Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTuDA ;UR
MARZ 1960
23
Baldvin Dungal
— Minningarorð
ÞAð ER tæplega ástæða til að
kalla það yfirlæti, þó fullyrt
sé, að íslendingar eigi á mörgum
sviðum forustumenn á borð við
önnur lönd, þrátt fyrir mann-
fæðina. Hitt er auðskýranlegt,
að þegnar svo lítillar þjóðar,
hafa ekki átt tækifærum að fagna
á borð við hinar fjölmennari, að
lyfta undir sína menn, og vekja
með þeim sjálfstraust, að hefja
sig upp yfir einangrun og ver-
aldarbasl. Afrek þeirra sýnast
kannski ekki ævinlega augljós,
eð.a í hlutfalli við erfiði.
Meðal margra afburðamanna
úr hópi jafnaldra minna, eru mér
fáir minnisstæðari en þeir bræð
urnir Níels og Baldvin Dúngal.
Þessir harðduglegu og ljóngáf-
uðu menn, hvor á sínu sviði,
hefðu sannarlega átt það skilið,
að fæðast með stærri þjóð og
ríkari. Mannkostir þeirra voru
fjölmargir og sláandi. Þeir voru
hreinir og beinir í öllum skift-
um og afdráttarlausir. Þeir voru
áreiðanlegir, og umfram allt mikl
ir drengskaparmenn. í fjármál-
um, smáum sem stórum, stóð
h*vert orð þeirra eins og stafur á
bók. (Ég hefði átt að fara meira í
smiðju til þsirra). í mannmörgu
þjóðfélagi hefðu þeir orðið auð-
menn, stórframkvæmdamenn, og
vísindamenn á mælikvarða stór-
þjóða. Staðfesta þeirra var svo
rótgróiin, þrátt fyrir vakandi
sjón á fjölbreyttni lífsins og ólg-
andi lífsþorsta. Skörp eðlisávís
un, með hagsýni og framsýni í
broddi, hélt ávallt um stjórnvöl-
inn, að hinir dásamlegu íslenzku
munaðarseggir í sálinni, léku
ekki lausum hala. Það var ávallt
siglt milli skers og báru, og þó
djarft siglt.
Já, hagsýni og framsýni, bland
að hóflegri bj.artsýni voru eig-
inleikar sem Baldvin Pálssyni
voru í blóð bornir. Enginn mann-
legur máttur gat dregið hann
útí óviss ævintýri, ekki neins-
konar túnglkapphlaup eða ab-
súrdisma, sem hér lýsir sér gjarn
an í ómótstæðilegri þörf að reisa
sjúkrabyggingar í gleðiihúsastíl
og banka sem minna á leikfanga
verzlanir í stórborgarúthverfum.
Raunsæi í beztu merkingu þess
hugtaks, var orð, sem Baldvin
þekkti og skildi.
Hér er stundum verið að reyna
að telja fólki trú um, að fjár-
málavi't sé aðeins leikni í
hrekkjabrögðum. Þessi sundraða
þjóð hefur sarmarlega og illi-
lega fengið að kenna á þessum
grillum. En gáfur gefur sér eng-
inn sjálfur, og það er ekki hægt
að læra að vera gáfaður. Fjár-
málavit er náðargáfa, eins og
hver ön.nur Guðs gjötf o.g hag-
sýni er ekki ævinlega sama og
hagfræði, lærdómur annað en
hæfileiki. Traust þjóðfélag bygg
ist ekki síður á hæfileikum en
lærdómi. Hugkvæmni, hagsýni,
framsýni, eru orð sem sjaldan
er gripið til nú á dögum, því
miður. Þau hafa úrelzt í lær-
dómskapphlaupinu, og því er nú
komið hér sem komið er.
Vinátta okkar Baldvins Páls-
sonar er gömul og gróin, og stóð
föstum rótum. Við sátum hlið við
'hlið á skólabekk og eyddum sam
an flestum stundum okkar á ár-
unum, sem við vorum saman í
skóla. Og við urðum aldrei við
skila eftir það, þó við Níels bróð
ir hans, og bezti vinur — þeir
bræður voru ákaflega samrýmd
ir og tengdir sterkum böndum —
ættum fleiri stundir saman.
