Morgunblaðið - 11.03.1969, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 196«.
Fullkomin geislalækningadeild og aukið sjúkrarými
brýnasta verkefnið í baráttunni við krabbamein
Ræða dr. med. Gunnlaugs Snædals,
formanns Krabbameinsfélags Reykja-
vikur, á afmælisfundi félagsins í
Norræna húsinu sl. laugardag
Einn af beztu eiginleikum
mannsins, er vilji hans til að
hjálpa nágrannanum.
Sú staðreynd, hve mörg félög
og samtök í þjóðfélaginu hafa
verið stofnuð í því skyni að
vinna að ýmsum velferðarmál-
um, sýnir bezt, hve ríkur þessi
eiginleiki er.
Við erum hér saman komin til
þess að minnast stofnunar eins
slíks félags. Hinn 8. marz 1949
var Krabbameinsfélag Reykjavík
ur stofnað og er því 20 ára í dag.
Það er góður siður á slíkum
tímamótum, að líta yfir farinn
veg, rifja upp hverjar ástæður
voru fyrir stofnun félagsins og
hvernig til hefur tekizt með
starfið til þessa dags.
Um leið og minnst er liðins
tíma, gefst tilefni til að kanna
hvernig byggja megi á fenginni
reynslu og hyggja að verkefnum
framundan.
SAGA FÉLAGSINS
|>ótt krabbamein hafi ávallt
verið algengur sjúkdómur, má
sjá við lestur eldri heimilda, að
illkynja meinsemdir hafa lengst
af fallið í skuggann af ö'ðrum
mannskæðum sjúkdómum.
Hver sjúkdómurinn af öðrum
hefur lotið í lægra haldi, einkum
á þessari öld. Má nefna bráða
sjúkdóma af völdum sóttkveikja,
berklaveiki, sullaveiki, ýmsa
hörgulsjúkdóma o. fl. Þessi þró-
un hefur ýtt krabbameini meir
og meir fram í sviðsljósið. Hafa
illkynja sjúkdómar ásamt hjarta-
og æðasjúkdómum verið lang al-
gengasta dánarorsök hér á landi
sem í flestum nágrannalöndum
sl. 20—30 ár.
Á fjórða tug þessarar aldar
kom mikili skriður á málefni er
snerta krabbamein. Mönnum
varð betur ljóst en áður, að frum
skilyrði til árangurs í me’ðferð
þess, væri greining sjúkdómsins
á byrjunarstigi. Til þess að svo
mætti verða, þyrfti tvennt að
koma til. I fyrsta lagi, að koma
þyrfti á fót rannsóknarstarfi, sem
einkum beindist að greiningu
krabbámeins. í öðru lagi yrði að
koma á fót víðtækri fræðslu og
upplýsingum til almennings um
mikilvægi greiningar sjúkdóms-
ins á frumstigi.
Hér var við mikla örðugleika
að etja. Rótgróin hræðsla við
krabbamein stóð upplýsingastarf
semi fyrir þrifum. Sérhver við-
leitni til kynningar byrjunarein-
kenna olli tortryggni ýmissa
aðila m.a. margra lækna, sem
urðu varir við, að slíkar upp-
lýsingar orsökuðu oft öldu af
hræðslu. Fólk, sem taldi sig
kenna þeirra óljósu einkenna, er
lýst var, sá oft fyrir sér sinn
aldurtila, í flestum tilfellum að
ástæðulausu.
Þeir sem þekkja bezt mögu-
leikana til bæbts árangurs sáu, að
þrátt fyrir áðurnefnda vankanta
er aukin fræðsla hafði í för með
sér, mætti slíkt ekki hindra eðli-
lega þróun. Árangur í meðferð
ýmissa tegunda krabbameins fór
síbatnandi og örvaði það menn
til stærri átaka.
Þannig var jarðvegurinn er
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
var stofnað.
