Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969.
3
— Þjóðminjasaínið
Framhald af bls. 28
ur leyfðu. Frumvarp þetta snert-
ir hins vegar ekki húsnæðismál
safnsins og mælir nefndin sam-
hljóða með samþykkt þess.
Magnús Kjartansson kvaðst
vildi nota þetta tækifærj til að
beina þeirri spurningu til mennta
málaráðherra, hvað liði að út-
vega lóð fyrir nýtt safnhús.
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra sagði að nefndin hefði
með áliti sínu vakið athygli á
miklu vandamáli. Staðreynd
væri hin miklu húsnæðisvanda-
má] safnsins, og hún hefði verið
rikisstjórninni kunn frá því í
sumar. Þá hefði það skeð að hita
leiðsla í byiggingunni sprakk og
listaverk skemmdust. Eftir það
hefði 3 byggingafróðum mönnum
verið falið að athuga húsið og
hefði þá komið í ljós að það
væri mjög gallað þrátt fyrir að
byggingin væri ekki gömul. Hús
ið hefði verið reist á stríðsárun-
um, og ekki nóg til þess vandað.
Sérfræðingarnir hefðu reiknað
með því að viðgerð á húsinu,
sem kæmi að verulegu gagni,
mundi kosta um 5 milljónir kr.
Hefði á fjárlögum verið veitt 1
millj. kr. til þeirra, og þar með
hægt að gera bráðnauðsynlegustu
iagfærrngar. Kvaðst ráðherra
vona að fjárveitingar til þessara
lagfæringa gætu haldið áfram.
Nú væri unnið að því að útvega
safninu geymsluhúsnæði fyrir
listaverk og einnig þyrfti þar að
vera aðstaða fyrir pökkun og
skoðun listaverka. Væri nú ver-
ið að leita að hentugu leiguhús-
næði og ákvörðun í þessu máli
tekin fljótlega. Um lóðamál nýs
safnhúss sagði ráðherra, að ekki
væri enn fengin samstaða lista-
unanna hvar slíkt hús ætti að
reisa. Komið hefði til orða að
hafa það í Öskjuhlíðinni, en það
svæði sem þar kæmi helzt til
greina hefði ekki verið skipulagt
tii fulls. Ráðherra sagði að drátt-
ur á útvegun lóðar fyrir safnhús
kæmi ekki að sök að sinni, með-
an svo litlar fjárveitingar væru
til byggingar þess. Nota ætti tim
ann til að íhuga hvar slíkt hús
ætti helzt að vera, þar til naegi-
legt fjármagn væri fyrir hendi
ti] að ráðast í byggingu.
Sigurvin Einarsson spurði um
hvort ekki væri ráðlegt að flytja
listaverkin burtu úr því húsnæði
sem þau væru nú í þar sem þeg-
ar hefðu orðið á þeim töluverð-
ar skemmdir. Þyrfti að fyrir-
byggja að slíkt kæmi fyrir aftur.
Gylfi Þ. Gíslason srvaraði að
þegar eftir að skemmdirnar urðu
í sumar hefði verið gengið þann-
ig frá, að slikt gæti ekki komið
fyrir aftur.
Hján í fangelsi fyrir ávísanafals:
Hafa svikið út hátt á
3. hundrað þús. kr.
UNG hjón sitja nú í fangelsi fyr-
ir ávísanafals. Þau hafa á skömm
um tíma falsað og selt ávísanir i
samtals að upphæð hátt á þriðja
hundrað þúsund krónur.
Seint á sl. ári hlaut konan dóm
fyrir ávisanafals. Hafði hún þá j
selt falsaðar ávísanir, 36 að tölu
að upphæð samtals hátt á annað
hundrað þúsund krónur.
Nýlega var konan svo hand-
tekin á nýjan leik og hafði hún
þá selt falsaðar ávísanir samtals
að upphæð um 130 þúsund krón-
ur, ávisanir að upphæð um 70
þýsund krónur seldi hún í bönk-
um en afganginn í ýmsum verzl-
unum.
