Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969. MMiími Umræöur um vísitölubætur opinberra starfsmanna verða kjörin á hinum almenna launamarkaði. Ég harma það, að stjórn B.S.R.B. vildi ekki fallast á samningaviðræður um þessi mál og vilja ekki líta á vandamálið eins og það liggur fyrir. Ég harma einnig að til þessara að- gerða þurfi að grípa, en hins veg ar hafa ekki komið fram neinar röksemdir, sem sanna að hægt hefði verið að grípa tii annarra aðgerða, og ég tel það sízt í þágu opinberra starfsmanna að vera að blása í herlúðra út af þessu máli. Það er ekki ætlunin að ganga á rétt þeirra í einu né neinu, heldur aðeins um það hugsað að þeir fái ekki forrétt- indi fram yfir aðra, heldur hlið- stæð laun og aðrar stéttir fá greidd hverju sinni. Heimild um landanir Biðtími meðan séð verður hvernig mál skipast á hinum almenna launamarkaði erlendra skipa hér UMRÆÐCR urðu utan dagskrár á Alþingi í gær, um greiðslu vísi töluuppbóta á laun opinberra starfsmanna. Einar Ágústsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild og gerði nokkrar fyr- irspumir til fjármálaráðherra. Svaraði Magnús Jónsson fyrir- spurnunum og gerði ítrekað grein fyrir eðli málsins og við- horfum í þeim. Sagði fjármálaráðherra í ræðu sinni, að með þeim ráðstöfunum Asem gerðar hefðu verið væri ekki verið að taka eitt né neitt af op- inberum starfsmönnum, heldur aðeins að tryggja það að þeir fengju ekki launahækkanir um- fram það sem aðrar stéttir fá. Hér væri nánast um biðtíma að ræða, meðan mál réðust á hinum almenna launamarkaði. í ræðu sinni sagði ráðherra m.a.: Það er rétt að hér hefur verið gripið til ráðstafana, sem eru óvenjulegar. Það var síður en svo löngun mín, að grípa til slíkra aðgerða, og af þeim sökum fór ég þess á leit við stjórn B.S.R.B. að viðræður yrðu tekn- ar upp um það milli ráðuneytis- ins og þeirra, að þeir féllust á, 1 gær var lagt fram stjórnar- frumvarp á Alþingi, sem kveður á um að bankar þeir sem verzla með erlendan gjaldeyri skuli frá og með 1. janúar 1969 greiða rík- issjóði 60% af heildartekjum sín um vegna mismunar sölugengis og kaupgengis gjaldeyris, svo og 60% af þóknun þeirri, er þeir taka af viðskiptamönnum sínum fyrir þjónustu við yfirfærslu f jár til útlanda, eða aðrar greiðslur erlendis. Þetta gildir jafnt um «■ hvers konar ábyrgðarlaun, inn- heimtulaun og allar aðrar greiðsl ur hverju nafni sem nefnast fyrir þjónustu þá, er hér um ræðir. í greinargerð frumvarpsins segir svo: Áður en fjárlög ársins 1969 voru afgreidd frá Alþingi varð ljóst að gera þyrfti sérstakar ráð stafanir til þess að tryggja halla lausan rekstur ríkisbúskaparins á því ári. Einn liður í þeim ráð- stöfunum var að gera ráð fyrir aukinni hlutdeild ríkissjóðs í tekjum af umboðsþóknun og gengismun gjaldeyrisbankanna. Þessi tekjustofn var fyrst á lagð ur með lögum nr. 86/1956 sem útflutningssjóð o. fl., en gildandi ákvæði eru í lögum nr. 4/1960 um efnahagsmál. Samkvæmt þeim renna 50% tekna af þessum stofnum til ríkisins og 50% til viðkomandi gjaldeyrisbanka. Ár- ið 1960 námu tekjur til hvors aðila 14 millj. kr., en áætlaðar tekjur árið 1968 eru 35.5 millj. kr., og nemur aukningin á þessu átta ára tímabili því 153.6%. Ekki eru fyrir hendi upplýsingar um raunverulegan kostnað gjald eyrisbankanna við að veita þessa þjónustu, en geta má þess, að fyrst um sinn, að