Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1960 21 'hægt sé að byrja á því? Ég vil segja, að það er hægt a'ð byggja þessa skóla eða Menntaskólann á ísafirði í áföngum. Við höfum möguleika fyrir kennslurými í nokkur ár í gamla barnaskólan- um þegar á næsta vetri. En það, sem við þurfum að gera, er fyrst og fremst að byggja bústað fyr- ir skólameistara og byggja heima vist. Þetta má einnig taka í áföngum. Fyrsta skrefið í þessu að mínum dómi er það að gera kostnaðaráætlanir og rö'ð þeirra framkvæmda, sem þarf að fara í, en ekki að hugsa um það, að allt fjármagnið skuli áður vera veitt af Alþingi til allra framkvæmda og skólabygginga. Við erum ekki svo ósanngjarnir gagnvart þjóð- félaginu, að við förum fram á það, að allt þetta fjármagn sé veitt á tiltölulega skömmum tíma. Við skiljum vel aðstö’ðuna, sem ríkisstjórn og Alþ. er í hverju sinni að koma fjárlög- um saman. Vil skiljum það, að það er ákveðið, sem Alþingi get- ur leyft sér að leggja til hinna ýmsu greina í þjóðfélaginu og þá til menntamála eing og ann- ars. En þegar við sjáum, að bú- ið er að veita nokkurt fjármagn, teljum við rétt að láta það ekki liggja í handraðanum, heldur nota það til framkvæmda. Við lifum á tímum verðbreytinga og því er það ekki hyggilegt. Búið er þegar að veita 7 millj. 350 •þús. kr. til menntaskóla Vest- firðinga á Isafirði. Og það er kominn tími til að raða fram- kvæmdum niður og ákveða fram kvæmdastigfð. Hv. 2. þm. Vestfirðinga vitnaði hér í bréf, sem menntamálaráð- herra hafði verið ritað og menntamálaráðherra hefur svar að því. Ég segi út af því svari, að ég tel, að þar sem fámenni er mikið, auðvitað kemur sér- menntaskóli eða menntaskóli með sérnámi ekki eins vel a'ð gagni fyrir slík byggðarlög, en hins vegar hygg ég, að það sé engin ástæða til þess að draga í efa, að þessi skóli verði full- setinn. Því var haldið fram á sín- um tíma. að Menntaskólinn á Akureyri yrði ekki annað en skóli fyrir örfáa nemendur, en reynslan hefur sýnt annað og hygg ég, að þa’ð rnuni vera hátt á 6. hundrað nemendur í Mennta sólanum á Akureyri og um 60 nemendur frá Vestfjörðum stundi þar nám. Ég vil að lokum taka undir það, að þetta frv. sem hæstv. menntamálaráðherra hefur lagt fram, felur í sér margar og miklar breytingar og spor í rétta átt. Ég vil einnig taka undir það og mun vera því meðmæltur, að Kvennaskólinn í Reykjavík fái rétt til þess að brautskrá stúd- enta. Látum ekki tölvusjónarmiðið ráða - ALÞINGI Framhald af bls. 13 er gallað og breytingar á fram- kvæmd þess þola ekki bið. En í þessu frumvarpi felast engar til raunir til þess. Ég tel einnig rétt að láta þá skoðun koma fram að eðlilegt sé að Kvennaskólinn í Reykja- vík sem er gömul og merk skóla stofnun fái réttindi til þess að brautskrá stúdenta. f þessu frum varpi er ekki Iagt til að svo verði gert. Alþingi markaði árið 1965 þá stefnu, að stofnaðir skyldu tveir nýir menntaskólar, á ísafirði og á Austur'landi. Þessa stefnu ber að framkvæma, ekki einhvern tíma um næstu aldamót, heldur á þeim grundvelii, sem lagður er með framkvæmdaáætlun þeirri er hæstvirtur menntamálaráðhe. hefur verið send að því er varð ar menntaskóla á