Morgunblaðið - 01.04.1969, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1969
21
- BYLTINGIN
Framhald af bls. 17
lýðveldisins var hlegið upp í
opið geðið á mér.
Eftir að ég hafði þrjózkazt
við um nokkurra mánaða skeið
voru mér gefin inn einhver lyf.
Mér varð ekki ljóst fyrr en
löngu síðar, hvers konar lyf
þetta voru. Þessi lyf höfðu
þannig verkanir að ég
fylltist þeirri tilfinningu,
að hönd væri þrýst á
ennið á mér og allt inn í
heilann. Ég veit ekki, hversu
lengi þessi tilfinning stóð,
kannski nokkrar sekúndur,
kennski mínútur. Á því andar-
taki, sem mér fannst höndin
hverfa, varð ég aftur eins og
ég átti að mér að vera. Á með-
an þetta ástand varaði gat ég
ekki haldið á neinu og ef ég
var á gangi varð ég að nema
staðar. Ég get ekki sagt, að
þetta hafi verið sérlega óþægi-
legt; öllu nær er að segja, að
þessi tilfinning vakti upp þá
spurningu í huga mér, hvort ég
væri að verða brj álaður. Ég var
stöðugt að reikna út, hvenær
þetta kom yfir mig og hversu
oft á dag. Sú tilhugsun að
hafna á geðveikraspítala vakti
með mér naprari skelfingu en
óttinn var við dauðann.
Sjálfsmorð var eina undan-
komuleiðin ,en þá leið komust
fáir fanganna, einkum og sér
í lagi „meiri háttar fanga“ var
gætt stranglega. Við fengum
aðeins að hafa litla bleðla fyrir
vasaklúta þar sem fanga
'hafði tekizt að hengja
sig í ofur venjulegum vasa-
klút, f Ruzyne-fangelsinu
voru gluggarnir svo hátt uppi,
að óhugsandi var, að fanginn
gæti komizt að þeim til að
brjóta þá og fá sér gler-
brot til að skera á púlsinn. Ég
man að ég beit allstórt stykki
úr fingrinum á mér og neri
óhreinindum í sárið í þeirri
von, að ég fengi bráða blóð-
eitrun. Ég hafði aðeins það
upp krafsinu, að það gróf í
sárinu í nokkra daga og síðan
greri það.
Það liggur í augum uppi, að
okkur var ekki leyft að hafa
samband við ættingja okkar.
Fjölskylda mín fékk fyrsta
bréfið frá mér, þegar ég hafði
verið í fangelsi í fjórtán mán-
uði. Með því versta sem fyrir
fanga kom var, að hann yrði
veikur. Illmennska fangelsis-
læknisins, dr. Somer, keyrði úr
hófi og verðirnir voru eins og
skóladrengir við hliðina á hon-
um. Fangarnir reyndu eftir
mætti að forðast að lenda und-
ir læknishöndum hans.
Einn liðurinn í meðferðinni
var að láta fangann halda, að
aftökustundin væri runnin
upp. Að minnsta kosti sex eða
sjö sinum var ég vakinn að
næturlagi, bundið fyrir augun
á mér og síðan var ég leiddur
inn í einhverja vistarveru í
fangelsinu og þar var ég lát-
inn hlusta á einhvem varð-
manninn tala í símann. Þar
sem þeir voru sífellt að tönnl-
ast á því, að þeir gætu ekki
haldið mér uppi á kostnað rík-
isins til eilífðarnóns, né held-
ur kæmist ég upp með að
sóa dýrmætum tíma þeirra, var
ég í hvert skipti sannfærður
um að nú „væri stundin kom-
in“, sérstaklega vegna þess
þeir þreyttust ekki á að
segja mér, að þeir þyrftu eng-
an dóm til að lífláta mig.
Áður en ég var leiddur til
hverrar „aftöku" hugsaði ég
mikið um það, hvernig ég ætl-
aði að koma fram, hvort ég
ætti að segja eitthvað og þá
hvað. Mér tókst að hafa nokk-
urn veginn stjórn á mér, þang-
að til ég var kominn aftur inn
í klefann minn. Þá komu eftir-
köstin. Ég skalf og nötraði og
sálarangist minni get ég ekki
með orðum lýst. Að halda því
fram, að allir geti vanizt því að
lifa í skugga gálgans, átti að
minnsta kosti ekki við hvað
mig snerti.
