Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 196« 15 ótt hrökik ég upp og fanixst ég heyra fótatakið og skarkalann. Það var ekki fyrr en kl. 10,30 morguninn eftir, að þeir komu með Rudi, son minn. Þó að hörkufrost væri úti, var hann ekki í yfirhöfn, aðeins í þunnum jakka og hann hafði ekkert á höfðinu. Hann var þreyttur og alvarlegur. Við fyrstu sýn virtist hann róleg- ur og óttalaus, eins og hann átti að sér að vera. En þegar ég leit í augu hans, brá mér í brún: Þetta voru ekki lengur augu sextán ára drengs, björt af ungæðislegri gleði, þetta voru augu þroskaðs manns, sem hefur þolað þungar raunir. Síðar um daginn settu þeir inn til okkar annað rúm- stæði og nokkrar ábreiður og kodda. Við færðum fletin okk ar saman. VIÐ lágum hlið við hlið og héld umst í hendur. Hvað eftir ann- að hrökk ég í kút, þegar ég heyrði umgang úti fyrir kof- anum, og þá þrýsti Rudi hönd mína. Hann gat ekki sofnað heldur. Daginn eftir leyfðu þeir okk ur að fara út í garðinn stund arkorn og gæzlukonan sama var með okkur. Ég innti hana eftir því, hvað hefði orðið um Mörtu, litlu tveggja ára dótt- ur mína. — Henni hefur verið komið fyrir á barnaheimili. — En þeir hafa ekki 1 til að gera slíkt! Hún glotti illgirnislega við mér. Loks fengum við Rudi þó að vera ein. Rudi óttaðist ekki að eins um afdrif föður síns, held ur einnig félaga Gottwalds. Hann hafði enga skýringu á takteinum á því, sem hér hafði gerzt né heldur vissi hann, hvað hefði orðið um Mörtu. Hann sagðist hafa verið vak- inn klukkan tvö um nóttina og honum skipað að koma sér í fötin og fylgja þeim. — Þeir urðu að sýna mér skilriki sín, mamma. Þeir báru kort Öryggislögreglunnar. Þó að ég væri ekki viss um, að þau væru ósvikin, fór ég með þeim. Það tjóaði ekki að veita mótspyrnu ... Nokkru síðar snerum við aft ur til kofans. Allir verðirnir stóðu úti. Á borðinu lágu tvær skammbyssur. Við litum hvort á annað og gengum út aftur. Síðan var okkur skipað aðfara aftur inn. Þeir stungu byssun- um orðalaust í vasa sína. Einn daginn bað Rudi mig að skreppa út í garðinn. Um morg uninn hafði gæzlukonan komið með dálitlar kjöttæjur vafðar inn í eintak af Rude Pravo og skilið eftir á borðinu, meðan hún var að gamna sér við vin- ina úti. Rudi hafði notað tæki færið — þetta var í fyrsta sinn sem við höfðum komizt yfir dag blöð — og hann las ræðu Za- pockys, forsætisráðherra og þar stóð þá svart á hvítu, að foringjar flokksins vissu allt um handiökuna — og hún hafði raunar verið framkvæmd að undírlagi þeirra. — ÉG veit að þetta er þung- bært, marama, sagði Rudi við mig. — En ef félaga Gottwald er kunnugt um það, hlýtur Sta- Iín að vita það. Og honiim get- um við þó alténd treyst. Daginn eftir var ys og þys úti og um kvöldið komu bílar og í þá var staflað þeim út- búnaði, sem hafði verið þarna. Síðan var okkur gefin bend- ing um að stíga inn. — Þér fáið að sjá Mörtu litlu. Ég mátti ekki segja yður það, en kannski er betra að þér vitið það. Þá hafið þér að minnsta kosti til einhvers að hlakka. Þér megið ekki láta á því bera, það átti að koma yður á óvart. Þetta var í fyrsta skipti, að ég varð vör við mannlegar til- finningar hjá gæzlukonu minni. Ferðin tók ekki langan tíma. Þeir óku með okkur í nokkru stærri skógarkofa, þar voru þrjú herbergi og eldhúskrókur, hlerar voru fyrir gluggum. 