ísafirði. Fjög- ur ár eru liðin síðan ákveðið var, að fyrrgreindir tveir mennta skólar skyldu stofnaðir. Það verð Úr rœðu Matthíasar Bjarnasonar ÞAÐ er ekki að ástæðulausu, að það er ákveðin tortryggnd hjá okkur Vestfirðingum og þá senni lega einnig Austfirðingum við þá breytingu, sem gerð er frá gild- andi lögum í þessu frv., þó að ég ætli á engan hátt að mæla gegn eða draga í efa góðan hug og vilja núv. hæstv. menntamála ráðherra. Ég vil þó bæta einu vi'ð, sem alltaf er hugsanlegur möguleiki, og hæstv. mennta- málaráðherra kom ekki inn á. Það hefur stundum verið breytt um menntamálaráðherra í okkar landi eins og aðra ráðherra. Og þó að ríkisstjórnin, sem nú sit- ur, hafi verið lífseig og á marg- an hátt dugleg, verður hún þá auðvitað ekki endalaust og það er auðvitað oft of tíðum skipt um menn í embættum yáðherra eins og annarra, jafnvel þótt sömu flokkar fa-ri me'ð þau mál. Menn verða oft þreyttir, þegar þeir eru búnir að vera lengi í ákveðnum embættum og ekkert síður ráðherraembættum heldur en öðrum og vilja þá gjarnan breyta til. Ég er ekki að segja þetta til lasts hæstv. núv. menntamála- ráðherra, því að það dregur enginn í efa, að hann er mikill áhugamaður um mentun og list- ir, en hins vegar er það ekki óeðlilegt, að það séu uppi mis- jafnar skéðanir í þessum mál- um, sem taka í raun og veru til allra landsmanna og allir landsmenn láta sig miklu varða. Þrátt fyrir yfirlýsingu hæstv. ráðherra áðan, sem ég skal hreinlega játa, að ég legg fyllsta trúnað á, þá get ég ekki fallizt á að greiða atkv. með 1. gr. þassa frv. eins og hún liggur hér fyrir. Og ég get ekki séð, að þó að byggður verði menntaskóli úti á landi, nýr menntaskóli, að það sé ofverk Alþingis að fjalla um þa'ð mál. Ég er miklu þreytt- ari sem þm. á því, að hlusta og rétta hér upp hendina með frv., sem eru flutt 10 og 12 og 15 á hverju þingi um sölu eyðijarða, smálandsspildna, heldur en þó flutt væri frv. um stofnun menntaskóla úti um land. Hæstv. ráðhefra vísaði til skólakostn- aðarlaganna og las upp 2. gr. þeinra, sem hljóðar þannig með leyfi forseta: „Menntamálaráðneytið ákveð- ur skiptingu alls landsins í fræðsluhéruð og skólahverfi og hvar stofna skuli heimangöngu- skóla og hvar heimavistarskóla að fengnum tillögum fræðslu- málastjóra hluta'ðeigandi skóla- nefnda, fræðsluráða og sveitar- stjórna og iðnfræðsluráðs að því er iðnfræðsluskóla varðar.“ Hann sagði, að eina breyting- in væri sú, að í stað mennta- mrn. væri það menntamálaráð- herra. Sú breyting skiptir engu máli fyrir mig, en þegar hæstv. ráðherrá vitna'ði í skólakostnað- ur þess vegna ekki sagt með sanrni, að krafa um óhóflegan hraða felist í framkvæmdaáætl- un ísfirðinga og Vestfjarðaþm. þvert á móti er hér um að ræða sanngjarna og sanngjarnar og hófsamar óskir. Það vona ég einnig að hæstvirtur menntamála ráðherra, sem sjálfur beitti sér fyrir lögfestingu menntaskóla- setranna árið 1965, og á fyrir það miklar þakkir skildar, geri sér ljóst ekki síður nú en þá. Á undanförnum árum hefur margt verið gert til umbóta í íslenzkum skólamálum. Fjölmargt er þar þó enn þá ógert. Megin- máli skiptir nú, að lokið verði hið fyrsta heildarendurskoðun á