greidd yrði sama vísitala, og greidd var 1. febrúar almennt á laun í land- inu, með hliðsjón af því að sú vísitala yrði notuð til launavið- miðunar fjrrir allar launastéttir landsins aðrar, 1. marz. Vitanlega er það rétt, að ég gat ekki krafizt eins né eins af stjórn B.S.R.B., um þetta efni, nema skilnings á þeim vanda, sem við er að fást og ekki var farið fram á að þeir fórnuðu í einu né neinu þeim rétti, sem opinberir starfsmenn áttu. Hins vegar er það ljóst, að eins og málum var háttað var með öllu óeðlilegt að greiða þessa visitölu að sinni, og einnig virtist aug- ljóst eins og málum er háttað, að samningar gætu strax hafizt milli ráðuneytisins og opinberra starfsmanna um það, hvernig ætti að mæta viðfangsefnunum og viðhorfunum á þann hátt að það kæmi ekki niður á opinber- um starfsmönnum. Með því að hefja viðræður nú þegar var ætlunin að tryggja að ekki yrði um neinn réttinda- missi opinberra starfsmanna að ræða, né heldur að þeir fengju með óbreyttri hlutdeildarskipt- ingu hefðu tekjur bankanna aukizt um allt að 10 millj. kr. á árinu 1969 vegna gengisbreyting arinnar í nóvember sl., og er þá byggt á áætlun um umfang gjald eyrisviðskipta á þvi ári. Með frumvarpi þessu er lagt til, að hlutdeild ríkisins verði 60% og bankanna 40%, en miðað við framangreinda áætlun um vöxt gjaldeyrisviðskipta á árinu 1969 í krónum talið fengu bankarnir í sinn hlut 36.7 millj. kr., sem er 1.2 millj. kr. aukning frá árinu á'ður, eða 3.4%. Þar sem ekki var gert ráð fyrir sérstökum kaup- hækkunum í sambandi við geng- isbreytinguna og álagning þannig ákveðin, að gengisbreytingin bætti ekki hagsmuni verzlunar- innar, er eðlilega, að hliðstæð regla gildi um gjaldeyrisviðskipti bankanna. Áðurnefnd 3.4% hækk un á tekjum bankanna af gjald- eyrisviðskiptum ætti að nægja til þess að standa undir þeim kostnaðarliðum, sem þegar hafa hækkað, svo sem síma og skeyta kostna’ði. Ríkisstjórnin lagði í gær fram á Alþingi frumvarp um breyt- ingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Gerir frumvarpið ráð fyrir því, að upp sagnarfrestur kjarasamninga opin berra starfsmanna verði styitur úr 7 mánuðum í 4 mánuði. Einn- ig eru í frumvarpinu ákvæði um það, að horfið verði frá þeirri nein óeðlileg réttindi umfram aðra. Með þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið er ekki verið að taka nein laun af opinberum starfsmönnum, heldur aðeins það, að þeir fá ekki greidda þá hækkun, sem að öllu óbreyttu hefði orðið á hinum almenna launamarkaði í sambandi við vísitölugreiðslur þann 1. marz. marz. Því hefur ekki verið á móti mælt að í gildi væri kjaradómur frá 21. júní 1968, þar sem svo er mælt fyrir að vísitölubreytingar skuli verða til ársloka 1969. En hitt er jafnvíst að forsendur fyr- ir þessum kjaradómi, eins og nú stendur, eru brostnar. Það er grundvallarregla í lögum um samningsrétt opinberra starfs- manna, að þeir skuli hafa sam- bærileg laun og aðrar launastétt- ir, en heldur ekki meira. Og ef litið er á forsendur fyrir dómi kjaradóms 21. júní sl. þá er kom- izt þar svo að orði, að það hefði þótt rétt að byggja kjaradóm þennan á sambærilegum launa- uppbótum eins og samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. Það er ljóst, að hefði verið vitað hvað gerðizt 1. marz, hefði dóm- ur kjaradóms orðið með allt öðr- um hætti. Það er ekki neitt einsdæmi að slíkri