1 litlu herbergi við eldhúsið stóð barnarúm og í því lá Marta, Marta, Marta mín! Rudi og ég beygðum okkur yfir hana og trúðum tæpast okkar eigin aug- um. Þá vaknaði Marta skyndilega reis upp og sagði í ásökunar- tón: — Mamma, hvar hefurðu verið allan þennan tíma? Því næst lagðist hún út af aftur og var sofnuð í sömu svipan. Næstu daga var frú Slansky yfirheyrð og óspart haft í hót- unum við hana. Þess var kraf- izt að hún játaði, að spjald- skráin yfir bókasafn fjölskyld unnar væri í raun og veru gögn alþjóðanjósnahrings. Ekki löngu seinna var hún — með bundið fyrir augu — flutt til Ruzynéfangelsis... ÉG stóð í þröngri baðherberg iskompu með tveimur sturtu- böðum. Maður og kona voru þar fyrir, bæði einkennisklædd. Maðurinn hélt á poka í hend- inni. -v. — Afklæðist. Þegar hann sá, hversu mjög mér brá, skildi hann, að hon- um yrði ekki ágengt á þennan hátt og snerí sér aðeins frá. — Flýtið yður nú! sagði kon an óþolinmóð. Hún ýtti mér und ir aðra sturtuna og ég hélt að ég ætti að fá að þvo mér. — Beygið hnén. Tíu sinnum. Konan taldi. — Þetta nægir' Og hún sneri sér að manninum: Ekki neitt. — f fötin, skipaði hann. Þau réttu mér bómullarbux ur og blússu og síðan annað par af buxum og gráa blússra. Buxurnar voru teyjulausar og hálsmálið á blússunni náði nær því niður að mitti. Hvað nú? Með annarri hendi hélt ég upp um mig buxunum, en með hinni greip ég um hálsmálið á blúss- unni. Síðan fékk ég inniskó og að því búnu var bundið fyrhr augun á mér. Þau opnuðu dyr og leiddu mig tvö eða þrjú skref áfram, opnuðu aðrar dyr og ýttu mér inn. Þetta var öilítil kytra um það bil tveir metrar í þvermál. Gólfið var rautt, úr loftinu hékk skerandi skær rafmagns- pera. Ekkert var undir glugga borunni, ekkert á veggjunum, í einu horninu eins konar salem isgat og á veggnum vatnspípa með krana. Þetta var óviðfelldin vistar- vera, en hún skyldi gegna sínu hlutvertoi; að draga fangar.n niður í svaðið, brjóta niður sið ferðisþrek og viðnámsþrótrt hans. Á dyrunum var gægjugat, sem vörðurinn kikti inn um. AI- gengt var að láta karlmenn vera á verði við kvennaklefana og konur við karlaklefa. Ég varð að notfæra mér þetta andstyggílega salerni strax fyrstu nóttina. Á ferðinni hafði ég kvefazt og senaailega var taugaáfallið nú fyrst að segja til sín fyrir alvöru. Ég skildi ekkert þá. Þetta gat ekki verið fangaklefi. Ég hélt þeir hefðu bara holað mér þarna niður til bráðabirgða, meðan þeir væru að ákveða hvar ég skyldi sett. En allt í einu birtist maðurinn úr sturtu herberginu sneri lykli og benti mér inn. Á gólfinu var einn dýnuræfill. Ekkert ann- að. — Þér getið lagzt fyrir. Þér getið legið fyrir allan sólar- hringinn, ef þér kærið yður um. Hann kastaði kodda og tveim ur ábreiðum á klefagólfið. Svo að þetta var þá fanga- klefi, þegar öllu var á botninn hvolft. lagðist út af og breiddi yfir mig bæði teppin, en þrátt 'fyrir þau nötraði ég af kulda. Undir glugganum var rauf fyr ir miðstöðvarhitun og ískald- ur súgur stóð beint inn á mig. Ég býst við þeir hafi séð gegn um gægjugatið, að ég skalf. Dyrnar opnuðust. — Er yður kalt? — Já. Þeir köstuðu til mín tveimur ábreiðum til viðbótar. En samt skalf ég. Dyrnar opnuðust. — Farið úr að ofan, þér meg ið ekki liggja í fötunum. ÓLÖGULEGAR buxurnar festust við mig undir ábreið- unni. Mér var kalt og ábreið- urnar ertu nakið hörundið. Ég hnipraði mig saman og stakk höndunum inn undir teppin. Dyrnar opnuðust. — Liggið á vinstri hlið, og snúið að dyrunum. Ég hlýddi.Hendurnar á mér voru ískaldar og bólgnuðu fljót lega upp af kuldanum. Ég