sjálfu skólakerfinu. Meðan þeirri endurskoðun er ekki lokið, verð ur erfitt um vik að gera ein- stökum þáttum þess skapleg skil. Þess vegna er hætt við því, að það frumvarp, sem hér liggur fyrir um menntaskóla verði að takmörkuðu gagni þótt að lögum yrði, sem þó getur ekki orðið að minni hyggju nema með nokkr um breytingum. arl., þá vil ég minna á 1. gr. lag- anna en þar segir með leyfi hsestv. forseta: „Lög þessi taka til eftirtalinna skóla: Barnaskóla, unglingaskóla, miðskóla, gagnfræðaskóla, iðn- fræðsluskóla og húsmæðraskóla, sem kostaðir eru sameiginlega Matthías Bjarnason. af ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála, sem lög þessi fjalla um.“ Skólakostnaðarlögin ná ekki til algerra ríkisskóla, hvorki menntaskóla, háskóla, tækni- sóla eða ýmissa annarra sér- skóla, sem eingöngu eru reknir af ríkinu. Mér finnst fyllsta ástæða til þess að breyta alls ekki því, sem komið er hér inn í lög um menntaskóla með þeirri breyt- ingu, sem ger’ð var á lögunum 6. maí 1965. Menntaskólar skulu vera sex, tveir í Reykjavík, einn á Akureyri, einn á Laugarvatni, einn á ísafirði og einn á Aust- urlandi, og heimilt er að stofna fleiri menntaskóla í Reykjavík eða nágrenni. Finnst mér eðli- legt, að þar sem menntaskól- arnir eru fleiri en einn, sé heim- ild, til, ef ekki þykir skynsam- legt að stækka endalaust sama sólann, að byggja skóla til við- bótar. En hitt má gjarnan vera eftir sem áður í höndum Al- þingis, hvort og hvar eigi að stofna aðra menntaskóla eða menntaskóla annars staðar á landinu. Mér finnst rétt að minnast aðeins á baráttu Vestfirðinga og í raun og veru Austfir'ðinga líka fyrir stofnun menntaskóla í sín- um landsfjórðungum. Hún stóð frá árinu 1946, að fyrst var flutt af Hannibal Valdimarssyni og Páli Zóphóníassyni, frv. um menntaskóla á Vestfjörðum og á Austfjörðum síðar sérfrv. um menntaskóla á Vestfjörðum. Það hefur verið flutt á Alþingi átta sinnum og síðast árið 1964. Það hefur verið flutt á árunum 1946, 1947, 1948, 1959, 1960, 1962, 1963 og 1964 og þá var lagt fram stjórnarfrumvarp um breyting- á lögum um menntaskóla, sem ég las áðan upp úr hér, sem ákvarðaði þa'ð, að menntaskóli skyldi vera á ísafirði og einn á Austurlandi. Þaæ með höfðu Vestfirðingar og Austfirðingar unnið mikinn sigur. Ég tel að því miður hafi komið fram allt of margar raddir hér í þéttbýli og þá ekki sízt meðal mennta- manna gegn skólum úti á lands- byggðinni eða í þessum tveim- ur landsfjórðungum. Þessar raddir hafa ekki þagnað enn, því að þær hafa heyrzt nú að undanförnu í sambandi við þá fundi, sem menntaskólaæskan hefur haldið, kröfugöngur og ræðuhöld á Arnarhólstúninu og á fundi að ég held að Hótel Sögu, sem mér var boðið að sitja, en gat ekki verið vegna þess að þingfundur var það kvöld. Þetta geirði það auðvitað að verkum, a'ð við, sem berjumst fyrir að koma þessum skólum á, erum ekki eins sannfærð, að aðrir standi með okkur í þessu bar- áttumáli. Við skulum alveg gera mönn- um það ljóst bæði utan þings og innan, að fólk, sem byggir Vest- firði og fólk, sem byggir Aust- firði, mun ekki sætta sig við það um alla framtíð að það sé litið á þessa staði sem verstöðvar. Við eigum