Það sem mér féll þyngst var
þó ekki, þegar allt kom til alls,
að fá ekki að sitja, að vera vak
inn hvað eftir annað á nótt-
unni. Ég hugsaði stundum með
mér, að víst væri lífstíðarfang-
elsi himnaríki á jörðu, ef ég
fengi að sitja og lesa. En að
bíða og vita ekkert var óbæri-
legt. Hvenær yrði ég leiddur
fyrir rétt? Eftir eitt ár, eftir
tvö ár, eftir þrjú ár? Dómur,
hvernig sem hann hljóðaði,
væri lausn. Ég vissi, að eftir
dómsúrskurð — nema náttúr-
lega ég yrði tekinn af lífi —
myndi ég verða sendur í vinnu
búðir, og þar gæti ég bundið
enda á líf mitt, ef ég kærði
mig um.
Þetta var andrúmsloftið, sem
sá fangi hrærist í, sem bíður.
Honum er ljóst, að hann þarf
ekki að gera annað en undir-
skrifa játningu. Þá er hann
laus við þetta allt. Að vera
leyft að sitja varð smám sam-
an hápunktur frelsisins. Ef ég
játaði, fengi ég líka að lesa,
kannski fengi ég að kaupa of-
urlítinn aukamatarskammt, og
þar með væri ég laus við að
hugsa stöðugt um mat. Ég
fengi að skrifa fjölskyldu
minni, ég fengi kannski að
fara undir bert loft í fáeinar
mínútur. Fyrstu tvö árin í fang
elsinu kom ég aðeins tvisvar
undir bert loft og þá aðeins
stundarfjórðung í hvort skipti.
Það voru ekki bara þeir, sem
yfirheyrðu fangann, sem
hvöttu hann til að játa, held-
ur ekki síður fanginn sjálfur.
Hvaða tilgangi þjónaði það að
láta brjóta sig niður, andlega
og líkamlega, þegar maður yrði
hvort sem var sekur fundinn.
Skipti það nokkru máli hvaða
skoðun ættingjar manns, félag
ar og aðrir sem trúðu á mann,
mynduðu sér um mann? Hvaða
meining var í því að halda
dauðahaldi um hugsjónir, sem
þegar höfðu verið saurgaðar?
Hvaða tilgangur var yfirleitt í
þessu öllu, fyrst annað eins og
þetta gat gerzt í sósíalistaríki?
Ef þeir hefðu tekið mig til
yfirheyrslu, þegar hugsanir
mínar voru á þessa lund, hefði
ég áreiðanlega játað allt, sem
þeir vildu. En þegar ég var
sóttur, fannst mér ég nógu
sterkur til að standa við þær
hugsjónir, sem höfðu orðið til
að ég gekk í flokkinn.
En að lokum játaði ég. Ég
ímyndaði mér að gerði ég það
myndi ég verða leiddur fyrir
rétt og í réttinum myndi ég
draga allt til baka. Þegar ég
hafði nú játað, fékk ég að sitja,
ég fékk bækur, — en ég var
ekki leiddur fyrir rétt. Þegar
ég hafði náð mér að nokkru,
tók ég játningu mína aftur og
bað um leyfi að senda bréf til
Gottwalds, forseta. Því var
neitað og nú hófst sama sagan
aftur. Ég óttaðist stundum að
þeir myndu berja mig. En ég
var aldrei barinn. Allan þann
tíma ,sem ég var í fangelsinu,
var ég aðeins einu sinni sleg-
inn utan undir. Það gerði Sváb,
aðstoðarráðherra. Hann endaði
raunar í sömu réttarhöldum og
ég og hlaut dóm samtímis.
Að lokum játaði ég á mig
alla mögulega og ómögulega
glæpi. Ég gældi ekki lengur
við þá hugmynd að draga játn-
inguna til baka; sannleikurinn
er sá, að ég fann hvorki til
iðrunar né blygðunar yfir því
að hafa gefizt upp, að ég laug.
Það er næsta flókið að lýsa,
hvernig mér var innanbrjósts.
Dómstóll sá, sem síðar fjall-
aði um og ógilti dómana yfir
okkur, áfelltst réttinn hairð-
lega fyrir að hafa tekið al-
mennar yfirlýslngar sem góða
og gilda vöru:
„Að meginhluta er fram-
burður sakborninga almennar
yfirlýsingar og innantómt mál-
æði. Ákærðu lýstu sjálfum sér
sem einhliða þorpurum, njósn-
urum og skemmdarverkamönn
um og allt þetta var aug-
ljóslega uppspunnið, og hvergi
hefur verið farið út í að kanna
eðli máls á gagnrýnislegan og
trúverðugan hátt. Fyrir þetta
ber -harðlega að víta þá, sem
málið höfðu með höndum“.
Þegar ég var í fangelsinu
hvarflaði ekki að mér, að þetta
yrði ekki strax augljóst. Mér
datt ekki annað í hug en hver
maður skildi, hvernig réttar-
höldin voru skipulögð og á
svið sett. Ég hafði einnig von-
að, að með því að játa sem
allra mest, mundi fólki utan
réttarsalanna, skiljast hversu
tilhæfulausar ákærurnar voru.
