Morgunblaðið - 11.03.1969, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1966.
13
Katalíimflugbátarnir tveir voruvinsælir bæSi meðal áhafna oig farþega.
hópur, uindir forystu þeirra Al-
freðs Elíassonar og Kristins Ol
sen, fór upp á Vatnajökul, gróf
þar upp flugvél, sem fennt
hafði þar í kaf um veturinn,
dró hana niður af jöklinum til
brautar, sem sléttuð var all-
langt vestan haþs og var henni
fllogið þaðan til Reykjavíkur.
Á sex fyrstu árum utanlands
fiugsins var fjárh’agur oft
þröngur og töldu margir fram-
tíðina tvísýna, nema til kæmi
ný og farsæl stefnubreyting.
Á nýársdag 1953 lýsir stjórn
Loftleiða yfir því, að hún hafi
ákveðið að hefja fastar flug-
ferðir vikulega til og frá New
York, og boðar þá, að í þess-
um ferðum verði boðin lægri
fargjöld en þau, sem önnur flug
félög gerðu farþegum sínum að
greiða. Með þessu urðu ný
þáttaskil í sögu Loftleiða. Á ár
inu voru fluttir 5,089 farþega,
og hefir tála þeirra síðan far-
ið hækkandi þangað til í fyrra.
Reyndist hún þá 183,375, en var
tizkunni og hér er mynd af
nýjum flugfreyjubúningi félags-
ins.
185,600 árið áður, og veldur því
minna leiguflug en árið 1967.
Er í því sambandi rétt að geta
þess að hinar fjórar Cloudmast
er fíugvélar Loftleiða eru nú
allar leigðar erlendum aðilum,
og eingöngu notaðar Rolls
Royce flugvélamar fimm til á-
ætlunarferðanna. A'lls hafa
Loftleiðir nú flutt miðað við
lok ársins 1968, 1,179,718 far-
þega í millilandaflugi.
Ferðafjöldinn óx stöðuglega
frá árinu 1953, og voru farnar
á sl. sumri 19 ferðir í viku til
og frá New York.
Enda þótt áfallalaus flug-
rekstur og góð fyrirgreiðsla
hafi aflað Loftleiðum margra
viðskiptavina, þá er það ekk-
ert efunarmál, að lágu fargjöld-
in hafa verið hymingarsteinn
þeirrar velgengni, sem félagið
hefir búið við undanfarin ár.
Vegna þeirra hefir félagið einn
ig orðið að heyja harða baráttu
einkum við erlend fiugmáíayf-
irvöld, sem hafa, vegna skjól-
stæðinga sinna, litið starfsemi
Loftieiða óhýru auga. Er þar
einkum í fersku minni sú deila,
sem lengi hefir staðið við
skandinavísk flugmálayfirvöld,
en á henni hefir nú verið hlé
frá því í aprflmánuði í fyrra.
Þá urðu Loftleiðir að ganga að
þeim afarkostum að minnka
mjög fargjaldabilið milli sín og
þeirra, sem nota hraðskreiðari
fiugvélar, auk þess sem félag-
ið varð að sætta sig við aðr-
ar takmarkanir. Er fargjalda-
munurinn nú 10 prs. á flug-
leiðunum milli Skandinavíu og
Bandaríkjanna, en í Luxem-
borg, þar sem afstaða stjórnar
valda til fargjaldastefnu Loft-
leiða hefir jafnan verið mjög
vinsamleg, er fargjaldamismun-
urinn 18.1 prs — 30.1 prs., eftir
árstíðum. Rök Loftleiða fyrir
lágu fargjöldunum, eru þau,
að vegna viðkomu á íslandi og
hæggengari flugvéla en þeirra,
sem keppinautarnir bjóða, sé
réttlátt að taka lægri gjöld.