sama réttinn til þess, að okkar unga fólk geti notið þessarar menntunar og aðrir landshlutar og við erum stað- ráðnir í því að fylgja þeim rétti eftir. Mér finnst leitt til þess að vita, að unga fólkið hér í Reykja vík eða talsmenn þess skuli hafa fairið inn á þessar brautir og ver- ið með þann meting, að þa'ð sé fjarstæðukennt að tala um bygg ingu menntaskóla á ísafirði á meðan sé ekki búið að uppfylla skilyrði og kröfur um fleiri eða stærri menntaskóla í Reykja- vík. Mér finnst öðru vísi skjóta við, þegar rætt er við tvo menntaskólanema frá Vestfjörð- um, sem eru í Menntaskólanum á Akureyri, en blaði'ð íslending- ur Isafold átti nýlega viðtal við tvo nemendur og með leyfi for- seta segir blaðið: „Nú er því haldið fram, á fundi menntaskólanema í Reykja vík, af einum nemanda í MR. að tómt mál væri að tala um menntaskóla fyrir vestan og austan á meðan húsnæðisskortur væri í skólunum, sem fyrir eru og nær væri að styrkja nemend- ur á þessum stöðum til að sækja gömlu skólana. Hvað viljið þið segja um þetta? Þá svarar pilturinn: Þetta finnst mér harla undarleg speki. Mér finnst, að það liggi nokk- uð í augum uppi, að ef halda á áfram að hrúga öllum í gömlu skólana, verður eilífur húsnæð- isskortur þar. Þess vegna þarf að létta þörfinni af þeim, einmitt þess vegna. Og unga stúlkan segir: Og þegar hitt bætist svo við, sem er aðalatriðið áð skapa nauðsynlega menntunarmögu- leika úti á landi, þá er þetta auðvitað hrein fjarstæða að byggja eigi upp gömlu skólana endalaust. Við horfum ekki í það, sem gert er til að efla gömlu skólana. En með því að létta af þeim verður aúðveld- ara að bæta aðstöðu þeirra en annars væri.“ Þetta finnst mér ólíkt sann- gjarnari dómur og viðhorf held- ur en frá þeim mönnum úr hópi menntaskólanema í Reykjavik, sem létu til sín heyra. Ég vona það, að meirihluti og yfirgnæf- andi meirihluti, menntaskóla- nema hér í Reykjavík og á þeim stöðum, sem menntaskólar eru, taki ekki undir orð þessara manna, sem héldu þessar ræð- úr, því að það er ekki til þess að efla samhug og skilning á milli landsbyggðarinnar og þétt- býlising hér í Stóru Reykjavík. Hæstv. menntamálaráðherra sag*ði, að þegar Alþ. hefði veitt nægilegt fé til menntaskóla á Vestfjörðum og Austfjörðum, væri hægt að hefja framkvæmd ir. Nú vil ég spyrja hæstv. menntamálaráðherira að því, hvenær telur hann, að Alþingi hafi veitt nægilegt fé. Verður Alþingi að hans dómi að veita nægilegt fé til allra bygginga, sem eiga að rísa í sambandi við stofnun slíkra skóla, þannig að Úr rœðu Jónasar Péturssonar HÆSTVIRTUR menntamálaráð- herra hefur nú í ýtarlagu miáli skýrt þetta .frumvarp, sem hér liggur fyrir og hann mun hafa orðið var við það, að við nioklkr- ir þingmenn höfðum kvatt okk- ur hljóðs hér nolkkru áður en þessi umrœða hófst. Hann beindi nú þeim tilmæluim til okikar, hvort það kynni ekki að vera, að við hefðum fengið þær upp- lýsingar, sem okkur skorti, í fraimsöguræðu sinnd þannig að við þyrftuim ekki að hafa langt mál hér á eftir. Ég játa það, að ég fagna því að ýmsu leyti, sem fram kom í máli hans. Ég verð að játa það, að ég hrökk nokfcuð við, þegar ég las 1. gr. frum- varpsins. En eins og