Það sem dró okkur Baldvin
mest hvern að öðrum hin síðari
árin, var mjög frumstæð tilfinn-
ing okkar beggja fyrir gróðri
og náttúru. Við höfðum báðir
alla tíð mikið yndi af skógrækt
og tengsli okkar við mold og
grjót var af líkum toga.
Kæri gamli vinur. Það var
ekki löng leið að ganga spölinn
frá Vestuirgötu 10 og yfir að
Stýrimiannas'kólanum á árunum
kringum 1920. Það var farið beint
yfir túnin, því þetta var þá ekki
neinn stórbær. En þessi spölur
reyndist okkur oft furðulangur.
Við þurftum oft að stoppa, fara
smákróka, og það gerðist vissu-
lega oft margt eftirminnilegt á
þessarri rómantísku kindagötu,
kannski meira en gerist hjá öðr
um á allri leiðinni frá Kefla-
vík til Nýju Jórvíkur. En við
vorum þá ábyrgðarfullir þegnar
þjóðfélags, sem átti alla framtíð-
ina fyrir sér, ekki síður en í
dag, og sjálfir allt ógert. Og
þó við ættum þá enn engan aur,
vorum við ekkert kvíðandi vegna
framtíðarinnar, við vissum að
hún var undir okkur sjálfum
komin, ef Guð leyfði okkur að
lifa við góða heilsu. Við vorum
báðir bundnir sömu boðorðum að
heiman, að við ættum að hjálpa
okkur sjálfir, þá sæi forsjónin
um annað veganesti.
Það er stórt skarð nú. Bald-
vin kæri, þar sem þú sást og
starfaðir oftast langan vinnudag
Ég sendi í dag innilegar sam-
úðarkveðjur til frú Margrétar,
og Sigrúnar, Gunnars og Páls
Halldórs. Sílks heimilisföður sem
þú varst, er gott að minnast þeg
ar að þrengja minningar og
söknuður. R.J.
OKKUR VINI Baldvins Pálsson
ar Dunigals setti hljóða, er við
fréttum andlát hans. Ég hafði
kvatt hann glaðan og fullan á-
huga, er hann var að leggja af
stað í sína árlegu ferð á kaup-
stefnu erlendis til undirbúnings
viðskifta komandi tíma. Slíkar
ferðir hafði hann farið í mörg ár,
margoft í fylgd með góðum vin-
um •sínum, sem gjarnan sækja
i slíkar vörusýningar. Okkur gat
ekki órað fyrir því, að ferða-
lok yrðu að þessu sinni með
öðrum hætti en að undanförnu.
En þetta fór á annan veg.
Vinátta mín við Baldvin og
vegir kokar lágu saman frá
frumbernsku, bæði vegna frænd
semi og félagsskapar. Margra
góðra endurminninga og gleði-
stunda er að minnast frá sam-
vistum við hann.
Vaninn deyfir oft eftirtekt
vora og vér venjumst um-
gengni við menn án þess að
draga upp nákvæma mynd "af
því, hver séu hin markverðustu
séreinkenni í skaphöfn og per-
sónuleika þeirra. En það er oft
ekki fyrr en vér kveðjum vin
hinni hinztu kveðju, að oss birt-
ast í skýru ljósi hinir sönnu og
djúpstæðu eiginleikar hans.
Hjá Baldvini kynntumst við
flestu af því, sem prýða má góð-
an dreng. Hann var hreinlynd-
ur að eðlisfari og lærði aldrei
að hræsna, né að víkja af götu
sannleikans. Aldrei valdi hann
sér félaga eftir mannvirðingum,
frekar mannkostum. Hann var
fæddur með óvenju ríka til-
hneigingu til greiðasemi og
hjálpfýsi og ótöld eru þau til-
felli, er hann lagði á sig erfiði
til að leysa annarra vanda, ekki
til að vænta endurgjalds, held
ur af meðfæddri hvöt til hjálp-
ar.
