Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1909 Josefa Slanska segir hér í fyrsta sinn söguna sem lá aft baki frægustu réttarhalda í kommiin- istarí íki á síðustu áratugum. A h einni nóttu gerbreyttist líf hcnnar, hiín og eiginmaftur voru handtckin og börn þeirra tekin írá |teim. Ruda Slánsky, aðstoðar- forsætisráftherra Tékkóslótakiu, sem sjálfur haffti einskis svifizt til ah seftja valdagræðgi sína, var brennimerktur svikari, og látinn játa á sig glæpi á horð vift írotskyhollustu, Titoisma og Zionisma. Ári síftar var hann hengdur, ásamt tíu öðrum hátt- settum forystumönnum Tékkóslóvakíu. Byltingin étur börnin sín Síðasta fjölskyltlumynditi, Slanskyhjónin með börnunum RudiogMörtu. Nóttina, sem saga þessi hefst var Ruda Slánsky 51 árs að aldri. Hann var talinn næst æðsti valdamaður í Tékkósló- vakíu og gegndi stöðu aðstoð- arforsætisráðherra, og auk þess hafði hann þar til fáeinum vik- um áður verið aðalritari komm únistaflokksins. Nóvember kvöld eitt, árið 1951 var hon- um og eiginkonu hans, Josefu, boðið til kvöldverðar hjá Za- pocky, forsætisráðherra. Þegar Slánskyhjónin komu akandi að heimili sínu síðar um kvöldið sáu þau sér til undrunar, að húsið var almyrkvað. Slánsky skipaði lífverði sínum að kom- ast að því hvað væri um að vera og þá gerðist margt í senn ... VIÐ gengum inn í forstofuna úr myrkrinu úti, og inni lá allt í myrkri líka. Ég gekk á und an, Ruda var rétt fyrir aftan mig. Ég hafði aðeins gengið fá- ein skref, þegar ljósin voru kveikt og við heyrðum hratt fót^tak fjölda manna. Leiftur- snöggt var gripið um hendurn- ar á mér og snúið upp á þær fyrir aftan bak. Út úr myrkrinu stökk ann- ar hópur manna og tók sér stöðu við vegginn, allir báru þeir skammbyssur og miðuðu á okkur. Einn sté feti framar, við búinn að ráðast á okkur. í ganginum á milli forstofunnar og eldhúsdyranna stóðu aðrir og héldu Ruda. Hann stóð tein réttur, höggdofa af undrun og augun ólýsanlega dapurleg. Annar maður hljóp nú til og þrýsti höndinni yfir munninn á mér, svo að mér var varnað máls. I sömu andrá voru dyrn ar á fataherberginu opnaðar og ég sá þar mann við mann. Mað- ur nokkur gekk fram og án þess að mæla orð af vörum smellti hann handjárnum á úln- liðina á Ruda. Ég stóð og starði á Ruda. Ég átti aðeins eftir að sjá hann einu sinni enn. Nú ríkti alger þögn. Svo það þarf ekki meira, hugsaði ég, en að vörðurinn okkar gerist svikari og hópur ofbaldisseggja getur gert hvað sem honum þóknast við okkur. Nú myrða þeir okkur auðvit- að með köldu blóði. Þeir ýttu við mér, með hend urnar fyrir aftan bak, í átt- ina að salerninu og þeirri hugs un laust niður í huga mér: /. Cft'eLn Ætla þeir að drepa mig þar? En þá kvað við snögg skipun: „Ekki þangað — þessa leið.“ Kannski voru þeir ekki kunnugir í húsinu. Þeir hrintu mér inn í eldhúsið og niður á stól við eldavélina. Maður í leðurjakka stóð við gluggann og horfði illúðlega á mig, eng inn dráttur hreyfðist í andliti hans. Þegar mér varð litið á hann, fór um mig skelfingar- hrollur, og samt fann ég mig knúða til að vera sífellt að líta til hans. Hann þagði. Eftir stundarþögn vogaði ég mér að spyrja: — Hvað hefur orðið um börn in? Þá heyrði ég skark fyrir ut- ar og bílar lögðu af stað frá húsinu. Allar stundir síðan finn ég hárin rísa á höfði mér, þegar ég minnist þessara stunda. Einhver maður kom fram í eldhúsið og sagði: — Allt í lagi. Þeir tóku veskið frá mér. Og rétt eins og ég stóð, í stutt- erma kjól, þunnri kvöldkápu og berhöfðuð, ráku þeir mig út í bifreið. Þar sat fyrir kona og beið mín. Einn úr hópnum steig inn og settist hjá bilstjóranum og bifreiðin ók af stað. Annar bíll kom á eftir. Kannski börn in mín væru í þeim bíl? I daufu skini götuljósanna, sá ég, að konan, sessunautur minn, horfði á mig hatursfullu augnaráði, Tungl var á lofti, en ský dró fyrir það öðru hverju, svo að frá því var naumast birta. Öðru hverju stöðvuðu verðir okkur, en að- eins örskamma stund. Ég get varla lýst því, hvernig mér var innanbrjósts á annan veg en þann, að ég var skelfdari en -Svo að ég gæti hrært legg né lið, hvað þá stunið upp. orði. Hvaða menn gátu þetta ver- ið? Hvers vegna höfðu þeir ekki lokið þessu af heima? Hvert var förinni heitið með mig? Hvað höfðu þeir gert Ruda? Hvað hafði orðið um börnin? Og hvað með félaga Gott- wald? í skógunum fyrir utan Prag, námu bílarnir staðar og menn stigu út og körpuðu um hvert skyldi haldið. Bersýnilegt var, að þeir höfðu villzt af leið. Á meðan kom bílstjórinn í okkar bíl til mín: „Ég get ekki horft upp á, hvað yður er Jkalt, jafn- vel þótt mér verði refsað“, sagði hann. Og hann sótti loð kápuna sína og hjálpaði mér í hana. Síðan var ekið af stað aftur, en staðnæmzt skömmu síð ar og ég var leidd inn í mann lausan kofa þar í skóginum. í kofanum var aðeins eitt herbergi, þar var rúmstæði úr járni og dýna á og þeir leyfðu mér að leggjast þar fyrir. Ein um af bílunum var ekið á brott aftur; jafnskjótt og hann var farinn kom bílstjórinn aftur með loðkápuna og hlúði að mér. Klukkustundir liðu. Ég var úrvinda af þreytu og skelfingu og dottaði öðru hverju, en jafn Myndin af þeim Slánsky, Svoboda og Gottwald er tekin árið 1931. Fáeinum vikum siðar var Slánsky handtekinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.