Auk þess telur félagið að unnt
sé að skila hagnaði á vissum
flugleiðum með lægri gjöldum
en þeim, sem nú eru boðin, og
hefir það þess vegna alloft sótt
um aS mega lækka fluggjdld
milli fslands og Luxemborgar.
en jafnan fengið synjun ís-
lenzkra flugmálayfirvalda. Loft
leiðir hafa einnig staðhæft að
með höflegum fluggjöldum sé
unnt að eignast markað, sem
keppinautar þess hafi ekki náð
til. Það hefir einnig vakið á því
athygli, að vegna viðdvalar á
íslandi hljóti islenzkar flug
vélar jafnan að vera lengur á
leiðinni millí meginlanda Ev-
rópu og Ameríku en flugvélar
sömu tegundar, en vegna þess
þurfi stefna lágu fargjaldanna
álltaf að verða isienzk rök-
semd fyrir eðlilegri þátttöku
íslendinga í fluginu yfir Norð-
ur-Atlantshafið.
Á því heiir oft verið vakin
athygli, að vegna legu lands-
ins eigi íslendingar rétt til
nokkurs hundraðshluta af loft-
flutningunum yfir Norður-At
lantshafið, og að hlutur Loft-
leiða, um 3.4 prs., aé þess vegna
ekki óeðlilegur. Hins vegar má
segja að fámenni þjóðarinnar
réttlæti ekki mjög háa hundr-
aðstölu, en af þessum sökum
stefnir félagið ekki nú til ann
ars en þess, að ha'lda a.m.k.
þeim hluta, sem búið er að fá.
Sætanýting Loftleiða á áætl
unarferðunum yfir Norður-Atí-
antshafið hefir verið góð und-
anfarin ár, miðað víð önnur
flugfélög, enda er það frum-
skilyrði þess að unnt sé að
gera hvort tveggja í senn, skila
hagnaði og bjóða lægri far-
gjöid en keppinautarnir. Bezt
var hún árið 1964, 77.9 prs.,
en lægst árið 1956, 58.1 prs. Sl.
ár reyndist hún 58.9 pts.
Aðalskrifstofa Loftleiða í
Reykjavík var í leiguhúsnæði
frá upphafi til maímánaðar ár-
ið 1964, en þá flutti hún í
þriggja hæða vistlega skrif-
stofubyggingu, sem félagið
hafði 'látið reisa á Reykjavíkur-
flugvelii. Er í kjallara hússins
þjálfunartæki fyrir flugmenn
félagsins, kennsiustofur á
fyrstu hæð, en þar eru einnig,
og í efri hæðunum tveim, skrif
stofur stjómar og hinna ýmsu
deilda félagsins. í aðalskrifstof
unni vinna nú 158 starfsmenn
féiagsins.
í maimánuði árið 1982 var
samningur gerður milli utan-
ríkisráðuneytisins og Loftleiða
og annar tveim árum síðar, en
samkvæmt samningum þessum
annast Loftleiðir nú alla fyrir-
greiðs’lu þeirra flugvéla, ann-
arra en herflugvéla, sem leið
eiga um Keflavíkurflugvöll.
Þar starfa nú 160 manns í ýms
um deildum á vegum félagsins.
Er Grétar Br. Kristjánsson þar
framkvæmdastjóri.
Eins og fyrr segir hóf-
ust Skandínavíuferðir Loft-
leiða með Kaupmannahafnar-
för „Hekiu“ 17. júní 1947. Ári
síðar opnuðu bæði ísienzku
flugfélögin sameiginlega skrif-
stofu í Kaupmannahöfn, en frá
1950 hafa Loftleiðir átt þar eig
in skrifstofu. Danmerkurdeild-
inni veitir nú H. Davids-Thom-
sen forstöðu, og vinna þar 16
manns á vegum félagsins.
Árið 1952 var samningur
gerður um að Braatheris S.A.
