Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL, 1»®9
3
••
Hesturinn ver&ur til sýnis við félagsheimili Fáks í dag
ATBURÐUR
gerðist í
fyrsta sinn á Islandi nú um
helgina, að settar voru gervi-
tennur upp í hross. Jón Sig-
urbjörnsson, leikari og kona
hanis, Þóra Friðriksdóttir, eru
mikið hestafólk og nýlega
varð einn jgæðinga þeirra —
reiðlhestur frúarinnar, fyrir
því óláni , að tennurnar
skemmdust — bókstaflega
hrundu. Urðu þau hjóu að
velja í milli þess að deyða
gæðinginn, eða reyna eitt-
hvað annað, og þalr sem
frúnni va,r mikil eftirsjá í
klárnum, tók Jón það ráð að
leita til L»->læknis. Haukur
Clausen tok að sér málið og
um helgina fékk klárinn nýju
tennurnar eftir að hafa verið
tannlauis í 2 mánuði. Mbl.
fékk góðfúslega að vera við-
statt á sunnudaig, er góm-
arnir voru settir upp i fliest-
:;
:;u‘.
Forsaga þessa máls er sú,
að Páfi, 6 vetra gæðingur fxú
Þóru Friðriksdóttur, fékk
skyndilega meinsemd í tann-
hioldið, sem olli því, að gler-
ungurinn efst við tannbeinið
skemmdist. í fyrstu áleit Jón
þetta myndj ganga yfir, en
þegar klárinn fór að legigja
af, kom í Ijós, að tann-
sfeömmdirnar voru alvarleg-
ar. En látum Jón lýsa þessu
hwóiíxm;
Smíði tanminna lokið og gómarnir fullgerðir. Haukur athugar bitið, en tannsmiðirnir horfa
á Júníus Pálsson til vinstri og Guðjón Guðmundisson til hægri.
sjálfan, en við hittum hann Stanleyville við Elliðaár á
að máli í hesthúsunum í sunnudag:
— Þetta er búið að vera er-
ils-amur tími fyrir mig og
raunar hefur Haukur ekki átt
sjö dagana saela, því að allt
hefur þetta staðið og fallið
með snilldarlegum hand-
brögðum hans. Ég hafði heyrt
um það, að í Bandaríkjunum
væru hrossatannlækningar
sérstakt fag og lengdu menn
oft líf hrossa sinna með því
að láta gera við tennur
þeirra. Mér flaug því þetta
ráð í hug og Haukur tók að
sér málið.
— Ég gat ekki hugsað mér
að missa Páfa — sagði frú
Þóra Friðri'ksdóttir, og þótt
Jón hafi þurft að leggja á sig
aukið erfiði, sem enfitt va,r að
samræma störfum okkar í
leikhúsunum s>é ég ekki eft-
ir þessu.
Haukur Clausen sagðd okk-
ur að þetta væri eitt erfið-
asta verkefni, sem hann hefði
unnið á tannlæknisferlí sin-
um. Við spurðum hann í
fyrstu, hvort hann hefði ekki
orðið his,sa vdð bón Jóns, og
hann svarar:
— Jú, satt að segja hélt
ég að Jón væri að gera að
gamni sínu. En ég skildi þá
ekki, hve annt þeim hjónum
var um hestinn. Við urðum
Framhald á bts. 24
> V / V W/.»>>»;„■ .*
■■ ' . > ', :■ ■:■ ' ■■ ■'-„:■>:■ .,4ö
. s *> » ■ - • - •♦»:•<*„ *
>«x->.>;>.f>:5»>X'W;X<^.<;>:::S
Páfi kominn með tennurnar og Haukur Clausen aðgætir ilwort þær sitji ekki rétt. Þóra
Friðriksdóttir og Jón Sigurbjörmsson horfa á. — Ljósm.: ól. K. M.
Kaupið borðstofusett fyrir ferminguna
FYRIR 1500 KRÓNUR á mánuði og 1500,00 út
eignizt t>ér BORÐSTOFUBORÐ og 4—8 stóla.
FYRIR 2000 KRÓNUR á mánubi og 2000,oo út
eignizt Jbér BORÐSTOFUSKÁP, BORÐ
og 4—8 stóla.
