Morgunblaðið - 30.03.1969, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1«Ö9
tíitglefandi H.f. Árvakur, Eeykjaivik.
FnamlcvæmcliaHtj óri Haraldur Sveinsaun.
'Ritstjórax' Sigurður Bjarríason frá Viguir.
Mattíh'fas Jbfcannessíen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Eitstj ómarfullteúi Þorbjöm Guðmundsson-.
Fréttastjóri Rjöm Jólhannssön!.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsaon.
Kitstjórn oig afgreiðs'la ASalstræti 6. Sími lö-löO.
Auglýsingar ASaistraeti 6. Sími 212-4-80.
Áskxiftargj'ald kr. 160X10 á miánuði innarilands,
í lausasöltc kr. 10.00 eintakið.
Á A USTUR VELLI
FYRIR 20 ÁRUM
OA ár eru nokkuð langur
tími. Þó muna margir
það sem gerðist á Austurvelli
30. marz árið 1949. Þá fram-
kvæmdu kommúnistar á Is-
landi hótanir sínar um ofbeldi
gegn Alþingi, ef það sam-
þykkti aðild íslands að Atl-
antshafsbandalaginu. Komm-
únistar skipulögðu þá stór-
árás á Alþingishúsið, brutu
flestar rúður þess, og gerðu
þannig tilraun til manndrápa
og stórfelldra líkamsmeiðinga
á friðsömum borgurum og lög
gæzlumönnum. Var það
mesta mildi að ekki urðu
mörg mannslát og stórfelld
meiðsl af grjóthríð er fámenn
ur hópur kommúnista hóf
árás sína á þinghúsið og
hundruð borgara er höfðu
skipað sér þar til varnar.
Nokkrir lögreglumenn og al-
mennir borgarar urðu fyrir
meiðslum af grjóthríðinni og
einn lögregluþjónn særðist
mjög alvarlega.
í Morgunblaðinu 21. marz
árið 1949 var þessari árás m.a.
lýst með þessum orðum:
„Stóð grjóthríðin alla leið
inn í þingsalina, þar sem Al-
þingi sat að störfum. Ekki
urðu þó önnur meiðsl á þing-
mönnum en þau, að einn þing
maður fékk smástein á gagn-
augað og hruflaðist lítillega.
Var það Hermann Guðmunds
son. Annar skrifari Alþingis,
Skúli Guðmundsson, sem sat
í skrifarasæti rétt innan við
einn glugga þingsalarins fékk
steinhnullung í hendina, en
sakaði lítt. Dreifðust glerbrot
in frá rúðunum langt inn í
fundarsalinn.“
Tilgangur kommúnista með
þessari skrílárás var auðvitað
sá að hindra löglega kjörna
löggjafarsamkomu í að taka
afstöðu til mikilvægs utan-
ríkis- og öryggismáls. En Al-
þingi lét sig árás kommún-
ista engu skipta. Alþingi sam
þykkti þingsályktunartillögu
ríkisstjórnarinnar um þátt-
töku íslands í Norður-Atlants
hafsbandalaginu með 37 at-
kvæðum gegn 13. Tveir þing-
menn greiddu ekki atkvæði.
Með þingsályktunartillögunni
greiddu atkvæði 19 Sjálfstæð-
ismenn, 7 Alþýðuflokksmenn
og 11 Framsóknarmenn.
STAÐREYNDUM
SNÚIÐ VIÐ
¥ öllum alþingiskosningum,
* sem fram hafa farið síð-
an hefur sú stefna, sem lýð-
ræðisflokkarnir mörkuðu í
utanríkismálum með aðild að
Atlantshafsbandalaginu hlot-
ið yfirgnæfandi meirihluta
fylgis meðal íslenzkra kjós-
enda. Það er því fáránleg
staðhæfing, þegar kommún-
istar halda því stöðugt fram,
síðast í kommúnistablaðinu í
gær, að Alþingi hafi sam-
þykkt aðild íslands að Atlants
hafsbandalaginu „í strássi við
vilja yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar.“
En þannig er málflutningur
kommúnista. Þeir snúa stað-
reyndum æfinlega við, segja
svart hvítt og hvítt svart.
Einn þeirra atburða, sem
mörgum er minnisstæður
eftir 30. marz 1949 var það
atferli eins þingmanns komm
únista að laumast inn í Al-
þingishúsið síðari hluta dags
og snúa brjóstmynd af Jóni
Sigurðssyni öfugt. Það atferli
er táknrænt um alla fram-
komu kommúnista. Þeir snúa
öllu öfugt.