F.E. yrði aðalumboðsfyrirtæki
Loftleiða í Noregi. Hefir alía
tíð síðan verið góð samvirma
með Loftleiðum og Braathens
S.A.F.E. Aðalskoðanir og end-
urnýjanir vélahluta Skymaster
og Cloudmasterflugvéla Loft-
leiða fóru fram í flugvélaverk-
stæðum S.A.F.E. á Sola-flug-
velli við Stafangur, en nú, eft-
ir að Rolls Royce flugvélar eru
eingöngu notaðar til áæblunar-
flugsins, hafa þær verið fram-
kvæmdar í verkstæðum Lock-
heed í New York. í stað þess
að gTeiða erlendum aðiium fyr-
ir þessa þjónustu vill stjórn
Loftleiða koma upp eigin deild
á Keflavíkurflugvelli til þess
að annast þessa þjónustu. Tel-
ur félagið, að með því móti megi
gera hvort tveggja, spara fé og
veita Islendingum þá vinnu,
sem útlendingar njóta nú. Er
vonað að félaginu verði veitt
sú fyrirgreiðsla, sem nauðsyn
leg er til þess að úr fram-
kvæmdum geti orðið. Yfirmað-
ur þeirrar deildar félagsins
sem þetta annast, er nú Hali-
dór Guðmundsson og býr hann
í New York.
Loftleiðir hafa undanfarin
ár varið stórfé til ísienzkrar
landkynningar, og er nú áætl-
að að til allrar kynningarstarf
semi muni félagið á þessu ári
verja nokkrum miliiónatugum
íslenzkra króna. Frá 1. nóv-
ember 1963 hafa Loftleiðir boð
ið viðskiptavinum sínum sóiar-
hrings viðdvöl á íslandi við hóf
legu gjaldi, og 1. október 1966
var öðrum degi bætt við, en
vegna þessa eiga nú farþegar
Loftleiða þess kost að staldra
hér við, einn eða tvo daga í
ferðum sínum austur eða vestur
að lengri dvöl erlendra ferða-
manna á Islandi með margvis-
legri kynningarstarfsemi, út-
gáfu bæklinga, gerð landkynn
ingarkvikmynda, heimboðum
blaðamanna og ferðaskrifstofu
manna, í stuttu máli öilu því,
sem ætla má að árangursríkast
geti orðið tQ þess að kynna fs-
land erlendis sem freistandi
ferðamannaland.
Félagið hefir átt að því frum
kvæði vegna viðdvalargest-
anna, að tveim daglegum kynn
isferðum er nú haldið uppi fyr
ir útlendinga allan ársins hring,
annarri um Reykjavík, en hinni
austur fyrir fjall, til Hvera-
gerðis að vetrarlagi, en á sumr
in til Gullfoss, Geysis og Þing
valla.
Einn þáttur þess að búa hér
sómasamlega í haginn fyrir þá,
sem ísland viija sækja heim
var sú ákvörðun stjómar Loft-
leiða að reisa hótel í Reykja-
vík. Hótel Loftleiðir á Reykja-
vikurfiugvelli, sem er í tengsl-
um við skrifstofubygginguna,
var opnað 1. maí árið 1966. Þar
eru 108 gistiherbergi, sundlaug
Fyrsta Hugvélin, Stinson Reliant, tók þrjá farþega.
yfir Atlantshafið. Hafa þessi
viðdvalarboð Loftleiða orðið
svo vinsæi, að um % hluti
þeirra erlendu ferðamanna, sem
til íslands komu á sL ári tóku
xeim. Auk þessa stuðiar félagið
í kjallara, og þannig ekkert til
þess undan dregið, að gestir
geti farið þaðan með góðar
endurminningar um langa eða
skamma viðdvöl í Reykjavík. í
Framhald á bls. 25
1964 var sætanýtingin 77,9%, en 1968 var hún komin
niffur í 68,9%, þótt farþegum hefffi fjölgaff um helmin)?. En
á sama tíma hafffi sætunum líka fjölgaff úr 735 upp í 1196.