Morgunblaðið - 30.03.1969, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1009
15
Stóll og borð forseta Sameinaðs Alþingis, Jóns Pálmasonar var þakið glerbrotum og grjóthnullungum áður en yfir lauk. Mátti mildi
heita að forseti skyldi ekki slasast. Stjórnaði Jón Pálmason þingfundi af stakri rósemi, þótt mikið gengi á úti fyrir.
- þegar
kommún-
istar
gerðu
atlögu
að
íslenzku
lýðræði
ÓLGANDI MANNHAF
AAUSTURVELLI
Fólk brást skjótt og vel við tilmæl-
um forystumanna stjórnarflokkanna og
á meðan á fundi kommúnista stóð hafði
rriikiTl mannfjöldi safnast saman á Aust-
urvélli Varð völlurinn á skammri
stundu ólgandi mannhaf yfir að líta.
Þarna var komið fólk úr öllum at-
vinnustéttum, karlar, konur og börn.
Auk þess fór einnig fólk að hópast út í
glugga í nærliggjandi byggingum, og
kom sér jafnvel fyrir á húsþökum. Er
gizkað á að klukkan rúmlega eitt hafi
um 10 þús. manns verið samankomin á
Austurvelli. Ailt fór fram með ró og
spekt og fæstir munu hafa átt á
neinu illu von.
Brátt kom fylking útifundarmanna og
blandaðist nokkuð saman við fólkið
sem fyrir var. Nefndin hélt að dyrum
Alþingishússins, en fékk ekki að fara
inn í húsið. Réttu forsvarsmennirnir til-
lögu fundarins inn um opnar dyr til
Sigurðar Guðnasonar sem var tilbúnn
að veita henni viðtöku. Las Sigurður
tillöguna upp á þingfundinum, og hefur
áður verið skýrt frá viðtökum þeim er
hún fékk.
JAPL OG JAML OG FUÐUR
í herbúðum kommúnista upphófst nú
mikið japl og jaml og fuður. Sigurður
Guðnason hljóp í einum spretti upp á
loft í þinghúsinu og ti'l fundarherberg-
is kommúnista þar. Voru þar fyrir a.m.
k. tveir af skeleggustu baráttumönnum
flokksins. Ekki var viðdvölin í flokks-
herberginu löng, heldur var skundað
niður og út til aðalhópsins sem bomið
hafði frá Miðbæjarskólanum. Skýrðu
þeir frá því sera fram hafði farið innan
þings og þeim viðtökum sem tillaga
þeirra hafði fengið.
Upp úr þessu hófust mikil köll
kommúnista. Kallkór þeirra kállaði í
sífel'lu — þjóðaratkvæði — þjóðarat-
kvæði. Gekk svo um hríð að kommún-
istar stóðu á öskrinu, en lítið virtist
það hafa að segja. Hópurinn var það
fámennur að raddir þeirra köfnuðu
í kli'ð þeim sem jafnan verður
þar sem margt fólk er samankomið.
Tóku kommúnistarnir það þá til bragðs
að rétta upp hendurnar í lok hverr-
ar öskurhrinu. Átti það að vekja á
þeim meiri athygli, og einnig að undir-
strika kröfur þeirra um þjóðaratkvæða-
greiðslu. Reynt var að kasta tölu á
þær hendur sem á lofti voru, og er
gizkað á að þær hafi verið tvö til þrjú
hundruð
Fólk horfði almennt með undrun á
vanstil'lingu þessarra manna, en undr-
unarsvipurinn breyttist fljótlega í háðs
glott og voru menn jafnvel farnir að
hlæja að þessum tiltektum.
Þegar kommúnístar sáu að öskur
þeirra og handauppréttingar mundu lít-
il áhrif hafa, sáu þeir fram á að nýrra
úrræða var þörf. Tóku þeir sig þá til
og fóru að syngja ættjarðarsöngva, eins
og t.d. ísland ögrum skorið og Ég vil
elska mitt land. Hlaut þetta góðar við-
tökur hjá mannfjöldanum sem tók und-
ir og gerðist forsöngvari nýrra laga.
En söngurinn reyndist kommúnistum
þreytandi þegar til lengdar lét. Klukk-
an var farin að ganga þrjú og eina
sjáanlega uppskera þeirra var andúð
og h áð fólksfjöldans. Þeir vissu að
þingsályktunartillagan mundi brátt
koma til atkvæða, og nú var að hrökkva
eða stökkva fyrir þá.
MOLD OG EGG
Lögregian hafði skipað sér í einfalda
röð eftir Kirkjustrætinu og voru lög-
regluþjónarnir búnir kylfum og hjálm-
um. Að baki þeirra, upp við vegg Al-
þingishússins, hafði skipað sér hópur
stuðningsmanna stjónnarflokkanna,
komnir til að standa vörð um friðhelgi
Alþingis. Inni í þinghúsinu var svo
varalið lögreglunnar staðsett. Höfðu
varaliðsmenn armbindi með merki lög-
reglunnar sér til auðkenningar.