Við rannsókn sei'nna málsins
kom í ljós, að maður var í vit-
orði með konunni, og hafði hann
lagt á ráðin um fölsun ávísan-
anna, og við yfirheyrslu viður-
kenndi hann að svo hefði einnig
verið í fyrra skiptið.
Ekki gátu hjónakornin skilað
einni einustu krónu af þessum
illa fengna auði.
Stýii stolið
BROTIZT var inn í 200 tonna
bát við Grandagarð nýlega og
stýrishjólinu stolið.
Rannsónkarlögr'eglan biður þá,
sem kynnu að geta gefið upplýs-
ingar í mál] þessu, að gefa sig
fram.
Gólaus meðierð
loftriffils
L.EIGXJBÍLSTJÓRI einn hringdi
í lögregluna á föstudagskvöld og
tilkynnti henni, að hann hefði
ekið eftir Kleppsvegi, þegar loft-
riffiisskot skall skyndilega á hlið
arrúðu bílsins. Kom skotið í rúð
una i axlarhæð og skildi þar
eftir rispu.
Ekki hefur tekizt að hafa upp
á þeim, sem svo gáleysislega
handfjatlaði loftriffilinn í þessu
tilfelli, en full ástæða er til að
hvetja alla, sem loftriffla hafa
undir höndum, til að sýna fyllstu
a'ðgæzlu og velja sér önnur skot-
svæði en í þéttbýlinu.
- RTJSSAR SPÁ
Framhald af bls. 28
spá fyrir um aflahorfur sovézka
fiskiflotans og auðvelda þannig
fiskiðjuverum á Kola-skaga alla
áætlanagerð fyrir framtíðina.
Dr. Ljamin segir að nútíma
veiðitækni og i’ðnvæðing fisk-
veiðanna hafi leitt til þess að
um of hafi gengið á fiskistofn-
ana. „Fyrir heimsstyrjöldina var
fiskmagnið í sjónum svo mikið
að engum datt í hug að það
eyddist", segir hann. ,,En að und
anförnu hefur verið gengið svo
á stofnana, sérstaklega sildar-
stofninn, að það er nánast hætta
á að hún hverfi.“ Til dæmis bend
ir dr. Liamin á, að síldarárgang-
urinn frá 1940 hafi vei’ðst í 20
ár, en árgangurinn frá 1950 var
upp urinn eftir 12 ár. Árgang-
urinn frá 1959 er orðinn svo fá-
gætur, að hann heldur ekki upp
véiðunum, og frá 1963 hefur eng
inn árangur komið fram, sem
gefur vonir um mikla veiði.
Af öllu þessu leiðir að búast
má við mjög lítilli síldargöngu
langt fram eftir næsta áratugn-
um. Það er helst að þessi árs
árgangur lofi góðu, en hann veið
ist í fyrsta lagi 1975. Frá þeim
tíma getur aflinn farið vaxandi.
Stofnunin í Murmansk hefur
samvinnu við sérfræðinga í
Noregi, á íslandi, Bretlandi og
ví’ðar, og hefur sú samvinna leitt
meðal annars til samninga um
verndun stofnanna. Má þar til
dæmis nefna að bannað er að
veiða síld, sem er minni en 25
sentimetrar.
★
Norski vísindamaðurinn Finn
Devold sagði um fréttina frá
Murmansk:
— Við höfum ekki trú á þessu.
Það hafa ávallt verið miklar
sveiflur í vetrarsíldarstofninum,
sem síldin hefur komizt yfir. Að
aflinn hafi verið svo lítill sem
1968 er ekki einungis vegna þess,
að stofninn hafi verið lítill, held
ur hefur síldin og lært að gæta
sín á nótunum.
★
Þá leitaði Morgunblaðið álits
Jakobs Jakobssonar, fiskifræð-
ings á fréttinni frá NTB. Hann
sagði:
— Þessi spá kemur mér ekki á
óvart, því að enginn sterkur ár-
gangur hefur bætzt við norska
síldarstofninn síðan 1960 til ’61.
