Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 19

Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1969 19 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Háskólabíó 79 af Stöðinni íslenzk kvikmynd, byggð á sögu Indriða G. Þorsteinssonar Höfundur kvikmyndahandrits Guðlaugur Rósinkranz Leikstjóri: Erik Balling Aðstoðarleikstjóri: Benedikt Árnason f viðtali við Indriða G. Þor- steinsson, sem birtist, ég held í „Vikunni", í vetur, vék blaða- maður eitthvað að hinum „djörfu“ atriðum í ofannefndri kvikmynd. Indriði sagði eitthvað á þá leið, að það hefði ekki ver ið tilaetlun sín, að svo mikil áherzla væri lögð á kynlífsat- riðin í myndinni, og mátti í það ráða, að hann teldi þau óþarf- lega fyrirferðarmikil. Nú er tekið að sýna svo djarf- ar myndir hérlendis á síðustu árum, að kvikmyndahúsagestir þurfa svo sem ekki að kippa sér upp af þeim sökum, þegar þeir skoða 79 af Stöðinni.Þetta er þó altjent ástarsaga, sem hyggt er á, þótt á„rauðu ljósi“ sé. Hins vegar mætti fremur um það karpa, hvort þeir kaflar myndarinnar, sem látnir eru ger ast í rúminu,séu ekki þving- aðri en efni standa til. Hvort leikendur þyrftu ávallt að vera svona hátíðlegir. 1 sænskum, dönskum og frönskum myndum, til dæmis, eru samskonar atriði gjarnan blandin meiri léttleika og óþvingaðri gleði. Sjálfsagt má nú skýra þetta að einhverju leyti með því,að Ragnar gangi ávallt með nokk urri samvizkukvöl til leiksins, hálfnauðugur í aðra röndina, og konutötrið sé haldið samskonar kennd, með köflum — Nema ís- lendingar láti ekki eins illa í rúmi og ýmsar aðrar þjóðir? „Sjötíu og níu a.f stöðinni“ er líklega alþýðlegust af þeim þremur skáldsögum, sem Indriði hefur sent frá sér og hefur trú- lega náð mestum vinsældum, hef ur til dæmis verið gefin út í þremur útgáfum. Þetta er fyrsta skáldsaga höfurtdarins og verð ur auðvitað að dæmast út frá því og það fer ekki á milli mála, að sem byrjandaverk er hún óvenjufast formuð og vel byggð saga. Höfundur er að vísu mjög undir áhrifum ónefnds manns, erlends, en allt um það, sýnir hann ótvíræða hæfileika, mikla sjálfsögun og vönduð vinnu- brögð. Þetta er að sönnu ekki stórbrotin skáldsaga — til dæm is væri hrein goðgá að telja hana sambærilega við „Sölku Völku“, sem vonlegt er. Efnis- þráður er ekki margbrotinn, né þjóðlífskönnun djúprist. En kost ur er það, að höfundur hefur frá byrjun ætlað sér af með vídd og dýpt sinnar þjóðlífs- myndar. Hann springur aldrei á háum tónum, vegna þess, að hann þekkir eigin raddhæð og veit, hvað hann má bjóða sér. Ég hef ekki lesið kvikmynda handrit Guðlaugs Rósinkranz. í kvikmyndinni koma fram nokkr arbreytingar frá sögunni, auk úrfellinga og samþjöppunar að sjálfsögðu, en að hve miklu leyti þær eru gerðar aðeigin frum- kvæði þjóðleikhússtjóra, eða í samráði við leikstjóra kvikmynd arinnar, meðan hún var í deigl- unni, er mér ekk^ kunnugt um. En mér virðist, að þessar breyt- ingar og tilfæringar séu fremur til bóta en hitt, enda mun sagan upphaflega varla hafa verið skrif uð með það fyrir augum, að hún yrði kvikmynduð. Þó finnst mér lok kvikmynd- arinnar síður en svo taka lok- um sögunnar fram. Ferðalag þeirra Guðmundar og Gógóar í lokin er talsverð breyting frá söguþræðinum — þótt ferðalag ið sé að sönnu fyrirhugað í sög- unni — en ég fæ ekki séð, að sú breyting sé til bóta. — Hafi verið ætlunin, að lok kvikmynd arinnar yrðu með þeim hætti ekki eins „snubbótt“ og sögu- lokin, þá er því marki ekki nema að litlu leyti náð. — við sjáum hvort eð er aldrei augu þeirra „bakvið lituð glerin“ Mér fannst fyrsti fundur þeirra Ragnars og Gógóar — þegar reimin bilaði — svolítið óeðlilegur, eins og leikendur væru að „hita sig upp“. En ann- ars er leikur yfirleitt góður í þessari mynd. Mest mæðir á þrem ur leikendum, þeim Gunnari Eyj ólfssyni, Kristbjörgu Kjeld og Róbert Arnfinnssyni, í hlutverk um Ragnars, Gógóar og Guð- mundar.Ég treysti mér ekki tij að gera upp á milli leiks þess- ara þriggja höfuðleikenda í myndinni, en væri ég neyddur til úrskurðar, held ég, að ég mundi setja nafnRóberts efst. En þá er þess að gæta, a? Gunnar og Kristbjörg fara með erfiðari hlutverk, hafa oft þrengri, en jafnframt kröfuharð ari leikvettvang, þarsem „rúm- ið“ er. — A þeim vettvangi fara margir með vandasömustu æfi- hlutverk" sín, jafnt í meðlæti sem mótlæti. ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR TÓNABÍÓ HELP Ég fór á þrjú sýningu í Tóna bíó, til að bæta úr þeirri alvarr. legu vöntun, að hafa aldrei séð Bítlamynd. Help er önnur mynd Bítlanna og hefur almennt hlotið góða dóma. Þarna var fullt hús af börn- um og ég get ekki hugsað mér hærri heiður fyrir eina kvik- mynd en þann, að geta haldið 4—5 hundruð börnum rólegum, í einn og hálfan tíma. Það er einmitt það, sem þarna skeður. Ekki eru Bítlarnir miklir leik arar, en það gerir ekkert til. Myndin er safn af brögðum og bröndurum, tekin af mikilli kunn áttu og lífi. Segir hún meining- arlausa sögu um hring, sem er fastur á fingri Ringós. ER hann trúaratriði hjá austrænum trú- flokki, og mælt svo fyrir, að hver sem hefur borið hann í þrjá mánuði skuli drepinn, eftir að hafa fyrst verið málaður rauð ur. Þykir það mikill heiður. Ringo lítur þó ekki svo á og vill ekki láta drepa sig. Elta austrænir bófar Ringo og er það sérstæðasti eltingaleikur, sem ég hef.séð. Farartækin eru allt frá skriðdrekum í hestvagna, vopnin eru allt frá eitri til ax- ar. Af og til spila Bítlarnir og syngja, þar á meðal í senu, þar sem sagaður er burt hluti af gólfinu, sem er undir Ringo og trommunum, sem hrynja síðan niður. Tónlistin er svo góð, að maður undrast. Það er að vísu flestum ljóst hversu góðir tónlist armenn Bítlarnir eru, en þegar við bætist það myndræna líf og spenna, sem mynd þessi býður upp á, verða áhrifin miklu meiri. En það mikilvægasta við þessa mynd er það, að hún er lifandi skemmtun. Ég tel líklegt, að Tónabíó gæti endursýnt bæði A Hard Day’s Night og Help, við góða aðsókn. Vissulega myndi ég vilja sjá þá fyrrnefndu og helzt sjá hina aftur. Þangað til verð ég að fylgjast vel með, hvað sýnt er á þrjú-sýningum, til að vita hvort Hard Day‘s Night kemur ekki líka. ós Gaman er að sjá Haraldi Björnssyni bregða þarna fyrir í litlu, en mjög vel leiknu hlut- verki. Það er ánægjulegt, að þessi nýlega látni snilldarleikari- og leiklistarfrömurður skuli koma fram í fyrstu „alíslenzku" kvik myndinni. „79 af Stöðinni" er minnisstæð kvikmynd, þótt ekki sé hún, byggð á jafnstórbrotnu skáld- verki og kvikmyndin „Salka Valka“. Hún sýnir að íslenzkir leikarar og leikhúsmenn eru vel færir að takast á við þann vanda, sem svo kröfuhörð list- grein sem kvikmyndalist leggur þeim á herðar. — Af saman- burði við Sölkumyndina sýnir hún okkur glöggt þann regin- mun, sem er á því að hafa ís- lenzká leikendur í öllum helztu hlutverkum kvikmyndar, byggðri á íslenzku skáldverki, eða láta erlenda leikendur nær eingöngu ganga þar um garða.Sá munur vegur jafnvel þyngra en - það djúp, sem er staðfest á milli byrjendaverks efnilegs rithöf- undar og mikilfenglegs lista- verks fullmótaðs höfundar. — Sem betur fer, hefur nú Edda- film í undirbúningi ný, áhuga- verð verkefni á sviði íslenzkrar kvikmyndagerðar. „79 af Stöðinni" er kvikmynd sem allir íslendingar, er tæki- færi hafa til, ættu að sjá. S.K. Verzlunor- og skriístofufólk Verzlunamannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í kvöld þriðiudaginn 1. apríl kl. 20,30 í Tjamarbæ. Fundarefni: AÐGERÐIR i KJARAMÁLUM. Hafnarbúðir Höfum opið sem hér segir: Skírdag frá kl. 9 til 8 um kvöldið. Föstudaginn langa kl. 9 til 8 um kvöldið. Laugardaginn frá kl. 6 — 11.30 um kvöldið. Páskadag frá kl. 9 — 8 um kvöldið. Annan í páskum frá kl. 9 — 8 um kvöldið. Framreiddur verður sérstakur hátíðamatur. Tökum alls konar konar veiztumat. Pantanir í síma 14182. Hafnarbúðir ÚTBOЗÚTBOÐ Tilboð óskast í að steypa upp fyrri hluta verzlunarhúss við Álf- heima 74 Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimarssonar, Suðurlandsbraut 2, gegn 8.000.— kr. skila tryggingu. Til fermingargjafa PHILIPS liárþurrkur og hárliðunartæki. — Einnig hjálmþurrkur á standi.* Mikið úrval af gjafavör um frá Philips, bæði fyrir pilta og stúlkur. Verð frá kr. 1.492.— 8 gerðir rafmagnsrak- véla og rafhlöðurak- véla. Verð frá kr. 1.174.— Fyrir fermingarbarnið nðeins þnð bezta PHILIPS tryggir það heimilistæki sf. Hafnarstræti 3 — Sími 20455. 15 gerðir af stereo- og mono- plötuspilurum. Verð frá kr. 2.350.— 20 gerðir ferðaútvarps- tækja og 10—20 gerðir útvarpstækja fyrir straum. Verð frá kr. 2.190.—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.