Brátt tóku kommúnistar að kasta
moldarkögglum og eggjum að Alþingis-
húsinu og lögreglunni, Höfðu þeir áður
komið sér fyrir í smáhópum innan mann
fjöldans og var því ekki gott fyrir lög-
regluna að átta sig á því hvaða ein-
staklingar það voru sem köstuðu. Höfð-
ust þeir því lítið að í fyrstu og ungu
mennirnir sem stóðu upp við þinghúsið
skeyttu því heldur ekki þótt mold og
egg lentu á þeim, með einni undan-
tekningu þó. Eggi var kastað að einum
þeirra, sem henti það á lofti og sendi
það aftur til föðurhúsanna. Fékk sá til-
tal af félögum sínum, sem ákveðið
höfðu að svara í engu árásum komm-
únista.
Meðfram gangstigum Austurvállar
var raðað hraungrýti og ekki leið á
löngu þar til ofbeldismennirnir tóku að
rífa það grjót upp og kasta að húsinu.
Brotnuðu þá þegar nokkrar rúður í
fundarsal neðri-deildar og einnig í
skrifstofu forseta íslands, sem er á
neðstu hæð hússins. Þegar hér var kom-
ið sögu mundaði lögreglan kylfur sínar
og ýtti fólkinu sem næst stóð eilítið
frá húsinu.
HLJÓÐ UR HORNI
Meðan á þessum átökum stóð var at-
kvæðagreiðslu um tillöguna að ljúka.
Hé'ldu þingmenn rósemi sinni þótt grjót
og glerbrot flygju inn á gólfið og á
borð forseta þingsins. Mátti það vissu-
lega mildi teljast að enginn þingmað-
ur skyldi slasast alvarlega. Einu telj-
andi meiðsli sem urðu var að Hetmann
Guðmundsson fékk stein í hendina og
flumbraðist af, og Skúli Guðmundsson
fékk glerflís í augað.
Kommúnistarnir fylgdust ve'l með því
sem var að gerast innan veggja í þing-
húsinu, og nú kom hvað gleggst fram
að þeir höfðu undirbúíð sig vendiléga.
Hljóð heyrðist úr horni. Tveir af for-
sprakksmönnum kommúnista höfðu kom
ið fyrir hátalara í jeppabíl og kölluðu í
gegnum hann að Alþingi hefði fellit að
viðhöfð skyldi þjóðaratkvæðagreiðsla
um málið, — kölluðu fram ýmis slag-
orð sem áttu að æsa fólkið upp. Gekk
svo skamma stund eða unz lÖgreglan
kom á vettvang og gerði hátalarann ó-
virkan.
En áður en það tækist æpti annar
forsprakkanna upp að þingmönnum
sóselistaflokksins væri haldið sem föng-
um í þinghúsinu. Við þessa frétt esp-
uðust ungkommúnistarnir fyrst að
marki og tókú í ákafa að kalla upp
nafn læriföðurs síns, Einars Olgeirsson-
ar, og hertu á grjótkastinu.
Lögreglustjóri gaf þá skipun um að
dreifa mannfjöldanum. En áður var til-
kynnt að svo yrði gert. En slík voru
öskur og læti kommúnistanna að sú
orðsending komst ti'l fárra og hafði því
ekki tilætluð áhrif. Þegar lögreglan sótti
fram reyndu kommúnistar að veita þeim
viðnám og nokkrar sviptingar urðu.
Tókst samt að riðja svæðið fyrir framan
þinghúsið sem var þó hægara sagt en
gert þar sem mannfjöldinn á vellinum
var gífurlegur og þeir sem aftastir
stóðu vissu ekki hvað fram fór við
þinghúsið og hreyfðu sig því lítið.
Margir fóru þó að hugsa til heimferð-
ar.
SLÆR í BRÝNU
En fólkið sótti aftur að þinghúsinu
með kommúnistana í fremstu röð, sem
nú höfðu safnað meira grjóti, auk þess
sem nokkrir höfðu rifið upp trérimla við
Listamannaskálann og jafnvel rimla ut-
an afhúsinu.Hertu þeir nú grjótkast
sitt að mætti.
Þegar sýnt þótti að lögregluþjónun-
um sem úti fyrir voru myndi ekki takast
að dreifa fó'lkinu, gaf lögreglustjóri
skipun til varaliðsins í þinghúsinu um
að það leitaði út, og aðstoði lögregluna.
sótti varaliðið fram við hlið lögregl-
unnar og hrökk mannfjöldinn frá eftir
mætti, nema kommúnistarnir sem nú
fyrst tóku alvarlega á móti. Notuðu þeir
vopn sín grjótið og trérimlana gegn
Framhald á bls. 18
Skrifstofa forseta Islands ! Alþingishúsinu fékk einnig sinn skerf. A myndinni sjást grjót-
hnullungar, sem kastað var inn um rúðumar.