deilu sé vísað til sátta- semjara. Þegar ekki næst sam- komulag milli aðila, án aðstoðar hans, þá er ekkert sem hindrar að málum sé til hans skotið. Ég vil einnig taka það skýrt fram, að ef niðurstaða þeirra samningaviðræðna se>m nú eiga sér stað verða þær, að launastétt ir fái greidda vísitöluuppbót munu opinberir starfsmenn að sjálfsögðu fá hana einnig. Hér er því aðeins um biðtíma að ræða, meðan það ræðst hver 1 gær mælti Eggert G. Þor- steinsson heilbrigðis- og félags- málaráðherra fyrir frumvarpi um hækkun á bótum almannatrygg- inga. Frumvarp þetta hefur hlot- fð afgreiðslu í efri deild. Við 1. umræðu þess í neðri deild tóku til máls auk ráðherra, Skúli Guð mundsson og Magnús Kjartans- son, en frumvarpinu var síðan vísað til heilbrigðis- og félags- málanefndar og 2. umræðu. Frumvarp um brunavarnir og brunamál var til 3. umræðu í efri deild. Sveinn Guðmundsson mælti þá fyrir breytingartillögu er hann flytur við frumvarpið, þess efnis að brunamálastjóri þurfi að hafa verkfræðimenntun eða tæknifræðimenntun, en upp- haflega yar aðeins gert ráð fyrir að viðkomandi þyrfti að ’æra verkfræðingur. Var breytingar- tillaga Sveins samþykkt sam- hljó'ða og frumvarpið afgreitt til neðri deildar. skyldu B.S.R.B. að efna til alls- herjaratkvæðagreiðslu um hvort samningum skuli sagt upp, en frumvarpsgreinin geymir á hinn bóginn ákvæði um slíka skyldu, ef ósk kemur fram um allsherj- aratkvæðagreiðslu innan stjórn- ar B.S.R.B., eða af hálfu fjár- málaráðherra. Segir í greinar- gerð frumvarpsins, að svo virðist PÉTUR Benediktsson mælti í gær fyrir nefndaráliti sjávarút- vegsnefndar Efri deildar um frumvarp um breytingar á lög- um um rétt til fiskveiða í land- helgi. Var nefndin sammála um að mæla með samþykkt frum- varpsins, og var það eftir ræðu framsögumanns visað til 3. um- ræðu í deildinni. Frumvarpsgreinin fjallar um að sjávarútvegsmálaráðherra sé heimilt, þrátt fyrir bann í þess- um lögum, að leyfa vinnslu- og verkunarstöðvum að kaupa afla af erlendum veiðiskipum, í ís- lenzkum höfnum. Ráðherra skal binda leyfið við ákveðna staði eða landshluta, eftir því sem hag - B.S.R.B, Framhald af bls. 28 B.S.R.B. afhentu sáttasemjara í gær, gerði stjórn bandalagsins a fundi 1. marz sl. og er hún á þessa leið: „í tilefni af fréttatilkynningu f j ár málaráðuney tisins 27. f.m. Lekur stjórn B.S.R.B. fram: Samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna getur hvor aðili um sig óskað endurskoðunar samnings án upp sagnar hans, ef almennar og veru legar kaupbreytingar verða á samningstímabili. Fyrr en nýir samningar milli vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga hafa tekizt verður ekki upp lýst, nema með víðtækri athug- un, hvort almennar kaupbreyt- ingar eiga sér stað samkvæmt hin um einhliða tilkynningum vinnu veitenda. Frumvarp um skattfrelsi Sonn- ingsverðlauna Halldórs Laxness var til 3. umræðu og var það samþykkt samhljóða, og þar með afgreitt til neðri deildar. Steinþór Gestsson mælti fyrir nefndaráliti landbúnaðarnefndar deildarinnar um frumvarp um sölu landspildu úr prestsseturs- jörðinni Háls. Var nefndin sam- mála um að mæla með samþykkt frumvarpsins, og var það síðan afgreitt til 3. umræðu. Axel Jónsson mælti fyrir frum varpi er hann flytur um breyt- ingu á skipulagslögum. Er aðal- ákvæði frumvarpsins, áð sveita- stjórnir geti, að