ein- blíndi á dyrnar. Því lengur sem ég hugsaði um það, því sannfærðari varð ég um, að Klem (Gottwald) hefði ekki vitað um þetta, né verið með í ráðum. Klem og Ruda höfðu verið nánir sam- starfsmenn og óaðskiljanlegir vinir í full 26 ár. Hver hefði átt að þekkja Ruda betur en ein- mitt Klem? Og auðvitað þekkti hann mig líka. Og þó hafði hann brenni- merkt Ruda sem hættulegasta fjandmann flokksins og ríkis- ins. Hver dagur byrjaði eins. Þeg ar varðaskipti urðu við klef- ann minn heyrði ég: — Er hún alltaf jafn biluð? — Alveg snar. Og iðulega heyrði ég orða- skipti eins og þessi: — Hvað er þín að gera? — Skíta. En þín? — Míga. Og enginn þessara pilta gat verið degi eldri en tvítugur. — Stattu upp, hóran þín, heyrði ég skyndilega einhvern hrópa fyrir utan dyrnar. — Stattu upp, hóran þín, stattu upp, hóran þín. Röddin endur- tók þessi miður geðfelldu orð. Hverja voru þeir að smána á þennan hátt? En þegar hann bafði endurtekið þetta fjórum sinnum, hvarflaði sú hugsun að mér: Getur þessu verið beint að mér? Ég varð að ganga úr sfaigga um það. Ég stóð upp. Þögn. Eftir aradiartak settist ég niður og jafnskjótt kvað við: — Stattu upp, hóran þín! ÉG stóð upp. Þögn aftur. Svo að þessu var beint til mín. Ég settist niður og samstundis kváðu sömu hrópin við. í þetta skipti hreyfði ég mig ekki. Mér lék hugur á að vita, hvort okk ar gæti þraukað lengur. Hann hélt hrópunum áfram, þangað til næstu varðaskipti urðu. Ég hreyfði mig hvergi. Einhverju sinni vaknaði ég að næturlagi. Ég heyrði umgang og mannamál á hæðinni fyrir ofan, stólar voru dregnir fram. Ég gat mér þess til, að nokkrir menn væru að setjast umhverf- is borð. Svo heyrði ég þungt fótatak og það fór hrollur um mig. Ég skynjaði samstundis, að þar færi Ruda. Dyrum var skellt. — Takið bindið frá augunum, sagði einhver Andartaksþögn. — Hverjir eruð þér? Þögn. — Við vorum ekki að spyrja yður að því. Og hér þýðir yður ekki að gera yður breiðan. breiðan. Þögn. — Svarið samkvæmt reglum. Svo heyrði ég: — Þú fyrirskipaðir þetta! — Ég segi að það hafi verið þú. — Nei. Það var Gottwald. — Hvað þá! Og Ruda tautaði hljómlausri röddu. — Gottwald, Gottwald, Gott wald. . Ég lá með aftur augun og sagði við sjálfa mig, hvað eftir annað: Nei, þetta er ekki Ruda. Ef þú viðurkennir fyrir sjálfri þér, að þetta sé Ruda, þá get- ur ekkert orðið þér til bjarg- ar, þú ert að fullu glötuð. — Gottwald, Gottwald. Hvílíkt hyldýpi örvæntingar bjó í þessu orði og þess hljómi. Nú varð einhver truflun og síðan heyrði ég: — Skrifið undir þetta! — Nei! — Skrifið samstundið undir! — Nei! Mér er ekki ljóst, hvað síðar gerðist, nema ég heyrði fóta- takið aftur og nú var það hálfu þyngslalegra. Ég heyrði stólum ýtt og hæðnishlátrar kváðu við, háir og hæðnislegir hlátr- ar. Þetta höfðu þeir skipulagt, og ætlað eyrum mínum, þegar svo var komið fyrir mér, að ég hafði ekki lengur rænu á að hugsa um börnin mín. Eins og hundur, með sperrt eyru, hafði ég lagt við hlustirnar til að greina raddir úr næstu klefum, ef ske kynni að ég heyrði ein- hvern týna í honum. Og ég hafði heyrt í honum. — Vitið þér að konan yðar er orðin brjá'Iuð? — Leyfið henni að fara héð- an — Sleppið henni, þetta er altt ykkur að kenna! hrópaði Ruda tryllingslega. Hversu mikið fólst ekki í þess um fáu orðum. Þau lýstu hatri hans á þeim, sem höfðu varp- að mér í fangelsi til þess að brjóta hann niður og hversu þungbær hefur ekki ótti hans verið vegna afdrifa minna. Ég