Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1069
g
S6CAKÞATTUR
í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR
SKÁKÞING ÍSLANDS 1969
„Kyníegt að vera næstum ald-
ursforseti mótsins" sagði Friðrik
Ólafsson.
F,ins og fram hefur komið í
fréítum, hófsi Skákþing íslands
s.l. laugardag og lýkur þriðju-
daginn 8. apríl næstkomandi. f
laridsliðsflokki eru tólf þátttak
endur, og eru það eftirtaldir
m m:
Arinbjörn Guðmundsson
Björn Sigurjónsson
Björn Þorsteinsson
Eysteinn Þorbergsson
Friðrik Ólafsson
Gnðmundnr Sigurjónsson
HaUdór lónsson
Haukur Angantýsson
Jóhann Þórir Jónsson
Jóhann örn Sigurjónsson
Jón Hálfdánarson
Jón Kristinsson.
Þeir fjórir menn sem efstir
verða í þessari keppni, munu
skipa landslið íslands til jafn-
Iengdar 1970.
Varla þarf, að efa það, að
Friðrik ólafsson hreppi efsta
sætið á mótinu, og sennilegt er,
að núverandi Skákmeistari ís-
lands, Guðmundur Sigurjónsson,
hreppi annað sætið, því hann býr
bæði yfir miklu öryggi og sókn
arkrafti, eins og meðal annars
kom fram í híniní fallegu vinn-
ingsskák hans gegn Ungverj-
anum Szabó á alþjóðlega skák-
mótinu hér í fyrravor. Það
var einhver glæsilegasti vinning
ur, sem fslendingur hefur nokkru
sinni hlotið gegn erlendum stór
meistara.
Hverjir munu hreppa hin tvö
landsliðssætin? Það fer að kárna
gamanið, ef maður á að geta
sér til um það. Fjórir menn þykja
mér þó einna líklegastir til þess.
Það eru þeir Jón Kristinsson,
Freysteinn Þorbergsson, Hauk-
ur Angantýsson og Arinbjörn
Guðmundsson. Ég nefni þarna
Hauk Angantýsson, sem er lang
yngstur þessara fjögurfa manna
— eitthvað mjög nálægt tvítugu
— vegna hinnar glæsilegu
frammistöðu hans á Skákþingi fs-
lands í fyrra, þar sem hann
hlaut annað sætið á eftir Guð-
mundi Sigurjónsisyni, svo og
vegna góðrar frammistöðu hans
á erlendum vettvangL — Hauk-
ur er djarfur og bjartsýnn sókn
armaður — stundum kannski ein
um of bjartsýnn, hann er vel að
sér í taflbyrjunum og hefur
mjög vaxið að öryggi hin síðustu
árin.
Jón Kristinsson, sem varð skák
meistari Reykjavíkur í febrúar
s.l., er án efa sá skákmaður okk
mm
SUKKULAÐI
VANILLA - NOUGAT
NÝR IS
NÝJAR UMBÚÐIR
ER AÐ KOMA í VERZLANIR
I
ar, sem einna mesta rækt leggur
við skákina og stundar hana af
einna mestri einbeittni um þess
ar mundir. Arangur hans á Ol-
ympíuskákmótum þeim sem hann
hefur tekið þátt í, er mjög at-
hyglisverður. Jón býr yfir dæmi
gerðri íslenzkri seiglu og lætur
ekki hlut sinn að óreyndu, þótt
erlendum meisturum. - Má vænta
hann sitji andspænis frægum
erlendum meisturum. Má vænta
hins bezta af Jóni á þessu móti.
Freysteinn Þorbergsson hefur
dvalizt mestmegnis utan höfuð-
borgarsvæðisins síðari árin, og
trúlega hefur það háð honum
nokkuð og þó líklega ekki eins
mikið og ætla mætti í fljótu
bragði. Kemur hvort tveggja til,
að hann hefur á þessu tíma-
bili tekið þátt í mótum hér í
borg við aðskiljanleg tækifæri
— ekki síður alþjóðlegum mót-
um en alinnlendum — og auk
þess er hann sérfræðingur í að
halda sér í æfingu og góðit
standi utan móta, með byrjana-
rannsóknum og ýmis konar við-
haldsaðgerðum öðrum.
Freysteinn er líklega einhver
lærðasti meistari okkar í tafl-
byrjunum, enda dvaldi hann áll-
lersgi í Gósenlandi skákbyrjenda
fræðinnar, Rússlandi, og sem
skákmaður munh ann hafa haft
gott af þeirri dvöl, þótt ekki sé
hann hlynntur því að taka upp
kommúnistiska þjóðskipulags-
hætti hér á landL
Arinbjörn Guðmundsson er ein
hver gætnasti skákmaður okkar,
mjög öruggur varnarmaður, en
lætur mun lakar að tefla sókn.
jafnteflum á mótum, jafnt gegn
veikum sem sterkum mönnum.
— Ég spái því, að Arinbjörn
vinni fáar skákir á þessu móti,
en tapi fáum, en þó geri ég ráð
fyrir, að hann vinni fleiri en
hann tapar og verði þannig alla
vega fyrir ofan miðju í mótinu.
Enn mætti nefna Björn Þor-
steinsson hráðskákmeistara sem
mann, er til greina kæmi, að
næði æsti í landáliði að þessu
sinni, en gallinn er sá, að Björn
er svo mistækur skákmaður, að
það er ávallt varasamt að spá
nokkru fyrir fram um frammi-
stöðu hans á mótum. Björn hef-
ur tvímælalaust mikla hæfileika
sem skákmaður, en virðist stund
um tefla af hálfgerðu kæruleysi,
en sMkt er ekki gott til árang
urs í skák.
