Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 14
14 MORGTMBILAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969. JltagMlt&Ifttoifr tj!tgleSa!n.di H.f. Árvafcui*, ÍReyfcja'VÍÍk. Fnamfcvæmdaiaíj óri HaraJdur Sveinsaon. ■Ritetjórai? Sigurður Bjamjaaon frá VlgW. Matjttóas J’oihaiunessien. Byjólfur Konráð Jónsaoon. BitstjómarfuIItrúi Þorbjöm Guðmundsson-. FréttaBtjóri Björn Jóhannssorc. Auglýsingaistjöri Árni Garðar Krisfcinason. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sámi 10-109. Auglýsingar Aðalstræti Ö. Sími 22-4-BO. Áakriftargjald kr. IBO.OO á mánuði irmanila!n.ds, í lausasiöiu; ikr. 10.00 eintakið. SAMNINGALEIÐIN VERÐI REYND TIL ÞRAUTAR Cjíðastliðinn föstudag var ^ skipuð sáttanefnd að tilmælum Torfa Hjartarson- ar, sáttasemjara ríkisins, til þess að fjalla um þær kjara deilur, sem nú standa yfir og vísað hefur verið til sátta- semjara. Augljóst hagræði er að slíkri skipan nú, þar sem margir aðilar eiga hlut að máli og einstakir nefndar- menn geta skipt með sér störfum. í sambandí við kjaradeilu verkalýðssamtakanna og vinnuveitenda er sérstök ástæða til að leggja áherzlu á þá staðreynd, að viðræður aðila hafa einungis staðið mjög skamma hríð og raun- verulegur skriður hefur ekki komizt á þær fyrr en nú um helgina, er sáttanefndin tók til starfa. Öllum er ljóst, að miklir erfiðleikar verða á því að ná samkomulagi, en hins vegar ber að leggja höfuðáherzlu á, að samningaleiðin verði reynd til þrautar, áður en til alvarlegra aðgerða kemur af hálfu verkalýðssamtakanna. Nú berast fregnir um, að ein stök verkalýðsfélög hafi afl- að sér verkfallsheimilda eða hafi slíkt í undirbúningi. I sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það, að forustumenn verkalýðssamtakanna telji sér nauðsynlegt að hafa í höndunum heimild til verk- fallsboðunar. Verkfallsboð- anir eru nú einu sinni tæki verkalýðsfélaganna til þess að herða á kröfum sínum. Á hinn bóginn verða for- ustumenn verkalýðsfélag- anna að gera sér ljóst, að hvorki þeirra eigin félags- menn né landsmenn yfirleitt, munu skilja réttmæti slíkra aðgerða, ef til þeirra verður gripið, áður en samninga- leiðin hefur verið reynd til þrautar. Þjóðin öll á svo mikið í húfi að ekki komi til nýrra átaka á vinnumark- aðnum eftir langvarandi sjó- mannaverkfall, að það er eðíileg krafa, að til þeirra aðgerða verði ekki gripið af hálfu verkalýðsfélaganna, fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar til þrautar. Af þessum ástæðum verð- ur að vænta þess, að sátta- nefndin fái verulegt svig- rúm til sinna starfa og að þessi erfiða kjaradeila leys- ist á farsælan og sanngjarn- an hátt fyrir alla aðila — og þjóðina í heild. FRJÁLST VERÐ- LAG - EFTIRUT MEÐ HRINGA- MYNDUNUM Á aðalfundi Kaupmannasam takanna í síðustu viku urðu miklar umræður um verðlagsmál. Enginn getur lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að verzlunin hef- ur nú um nokkurt skeið bú- ið við mjög ströng verðlags- ákvæði, sem hafa orðið verzluninni sífellt óhagstæð- ari síðustu tvö árin. Jafn- framt hefur hagur verzlun- arinnar verið rýrður mjög vegna þess, að henni hefur ekki verið leyft að hækka verð á birgðum til samræmis við raunverulegt innkaups- verð þeirra eftir gengisbreyt- ingarnar á síðustu tveimur árum. Ströng verðlagsákvæði hafa lengi verið trúaratriði hjá áhrifamiklum öflum í þjóð- félaginu, en tvímælalaust hafa augu manna opnazt fyrir því að undanförnu, að til lang frama er það launafólki ekki til hags, að atvinnufyrirtækin og þ.á.m. verzlunin fái ekki að hagnast með eðlilegum hætti. Slíkt kemur einungis niður á þjónustu við neytend ur og veldur því, að verzlunin verður að draga saman seglin og segja upp starfsfólki. Fyllsta ástæða er til að ætla, að vaxandi skilningur sé á því í verkalýðshreyfingunni ekki síður en hjá öðrum, að til langframa verður hagur neytenda bezt tryggður með frjálsu verðlagi, en jafnframt ströngu eftirliti með því að ekki myndist samtök um að halda uppi ákveðnu verðlagi á tilteknum vörum eða að ein stakir aðilar fái einokunarað- stöðu í vissum greinum, svo að frjáls samkeppni þrífist ekki af þeim sökum. Á aðalfundi Kaupmanna- samtakanna kom fram, að frv. um slíka löggjöf hefur þegar verið undirbúið og er nauð- synlegt að það verði lagt fram, enda hefur þróunin á hinum Norðurlöndunurn stefnt í þessa átt og gefizt vel. Frú Golda Meir lítur yfir Þingvelli á meðan á Islandsdvöl Iiennar stóð í maí 1961. Golda Meir á litríkan ferii að baki Hinn nýi forsœtisráðherra ísrael tók þátt í baráttunni