heyrði það sagt svo oft að ég væri orðin brjáluð, að ég fór að hugleiða, hversu mikil sannindi gætu legið í þessum staðhæfingum. Mér skilst, að hver geðsjúklingur fullyrði, að hann sé ekki vitskertur. Varð ég þá að byrja á því að lýsa því yfir, að ég væri brjá'luð, til að sannfæra þá um, að ég væri með fullu viti? Hvað sem því líður, virtist mér hugtakið heill á geði ákaf lega afstætt á þessum stað. Hvað er heilbrigt við það, þegar þeir opna klefadyrnar, henda inn kodda og segja: Komið ekki við hann! Svo að ég stari á koddann og hugsa um það af öllum kröftum, hvaða merkingu ég eigi að leggja í það, að þessum kodda hefur verið hent inn í klefann til mín. í tvo daga sinni ég ekki öðru en horfa á kodd- ann og brjóta heilann um þetta. f tvo daga mæni ég á þennan ofurhversdagslega kodda og skelfing mín magnast stöðugt og ég veit ekki, hvað í vænd- um er. Og þá koma þeir ósköp blátt áfram — og taka kodd- ann. Eða ég kem úr yfirheyrslu. Það er bundið fyrir augun á mér. Inni í klefanum stendur maður og hann öskrar: úr föt unum. Ég fer úr að ofan. Hann leyf- ir mér að vera í buxunum. Hann athugar vandlega spjar- irnar, sem ég fór úr, þuklar mig hátt og lágt og skipar mér að taka af mér inniskóna. Fyrst rannsakar hann annan, síðan hinn. Og að því búnu fer hann. án þess að segja aukatekið orð. í hvaða augnamiði var þetta gert? Óttuðust þeir, að sá sem _ yfirheyrði mig hefði laumað ein hverju að mér? Og hverju? Og hvers vegna? Og hvernig á ég að geta skorið úr um það, hvort ég sé heil á geðsmunum og um- hverfið vitfirrt? Eða hvort ég sé vitskert og umhverfið heil- brigt? Ekki lína frá neinum, ekki lína til neins. Engar fregn ir af Ruda. engar fregnir af börnunum. Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Þó nokkrum sinnum á ævinni hefur það hvarflað að mér, að nú gæti þetta ekki versnað, en lífið hefur jafnan sannfært mig um það gagnstæða. í Ruzyne mótuðum við nýj- an skilning á lífinu, sem var sannarlega það eina sem hélt mér í jafnvægi. Það var höfuð- nauðsyn að gleyma því, hvaða öld við lifðum á, og einnig því sem við höfðum lært um um- gengnisvenjur manna hver við annan. Ég sagði sjálfri mér, að það væri fært að lifa lífinu án þess að gera kröfur um einföldustu hreinlætisatriði, líka væri hugs anlegt, að gera sig ánægðan með hvað sem var að eta, langa ekki í neitt að lesa, þar sem það var ekki leyft, ekki skrifa, af því að það var líka bannað — í fáum orðum sagt, hætta að langa til nokkurs, stara endalaust, daglangt og nátt langt og árlangt á gægjugatið á klefadyrunum og að hugsa. Ekki þrá fre'lsið, því að hvaða frelsi gæti ég gert mér vonir. um, ég þessi „hóra, mella vænd iskona, Trotskyisti, njósnari“, í þessu sósíalistaríki, fyrir hvers hugsjónir ég hafði barizt frá unga aldri. Þeir hótuðu að drepa bæði börnin, en þá hefði ég gleymt því, hvernig börnin mín voru í sjón. BILALOKK grunnfyllir, spartl, þynnir, slípimassi, vinyllakk, málmhreinsiefni, álgrunnur, silicone hreinsiefni Styrktarsjóður Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði Minningarkort sjóðsins fást á eftirtöldum stöðum: Skipasmíðastöðinni Dröfn, Bókabúð Olivers, Mælingastofunni Linnetsstíg 3. Vöröur FUS ó Akureyri efnir til almenns fundar um Þjóðmálaverk- efni næstu ára föstudaginn 14. marz kl. 8,30 e.h. í Sjálfstæðishúsinu, litla sal. Frummælendur eru: Sigurður Sigurðsson og Guðm. Hallgrímsson. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.