Morgunblaðið - 11.03.1969, Side 32

Morgunblaðið - 11.03.1969, Side 32
toirgwjilWtoMib AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1969 SKIPULEGRI LEIT HÆTT AÐ BÁTUNUM TVEIM SKIPULEGRI leit hefur nú ver- ið hætt að bátunum tveimur, Dagnýju frá Stykkishólmi og Fagranesi frá Akranesi, en þrír menn voru á hvorum bát. Bát- anna hefur verið saknað frá því aðfaranótt laugardagsins, og ekk ert til þeirra spurzt. Brak hefur fundizt, og komið í ljós við at- hugun að það er úr Fagranesi. Enda þótt skipulegri leit hafi nú verið hætt, verður áfram haldið að ganga á f jörur. Víðtæk leit fór fram að þess- um tveimur bátum um helgina, bæði úr lofti og á landi. Leitar- flokkar gengu með strandlengj- unni við sunnanverðan Faxaflóa á laugardag, og flugvélarnar Sif og TF-Vorið leituðu á haf út, en þyrlan flaug tvær ferðir yfir ströndinni. Klukkan átta á sunnudag var strax farið að ganga á fjörur á ný, og þær gengnar allt suður á Reykjanes, og þyrlan leitaði margsinnis með strandlengjunni. Komu síðustu leitarflokkar inn um kl. 6 á sunnudagskvöld. Sem fyrr segir hafa leitarflokk ar fundið nokkuð af braki rekið á land, og hefur komið í ljós að það er allt úr Fagranesi. Ekk ert hefur enn fundizt úr Dag- nýju enda fór hún miklu vest- ar fyrir Garðskaga, að því er talið er. Sjóprófin vegna Hallveigu Fróðadóttur: Enginn eldur í kyndiklefanum í SJÓPRÓFUNUM, sem haldin eru vegna slyssins um borð í Hallveigu Fróðadóttur, hefur ekkert komið fram, sem bendir tii þess, að eldur hafi komið upp eða verið í kyndiklefanum við hásetaíbúðina. — Af fram- burði skipverja virðist mega „Meðan ég veit ekki hvort þetta er morð- byssan, er ekkert um málið að segja” — segir Ingólfur Þorsteinsson, yfirlögreglu þjónn rannsóknar- lögreglunnar — Leigubílstjóri í varðhaldi — Skammbyssan verður send utan til rannsóknar RANNSÓKNARLÖGREGLAN handtók á föstudagskvöld mann vegna rannsóknarinnar á morði Gunnars Tryggvasonar, leigubíl- stjóra, sem myrtur var aðfara- nótt 18. janúar í fyrra. Maðurinn var handtekinn, þar sem í hans vörzlu fannst fullhlaðin skamm- byssa af þeirri gerð og stærð, sem taiið er, að Gunnar hafi ver ið myrtur með. — Þetta er fyrsta byssan þessarar tegundar, sem rannsóknarlögreglan hefur kom- izt yfir eftir að morðið var fram- ið og þykir maðurinn ekki gefa viðhlítandi skýringu á því, hvers vegna hann hefur leynt þessari byssu eftir að hún komst í hans hendur. Rannsóknarlögreglumaður verð ur sendur utan til Bandaríkj- anna með byssuna, en sér- fræðingar mun geta skorið úr því með vissu, hvort þarna er um sömu byssu að ræða og þá sem Gunnar var myrtur með. Maðurinn hefur verið úrskurðað ur í gæzluvarðhald. EIGENDUR TÓKU BÍLINN SKYNDILEGA Maðurinn, sem handtekinn var, er leigubílstjóri. Hann 'hefur að undanförnu ekið á bifreiðastöð í Viöurkennir að hafa misþyrmt barni sínu MÓÐIR litla drengsins, sem tek- inn var af heimili sínu fyrir nokkru og fluttur í sjúkrahús, hefur nú viðurkennt, að allir á- verkar á drengnum hafi verið af hennar völdum. Enga viðhlítandi skýringu gat konan gefið á þess- ari framkomu sinni við bam sitt. Konan situr nú í gæzluvarðhaldi Gómuðu brugguru Akureyri, 11. marz AÐFARANÓTT laugardagsins handtók lögreglan á Akureyri ölvaðan mann, og flutti heim til hans. Þar mætti lögreglumönnun um ókennilegur þefur, og komu þeir brátt auga á sjö tíu lítra mjólkurkassa með bruggi í. Tveir kassarnir voru nærri tóm ir, en fimm voru fullir af ó- eimuðum áfengislegi. Þeir voru gerðir upptækir, og sýnishorn er nú til rannsóknar. Maður þessi