Morgunblaðið - 30.03.1969, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.03.1969, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1069 31 Gjaldeyrissparnaður 9,6 millj. séu mjólkurumbúðir framleiddar hér — segja forráðamenn Kassagerðar FORRÁÐAMENN Kassagerðar Revkjavíkur kölluðai á blaða- menn s.l. föstudag, vegna þess að þeir töldu fréttir óljósar frá um- búðanefndinni og málið of lítið skýrt, að því er Kristjám Jóhann Kristjánsson forstj. sagði. Höfðu þeir tekið saman nokkur minn- isatriði um mjólkurbúðamálið, sem hér eru birt á eftir, og svör- uðu jafnframt spurningum blaða manna. Kom þar fram að Mjólk- ursamsalan reiknar með að að- eins sé framleitt í fernur í 4% klst. á dag í hinni dýru vél, en önnur gijólk sett í hyrnur, en Kassagerðarmenn telja fjarstæðu að nýta efcki 16 milj. kr. vél betur og setja þá miklu meira af mjólk í fernur. En þá mundi sparast mikið að kaupa umbúðir af Kassagerðinni. Með því að nýta vélina svo illa og halda fram- leiðsluháttum Mjólkursamsölunn ar, sé sami kostnaður við að framleiða fernurnar í Svíþjóð og í Kassaigerð Reykjavífcur, en gjaldeyrissparnaðurinn er samt fyrir hendi við að láta framleiða umbúðir hér og auk þessa veitir það vinnu. Og 3 millj. króna munur stendur enn að þvi er vélar varðar. Minnisatriðin með ýmsum útreikningum Kassa- gerðarinnar fara hér á eftir: Mjólkursamsalan hefur áfyll- ingarvélar sínar á leigu frá Sví- þjóð og borgar fyrir þær grunn- leigu, ársfjórðungsleigu og fram- leiðslugjald. Þessi kostnaður nemur 19.6 aurum á hvern lítra mjóLkur, ef mjólkin er látin í eins lítra fernur, nemur kostn- aðurinn 33.5 aururn á hvern lítra, samifcvæmt upplýsingum Mjólkursamsölunnar til Fram- leiðsluráðs, og 67.1 eyri þegar hún er látin í hálfs lítra fernur. Hinsvegar býður Kassagerð Reykjavíkur Mjólkursamsölunni áfyllingarvél til kaups frá Seal Rigbt, sem er elzta og reyndasta fyrirtæki í Bandaríkjunum og næst stærsta í fnamleiðslu á mjólkuruimbúðum úr pappa, og veitir Kassagerð Reykjavíkur framleiðslurétt á umbúðum fyrir þessar vélar gegn einkaleyfis- gjaldi, sem er innifalið í verði umbúðanna frá Kassagerð Reykja víkur, sem er 10 aurum hærra en — Drykkjuskapur Framhald af bls. X hafa mikla athygli og fram koma í grein, sem prófessor Juri Tsjatskejevski ritar í Pravda. Ber hann þar fram áskoranir um, að stofnuð verði félög, sem berjist gegn ofdrykkju. Prófessor Tsjatskjevski skýrir frá því, að 85% þeirra áfloga, sem hafa haft dauð- daga í för með sér á árinu, hafi átt rætur að rekja til drykkjuskapar, en 65% þess fólks, sem drukknað hafi, hafi drukknað beinlínis venga áfengisneyzlu. Yfir 96% allra morða voru framin af fordrukknu fólki, sem framdi morðin án þess að nokkrar sérstæðar ástæ'ður lægju þar að baki. 40% þeirra hjónabanda, sem lauk með skilnaði á árinu, leystust upp sakir drykkjuskapar annars hjúskaparaðilans. Prófessorinn gagnrýnir, að margar stofnanir kommún- i istaflokksins láti sig ofneyzlu áfengis litlu skipta og segir hann, að ýmsir meðlimir flokksins misnoti áfengi. LEIÐRÉTTING NAFN