Menn, sem trúðu því að öflug
félög áhugamanna um krabba-
meinsmálefni, gætu með fræðslu
starfsemi, fjársöfnun til rannsókn
arstöðva og lækningatækja, orðið
a'ð miklu liði, gengu þar fram
fyrir skjöldu.
I ágætum greinum í „Frétta-
bréfi um heilbrigðismál“ árin
1961 og 1964, hafa þeir próf.
Niels Dungal og Bjarni Bjarna-
son læknir lýst aðdraganda að
stofnun og sögu félagsins fréim
á síðustu ár. Hirði ég ekki um
að rekja þá sögu hér, heldur
geta fárra atriða einna. Þótt ekki
hafi verið um stofnun krabba-
meinsfélags að ræða, vil ég minn-
ast þess brautryðjendastarfs er
forgöngumenn Radiumsjóðs Is-
lands unnu, með kaupum á rad-
ium til landsins árið 1919.
Fyrsta radiummeðfer'ð hérlend
is fór fram síðla árs 1919 og eru
póstmeistari, frú Sigríður
Magnússon og Katrín Thorodd-
sen, læknir.
Ég hefði kosið að geta allra
annarra er starfað hafa í stjórn
og varastjórn síðar, en læt nægja
á þessum vettvangi að þakka
þeim gott starf í þágu félagsins,
svo sem forgöngumönnum öllum
og öðrum, sem dyggilega hafa
unni'ð að velferð þess og þeim
málefnum, sem það berzt fyrir.
í samþykktum fyrir félagið
segir svo m.a.:
Tilgangur félagsins er að
styðja í hvívetna baráttu gegn
krabbameini. Þessum tilgangi
hyggst félagið fyrst og fremst
ná með þvi:
1. Að fræða almenning í ræðu
og riti og með kvikmyndum
um helztu byrjunareinkenni
krabbameins, eftir því sem
henta þykir.
2. Að stuðla að aukinni mennt-
félögin í Blóðbankanum 1953.
Fyrsta bílahappdrætti félagsins
var 1955. Hafa happdrætti æ
síðan verið aðal tekjulind félags
ins. Að jafna’ði tvö á ári. Hefur
almenningur tekið sérlega vel
málaleitan um kaup miða, og
má nefna, að á sl. ári, gáfu happ
drættinu rúmar 2 millj. króna í
hreinan ágóða.
Fyrsta leitarstöðjn hóf starf
sitt sumarið 1957, þ.e. Leitarstöð
A. Var hún fyrsta árið rekin af
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur
en síðar af Krabbameinsfélagi
Íslands, sem rekur nú þrjár leit-
arstöðvar af miklum myndar-
brag.
Eftir því sem störf félaganna
mótuðust með árunum, varð
smám saman gleggri verkaskipt
ingin.
Krabbameinsfélag Islands hefur
að sjálfsög’ðu stærri umsvif. Auk
útgáfu tímaritsins „Fréttabréf
um heilbrigðismál“ og reksturs
leitarstöðva, sem áður er getið,
árum fyrr. Prófessor Ólafur
Bjarnason hefur stjórnað henni
frá byrjun og er mjög náin sam-
vinna milli Krabbameinsfélaga
allra hinna Norðurlandanna,
bæði um skráninguna svo og
ýms önnur málefni. Hefur ís-
land haft mikið gagn af þeirri
samvinnu.
Tveir eru þeir þættir, sem eink
um hafa fallið í hlut Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur á seinni
árum: Fræðslumál og fjáröflun-
armál.
Fræðslumálin hafa um margra
ára skeið hvílt á her'ðum Jóns
Oddgeirs Jónssonar, sem á
hverju ári hefur ferðast til fjöl-
margra staða á landinu, sýnt
fræðslukvikmyndir um krabba-
mein o. fl. og dreyft fjölda bækl-
inga, sen; hafa verið gefnir út í
miklu magni undanfarin ár.