kvaðst vera eigandi áfengisins, á- samt tveimur mönnum öðrum. Ekki mun vökvinn hafa verið ætlaður til sölu, heldur til einka neyzlu. — Sv. P. en í gærkvöldi leið Iitla drengn- um eftir atvikum vel, að sögn rannsóknarlögreglunnar. Kona þessi, sem er á fertugs- aldri, er sjö barna móðir, en að- eins tvö þeirra voru á heimili hennar, þegar misþyrmingarnar komust upp. Ekkert sá á hinu barndnu. Reykjavík, bíl, sem hann ekki átti, en hafði á leigu frá öðrum. Mun hann hafa staðið ilia í skil- um við eigendur bílsins og er þeim var tilkynnt um það, að vanskil væru orðin á tryggingu bílsins, tóku eigendur bílinn um- svifalaust af bílstj óranum. Þegar svq farið var í hólfið í mælaborðinu í bílnum, var þar fullhlaðin skammbyssa. Til- kynntu bílaeigendur það til lög- reglunnar, sem sá strax, að byss- an var af þeirri gerð, sem talin var hafa orðið Gunnari Tryggva syni að bana. Það er fyrsta byss- an, sem lögreglan finnur af þess ari gerð, en byssa af sömu gerð hvarf einu sinni úr safni hótel- eiganda eins, sem átti gott byssu safn, og hafði hvarf hennar þá verið tilkynnt. Hvort um þá sömu byssu er hér að ræða, er ekki vitað. Mbl. hafði frétt að hinn hand- tekni maður hafi skömmu eftir að morðið á Gunnari var fram- ið, verið spurður um byssueign og hann þá neitað að eiga byssu. Ingólfur Þorsteinsson, yfirmaður Fnmhald á bls. 31 ráffa, að eldurinn hafi verið í tvinnageymslu, í forþili og við stiga í neðri lúkar og í aftur- þili í klefanum í efri lúkar en það þii er við stigaganginn. Eng inn skipverja kveðst hafa orðið var við sprengingu. Rannsóknar- nefnd vinnur enn að könnun á upptökum eldsins. í tvinnageymslunni var geymt netagarn og tvinni og á þili í geymslunni er straumbreytir fyr ir kyndinguna, en rafmagns- tafla er á þili rétt hjá tvinna- geymslunni. Það er og komið fram í sjó- prófunum, að þegar eldurinn kom upp voru 13 menn í neðri lúkamum, sjö þeirra komust upp en sex fórust, sem kunnugt er. — Eins og Morgunblaðið skýrði frá voru átta skipverjar lagðir inn í sjúkrahús vegna kolsýrings eitrunar og í gærkvöldi hafði öllum verið leyft að fara af sjúkrahúsinu nema einum, Stein grími Einarssyni, bátsmanni. í sjóprófunum hefur og komið fram, að neyðarútganga úr klef um í neðri lúkar er ekki hægt að opna utan frá og var lúgan upp úr netalestinni því eina færa leiðin inn í neðri lúkarinn eins og á stó'ð. Hins vegar virðst eng um skipverja hafa flogið í hug að nota neyðarútgangana til und ankomu. Unnið að því að lesta Lagarfoss hinum dýrmæta farmi. Frystur fiskur til Bandaríkjanna fyrir 150 milljdnir króna — með tveimur Eimskipafélagsskipum TVÖ Eimskipafélagsskip, Lag arfoss og Selfoss, flytja nú til Bandaríkjanna 3000 lestir af frystum fiski frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og að auki 300 lestir frá Sjávarafurða- deild SÍS. Verðmæti fisksins er 150 milljónir króna. Verða frystilestir skipanna full- fermdar, en fiskurinn er pakk aður í neytendaumbúðir og að auki er hráefni fyrir Cold- water-verksmiðju SH I Bandaríkjunum. Til Banda- rikjanna munu í þessum mán uði fara utan allar eftirstöðv- ar framleiðslu SH frá fyrra ári og framleiðsla fyrstu tveggja mánaða þessa árs. Samkvæmt upplýsingum Benedikts Guðmundssonar og Eyjólfs ísfelds hjá 9H mun markaður góður vestra og í marzlok mun Brúarfoss lesla 2000 lestir af fryátum fiski, einnig til Bandaríkjanna. Mbl. brá sér niður á Granda, þar sem verið var að ferma Lagarfoss hinum dýr- mæta farmi. Engilbert Engil- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.