Morgunblaðið - 01.04.1969, Side 12

Morgunblaðið - 01.04.1969, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1909 PÁSKARÉTTIR inn í heitan ofn og osturinn lát- inn bráðna og brúnast. Súpan borin fram mjög heit. Newport-ostasúpa. 2 matsk. smjör eða smjörlíki 8 matsk. hveiti % pund ostur skorinn bita 3 bollar soð (t.d. kjúklinga- soð) 2 bollar heit mjólk 1 sneið af lauk 1 bolli rjómi, heitur salt og pipar Smjörið brætt í potti við lít- inn hita, hveiti og osti bætt í. Soðinu smám saman bætt í, hrært stöðugt í á meðan, síðan mjólk og lauk. Sjóðið aðeins lengur. Þá er súpan síuð, og sett aftur yfir eldinn og látið krauma í 10 mín, hrært stöðugt í á meðan. Rjóminn látinn út í og súpan krydduð með salti og pipar. Súpur Soup a 1‘oignon. Lauksúpa. 6 litlir laukar, þunnt skornir 2 matsk. sjör eða smjörlíki 1 matsk. hveiti 6 bollar af soði (t.d. kjúkl- inga) bolli þurrt hvítvín 6 sneiðar franskbrauð, ekki al veg nýtt 3 matsk. rifinn ostur (helzt bragðsterkur) Laukurinn létt brúnaður í potti (hveitinu dreift yfir, síðan er soð inu hellt í ásamt hvítvíni, salti og pipar eftir smekk. Súpan lát in smásjóða í 10—15 mín. Franskbrauðsneiðarnar eru rist aðar og settar í skálina, sem bera á súpuna fram í, rifnum osti stráð yfir. Súpuskálin sett Kjötréttir Svínakótilettur 8 svínakótelettur % bolli chili-sósa úr flösku 1 matsk púðursykur vatn 1 appelsína Kótelettumar steikar á pönnu Chilisósa, púðursykur og 2 mat- sk. vatn hrært saman og lögur- inn látinn drjúpa á kjötið, app- elsínusneið látin á hverja kótel ettu.Lok sett á pönnuna og kjöt ið soðið í um það bil 15 mín. Kjötið sett á'fat, dálitlu vatni hellt á pönnuna og soðið svo fá- ist sósa út á. Trinidad-hænsnaréttur 2 Hakkaðir laukar 1—2 Hráar rifnar gulrætur 125 g. Sveppir í sneiðum 50—80 g. smjörlíki Vá agúrka í teningum, 1 dl.rjómi 2 dl. hænsnasoð 1 unghæna Smjör paprika, laukur, gulræt ur, sveppir, agúrkuteningar brúnað lítillega. Rjómi og soð látið út í og látið sjóða. Saltað eftir smekk. Soðin unghæna tek in í sundur og brúnuð, 1—2 tsk. paprika sett yfir. Jafningnum er hellt yfir um leið og matur- inn er borinn fram, hrísgrjón borin með. Ábætisréttir Möndlukaka 6—8 epli 4—6 matsk. vatn 4—6 matsk. sykur Möndludeig úr: 100 gr. smjör 150 gr. sykur 2 eggjarauður 50 gr. möndlur safi úr hálfri sítrónu 2 stífþeyttar eggjahvítur Afhýðið eplin, takið kjarnana úr og skerið hvert epil í fernt. Eplin bökuð þar til þau eru orð- in meyr í sykurvatninu í eld- föstu móti, sem kakan er síðan bökuð í. Smjör og sykur hrært vel saman, eggjarauðunum bætt í ásamt söxuðum möndlunum (eða hnetukjörnum), sítrónusaf- anum bætt út i. Þá er stífþeytt um eggjahvítunum bætt í og deiginu hellt yfir eplin í eld- fasta mótinu. Bakað við jafnan hita í 20—25 minútur. Borðað heitt með þeyttum rjóma. Nokkrir félaganna í .W.I. á Long Jsland. Við getum grafið okk- ur gröf með gafflinum Baráttan við pundin JÁ, HÚN er víða háð, baráttan við pundin. Það verður mönnum ljósara með hverju árinu sem líður, að offita er ekki aðeins lýti á útliti fólks, heldur ógnun við heilsu þess, og að neyta beri allra ráða til þessað losna við umfram fitu, sem safnast hefur á líkamann. Hér á íslandi er auðséð, að um þessi mál er meira hugsað og talað en áður var og er það vel. Menn og konur stunda alls konar líkamsæfing- ar, sem er einn liður í því að halda líkamsþyngd sinni hæfi- legri.En ekki er okkur kunn- ugt um, að fólk hafi beinlínis bundizt hér samtökum til að hjálpa hvert öðru við að berj- ast við pundin. Slík félög eru þó til erlendis og einn slífcur fé- lagsskapur er W. W. J. (Weight Watchers InteVnational), sem upprunnin er í Bandaríkjunum. Upphaf þessa félagsskapar var, að frú Jean Nidetch, sem þjáðst hafði af offitu alla sína ævi, var nýkomin af megrunarsjúkradeild þar sem tekizt hafði að gera of- urlitla „dæld“ í fitulag henn- ar, og þar sem hfcn hafði kom- izt í kynni við frumatriði góðs mataræðis. Þetta var árið 1961. Fékk hún þá hugmynd, að verið gæti, að margar konur sem þjáðust af þessum sama kvilla, væru ekki nægilega vel að sér um rétt mataræði og stefndi nokkrum konum heim til sín, þar sem þær ræddu þessi mál.