konunnar, sem er með Eisenhower og Ásgeiri Ásgeirs- syni á myndinni í blaðinu í gær, er Dýrfinna Oddfreðsdóttir. Pure Pak umbúðirnar, enda verði umbúðirnar framleiddar að öllu leyti hjá Kassagerð Reykjavíkur en etoki að hluta, eins og fram hefur komið í dagblöðunum. Ef Mjólkursamsalan keypti umrædda Seal Right vél og væri hún nýtt eðlilegan vinnudag og afskrifuð á átta árum með 9% vöxtum yrði kostnaðurinn á hvern lítra í tveggja lltra fernu 11.1 eyrir í stað 19.6 aura, eða 8.5 aurum lægri á hvern lítra. Enn meiri yrði munurinn á eins lítra og hálfs lítra fernum, því að þá næmi kostnaðurinn 14.3 auruim á lítra í stað 33.5 aura og 67.1 eyris. Aufc þess ætti Mjólkursamsalan þá vélarnar skuldlausar eftir átta ár. Gera má ráð fyrir, að Mjólkur- neyzla í pappaumbúðum á svæði Mjólkursamsölunnar nemi 90.000 lítrum á dag. Ef öll mjólkin væri sett í tveggja lítra fernur, mundi 8.5 aura mismunurinn nema 7.650 krónum á dag og 2.8 millj- ónum króna á ári, en þax sem eitthvað fer í minni umbúðir, y rði munrinn enn meiri, eða yfir 3 milljónir króna á ári. MjóJkursamsalan hefur fengið tveggja lítra fernur frá Svíþjóð og hafa þær kostað 3.06 kr. komn ar til Mjólkursamsölunnar. Kassagerð Reykjavíkur hefur boðizt til að afgreiða nákvæm- lega sömu umbúðir fyrir 2.70 aura stykkið. Mismunurinn nem- ur 36 aurum á hverja fernu, eða 18 aururn á hvern lítra. Miðað við 90.000 lítra neyzlu á dag nemur þessi mismunur 16.200 krónum á dag eða 6 milljónum króna á ári. Tjónið af því að fara ekki eftir eðli- legum viðskiptaháttum nemur því 3 + 6 = 9 milljónum á ári. En tvennt gerðist, áður en rannsóknarnefndin skilaði áliti sínu. Annars vegar var ákveðið að lækka tollinn á innfluttum fernum úr 60% í 20% og auk þess lofaði sænska fyrirtækið að lækka verð sitt um 9.5% eða um 26 aura pr. 2 lítra fernu. Með þeim hætti hverfur mismunur- inn, að því er varðar umbúð- irnar. Er þá verðið á sænsku umibúðunum orðið svipað og hjá Kassagerðinni, eins og kemur fram í skýrslu nefndarininar. En áfram stendur 3 milljón króna munurinn, að því er varðar vél- arnar. Með lækkun tollanna úr 60% í 20% hefur tollvernd innlenda iðnaðarins verið minnkuð niður í 5%. Er hún því miklu minni, en almennt er talið eðlilegt. Reykjavíkurborg telur t. d. eðli- legt að taka innlend tilboð fram yfir erlend, þótt þau séu 10% hærri, og sumir vilja hafa þá prósentutölu enn hærri, vegna þeirrar atvinnu og gjaldeyris- sparnaðar, sem innlendi iðnað- urinn veitir. Ef umbúðirnar væru fram- ieiddar hér heima, mundi spar- ast gjaldeyrir, sem nemur 20 aururn á hvern lítra, eða 6.6 miljónir á ári, fyrir utan 3 miljón króna mismuninn á vélakostnaði. Samtals næmi þá gjaldeyris- sparnaðurinn 9.6 milljónum króna. Kassagerð Reykjavíkur vill benda á, að útreikningar henn- ar byggiast á að Seal Right áfyll ingarvélin sé niotuð 8 klst. pr. - ONASSIS Framhald af bls. 1. mentinu gæti Mn gengið í grísku rétttrúnaðarkirkjuna. — Hann sagði, að Richard kardin- áli Cushing í Boston og yfirmað ur grísk-kaiþólsku kirkjunnar heíðu skipzt á bréfum um