Einkum hefur verið lögð
áherzla á fræðslu í skólum lands
ins. Þessi fræðsla hefur mælzt
mjög vel fyrir og auk góðs árang
urs, skapað hlýhug til félaganna
og þess starfs sem þau vinna.
Auk fræðslu til almennings,
hefur félagið leitazt við að
styrkja lækna til a’ð sækja nám-
skeið erlendis og læknaþing er
fjalla uim krabbamein, styrkt vís-
indastarfsemi og útgáfu á vísinda
'ritum.
Dr. med Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur, flytur ræðu sína á
afmælisfundi félagsins sl. laugardag. I engst til vinstri á myndinni er Gísli Petersen, prófessor
og því næst Ólafur Bjarnason, prófessor.
því
50 ár liðin á þessu ári. Það
var stórkostlegt átak að kaupa
radium til landsins á þessum
fátæktarárum, 142 mg., þegar
radiumforði alls heimsins hefur
þá sennilega verið aðeins 1—2
kg. Radium þetta hefur bjargað
fjölda mannslífa fram á þennan
dag.
Þökk sé þeim og heiður er þar
gengu fram fyrir skjöldu.
Forgöngu að stofnun Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur átti
Alfreð Gíslason, læknir. Hreyfði
hann málinu á fundi Læknafé-
lags Reykjavíkur. Var á fundin-
um kosin nefnd fimm lækna er
síðar boða'ði til undirbúningsfund
ar að stofnun almennra satntaka,
er hefðu baráttu gegn krabba-
meini að markmiði.
Á stofnfundi félagsins 8. marz
1949, var prófessor Niels Dungal
kjörinn fyrsti formaður þess. Er
Krabbameinsfélag Islands var
stofnað 27. júní 1951, tók próf.
Dungal við formennsku í því
félagi, en Alfreð Gíslason í
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur,
en hann hafði frá stofnun félags-
ins verið varaformaður þess.
Bjarni Bjarnason, læknir, varð
formaður árfð 1960, þar til hann
tók við starfi formanns Krabba-
meinsfélags Islands, er prófessor
Dungal lézt árið 1966. Prófessor
Gísli Petersen, prófessor Ólafur
Bjarnason og Sveinbjörn Jóns-
son, hæstaréttarlögmaður hafa
verið í stjórn félagsins frá upp-
hafi.
1 fyrstu aðalstjórn voru auk
áðurnefndra, Gísli Sigurbjörns-
son, forstj., Magnús Jochumsson,
un lækna í greiningu og með-
ferð krabbameins.
3. A’ð stuðla að útvegun eða
kaupum á fullkomnustu lækn
ingatækjum á hverjum tíma
og nægu sjúkrarúmi fyrir
krabbameinssj úklinga.
4. Að hjálpa krabbaimeinssjúk-
lingum til þess að fá full-
komnustu sjúkrameðferð, sem
völ er á, innanlands eða utan.
5. Að stuðla að krabbameins-
rannsóknum hér á landi.
Þegar á fyrsta starfsári félags
ins var mörgum málefnum ýtt
úr vör. Fræðslu- og upplýsinga-
starfsemi varð strax eitt af aðal
verkefnum þess. „Fréttabréf um
heilbrigðismál" hóf göngu sína
og var gefið út af félaginu þar
til Krabbameinsfélag íslands tók
til starfa. Fræ'ðsluerindi voru
flutt fyrir almenning. Hvatt var
til stofnunar fleiri krabbameins-
félaga, og ári seinna undirbúin
stofnun sambands þeirra. Var
síðan Krabbameinsfélag íslands
stofnað í júni 1951 eins og fyrr
greinir.
Allt frá fyrstu hefur verið náin
samvinna milli þessara tveggja
félaga og sameiginlega hafa þau
unnið að mörgum málum.
Drep ég aðeins á nokkur
þeirra.
