Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969. 19 stundaði þar nám vetrarlangt. Um tvítugt fór hann tii Suður- lands í atvinnuleit og vann þar fyrstu árin almenn sveitastörf í nágrenni Reykjavíkurborgar. Síð ar gerðist hann verzlunarmaður í Reykjavík og vann við verzlun O. Ellingsen í Hafnarstræti. Ár- ið 1947 kvæntist Tryggvi eftir- lifandi konu sinni, Rögnu Jóns- dóttur frá Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði. Áttu þau fallegt og hlýlegt heimili í Skipa sundi 92, þar sem jafnan var tek- ið á móti gestum og gangandi af rausn og myndarskap. Að síðustu viljum við hjónin þakka þér, vinur, allar þær ó- gleymanlegu stundir sem við höfum átt með þér á li'ðnum ár- um. Við minnumst eiginkonu hans og aldraðrar móður, ásamt nánustu ættingjum og sendum þeim innilegustu samúðarkveðj- ur. Við biðjum guð að gefa þeim huggun harmi gegn, og alla blessun í þrengingum þeirra. Megi minning Tryggva Guð- mundssonar heiðrast með öllum vinum hans. Hansína Sigurðardóttir. Kristrún Finnsdótti Minning KRISTRÚN Finnsdóttir frá Sól- hól í Djúpavogi lézt að heimili dóttur sinnar Sigurbjargar Lúð- víksdóttur og manns hennar Helga Guðmundssonar, Skip- holti 53 hér í bæ, mánudaginn 24. fegrúar síðastliðinn rúmlega hundrað og tveggja ára að aldri. íslenzka þjóðin hefur á öllum tímum átt því láni að fagna, að eiga margar merkar og ágætar konur, konur, sem voru gæddar miklum mannkostum, fórnfýsi, hjartahlýju og öðrum þeirn eig- inleikum, er gerði þeim kleyft að bera þær þungu byrðar, sem löng og erfið lífsbarátta lagði þeim á herðar, og gátu einnig miðlað öðrum styrk og huggun af hinu mikla örlæti hjarta síns. Með Kristrúnu Finnsdóttur er ein slík merkiskona horfin. Kristrún var fædd í Tungu- hól í Fáskrúðsfirði 20. febrúar 1867, dóttir hjónanna Önnu Guð- mundsdóttur og Finns Guð- mundssonar bónda þar. Ung fluttist hún til Djúpavogs og gift ist þar Lúðvík Jónssyni trésmíða meistara og bjuggu þau allan sinn búskap á Djúpavogi, fyrst á Geysi, gistihúsi, sem þau reistu þar og ráku í mörg ár með rausn og myndarskap, en síðan í Sólhól og þar bjó hún með börnum þeirra Agústi og Sigur- björgu í mörg ár að manni sín- um látnum, en hann andaðist 1912. Kristrún Finnsdóttir var merk kona, fríð sýnum, fínleg og hug- ljúf og glöð í vinahóp. Það var sem stafaði birta og friður í kringum hana, hinn mikli góð- leiki og velvild, sem einkenndi allt fas hennar og vðmót til alls, sem lifir og hrærist var áreiðan- lega einn sterkasti og um leið mildasti þátturinn í allri hennar skapgerð og lífsskoðun. Hún hafði þegið í vöggugjöf óvenju mikið sálarþrek, innri frið og jafnvægi, sem entist henni langa ævi og hefur orðið henni heilla- drýgra veganesti en auður og metorð. Ég minnist ætíð með gleði og þakklæti hins innilega vináttu- sambands milli þeirra systkin- anna Kristrúnar og Ólafar Finns dóttur móður minnar, þessi vin- átta var svo náin og' einlæg, að slíks munu fá dæmi, og þó voru þær ólíkar um margt. Foreldrar mínir bjuggu á Strýtu, sem er klukkutíma gang ur frá Djúpavogi, og komu þær systurnar því eins oft hvor tii annarrar og kostur