frá upphafi — íslandsheimsókn 1961 FRÚ Golda Meir, sem nú er orðin forsætisráðherra fsra- el og þar með önnur konan, sem gegnir embætti forsætis- ráðherra í heiminum í dag (hin er frú Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands), er nú nær 71 árs að aldri. Hún fæddist í Kiev 3. maí 1898, cn fluttist snemma til Bandaríkj- anna og hlaut menntun sína að mestu í því landi. Mun fjöl skylda hennar hafa átt erfitt uppdráttar í Rússlandi keis- aratímabilsins og fluttst hún « því til Bandaríkjanna er Golda Meir var 8 ára. 19 ára gömiul heyrði Golda Meir í fyrsta sinn David Ben Gurion tala, er hann var á ferð um Bandaríkin ásamt !vini sínum og samíherja, Ben- Zvi. Þeir voru þá ungir að ár- um og voru að safna liði und- ir merkjum hugsjónar sinnar. Síðar varð Ben Gurion for- sætisráðiherra ísrael, og Zvi forseti landsins. Golda Meir áfcvað þá að helga sig óskipta endurheimt hins forna ættlands Gyðinga. I Hún gekk að ei-ga mann að ' nafni Morris Meyerson (árið 194-8 tóku þau upp heþreska nafnið Meir) og fluttist með honum til Palestínu 1921. Þau settust að í byggð frum/byggja frá Rússlandi, í mýrlendi þar sem mýrarkalda herjaði á ítoú ana. Af 40 manns, sem þar bjuggu, voru að-eins átta kon ur. Ári síðar var Golda Meir kjörin fulltrúi í verkalýðsráð Gyðinga, sem stofnað hafði verið 1920. Þrátt fyrir mikla örðugleika og mótlæti, sem þau hjón þurftu að þola á þessum árum, er frú Meir engu að síður þeirrar skoðun- ar að þau hafi verið hamingju sömustu ár aevi hennar. Fjölskyldan flutti til Jeni- salem 1928 og varð frú Meir þar kjörin ritari verkalýðs- nefndar 'kvenna. Árið eftir hófu Arabar óeirðir í Palest- ínu enn á ný og gekk Golda Meir þá í neðanjarðarhreyf- ingu Gyðinga í Palestínu. Ári síðar hélt hún aftur til Banda ríkjanna og var þar í tvö ár við skipulagningu á samtök- um Gyðingakvenna. Þegar hún kom aftur heim til Palest ínu var hún kjörin í fram- kvæmdaráð Alheimssamtaka Gyðinga. í heimsstyrjöldinni síðari studdi frú M-eir stefnu Ben Gurions: „Við munuim berj- ast í stríðinu eins og engin hvít bók væri til, og við mun um berjast gegn hvítu bók- inni eins og ekki væri nein styrjöld“. (Hvíta bókin var yfirlýsing Breta frá 1939, sem koma skyldi í veg fyrir flutn ing Gyðinga til Palestínu). Þegar stefnu „Hvítu bókar- innar“ var haldið til streitu að styrjöldinni lokinni og hlið um Palestínu var lokað fyrrr þeim Gyðingum, sem sluppu lífs úr vítisbúðum Hitlers, stirðnaði mjög samband Gyð- inga og brezku umboðsstjórn arinnar í Palestínu. Þegar leið togar Gyðinga voru handtekn ir 1946, tók Golda Meir við stjórnmálaforustunnL Er Íaraelsríki var stofnað 1948 var hún því þegar OTðin vel þekkt með þjóð sinni. 10. maí, fjórum dögum fyrir stofnun Ísraelsríkis, sat hún leynifund með Abdufllah, Jór- daníukonungi lí því skyni að gera síðustu tilraun til þess að koma í veg fyrir styrjöld. Hún var önnur tveggja kvenna, sem undirrituðu hina sögulegu sjál'fstæðisyfirlýs- in.gu í-srael. Mánuði síðar var hún tilnefnd fyrsti sendiherra lands síns í Mos'kvu, en var kvödd hei-m ári síðar til að taka við stjórn atvinnumála- ráðuneytis ísraels, sem sjá átti um opintoerar fram- kvæmdir, húsbyggingar og starfsfræðslu mörg hundruð þúsunda innflytjenda frá Evr ópu og Arabalöndunum. Að þessu vann hún þrotlaust í sjö ár, en var þá beðin að taka að sér embætti utanríkisráð- herra. Því starfi gegndi hún frá því í júní 19&6 þar til í janúar 1966. Siðan hefur hún verið aðalritari Mapi-flokks- ins, eða Verkamannaflokksi- ins, sem er öflugasti stjór.n- málaflokkur landsins. IIEIMSÓTTI ÍSLAND 1961 Frú Golda Meir hefur einu sinni heimsótt ísland, í maí 1961, er hún var utanríkisráð herra ísrael. í viðtali, sem birt ist við hana í Mtol. við lok Framhald á bls. 5 ÞRÓTTMIKIÐ STARF Cl. miðvikudag efndi Heim- dallur, félag ungra Sjálf stæðismanna til almenns borg arafundar um mjólkursölu- mál og var troðfullt hús á þeim fundi. Sl. laugardag efndi Heimdallur til fundar um íþróttamál í Reykjavík og var þar einnig húsfyllir. Þar urðu miklar umræður og stóð fundurinn á fimmta tíma. Sl. sunnudag stóð Heimdallur svo að kappræðufundi með ungum Framsóknarmönnum og var þar húsfyllir og yfir- gnæfandi meirihluti fundar- manna ungir Sjálfstæðis- menn. Þessi velheppnuðu fundar- höld Heimdallar á örfáum dögum sýna, að mikill þrótt- ur er nú í starfi ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík, og er fyllsta ástæða til þess að hvetja þá að halda áfram á sömu braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.