Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRlL 1Ö6S STEFAHl HALLDORSSOIU á slódum œskumar TRAUSTl VALSSOIII ast hafa ein.hveirja menningu eða markmið. Þetta á jafnt við erlenda list sem íslenzka" Við fengum fimm ungmenni til að segja álit sitt á þess- ari sýningu SUM, og eins og greinilega kemur fram hér á eftir, sýnist sitt hverjum. Bjarni Þórarinsson, stúdent frá M.R. 1968, núna starf- andi sem myndlistarkennari: „Undur, hvað maðurinn getur leikið sjálfan sig grátt, mis- boðið hugmyndaflugi sínu og þroska, vanmetið þekkingu og kunnáttu, hæfileika og snilli. Athyglisvert er þó framlag Arnar Herbertssonar, sem ber vott um, að 'hér sé töluvert hugsandi og frjór listamaður á ferð, sem tekst allvel að tjá hugsanir sínar á surreal- istisku tjáningarformi. Mynd ir hans bera umfram allt vott um kunnáttu, og er það greini Bjarni: „Sem gestur þessarar sýningar SUM, naut ég henn ar ekki." Pétur: „Sumt á betur heima á ruslahaugum höfuðborgarinn á ágæti sýningarinnar Skiptar skoðanir unga fólksins aðrir telja hana alls ekki nógu „brjálæðislega“. En eitt er víst, að ekki fara lista- mennirnir hefðbundnar slóð- ir í gerðum verka sinna. Efn- in, sem þeir nota í verkin, eru ekki einungis tré, járn og litir, heldur einnig matar- leifar, lím, súkkulaði, kítti, og fleira og fleira. Þau verk, sem mesta athygli vekja eru án efa, „Galti“ eftir Sigurð Guðmundsson og „Blómið“ eftir Jón Gunnar Árnason. Það fyrrnefnda er hreint út sagt heysáta og kost ar 15.000. kr. og mun flest- um bóndanum sjálfsagt þykja það dýr hestburður. Um verk sitt „Blómið" segir Jón Gunn ar: „Blómið er vélgróður, sem hefur áætlað vaxtartímabil frá 1967—1977 eða 10 ár. Á hverju ári bætir þessi vél við sig nýjum sprotum eins og öll fjölær blóm gera og eykur við sig hinni upphaflegu þyngd eða 100—120 kg.“ Magnús Tómasson, einn af félögum SUM og listamönn- um sýningarinnar, tjáði okk- ur, að félagsskapurinn væri fjögurra ára gamall og væri þetta önnur samsýningin, sem SUM héldi. „Hlutverk SUM,“ sagði Magnús, „er að kynna og selja list. SUM mun aðeins sýna það merkasta, sem gert hefur verið í listum undan- farin ár og áratugi, nýjar til finningar í nútímalist og alla tilraunakennda hluti, er virð Gústaf: „Þetta er fyrst og fremst fólk, sem lifir fyrir áhugann og starfsgieðina“. í listsköpun. Það hlýtur vissu lega að taka sinn tíma fyrir flesta að meta verk sem þessi, en SUM-félagar hafa svo sann arlega gert tilraun til að brjóta á bak aftur hina þröng sýnu skoðun almennings á list með þessari sýningu. Áð lok- um vil ég þakka þeim félög- um fyrir þetta framlag þeirra til menningarlífs höfuðborgar inn.ar.“ Pétur Bjarnason, teiknari: „Verkin á sýningunni bera hvorki vott um hæfileika né hugmyndaflug höfundanna. Ef þeir geta gert betur, fara þeir afar vel með það. Annað hvort halda þeir félagar í al- vöru, að þeir séu með þessum verkum sínum að leggja is- lenzkri list einhver verðmæti til (og ef svo er, eru þeir geðveikir) eða þeir stofna til sýningarinnar af galgopaskap (og þá er sennilegasta hug- sjónin ágóðavon í trausti þess að nægilega margir sýning- argesta séu hvort tveggja í senn geðveikir og svo fjáðir, að þeir glepjist til að kaupa eitthvað). Sé félögum SÚM alvara — og þeir þar með Framhald .v bls. 25 SUM — félag ungra lista- manna — heldur sýningu á verkum sínum hér í höfuð- borginni um þessar mundir. Hefur sýning þessi vakið mikla athygli og umtal og þá ekki hvað sízt meðal unga fólksins. Það er þó ekki á eitt sátt um ágæti sýningarinn- ar. Finnst sumum lítið til hennar koma, aðrir hrósa henni upp í hástert, og enn Anna: „SUM-félagar hafa gert tilraun til að brjóta á bak aftur hinar þröngsýnu skoð- anir almennings á list með þess ari sýningu.“ Pétur: „Verkin bera hvorki vott um hæfileika né hug- myndaflug höfundanna." Magnús: „Við eigum ekki að koma til móts við almenning, heldur á fólkið að koma til okkar og tileinka sér hugs- aanagang okkar. Takmark SUM er ekki að framleiða lista verk, sem eru til þess að „dilla“ einhverjum góðborgar anum eftir góða máltíð. List okkar er alls «kki hugsuð sem hýbýlaprýði legt, að sá maður ræðst ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur. En sem gestur þess arar sýningar SUM, naut ég hennar ekki. “ Anna Sverrisdóttir, banka- mær:„Það er mjög athyglis- vert að fá að sjá verk þeirra SUM—félaga á einum stað og bera saman hinar ólíku leiðir þeirra til túlkunar á viðfangs efnum sínum. Það, sem er einna eftirtektarverðast við sýn- ingu þessa, er, að SUM-félag ar hafa nú sýnt það glögg- lega, að þeir skapa verk sín fyrst og fremst með það mark með í huga að fullnægja sinni eigin sköpunarþrá — án til- lits til hinna hefðbundnu leiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.