Ný geislalækningatæki voru
keypt af félögunum 1951 og gefin
Röntgendeild Landspítalans.
Hafði Krabbameinsfélag Reykja
víkur safnað mestu af fjármagn-
inu til þeirra en þau kostuðu 250
þús. krónur. Skrifstoíu opnuðu
er rekin Krabbameinsskráning,
þar sem skráðir eru allir sjúk-
lingar í landinu með illkynja
sjúkdóma. Er skráning þessi
mjög nákvæm, allt frá árinum
1955, en hún hófst tæpum tveim
Fjármagn félagsins kemur að
mestu leyti frá sölu happdrætt-
ismiða, en það hefur einnig feng-
ið góðar gjafir og styrk hefur
það hlotið frá Reykjavíkurborg
um margra ára skeið.
Árið 1962 festu Krabbameins-
félögin kaup á hálfri húseigninni
að Suðurgötu 22. Skömmu síðar
keypti svo Krabbameinsfélag ís-
lands hinn hluta hússins. Hefur
húsið allt verið endurbætt og
skapar nú mjög gó’ð skilyrði til
allrar starfsemi félaganna. Leit-
arstöðvarnar þrjár, skrifstofur fé
laganna og krabbameinsskráning
in er allt þar til húsa. Er að
vísu orðið þröng á þingi þar, ná-
lega þrjátíu manns vinna nú á
vegum félaganna, en þau hafa
lengst af átt því láni að fagna,
að góður andi hefur ríkt innan
[ veggja og sambandið innbyrðis
með ágætum.
FRAMTÍÐARHORFUR
Þótt litið sé fljótt yfir farinn
Framhald á bls. 19
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur 20 ára
Þriðji hver krabbameinssjúklingur fœr
nú lœkningu
KRABBAMEINSFÉLAG Reykja
víkur átti 20 ára afmæli sl. laug-
ardag, og minntist félagið þess
með hátíðarfundi í Norræna hús-
inu. Meðal viðstaddra á þessum
fundi voru Geir Hallgrimsson
borgarstjóri, Baldur Möller,
ráðuneyti«stjóri, Sigurður Sig-
urðsson, Iandlæknir, Jón Sig-
urðsson, borgarlæknir o. fl. Dr.
med. Gunnlaugur Snædal, for-
maður félagsins, setti fundinn, og
bað Ólaf B.jörnsson, prófessor, að
taka að sér fundarstjórn. Síðan
flutti Gunnlaugur Snædal ræðu,
þar sem hann rakti stuttlega
sögu félagsins og drap á fram-
tíðarhorfur í krabhameinsrann-
sóknum og fræðslustarfsemi við-
víkiandi þeim. Er ræðan birt í
heild sinni annars staðar í blað-
inu.
Krabbameinsfélag Reykjavík-
ur var stofnað 8. marz 1949.
Skömmu áður hafði verið hald-
inn undirbúningsfundur að stofn
un félagsins, sem átti að hafa
það markmið að hefja margvissa
baráttu við krabbameinið. Var
sá fundur haldinn þriðjudaginn
1. febrúar 1949. Hugmyndin að
stofnun krabbameinsfélags hafði
komið fram á fundi í Lækna-
félagi Reykjavíkur, og hafði Al-
freð Gíslason hreyft þessu máli
þar, og félagið kosið nefnd til
undirbúnings stofnun slíks fé-
lags. Annar aðaíbvatamaðurinn
að trtofnun þess var Gísli Sigur-
björnsson.
Prófessor Níels Dungal hélt
ítarlegt og fróðlegt erindi um
krabbamein á stofnfundi félags-
ins, þar sem hann benti m.a. á
að ástandið í sjúkrahúsmálum
þjóðarinnar væri algjörlega óvið
unandi, og hér þyrfti iskjótra að-
gerða við. Þá ræddi hann um
hvað gera þyrfti í baráttunni við
Framhald á bls. 19