Þetta varð til þess að úr varð form- legur félagsskapur, sem í voru upphaflega sex konur, en sem hefur vaxið og borizt til hinna ólíklegustu staða og eru nú svo að eitthvaðsé nefnt, klúbbar starfandi í Puerto Rico, Canada, Israel og Bretlandi og um gjör Amhrosia 3 stórar appelsínur 1 dós ananeisbitar V2 bolli gróft kókósmjöl Appelsínurnar afhýddar og skipt í rif, blandað saman við ananasbita og kókósmjöl.Borið fram vel kælt j litlum desert- skálum eða glösum. Nægir fyrir fjóra. völl Bandaríkin. Hver meðlim- ur borgar vikulega 2 dali í gjald, og fær í staðinn eintak af reglum, sem fara á eftir, margs- konar mataruppskriftir og eins fconar einkunnabók. f þennan fé lagsskap fær engin að ganga, ef hann er ekki að minnsta kosti 10 pundum of þungur, og hefur jafnvel komið fyrir, að fólk hef ur bætt við sig 1—2 kg til þess að fá inngöngu. Verðlaun eru veitt þeim meðlimum, sem mætt hafa á 16 fundum í röð og hafa létzt um 10 pund eða meir. Kon- ur frá skrautnál, karlar slifsis- nælu og unglingarnir fá arm- band með viðhengi. Hver hópur hefur stjórnanda, fyrrverandi fituklump, sem hefur gengið þessa píslargöngu og náð settu marki. Stjórnandinn sér um að vikta hvern meðlim en það er auðvitað gert fyrir luktum tjöld- Kökukefli við peysuþvott Sumum finnst gott að nota kökukefli til að rúlla yfir peys- una með stykki undir auðvitað, áður en hún er orðin þurr. Á það að hjálpa til að peysan haldi lagi og sérlega ef hún hefur hlaupið dálítið Efcki er þó vert að gera þetta við ,,stroff“- prjón. um og sér um fundinn að öðru leyti. öllum ber saman um, að fundirnir hjálpi mjög mikið, og vitneskjan um, að þar eru allir að berjast við sameiginlegan ó- vin, og þar hafa heyrzt játn- ingar eins og t.d. viðurkenndi ein að hafa falið súkkulaðitertu í þvottakörfunni sinni, svo að hún gæti gripið til hennar svo lítið bæri á. Önnur sagðist hafa legið vakandi í rúmunu, þangað til hún heyrði hroturnar í eigin manninum, og þá gat hún laum- ast fram í eldhús til þéss að fá sér að borða. Sú hin sama sagð- ist hafa haldið því fram, að hún væri með röng efnaskipti og gæti því, ekki gert að því að hún væri feit. Mataruppskriftinar, sem fólk ið fær, eru sérstaklega sniðnar við það, að í þeim séu sem fæst- ar hitaeiningar og fólki kennt að matbúa á þann hátt. Stjórnandinn hefur sjálf geng ið í gegnum þetta allt og veit því um ýmsar þær freistingar, sem á veginum verða og getur því gefið góð ráð. Ein ráðlegg- ing, sem stjórnandinn gefur er, „að þegar þér er boðin kaka eða sætindi, skaltu bara segja, að þú hafir ofnæmi fyrir því.“ Ennfremur áminnir hún fólk um, að grafa sér ekki gröf með gafflinum!!! Eftirréttir fyrir börnin ís er nú með því allra bezta, sem hægt er að bjóða börnum, eins og allir vita, og hér er hann framreiddur á dálítið frumlegan hátt, eins og sjá má á mynd- inni. Marengskaka er sett á disk- ofan á hana er settur ís í brauð formi, með toppinn upp. 3 cock- tailberjum stungið í ísinn, og 1 sett á toppinn á forminu. Er þá komið andlit á hirðfífli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.