Það sýnir svo einstæða
óskammfeilni hins marg-
klofna kommúnistaflokks á
íslandi, að hæla sér nú af of-
beldisárásinni er þeir frömdu
fyrir 20 árum. Svo langt
ganga kommúnistar í þessum
fíflalátum, að þeir boða jafn-
vel til „afmælishátíðar“ af
þessu tilefni.
TIL VERNDAR
FRIÐIOG FRELSI
Vófirgnæfandi meirihluti ís-
lenzku þjóðarinnar fylg-
ir þeirri stefnu, sem lýðræðis
flokkarnir mörkuðu á sínum
tíma sameiginlega og er m.a.
fólgin í aðild íslands að
Atlanthafsbandalaginu. Atl-
antshafsbandalagið hefur stað
ið trúan vörð um friðinn í
Evrópu. Það hefur stöðvað
framsókn hins alþjóðlega
kommúnisma. 20 ára reynsla
hefur sannað að það er fyrst
og fremst varnarsamtök hins
frjálsa og lýðræðissinnaða
heims gegn hinu kaldrifjaða
ofbeldi og yfirgangi. Varsjár-
bandalag kommúnista hefur
hins vegar gerzt sekt um sví-
virðilega árás á eitt af aðild-
arríkjum sínum, Tékkóslóvak
íu. Eru þeir hörmungaratburð
ir öllum heimi í fersku minni.
Hinn 30. marz 1949 afhjúp-
uðu kommúnistar sitt innra
eðli. Þeir komu fram sem
A
W
UTAN (ÍR HEIMI
Forseti Anguilla er
ekki gleðskaparmaður
— Sem Aðventisti hefur hann lagzt harðlega gegn öllum
áformum um spilavíti á eynni
Rnguilla og New York —
RONALD Webster hefur eytt
mestum hluta lífs síns á smá-
eynni Anguilla í Karíbahafi,
sem svo mjög hefur verið í
fréttum vegna innrásar brezks
herliðs. Er eyjaskeggjar lýstu
yfir sjálfstæði sínu fyrir
tveimur árum eða svo, vakti
fréttin athygli á þeim grund-
velli að hér væri um að ræða
furðulegasta lýðveldi heims.
Webster, sem er forseti
eyjarinnar, er nú maður um-
deildur sem aldrei fyrr, og
hann virðist ekki gera sér
algjörlega ljóst hvaða leiðir
hann á að velja til þess að
spyrna fótum við innrás
Breta á eyna í sl. viku,.
Hann hefur hvatt eyjax-
skeggja til mótmaelaaðgerða,
en á sama tíma hvatt þá til
að sýna stillingu og hófsemi.
Hann reynir að treysta stöðu
sína sem forse'ti sjáiifstæðrar
þjóðar, en aðeins á þeim
gruindvelli „að sj-álfstæðinu
var þröngvað uppá okkur.“
Betra væri, ef Anguilla væri
í tenigslum við eirihverja
aðra, en hann er leiðtogi and-
spyrmjfhreyfingarinnar gegn
því að taka upp aftur sam-
ba.nd við eyjarnar St. Kitts
og Nevis, sem eru í nágrenn-
inu .Bretar gerðu sjálfstætt
ríki úr þessum þremur eyjum
fyrir tveimur árum.
VELGENGNISMAÐUR
Ronald Webster, sem einn
helzti velgengnismaðuT á
Anguilla, verður tilfinnanlega
var við framkvæmdaskortinn
á eynni, og hann keimir St.
Kitts, ag þó sérstaklega Bret-
um um vanræksluna í þessum
efnum.
Webster er maður lágur
vexti, dökikur á brún og brá
og skarpleitur. Hann er ekki
sérlega mælskur og naumast
getur hann talizt brosmildur.
Webster ræddist 2. marz
1926, sonur fiskimanns, og hóf
að vinna við dagleg störf
þegar að loknu barnaskóla-
námi. Þessi framitíðarleiðtogi
eyjaskeggja hóf búskap á
smáeynni St. Martin, um 10
km. suður af Anguilla, og
tókst h-onum svo vel til í bú-
skapnum að hann eignaðist
365 ekrur lands, sem hann
nú leigir út.
Hann segir, að han,n hafi
á St. Martin, sem lítur sam-
eiginlegri stjórn Frakka og
Hollendinga, séð hvernig þró-
unin hafi verið, frarrikvæmd-
um fleygt fram. Hann kom
því aftur til fæðingareyjar
sinnar og æSkti þess að sjá
samSkonar framfarir þar.