STÓLAR KOSTA: 1.450.-, 2.390.-, 2.810.-, 2.985.-, 3.375.-
BORÐ — 6.880.-, 7.345.-, 7.760.-, 8.985.-, 9.365.-
SKÁPAR — 12.845.-, 13.345.-, 13.900.-, 15.845.-, 17.585.-
Eingöngu vnndnðnr vörnr
r>e»
® 22900 LAUGAVEG 26
STAKSTEIHAR
Nýtt - Nýtt
Það ber ekki sjaldan við
þegar menn vilja vekja athygli
á vöru sinni, að þeir auglýsi
hana undir upphrópunarorðunum
Nýtt! Nýtt! Sjálfsagt er það
sama, sem vakir fyrir hinum
mismunandi klíkum á vinstri
væng íslenzkra stjórnmála er
þær hefja blaðaútgáfu. Nú eru
gefin út þrjú blöð auk Þjóðvilj-
ans sem túlka málstað vinstri
manna. Einkenni þeirra allra er
það sama: NÝTT Land — NÝ
Útsýn — NÝ Dagsbrún. Hið
síðastnefnda blaðið kom út sl.
sunnudag og ef marka má orð
þess hefur Þjóðviljanum heldur
betur skrikað fótur á hinum
dyggðum prýdda vegi marxis-
mans. „Ný Dagsbrún“ segir um
tilefni útkomu sinnar: „úm 40
ára skeið hafa flokkar íslenzkra
marxista átt sér málgögn. Þau
hafa vísað alþýðunni leið í bar-
áttunni fyrir bættum kjörum,
fylkt liði í þjóðfrelsisbaráttunni
og örfað skilning á framtíðar-
markmiðunum: sósíalistískum
þjóðfélagsháttum. Nú er svo
komið að marxistísk samtök á
fslandi eiga sér ekkert slíkt mál-
gagn. Eins og málum var háttað
hafði Sósíalistafélag Reykjavik-
ur ekki frjálsan aðgang að neinu
málgagni og vildi ekki til lengd-
ar þurfa að sæta því að frá starf-
semi félagsins og viðhorfum til
mála yrði ekki skýrt eða þá með
hálfum sannleik og rangfærslu."
Þetta er eftirtektarverður dómur
um starf Þjóðviljans á undan-
förnum áratugum og þó sérstak-
lega hin síðari ár. Er ekki að efa,
að Austri mun hafa nóg að gera
á næstunni þegar slíkri ósvinnu
sem þessari er haldið fram um
hans blað.
Nýr flokkur
í fyrsta tölublaði Nýrrar Dags-
brúnar ritar formaður Sósíalista-
félags Reykjavíkur, Steingrímur
Aðalsteinsson, grein, þar sem
mjög er gefið í skyn, að þeir
aðilar, sem að blaðinu standa
hyggist stofna nýjan stjórnmála-
flokk, eða öllu heldur bjóða fram
í nafni þeirra stjórnmálasamtaka,
sem þeir standa að. Steingrímur
Aðalsteinsson segir: „En Alþýðu
bandalagið er staðreynd, sem
pólitískur flokkur — og Sósíal-
istaflokkurinn hefur endanlega
verið látinn víkja fyrir því.
Hvers vegna Vill Sósíalistafélag
Reykjavíkur ekki sætta sig við
þau málalok og leggja árar í
bát? Það er af nákvæmlega
sömu ástæðu og þeirri, sem olli
því, að Einar Olgeirsson og fjöl-
margir aðrir sósíalistar undu sér
ekki í Alþýðuflokknum heldur
töldu óhjákvæmilega nauðsyn að
stofna marxistískan flokk. Al-
þýðubandalagið er ekki marxis-
tískur flokkur. Það er að vísu
látið heita svo í lögum þess, að
það sé sósíalistískur flokkur — á
sama hátt og Alþýðuflokkurinn
kallar sig vera það. En sú þróun
starfsaðferða, sem varð í Sósíal-
istaflokknum hin síðari ár — »g
sem drepið er á hér að framan —
mun halda áfram í Alþýðubanda
laginu með meiri hraða og leiða
það í sömu slóð og Alþýðuflokk-
urinn hefur fetað í íslenzkum
stjórnmálum: þ.e. að hreiðra um
sig eftir mætti í valdakerfi hins
borgaralega þjóðskipulags — en
láta sósíalismann lönd og leið.
Hefur Sósialistafélag Reykjavík-
ur bolmagn til þess að hef ja á ný
það merki, sem reist var á sínum
tíma með stofnun Kommúnista-
flokks íslands?" Óþarft er að
rekja nánar efni þessarar grein-
ar. Hún sýnir glögglega, að í upp
siglingu eru ný stjórnmálasam-
tök sem eiga eftir að verða hin-
um endurskipulagða Kommún-
istaflokki þung í skauti fyrst og
fremst vegna þess, að í Sósíal-
istafélagi Reykiavíkur er hinn
gamli kjarni, sem iafnan hefur
verið burðarásinn í hinni komm-
únisku hreyfingu á íslandi.
*
♦
<
4