Svo mætti auðvitað nefna Hall
dór Jónsson, Skákmeistara Norð-
urlands og Jón Hálfdánarson,
þeir gætu báðir lent ofarlega í
mótinu. Og raunar er þetta svo
— að Friðrik auðvitað frá töld-
um — að mjög erfitt er að spá
um, hver annan vegur í þessari
keppni, og legg ég því hér með
frá mér spádómskuflinn.
Daginn áður en mótið byrjaði,
hringdi ég í stórmeistarann og
spurði hann að því, hvort hann
byggist ekki við því, að vinna
mót þetta Iéttilega.
— Ekki léttilega, svaraði Frið
rik.
— En þú vinnur það samt?
— Það má kannski segja, að ég
hafi góða möguleika til þess.
— Hverja teTurðu skæðustu
andstæðinigana?
Guðmund Sigurjónsson og Jón
Kristinsson, og svo Freystein og
Arinbjörn, enda þótt Arinbjörn
stæði sig ekki sérlega vel á Skák
þingi Kópavogs á dögunum.
— Þú nefnir að sjálfsögðu fs
landsmeistarann, Guðmund Sig-
urjónsson fyrstan.
— Já, hann sýndi bæði á al-
þjóðlega skákmótinu hér í fyrra
vor, svo og á síðastliðnu Olym-
píumóti, að hann er orðinn mjög
sterkur skákmaður.
— Eru fremstu skákmenn okk
ar upp til hópa álíka sterkir og
fremstu skákmenn Hollendinga?
— Líklega eru nú Hollending-
ar nokkru sterkari, og stafar það
einkum af því, að þeir eru bet-
ur að sér í taflbyrjunum og öðr-
um skákfræðum. — Auk þess höf
um við meiri minnimáttarkennd
gagnvart erlendum skákmeistur
um en Ho'llendingar. Að öðru
ieyti höfum við sennilega ekkert
minni hæfileika í skák en Hol-
lendingar.
— Stúderar þú nokkuð undir
svona létt mót?
— Ég hef nú bara ekki haft
tíma til þess undanfarið, þó ég
hefði viljað.
— Nokkuð fleira, sem þú getur
frætt mig um?
— Ekki, nema það væri það,
að mér finnst hálfkynlegt að
vera næstum aldursforseti í
Landsliðsflokknum nú. Frey-
steinn og Arinbjörn eru víst þeir
einu, sem eru eldri en ég.
— Já, þú ert að verða gamall.
— Ekki finnst mér það nú,
segir Friðrik, og ég sé fyrir mér
bros hans hinum megin á línunni.
Svo kveð ég stórmeistarann
með þeirri ósk, að það megi taka
hann sem lengstan tíma að verða
gamall.
Svo slæ ég á þráðinn til ís-
landsmeistarans unga, Guðmund
ar Sigurjónssonar.
— Þú reiknar auðvitað með
því að vinna þetta mót, Guð-
mundur?
— Nei, ekki geri ég það nú.
— Hvað kemur til?
— Andstæðingarnir eru marg-
ir skæðir.
— Kannski einn öðrum frem-
ur?
O, já ekki ber því að neita.
— Þú nærð þó öðru sæti?
— Ég geri mitt bezta, en tel
hvergi nærri öruggt að ég nái
öðru sæti. Ég hefi eiginlega ekk
ert teflt í vetur.
— Nú er Landsliðið skipað
fjórum mönnum. Setjum svo, að
þið Friðrik verðið i tveimur efstu
sætunum, hverja teldirðu þá lík
legasta í þvö þau næstu?
Fyrst og fremst Hauk Angan-
týsson. Hann er mjög sterkur
skákmaður, og ég held hann sé í
stöðugri framför. Nú svo koma
auðvitað Arinbjörn og Freysteinn
mjög til greina. Arinbjörn er að
vísu sagður æfingarlítill, ef hann
er mjög traustur skákmaður.
— Ég var að tala við Frið-
rik áðan og honum fannst hálf
kynlegt, að hann skyldi vera
þriðji elzti maðurinn í flokkn-
um, ekki eldri en hann er. —-
Hvað heldur þú um það, Guð-
mundur. Heldurðu að Friðriki
fari brátt að hætta að fara fram
fyrir aldurs sakir?
— Það finnst mér næsta ólik-
legt. Ég las einhvers staðar ný-
lega, að skákmenn stæðu uppá
sitt bezta þrjátíu og níu ára að
aldrL Og Friðrik er enn ekki
nema þrjátíu og fjögurra. Sam-
kvæmt því ætti aldur ekki að
há honum að minnsta kosti
næstu fimm árin.
Friðrik sýndi líka greinilega
á Fiskemótinu í fyrra, til dæmis
hve hann er sífellt hugmynda-
ríkur og snjall skákmaður. Hann
íefldi þar margar mjög litríkar
sóknarskákir, sem minntu mig
talsvert á skákir Bent Larsens,
þegar hann teflir sem skemmti-
legast.
— Hvað hafið þið Friðrik
teflt margar skákir ykkar í milli?
— Þrjár.
— Hvernig hafa leikar farið?
— Ég hefi fengið eitt jafn-
tefli Það var á Fiskemótinu í
fyrra.
Ég þakka íslandsmeistaranum
fyrir viðtalið. Hann á marga
stranga daga fram undan.
Dormeyer hrærivélar
Höfum fenqið nokkurt magn af þeyturum í Dormeyer
hrærivélar.
RAFBRAUT S.F., Suðurlandsbraut 6,
sími 81440.