hér hefur verið rakið og eins og kunnugt er, var það lögfest á þingi 1964— 1965, að m.enntaskólar skyldlu vera á Austurlandi og Vestfjörð- um. Og það var þess vegna, sem mér kom það nokfcuð ókunnug- lega fyrir að sjá nú lagt til í Jónas Pétursson. þessu frumvarpi, að þessi á- kvæði féllu niður. Það má að vísu dei'la um það, hvort nú sé ekki eins hagfellt að hafa óbund- ið í lögum með skólastaði, sem framundan hljóta að vera. En breyting á áður tekinni ákvörð- un kemur auðvitað ekki til greina. Ég er fús að segja, að ég er alls ekki að væna um það, að raunverulega hafi það átt að felast í því frumvarpi, sem hér var lagt fram. En ég vil þó gera hér tvær tilvitnanir. í greinar- gerð og ath ug a semdum, sem kynnu að geta vakið spurningar. í aths. við 1. gr. frumvarpsins segir svo: „Hins ber þó jafnan að gæta, ekki sízt ef velja sikal nýjum skóla stað, að menntaskóii, er fullnægi öllum kröfum um starfs lið, húsrými og tækjaútbúnað, er dýr stofnun og því dýrari hlut- fallslega, sem hann er minni“. Það mætti varpa fram spurn- ingunni, hvað felst í þessu. Og ég verð að segja það, að mér urðu það nokkur vonbrigði að sjá þá ágætu menntafrömuði, sem staðið hafa að samningu þessa friimvarps vera að gæla þarna svolítið við tölvusjónar- miðið, sem ég tel, að sé orðið al'Ítof ríkt í ok'kar þjóðfélagi. í öðru laigi vil ég vitna hér í annað, sem einnig er í þessu frumvarpi eða fskj. þess, en það er í áliti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu út af Kvennaskólanum í Reykjavík. Ég skal taika undir ásamt með þeim öðrum þingmönnuim, sem hér hafa talað, að ég er því sam- þykkur, að rétt sé að láta hann hafa heimild til að útskrifa stúdenta. En sú tilvitnun, sem ég vil hér gera, er á þá leið, með leyfi hæstvirts forseta: „I 1. nr. 56 1965 um breyting á 1. nr. 58 1946 um menntaskóla, er heimild til stofnunar mennta- skóla auistanlans og vestan og til stofnunar fleiri menintaskóla í Reykjavík og nágrenni“. I lög- unum sem samþykkt voru 1965 stendur: Menntaskólar skulu vera 6. Það er sem sagt efcki heimild, heldur er það alger á- kvörðun. Þetta — maður verð- ur svona dálítið undrandi, þegar jafnskýruim manni og sjálfum ráðuney tisst. j ór a menntamála- ráðuneytisins virðist skjótast þarna. Á þessi tvö atriði vildi ég benda í sambandi við þau fskj., sem hér eru með. Það er vafalaust nauðsynlegt að endursemja lögin um mennta skólana. En ég vil þó að lokum láta bað koma fram að ég tel bezt fara á og raunar sjálfsagt, að núgildandi ákvæði séu af- dráttarlaus áfram eins og þau eru nú í 1. .gr. núgildandi laga. Það felst ekki í þessu, að ég vantreysti á nokkurn hátt þeim yfirlýsingum, sem hæstvirtur menntamálaráðherra hefur hér gefið. En eins og aðrir ræðu- menn hér á undan mér hafa þegar bent á, er það meira en til, að nýr ménntamálaráðherra komi, að breyting verði á rikis- stjórn. Ég tel þess vegna eðli- legt og sjálfsagt og einmitt vegna þess, að ég þykist vita það, að það sé a. m. k. samhljóða vilji alþingismanna, að þessi á- kvæði, sem nú eru í lögunum, séu í gildi og verði í gildi á- fram. Tortryggnin er ekki að ástæðulausu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.