Öllum sem þekktu Baldvin
var kunnugt um hans mikla
dugnað og starfsgleði, ekki að-
eins í hans daglegu skyldustörf
um, heldur og í hans frístunda-
skemmtun. Hvergi undi hann sér
betur en við að yrkja garðinn
og erja jörðina í sínum laufi
prýdda lundi við Þingvallavatn.
Við vinir hans minnumst þaðan
óteljandi ánægjustunda og hans
frábæru gestrisni. Þar naut
hann samstöðu sinnar einstöku
konu.
Baldvin var hamingjumaður.
Hann ólst upp á góðu heimili við
ástríki foreldra. Hann eignaðist
konu, sem er óvenjulegum mann
kostum búin, og með henni þrjú
mannvænleg börn.
Ekkert gefur skýrari spegil-
mynd af samheldni og göfugu
samstarfi í góðu og hamingju-
sömu hjónabandi, en skynsam-
legt uppeldi barna. Siðfáguð, ást
úðleg og vel gerð börmn eru
fegurst vitni þess að hafa hlotið
þann arf, sem hverju þjóðfélagi
er mest þörf á, þann msnning-
ararf, sem þeim Margréti og
Baldvini tókst svó vel að skapa.
Með mildri umhyggju tókst þeirn
svo vel á því sviði, að af bar,
hve einlæg vinátta og virðing
ríkti milli foreldra og barna.
Því er söknuðurinn enn sár-
ari, en hamingjan að eiga miklu
barnaláni að fagna og einskis
nema góðs að minnast, er styrk-
ur mikill hverri göfugri konu.
Og börnunum ungum, sem nú
eru að leggja út á lífsins braut,
er veganestið ómetanlegt, sú gjöf
in að hafa átt svo góðan föður.
Sveinn B. Valfells.
BALDVIN PÁLSSON Dungal
kaupmaður hafði dvalist erlend-
is aðeins örfáa daga í sínum ár-
legu viðskiptaerindum þegar
frétt barst um veikindi hans og
að hann hefði verið lagður á
sjúkrahús. Þrem dögum síðar
barst svo andlátsfregn hans. Hér
sannaðist það eins og ótal sinn-
um áður, hversu lítið vér menn
vitum á hverjum tíma hvar vér
erum staddir á ævinnar vegi,
oig verður líklega ekki öllu
heppilegar um hnútana búið í
því efni.
Með Baldvin er horfinn sjón-
um einn þeirra Reykvíkinga, er
á undanförmuim áratuguim hafa
sett sinn svip á bæinn með per-
sónuleik sínum og verzlunar-
rekstri. Svo að segja sérhver
Reykvíkingur sem kominn er á
legg, kannast við ritfangaverzl-
unina sem heitir Penninn og
Baldvin í Pennanum, og þau
nöfn eru líka kunn fjölda manns
um land allt.
Ég rek hér ekki æviatriði
Baldvins kaupmanns, enda skort
ir mig fróðleik til þess, en það
munu aðrir gera, sem hafa til
þess betri þekkingu. Þessar ör-
fáu línur ber því að skoða sem
þakklætis og kveðjuorð kunn-
ingja og samferðamanns um rúm
lega síðastliðinn áratug.
Það var öllum sem til þekktu
augljóst, að Baldvin var prýðis-
vel gáfum gæddur, svo sem hann
átti ríkulega kyn til. Bókvís var
hann og kunni góð skil á mörgu
og bar með sér það einkenni gáfu
manna, að hafa ávallt á takteinj
um umtalsvert efni, bæði til
gagns og gamans. í skoðunum
var hann einarður og hispurs-
laus í tali. Höfðingi var hann
heim að sækja og gestgjafi ágæt-
ur. Kom það fram greinilega
hvort heldur var á hans fallega
heimili á Miklubraut 20 eða í
sumarbústað hans, Birkiihlíð við
Þingvallavatn. Á sumarbústaðn-
um hafði hann miklar mætur og
dvaldist þar með fjölskyldu sinni
og oft með fjölda gesta hverja
stund sem hann mátti því við
koma. Er þar nú vaxinn, fyrir
hans atbeina, mikill og fríður
trjálundur, sem vottar fegurðar
skyn og framtakssemi eigandans.