var á, og mikla tilhlökkun vakti það hjá okkur systkinunum á Strýtu þeg ar móðir mín sagði okkur, að nú ætlaði Kristrún að koma til okkar tiltekinn dag og mikil var gleðin þegar til hennar sást. Við systkinin frá Strýtu teljum það mikið lán að hafa átt þess kost að kynnast svo náið þessari hug' ljúfu og góðu móðursystur okk- ar. sem af sinni hljóðlátu mildi gaf okkur miklu meira af and- legum gjöfum, en við þá gerð- um okkur ljóst og móttökurnar í Sólhól hjá Kristrúnu og börn- um hennar, Gútta og Boggu, frændsystkinum okkar, voru ætíð hlýjar og alúðlegar. Sólhóll er fegursta bæjarstæð- ið á Djúpavogi. Bærinn stend- ur á hæð í allstóru fallegu og velhirtu túni undir fögrum og grösugum klettum. Útsýni af Sólhólskletti er bæði vítt og fag- urt og verður mörgum gengið þangað til að sjá útsýnið. Síðan Kristrún hætti búskap sjálf, hefur hún dvalið til skipt- ist hjá börnum sínum og síð- ustu árin hefur hún verið hjá þeim ágætu hjónum, Sigur- björgu dóttur sinni og Helga Guðmundssyni, tengdasyni sín- um, og hefur notið í öllu alúðar og umihyggjusemi þeirra. Þrátt fyrir hinn háa aldur, hefur Kristrún verið við sæmilega góða heilsu og verið andlega heilbrigð og fylgst með öllu sem gerðist bæði í þátíð og nútíð, og hafði góða sjón og stálminni til síðustu stundar. Kæra frænka Við systkinin frá Strýtu og fjöls'kyldur biðjum góðan Guð að blessa þig og minn ingu þína. Finnur Jónsson. Bezta auglýsingablaöiö HÚSASMIÐIR Tilboð óskast í smíði á einu eða fleiri hesthúsum á komandi vori eða sumri. Húsin þurfa helzt að byggjast í flekum til að auðvelda flutning ef þörf krefur (allt efni má vera notað). Nánari upplýsingar í dag og kvöid í síma 20608. Initihurðarlamir Irá Á GAMLA VERÐINU STANLEY „Indversk undraveröld“ Langar yður til að eignast fáséðan hlut? í Jasmin er alltaf eitthvað fágætt að finna. Úrvalið er mikið af fallegum og sérkennilegum mun- um til tækifærisgjafa. Austurlenzkir skrautmunir handunnir úr margvís'egum efnivið. JASMIN SNORRABRAUT 12. J. Þorlaksson Er Norðmann hf. Til sölu við Hvussoleiti falleg 6 herb. endaíbúð á 3. hæð. Fjögur svefnherb. samliggjandi stofur, eldhús, bað, snyrtiherb., hol, sér- þvottahús og geymsla, bílskúr. Skipti á 3ja herb. íbúð koma til greina. SKIP OG FASTEIGNIR, Skúlagötu 63, sími 21735, eftir ’okun 36329. Barnafataverzlunin auglýsir Allar vörur seldar á mjög lœkkuðu verði Þær sem eiga innleggsnótur gefi sig fram. BARNAFATAVERZLUNIN Hverfisgötu 41 — Sími 11322. Til sölu verzlunurhúsnæði Höfum til sölu verzlunarhúsnæði um 150 ferm. sem hentugt væri fyrir nýlendu- og kjötvömr, bakarí og fleira. Húsnæðið staðsett í fjölmennasta hverfi borgar- innar, Heimahverfi. Leiga kæmi einnig til greina. SKIP OG FASTEIGNIR, Skúlagötu 63, sími 21735, eftir lokun 36329. STUDENTAFELAG HASKOLA ISLANDS efnir til almenns borgarafundar miðvikudaginn 5. marz i Tjarnarbúð kl. 20,30 UMRÆÐUEFNI: Er tímabært að stofna nýjan stjórnmálaflokk ? Framsögumenn: Jón Hannibalsson, hagfræðingur. Styrmir Gunnarsson, lögfræðingur. Þorsteinn Pálsson, stud. jur. S. F. H. í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.