Á síðastliðnu sumri bjuggust
margir við að síld frá árgöngun
um ’63 og ’64 myndu bætast við
i stofninn, en það hefur ekki orð-
ið enn af neinu ráði. Af þessum
árgöngum hefur verið veitt gífur
legt magn af smásíld við Norður
Noreg og norðurströnd Rússlands
og tel ég að þessar veiðar hafi
verið í svo stórum stíl, að þær
hafi haft úrslitaáhrif á það hve
lítið hefur hætzt í stofninn 'á
siðastliðnu ári og miklu minna en
búizt var við. Hér er fyrst og
fremst Norðmönnum um að
kenna, sem veiddu um þa'ð bil
4/5 hluta af þessu magni, og
Rússar 1/5.
— Eins og Devold gat um þá
fer aflinn ekki eftk síldarmagn-
inu i sjónum eingöngu. Ég tel
að stofninn sé ennþá svo stór,
að undir sérstaklega góðum skil-
yrðum, eins og voru í sjónum
1962 og ’66, þegar um var að
ræða mjög stórar og auðveiddar
torfur, að unnt sé að afla vel,
þótt ekki verði um uppgripaafla
að ræða. Auðvitað ver'ðum við
að gera okkur ljóst, að veiðin
eykst ekki verulega á meðan
ekki kemur sterkur árgangur í
stofninn.
— Einkennilegt finnst mér, að
Ljamin skuli tala um stofninn í
ár. Ég held að hér hljóti að vera
um mishermi að ræða, því að
síldin er rétt a’ð komast á hrygn
ingarstöðvarnar við Noreg nú
þessa daga. Enginn veit, hvernig
stofninn í ár verður, því að hann
klekst ekki út fyrr en í vor.
Hins vegar get ég skilið ummæli
Ljamins, ef hann hefur sagt, að
fyrstu möguleikar á sterkum
stofni komi ekki fyrr en 1975,
þ.e. þegar árgangurinn, sem nú
klekst út, er kominn á það þroska
stig, þegar unnt er að veiða hann.
Enn veit enginn hins vegar um
það hvort árgangurinn verður
sterkur.
— Mig langar til þess að benda
á að líkur eru á því að eitthvað
sé að rofa til með íslenzku sildar
stofnana. Ég ræð þetta af því
að í haust varð vart við þó nokk
uð magn af smásíld út af Suð-
austurlandi og Faxaflóa, þannig
að eftir eitt til tvö ár eru líkur
á því að veiði glæðist sunnan- og
suðaustanlands.
— Þá langar mig til þess a’ð
minnast á niðurlag NTB-fréttar
innar, þar sem rætt er um samn
inga um verndun stofnanna og
að ekki mætti veiða síld, sem
ekki hefði náð 25 cm lengd. Ég
veit ekki um neina slíka samn-
inga. Hið eina, sem gert hefur
verið í þessu er það að íslend-
ingar hafa einhliða bannað skip
um sínum að veiða síld, sem ekki
nær 25 em. Ég veit hins vegar
um að Norðmenn settu bann við
smásíldveiðum fyrrihluta árs um
tíma. Þetta bann hafði ekkert að
segja, því að það gilti á tíma,
þegar enginn hafði áhuga á smá-
síld og þeir veiddu hana á öðr-
um tímum ársins. Rússar hafa
hins vegar borið fram tillögu um
verndun smásíldar á vettvangi
Alþjóða rannsóknarstofnunarinn-
ar. Þessar tillögur styrðjum við
íslendingar. Þessar tillögur verða
teknar fyrir í svokallaðri vinnu-
nefnd í apríllok og afgreiddar
þaðan þá. Áður en þær hljóta
fullgildingu, ef samþykktar
verða, á eftir að leggja þær fyrir
fund í Fiskveiðanefnd Norðaust-
uratlantshafs, sagði Jakob að
lokum.