fengnu samþykki skipulagsstjórnar, bannað efnis- töku, grjótnám eða annan veru- legan tilflutning eða brottnám jarðefna, ef líklegt má telja að það valdi röskun lands, svo að til verulegra erfiðleika verði við framkvæmd skipulags. sem ástæðulaust sé að lögskylda allsherjaratkvæðagreiðslu í þessu tilviki, ef ákvörðunin er ágrein- ingslaus í stjórn samtakanna og látin hlutlaus af hálfu viðsemj- enda þeirra. Frumvarp þetta er flutt í sam- ráði við Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar. kvæmt þykir. Svo getur ráð- herra og bundið leyfið við ákveðnar tegundir fisks eða annars sjávarafla og sett skilyrði um magn, verð og sérstakar lönd unarreglur. í leyfi ber að taka fram, að það veiti eigi erlendum skipum heimild til fiskveiða eða fiskverkunar í landhelgi. Pétur Benediktsson sagði í ræðu sinni, að hagkvæmt gæti verið að leyfa fyrir landanir er- lendra fiskiskipa hér, þegar afla leysi steðjaði að, og slík heim- ild gæti einnig auðveldað íslenzk um fiskiskipum að fá leyfi til löndunar erlends. Því mælti nefndin með s>amþykkt fruim- varpsins. Á meðan svo stendur telur Dandalagsstjórn, að enginn grund völlur sé fyrir árangri af við- ræðum milli aðila.“ Á fundi stjórnar B.S.R.B. 1. marz var einnig eftirfarandi til- laga samþykkt með öllum at- kvæðum: „Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja mótmælir harð- lega þeim ótvíræðu laga- og samningsbrotum, sem átt hafa sér stað með niðurfellnigu á hækkun verðlagsbóta til opin- berra starfsmanna 1. marz, þvert ofan í skýr ákvæði í dómi Kjara- dóms 21. júní 1968, um að verð- lagsuppbót skuli reikna út í febr úarmánuði og greiða 1. marz. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er það viðurkennt, að gildistími dóms Kjaradóms um verðlags- uppbótina sé til 31. des. 1969. Lögum samkvæmt ber að fram- kvæma ákvæði þessa dóms, þang að til nýr samningur hefur ver- ið gerður, eða nýr Kjaradóms- úrskurður liggur fyrir. Því ákveður stjórn B.S.R.B. að fela lögfræðingi bandalagsins að leita réttar opinberra starfsmanna í þessu máli fyrir Félagsdómi, þar sem þess verði krafizt, að verðlagsuppbót verði greidd fyr- ir marzmánuð 1969 miðað við nýja vísitölu 1. febr. eins og nefndur úrskurður Kjaradóms segir til um.“ Loks samþykkti stjórn B.S.R.B. á þessum fundi sínum að efna til fundar meðal opinberra starfs manna í Reykjavík og nágrenni, þar sem rætt verði um kjara- mál og samningsrétt opinberra starfsmanna. 0—0 Þá barst Morgunblaðinu í gær eftirfarandi tilkynning frá starfs mannafélagi ríkisstofnana: „Á fjölmennum fundi í trún- aðarmannaráði Starfsmannafé- lags ríkisstofnana 1. marz sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundur stjórnar og trúnaðar- manna SFR, haldinn 1. marz 1969, lýsir undrun sinni á þeirri fyrirætlun fjármálaráðherra að svipta ríkisstarfsmenn samnings bundnum verðlagsuppbótum frá 1. marz 1969. Fundurinn telur að hér sé um a varlegt brot á kjarasamningi að ræða, sem ekki verði við un- að. Fundurinn skorar á stjórn BSRB og Kjararáð að neyta allra tiltækra ráða til að hnekkja slíkum samningsrofum og hvet- ur jafnframt alla opinbera starfs menn til virkrar samstöðu í þessu máli.“ Bankarnir greiði ríkissjóði 60% — af tekjum sínum vegna gjaldeyrissölu Uppsagnarfrestur kjarasamninga B.S.R.B. styttur — Þingmál í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.