mál- ið. Cushing hefur sagt að það sé hrein fjarstæða að haalda að frá Onassis verði bannfærð. sólarhring, en Mjóikursamsalan telur sinn vinnudag við áfyll- ingu mjólkur vera aðeins 4% — 5 klst. daglega, og þykir mörg- um það léleg nýting á vél sem kosta mundi nærri 16 milljónir króna. Umbúðanefndin mun hafa byggt útreikninga sína á þessum stutta vinnutima Mjólkursam- sölunnar. Þess er vart að geta, að af þessari umræddu Seal Right vél mundi ríkissjóður fá í tolla og söluskatt kr. 4 millj. 100 þúsund, en enginn tollur hefur verið greiddur af leigu- gjöldum sem Mjólkursamsalan hefur greitt Tetra Pak síðustu 10 árin. Mjól'kursamisalan hefur notað hyrnuvélar frá Tetra Pak í nær- fellt 10 ár og greiðir ennþá full leigugjöld, sem í dag eru um 15 aurar af hverjum lítra í hyrnu. - PÁSKAHROTA Framhald af bls. 32 net, en mun fleiri af Þorlákshafn arbátum eru rheð net en troll. — Franklín. Sandgerði, 29. marz. Ágætur netaafli hefur verið hjá Sandgerðisbátum síðustu daga. Tuttugu og tveir bátar komu til Sandgerðis í gær með alls 254 tonn, sem gera að meðal tali 13.9 tonn á bát. f þessum bátafjölda eru trollbátar sem eru með allt niður í 3 tonn. Andri var þarna aflahæstur með 25 tonn. Engir línubátar réru fyrr en í gærmorgun um hádegisbil, en þá hafði lægt á miðunum. Lít- ill afli var hjá línubátum eftir daginn. — Páll Ó. Grindavík, 29. marz. Mjög góður afli var hjá Grinda víkurbátum undangenginn hálf- an mánuð, en nokkuð hefur dregið úr síðustu daga, þó segja megi að afli hafi verið sæmileg- ur, eða um 20 tonn á bát. Gæftir hafa verið góðar og bátar hafa getið dregið netin daglega. Mun fleiri eru á netum en trolli, en afli trollbáta hefur verið tiltölu- lega rýr. Hér landa daglega á milli 50 og 60 bátar. Stærsti hluti afla þessara báta er unninn hér í byggðarlaginu, en þó er töluve.rð- ur hluti hans fluttur til Kefla- víkur, Sandgerðis, Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur. Marga dag- ana hefur verið landað hér 5-8 hundruðum tonnum á dag. — Tómas. - BIAFRAFLUG Framhald af bls. 32 fríum sínum, og skiptast þá kannski á. Ég fer með þeim suðureftir og flýg með þeim fyrstu 2 — 3 viikurnar, þvi að þeir hafa flestir eikki flogið á þessum slóðum. Það verður maður fyrir mig suðurfrá til að sjá um rekst- urinn en sjálfur verð ég þar með annan fótinn. — Þegar auglýst var eftir flugliðum var lofað háu kaupi. — Já, kaupið er hátt, enda er þetta tahn hættu'leg vinna. Þeir fá fast kaup og síðan fá þeir eftir þekn tonnafjölda, sem þeir flytja. Þetta er eins konar atokorð. — Hvaða vél verður notuð til flugsins? — DC-6B vél sem Fragt- flugi h.f. stendur til boða að kaupa eða taka á leigu, og er málið í athugun hjá íslenzk- um stjórnvöldum. Reynslan á Norðurlöndum er sú að stjórn völd þar hafa verið kirkjunni og Rauða krossinum mjög hjálpleg við ýmis formsatriði, sem gera félögunum kleift að halda þessu flugi uppi. — Er samið um einhvern ákveðinn fjölda ferða? — Það er ekki hægt. Við fljúgum eins mikið og við get um. Það er ekki hægt að leggja af stað fyrr en kl. 6 að Kvöldi, þegar orðið er dimmt.