Webster rekur þar verzlun
með byggingar og jármvörur,
og hefur einnig keypt land á
Anguilla. Hahn neitar því, að
hann sé aúðugasti maður eyj-
arinnar, hvorki í löndum eða
lausum aurum.
„Ég befi það gott, og bý
þægilega“, segir hann.
Er Anguilla sagði skilið við
St. Kitts var Webster einn
helzti frumikvöðullinn að
þeirri athöfn.
Annar Rnguillabúi, Peter
Adams, tók þá við völdum á
eynni. Er hann sýndi merki
þess, að hann vildi reyna
samningialeiðina, var honum
Steypt af stóli og Webster
tók við völdum, hefur haldið
þeim síðan, og notið mikilla
og almennra vinsælda meðal
eyjaSkeggja.
En hann nýtur eklki stuðn-
ings allra og sumir gagnrýn-
enda hans á Aragui'lla salka
hann um þvermóðsfcu og
þröragsýni. En hann er einnig
gagnrýndur fyrir að auðvelt
sé að hafa áhrif á hann. Bret-
ar gagnrýna ha.nn einkum
fyrir að hafa að sögn þeirra,
átt skipti við nokkra aiBrada-
rí.kjamen.n,, sem eigi sér vafa-
sama fortíð. Webster harð-
neitar þeim ásökunum.
Leiðtogi Anguilla er Sjö-
unda dags Aðventisti, með
rrajög sterka siðgæðisvitund,
sem hefur orðið til þess að
ha.nn hefur eindregið lagzt
gegn huigmyndum um að
spilavíti verði einn þáttur-
inn í uippby.ggingu efnahags-
líf3 eyjarinnar.
Webster býr í ljósrauðu
einbýiishúsi á austanverðri
eynni ásamt konu sinni, fimm
börnum og 83 ára móður
sinni.
Ronald Wehster
— lítt brosmildur
Kanada áfram í Atlants
hafsbandalaginu
— er tillaga utanríkismálanefndarinnar
til þingsins í Ottawa
Ottawa, 26. marz — NTB
VARNAR- og utanríkismála-
nefnd kanadíska þingsins lagði í
dag tii að Kanadamenn héldu
áfram þátttöku í Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) og að
Kanadamenn héldu áfram að
hafa her í Evrópu.
í bráðabirgðaáliti til neðri
deildar þingsiras segir nefndin,
að Kanada ætti að nota aðild
sína að NATO til þess að reyna
að draga úr spennu í Evrópu.
Jafnframt því, sem fullkomnu
hernaðarlegu öryggi yrði að
halda uppi, beri einnig að reyna
að semja um að hernaðarhlut-
falli í álfunni verði ekki breytt,
og jafnvægi komizt þannig á
milli austurs og vesturs, svo. sem
lagt er til í Harmel-skýrslunni
svonefndu, en hún er kennd. við
Pierre Harmel, utanríkisráð-
herra Belgíu.
Varnar- og utanríkismála-
nefnd kanadíska þingsins hefur
rætt aðild landsins að NATO
frá því í janúar, og lýsti því yfir
í dag, að í heild séð ætti ekki að
framkvæma neinar grundvallar-
breytingar á afstöðu Kanada til
NATO.
„Kanada á að gegna mikil-
vægu hlutverki til þess að
vernda friðinn með þátttöku
sinni í NATO, og á að hafa áfram
her í Evrópu sem framlag til
sameiginlegra varna N,ATO“, seg
ir í nefndarálitinu til þingsins.
grímulausir ofbeldis- og árás-
armenn. Enginn þarf að efast
um að þeir væru reiðubúnir
til þess að endurtaka slíkar
aðgerðir, ef þeir hefðu
minnsta tækifæri til þess. En
kommúnistaflokkurinn á ís-
landi er í dag margklofinn og
innbyrðis sundurþykkur.
Þess vegna reyna kommúnist
ar nú að nota „afmælishátíðar
höld“ sín og minningarhátíð
um grjótárásina frá 1949 til
þess að breiða yfir þau log-
andi illindi, sem geysa innan
flokksins.
Þetta er kjarni málsins.
Kommúnistar munu þess
vegna hafa skömm eina og
fyrilitningu allra góðra
manna af brambolti sínu nú.
Þeir hefðu átt að hafa vit á
því að þegja um grjótárás
sína á Alþingi fyrir 20 árum.