ÞETTA RÚM
bjóðum vér yður með einstak-
lega hagkvœmum kjörum
1000 kr. út og 1000
kr. á mánuði
Aðeins örfá rúm til
%
r">o
Simi
-22900 Laugaveg 26
STAKSTEIMAR
Kvenfélag Sósíalista
Fregnir hafa nú borizf af því,
að Kvenfélag sósíalista hafi
fellt á félagsfundi að leggja fé-
lagið niður í samræmi við þá
ákvörðun að leggja niður starf-
semi Sósíalistaflokksins. Kvenfé
lag sósíalista er önnur eining
Sósialistaflokksins, sem neitað
hefur að leggja niður starfsemi.
Hin fyrri var Sósíalistafélag
Reykjavíkur, sem nú hefur ver-
ið gert að landsamtökum. Jafn-
framt er ljóst, að Æskulýðsfylk-
ingin, sem alla tíð hefur ver-
ið æskulýðsarmur Sósialista-
flokksins mun starfa áfram. Af
þessu verður ekki annað séð
en að sú ákvörðun að leggja nið
ur starfsemi Sósialistaflokksins
hafi mistekizt með öllu. Yfir-
stjómin hefur að vísu verið
þurrkuð út af spjöldum sögunn-
ar, en þau félög, sem voru meg-
instofninn í Sósíalistaflokknum,
hafa haldið áfram starfsemi sinni
Þessar staðreyndir sýna glögg-
lega, að samtök kommúnista á
íslandi eru gjörsamlega klofin.
Sú fylking, sem gekk samein-
uð til kosninga frá 1956 og fram
til 1967, er nú a.m.k. þriklofin
Sagt er, að á Húsavík sé þessi
hópur a.m.k. fjórklofinn, og verð
ur einkar fróðlegt að fylgjast
með þvi, hvort sú baktería er
smitandi. Það virðast nefnilega
engin takmörk fyrir því, hvað
þetta lið getur klofnað niður í
smáar einingar.
Lánamálin
Framsóknarmenn hafa sí og æ
klifað á því að ekki væri nægi-
lega vel séð fyrir lánamálum at-
vinnufyrirtækja og á sunnudag
inn fjallaði forustugrein Fram-
sóknarblaðsins um lánamál iðn-
aðarins. öllum er ljóst, að at-
vinnufyrirtækin eiga við mik-
inn skort á rekstrarfé að búa,
en það er athyglisvert fyrir at-
vinnurekendur að íhuga framlag
Framsóknarmanna til þessara
mála. Ar eftir ár hefur það ver-
ið eitt helzta árásarefni Fram-
sóknarmanna á ríkisstj-’rnina, að
útlánsvextir væru of háir og þá
bæri að lækka. Væntanlega er
öllum ljóst, að lækkun útláns-
vaxta mundi hafa í för með sér
lækkun innlánsvaxta. Ennfrem-
ur blandast sennilega engum hug
ur um það, að hagur sparifjár-
eigenda hefur ekki verið sem bezt
ur á undanförnum árum. Það er
því óhætt að slá því föstu, að
vaxtalækkun mundi draga veru-
Iega úr innlánsaukningu i bönk
um og öðrum lána'tofnunum.
Geta lánastofnrna til útlána
byggist hins vegar nær eingöngu
á innlánsaukningunni. Þess vegna
er bersýnilegt, að ef farið yrði að
kröfum Framsóknarmanna um
vaxtalækkun mundi afleiðingin
verða sú, að lánastofnanir ættu í
enn meiri erfiðleikum með að
sinna rekstrarf járþörfum atvinnu
veganna en nú er. í þessum efn-
um sem öðrum tala Framsóknar-
menn því tveim tungum.
; Efíiitektarverður
áhugi
Kommúnistar sýna eftirtektar-
verðan áhuga á því að halda úti
; málgagni sínu. A stofnfundi lit-
gáfufélags um kommúnistablaðið
: voru mættir 36 menn að með-
töldum fundarstj 'ra og ræðu-
mönnum, ef marka má myndir,
sem blaðið birti af fundinum.
A.m.k. voru jafnmargir stólar
auðir. En kannski er þetta eins
og kommúnistar vilja hafa það.
Þeir hafa aldrei verið gefnir
: fyrir fjöldaaðild að eignum sín-
um.