessar
svokölluðu kirkjur fái að varð
veita þögn slna og helgi.
Og þar er ég ekki ósamkvæm-
ur sjálfum mér. Allir sem vilja
af sanngirni og ofurlítilli góð-
vild dæma um viðleitni mina í
prestsstarfi vita, að ég vil virða
helgi þess sem heilagt er, þótt
sjálfsagt sé að opna kirkjuna fyrir
öllu, sem vill beygja sig í auð-
mýkt og tUbeiðslu fyrir kærleika
Krists. Og enginn ætti að skilja
það betur en æskan, sem enn hef-
ur varðveitt hreinleika hjartans.
Árelíns Níelsson".
Opið hús
Félagsheimi’i Heimdallar
verður opið í kvöld frá
kl. 20,30.
Eldri og yngri félagar eru
hvattir til þess að líta inn .
Félagsheimilisnefnd.
hátU&nÍAkó
) \
ÞURRK AÐ
TEAl l
ÞURRK FURi ;uð \
TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF.
Vymura vinyl-veggfóður
ÞOLIR ALLAN ÞVOTT
UTAVER Grensásvegi 22-24
Sl’mi 30280-32262