Til dæmis játaði ég að hafa
haft samvinnu við brezkan
þingmann Zilliacus sem ég
hafði aldrei heyrt né séð. Zilli-
acus brást við, eins og ég hafði
vonað, og bar þetta af sér bæði
í blöðum og útvarpi.
Þegar spurningalistinn og
svörin voru lögð fyrir okkur,
varð að gæta fyllstu nákvæmni
við samræmingu, svo sem með
tímasetningu og gæta varð þess
að hver framburður styddi
annan. Ef eitthvað í játningu
minni kom ekki alveg heim
var borið saman við fram-
burð hinna. Því meiri sem
lygarnar og þvættingurinn var,
því ánægðari urðu þeir, sem
yfirheyrðu okkur.
Eftir að þessi samræmingar-
vinna hafði verið unnin, voru
spurningarnar og svörin þýdd
á rússnesku og fengið í hendur
ráðgjafanna sem stjórrtuðu
réttarhöldunum. Þeir gerðu
gjarnan einhverjar athuga-
semdir, sem voru teknar til at-
hugunar. Mína skýrslu þurfti
til að mynda að vinna upp fjór
um sinnum áður en allt kom
heim og saman.
Þegar þessum áfanga var
lokið, var komið að næsta verk
efni: að læra spurningarnar og
svörin utan að. Þar sem ég
hafði sjálfur skrifað hvort
tveggja, veittist mér það til-
tölulega auðvelt. Þegar ég
hafði lært allt vendilega utan-
bókar, var mér hlýtt yfir, tvisv
ar á dag. Yfirheyrandi minn
las upp spurninguna og ég
svaraði, eirs og ég stæði í rétt-
arsalnum.
Annað merki þess, að réttar-
höldin væru að nálgast, var sú
breyting sem varð á fangelsis-
meðferðinni. Nú var mér leyft
að koma út undir bert loft
tvisvar á dag og ég fékk að
vera klukkustund úti hverju
sinni. Ekki nóg með það. Nú
fengum við skyndilega herra-
mannsmat í hvert mál, stað-
góðan morgunverð og þrírétt-
aðan hádegisverð og kvöld-
verð. Fáeinir hinna ákærðu,
sem voru sérlega veikburða
voru aldir á mjólk líka. Og
ekki má gleyma hamskiptum
dr. Somers. Hann var sífellt að
skoða okkur, mæla blóðþrýst-
ing og fyrirskipa lyf. Með þessu
móti tókst að þurrka út flest
þau mörk hinnar ægilegu með-
ferðar, sem við höfðum sætt
fram að þessu. Daginn sem
dómur var upp kveðinn lauk
fitukúrnum.
Skömmu áður en réttarhöld-
in hófust kom forseti hans
Juroslav Novak að máli við
mig í fangelsinu. Þarna afhenti
hann mér loks handtökuskip-
unina. Þá hafði ég setið í fang-
elsi í nálega þrjú ár.
Réttarhöldin hófust þann 20.
nóvember 1952. Ég var vakinn
klukkan fjögur að morgni og
mér var afhentur borgaraleg-
ur klæðnaður. Síðan vorum við
leiddir, einn og einn, inn í bif-
reið. í bílnum var gangur eftir
honum endilöngum og örlitlir
klefar fyrir okkur. Þrátt fyr-
ir að klefinn var svo lítill að
maður gat með naumindum
troðið sér inn í hann, þótti þeim
ástæða til að hafa okkur í hand
járnum.
Þegar við komum til Pank-
rac-fangelsið vorum við einnig
leiddir út einn og einn í senn.
í fangelsisgarðinum úði og
grúði af herlögreglu og örygg-
isvörðum. Hver sakboringur
fékk síðan klefa og vopnaðir
verðir voru ekki aðeins fyrir
utan klefann heldur líka inni
í klefanum. Meira að segja á
nóttunni.
í stóru herbergi, sem var að-
liggjandi við dómssalinn, voru
gerðar litlar stúkur fyrir hvern
fanga og yfirheyrendur hans.
í ganginum voru þeir Kohou-
tek og Doubek og hópur hátt-
settra embættismanna að
ógleymdum dr. Somer og
hjúkrunarkonu. Það se.m fram
fór þarna var í rauninni kostu-
lengra en það sem gerðist inni
í réttarsalnum.
Þegar ákærandinn hóf loka-
ræðu sína, sagði hann:
„Aldrei fyrr hefur dómstóll
í þessoi landi fengið til meðferð
ar mál jafn forhertra svikara
og þeirra, sem sitja hér í
dag......“
Hann tók ekki lítið upp í sig.