Ég hygg, að fegrun þessa stað
ar og bátsferðir á Þingvalla-
vatni hafi verið hans kærasta
tómstundaiðja. Sama er að segja
um heimilið á Miklubraut 20.
Þar var fyrirkomulagi öllu úti
sem inni hagað af smekkvísi og
myndarskap. Og í öllu þessu
naut Baldvin uppörvunar, leið
sagnar og stjórnsemi mikilhæfr
ar og samhentrar eiginkonu.
Það er almannarómur, sem eng
inn mun bera brigður á, að
Baldvin væri .alveg framúrskar-
andi nærfærinn og skylduræk-
inn heimilisfaðir. og það er
líka almæli að hann væri vel
virtur af starfsmönnum sín-
um og vimsæll í þeirra hópi. Jafn
hliða því að hann var að allra
dómi mikill forsjármaður var
hann og hreinskiptinn og áreið-
anlegur í öllum viðskiptum og
var þar með sjálfum sér og stétt
sinni til sóma. Ég hef gilda á-
stæðu til þess að ætla, að Bald-
vin hafi reynzt þeim, sem til
hans leituðu, bæði hollráður og
hjálpsamur. • Við fráfall hans er
vissulega mætum manni á bak
að sjá.
Eftirlifandi eiginkonu Bald-
vins, frú Margréti og börnum
þeirra hjóna, Sigrúnu, Gunnari
og Páli sem öll eru á æskuskeiði,
sendi ég sameiginlega alúðar-
fyllstu samúðarkveðjur.
G.J.
ÞEGAR ég kvaddi mág minn
Baldvin, kvöldið áður en hann
fór til Þýzkalands, bjóst ég ekki
við að þetta yrði siðasta hand-
takið. En oft er skammt á milli
lífs og dauða og svo var í þetta
skifti.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka Baldvini, fyrir þá aðstoð
sem hann veitti mér er ég bjó á
heimili þeirra hjóna og þurfti
.hjálpar við. Baldvin var stór á
velli og hann var einnig stór
og sterkur þegar á reyndi.
Ég lýk svo þessum fáu orðum
með ósk um að heimili háns
megi vegna vel og gæfan fylgi
hinum unga syni hans, sem fór
til fundar við föður sinn strax
og fréttist um veikindi hans og
mun nú setjast í sæti föður síns.
Beztu þakkir fyrir allt.
INGA.
Baldvin Dungal
Bernskuminningar — bróður-
kveðja.
Bernskumiinningar eru oft og
tíðum það ljúfasta sem við eig-
um, en þær geta líka verið sár-
sauka blandnar og ekki sízt af
þeim sökum tek ég mér nú
penna í hönd til þess að varpa
nokkru ljósi á bernsku bróður
míns, nú að leiðarlokum. Af sex
bræðrum vorum við Baldvin í mið
ið, hann tæpum tveim árum eldri
en ég, fæddur 24. júlí 1903, en
ég í júní 1905. Það lætur því að
líkum að tveir bræður á jafn-
líku skeiði eins og við Baldvin
höfum átt mörg samskipti sem, ef
allt hefði verið með felldu, hefðu
orðið mjög á annan veg en varð.
En þegar Baldvin mun hafa ver
ið átta ára gripu örlaganorn-
irnar í taumana og ófu honum
þann örlagavef, sem gerbreytti
lífi hans. Ólánið, sem Baldvin
varð fyrir var það, að blásteins-
upplausn helltist inn í vit hans,
svo að hann varð blindur, mál-
laus og heyrnarlaus í nokkra
sólarhringa. Mál og sjón fékk
hann aftur skömmu síðar, en
heyrnina aldrei, nema að litlu
leyti, og bagaði heyrnardeyfð
hann til dauðadags, eins og all-
ir er hann þekktu hafa sjálf-
sagt orðið varir við. Hann missti
algerlega heyrnina á öðru eyr-
anu og fékk aðeins takmarkaða
heyrn hins eyrans. Það getur
hver sagt sér sjálfur hvílíkt böl
slíkt áfall hefur verið fyrir átta
ára dreng, en aldrei minnist ég
þess að bróðir minn kvartaði,
hann bar sinn harm í hljóði eins
og sönnu karlmenni sómdi. Þessi
karlmennska hélzt ósvikin til
dauðadags.