Það er flogið yfir Guin eaflóann og inn yfir Nígeríu og tekur flugið aðra leiðina klukkutíma og 40 mínútur en hina klukkutíma og korter. Við verðum að vera komnir til baka úr síðustu ferðinni áður en fer að birta. Ég vona að ég fái nógu marga íslenzka flugliða í þetta flug — ef ekki verð ég að fá frá hinum Norð- urlöndunum, en framboð er mikið. — Það má geta þess, þótt sé mér og mínu fyrirtæki al- veg óviðkomandi að það er mikið af ungum piltum frá Norðurlöhdunum sem vinna um borð í flugvélunum á veg- um Rauða krossins í Svíþjóð og Alþjóða Rauða krossins. Er mikið um að skólapiltar, sem komnir eru yfir tvítugt fái vinnu við þetta í fríum, 1—3 mánuði. Vinnan er í því fólgin að stjórna hleðslu og afhleðslu vélanna. Er lögð áherzla á að reyna að fá fólk frá sem flest um löndum til að vinna við matvælaflutninga og önnur hjálparstörf í Biafra eins og kunnugt er. — En hvað líður vöruflutn- ingum milli Bandáríkjanna og Evrópu um ísland? — Það er ekki hægt að segja svo mikið um það enn sem komið er. — Fragtflug h.f. var stofn- áð í júlí í fyrra og umsókn um lendingarleyfi erlendis send sarhgöngumálaráðuneyt- inu, en samkvæmt ósk okkar hefur umsóknin ekki verið af- greidd ennþá, þar sem undir- búningur málsins við erlend yfirvöld er ekki kominn nógu langt. Mun ég óska eftir að það verði látið bfða eitthvað, því að vegna Biafra-flugsins verður ekki tími til að Ijúka undirbúningnum erlendis. Ég mun þó nota tímann hér heima til að vinna áfram að þessu. — Til hvaða staða er áætlað áð fljúga? — Við höfum sótt um nokkr ar flugleiðir, en ég vil taka það skýrt fram að við höfum ekki sótt um leiðir sem ís- lenzku flugfélögin fljúga á. Með því að koma okkar flutningum í gang vonumst við til að geta aukið flutninga íslenzku flugfélaganna. Þeir staðir sem við höfum sótt um að fá að fljúga til eru: Philadelhpia, Boston, Chicago, Detroit, Los Angel- es, Amsterdam, Frankfurt, Milano, Basel og Asíuborgirn ar: Tokyo, Hong Kong, Man- illa, Bankoto, Kuala Lumpur, Singapore og Jakarta. Nú er eftir að sjá til hváða borga okkur verður veitt leyfi til að fljúga, og hvernig þróunin verður síðan. — Hvaðan kemur fjármagn til þessa fyrirtækis? — Félagið telur sig geta út- vegað fjármagn til að koma þessu af tað. Við verðum með eina vél til að byrja með og erum sem stendur að athuga me'ð Britannia fragtvél, en hún getur flutt 17 tonn. — Má búast við að fragt- flutningar um ísland hefjist í sumar? — Hver veit? Þegar Biafra- flugið er komið í gang sný ég mér að því að vinna í þessu af fullum krafti. Flugfélag íslands býður nú einkar ódýrar og þægilegar einstokl- ingsferði með nær 40% áfslætti til Spánar og Portúgals. Þotuflug til Barcelona, Malaga og Palma de Mallorca á Spáni og Lissabon og Faro I Portúgal Viðdvöl í London á heimleið ef óskað er. Allar frekari upplýsingar og fyrirgreiðsla hjá lATA-ferða- skrifstofunum og Flugfélagi íslands. Hvergi ódýrari fargjöld. FLUCFELAC /SLAJVDS ÞJONUSTA HRAÐI - ÞÆGINDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.