Gestapo-menn bg föðurlands-
svikarar í stríðinu voru
ljúfmenni í samanburði
við okkur, þessi fjórtán
voðamenni. Og samt sem
áður — þrátt fyrir viðmið-
unarlausa glæpi okkar — var
okkur fagnað sem þjóðhetjum
af yfirheyrendum okkar þegar
við komum yfir í næsta her-
bergi fáeinum mínútum eftir
að dómur hafði verið kveðinn
upp. Okkur var borið ^terkt
kaffi, pylsur, skinka og alls kon
ar lostæti, við fengum sítrón
að drekka og sígarettur eins og
hver vildi.og sá samvizkusami
gæðamaður dr. Somer kom og
mældi blóðþrýstinginn. Kohou
tek og Doubek gengu á milli og
röbbuðu alúðlega við okkur.
Það mátti ætla, að við hefðum
allir verið endurreistir inni í
dómssalnum en ekki dæmdir
til dauða eða lífstíðarfangelsis.
Eftir hverja yfirheyrslu í
réttarsalnum var frammistaða
hvers og eins fjörugt umræðu-
efni þarna frammi. Þá var met
izt um það, hver hefði staðið
sig bezt, og yfirheyrandi þess
sem mest fékk lofið, taldi sjálf
um sér það auðvitað til tekna.
Yfirleitt ríkti mikil ánægja
með frammistöðu okkar. Eina
undantekningin var Sling.
Sling (flokksritari í Brno, var
síðar hengdur), hafði orðið fyr
ir hömulegu óhappi. Eins og
geta má nærri fengum við
hvorki að nota belti né axla-
bönd. Þó að við hefðum verið
fitaðir eftir föngum höfðum við
þó ekki náð okkar fyrra um-
máli. Því var það einhverju
sinni, þegar Sling var í fjálg-
um tón að þylja glæpi sína og
voðaverk, að svörtu buxurnar
hans fóru að renna niður um
hann og þarna stóð hann á nær
brókinni með buxurnar á hæl-
unum. Hlé var umsvifalaust
gert á réttarhöldunum og nú
var Sling sterklega grunaður
um að hafa gert þetta af ásettu
ráði til að gera réttinn hlægi-
legan.
Þetta var víst eina atvikið,
sem telja má í anda Kafka, sem
gerðist, en vissulega var þetta
allt merkileg reynsla. Dómari
og sækjandi höfðu skrifaðar
fyrir framan sig spurningarnar
og svörin. Þeir báru hverja
spurningu fram með nákvæm-
lega sama orðalagi og stóð á
pappírnum. Þeir sluppu alténd
við að læra utan að. Dómari og
sækjandi höfðu komið sér sam
an um það áður, hvaða spurn-
ingar hvor um sig bæri fram,
svo að þeir vissu nákvæmlega
hvar þeir stóðu. Verjandinn
hafði einnig afrit af spurning-
um og svörum og gat því fylgzt
með að hvergi væri vikið út
af því sem skrifað var.
Þar sem sakborningar höfðu
sjálfir samið spurningarnar og
svörin, hafði maður á tilfinn-
ingunni ,að það værum í raun-
inni við, sem réðum stefnunni.
Við höfðum lagt dómurunum
sækjanda orð í munn. Réttar-
höldin voru skipulögð út í yztu
æsar. Tilbúnar og fyrirliggj-
andi voru ekki aðeins játning-
ar okkar, heldur hafði og náðzt
samkomulag um dómsorð, áð-
ur en réttarhöldin hófust.
Ég finn til sektar, að ég
skyldi ekki hafa þann styrk til
að bera að geta þolað þetta.
Ég get ekki réttlætt mig á
neinn hátt og ég hygg, að
aldrei nokkurn tíma geti ég
fyrirgefið mér að ég skyldi
láta bugast.
Játning mín var á engan hátt
sprottin af sálrænum ástæðum,
þunglyndi eða geðveilu. Ég var
mér meðvitandi um það sem
ég gerði. Ég var í alla staði
eðlilegur og eins og ég átti að
mér að vera — ef frá er skilin
sú staðreynd, að ég var fyrir
langa löngu hættur að vera
manneskja.
FÉLACSLÍF
Víkingar, knattspyrnudeild
Meistara, 1. og 2. flokkur —
næstu æfingar eru:
2. fl. þriðjudag kl. 7.30, annan
í páskum kl. 10.30 f.h.
Meistara- og 1. flokkur þriðju
dag kl. 7—8.30, fimmtudag
(skírd.) kl. 10.30 f.h., laugardag
kl. 1.30, annan í páskum kl.
10.30 f.h. Mætið stundvíslega.
Þjálfarar,