Baldvin var að eðlisfari félags
lyndur og fjörmikill drengur, en
eftir slysið fór hann að draga
sig í hlé, lék sér ekki með okk-
ur hinum krökkunum, eins og
hann hafði áður gert, hann
varð einrænni, fór sínar eigin
leiðir. Ég minnist þes* að oft
sat hann að bókalestri þegar við
hinir krakkarnir vorum að leikj
um. Hann varð öðruvísi en við
hin börnin, fann sér eitthvað til
dundurs, fór snemma að dútla
við frímerki m.a. Það er því
ekki ofmælt um Baldvin, að
hann hafi snemma byrjað að
finna upp á einhverju, sem yrði
honum bæði til gamans og
gagns. — Já, undarleg er þessi
tilvera, en átti ekki hin mikla
ógæfa sem hann varð fyrir í
bernsku, einmitt sinn þátt í því
að hann varð þessi eljumaður,
sem hann reyndist alla sína ævi
daga? Og sá, sem vill segja
sannleikann um Baldvin bróður
minn, hann hlýtur, fyrst og
fremst að segja að honum hafi
aldrei fallið verk úr hendi. En
það er sitt hvað að vera vinnu-
samur og að vera afkastamaður.
Hið síðara var Baldvin svo að af
bar. í vinnuafköstum var hann
raunverulega margra manna
maki, eins og nú mun fyrst koma
áþreifanlega í ljós, þegar starfs
krafta hans gætir því miður ekki
lengur. Það verðui erfitt að fara
í fötin hans og ekki á færi neins
eins manns. íslenzka máltækið
segir: Ber er hver að baki nema
sér bróður eigi, og um sann-
leiksgildi þessarra orða get ég
bezt dæmt sjálfur. Hann var
sannur vinur í raun. Baldvin
var gjörhugull, traustur og með
afbrigðum nákvæmur, stórtæk-
ur og veitiull. En 'hann var líika
ákaflega viðkvæmur í lund og
miátti eklkert aiumt sjá og átti oft
frumkvæði að bæta úr ef böl eða
erfiðleiikar steðjuðu að hjá öðr-
uim. Þessar fátæklegu línur eru
aðeins tregablandnar hugrenning
ar, vegna þessa sviplega frá-
falls þíns, bróðir minn Baldvin,
því að bróðurtregi verður aldrei
á torgin borinn heldur varðveitt
ur undir barmi. En þau eiga þó
um sárast að binda konan þín
og börnin, því að annan eins
heiimilisstólpa getur vart hér á
þessari jörð og þú varst. Eins
og þú varðir þínu lífi, þá
veit ég að þér líður vel nú, og
að þú hefur endurheimt það, sem
þú misstir fyrir 57 árum, en ég
veit líka að söknuður ríkir á
báðum stöðum, bæði hjá þér og
hér. Ég veit að foreldrar okkar
og bræður hafa tekið vel á móti
þér. Ég kveð þig hinztu kveðju
— hérna megin — með hjartans
þakklæti fyrir það sem þú vildir
og gerðir mér. Við brottiör þína
er íslenzka þjóðin einu valmenn
inu fátækari. Vertu sæll — að
sinni.
Þinn bróðir
Halldór.
DÚRLAND JÖSEFSSON
DÓRI, við þökkum þér vináttu
þína, sem þú sýndir svo oft, bæði
í orði og verki, með hlýhug og
hjálpsemi. ÁvaJlt varst þú reiðu-
búinn að rétta hjáJpandi hönd,
og sú hönd var traust, hún íveik
engan.
Þú hafðir ráðgert að fara heim
til Winnepeg með vorinu, og tal-
aðir oft um endurfundi við ást-
vini, en margt fer öðruvísi en
ætlað er. Þú kvaddir að kvöldi.
„Sé ykkur bráðum“, var kveðjan
þín. Að morgni lið:nn nár. Önn-
ur ferð hafin, hvaðam enginn aft-
ur snýr, en vinahugir fylgja þér
á þeim brautum er þú nú gengur.
Vertu sæll.
Vinur.