Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1%9 Troöfullt hús á íslands- meistaramútinu í fimleikum Kristján Astráðsson sigraði í karlaflokki, en Cuðrún Erlendsdóttir í kvennaflokki ÞAÐ virðist sannarlega ekki hafa verið vanþörf á að vekja fim- leikaíþróttina aftur til lífsins hér lendis miðað við þær undirtekt- ir, sem Islandsmeistaramótið í þessari grein fékk sl. sunnudag. Mótið var haldið í íþróttasalnum á Seitjarnarnesi, og var þar svo þéttskipað áhorfendum að til vandræða horfði. Urðu margir frá að hverfa. íslandsmeistari í fimleikum kania var Ármenningurinn Kristján Ástráðsson, sem signaði í þremur greinum af fimm, og hlaut flest samanlögð stig eða 39,25. I öðru sæti varð Einar Hermannsson frá Siglufir'öi með 35.80 stig en hann varð meistari í æfingum á tvíslá. Þriðji varð Þórir Kjartansson, Ármamni, með 34,40 stig. Kristján hlaut méistaratitil í þremur greinum, sem fyrr segir: Fyrir æfingar á svifslá hlaut hann 8,60 stig, fyrir æfingar á hesti hlaut hann 7,50 stig og fyrir gólfæfingar 8,25 stig. Einar Hermannsson varð sem fyrr segir meistari í æfingum á tvislá, hlaut 8,40 stig og Grétar Frank- linsson sigraði í hringum, með 8.80 stig. f kvennaflokki sigraði Guðrún Erlendsdóttir, Ármanni, með sam tals 38,55 stig, enda þótt hún sigraði ekki í neinni af grein- unum fjórum, sem keppt var i. í æfingum á slá sigraði Nanna Sigurjónsdóttir með 7,75 stig, í kistustökkum sigraði Anna S. Indriðadóttir með 8.50 stig, í æfingum á dýnu sigra’ði Margrét Jónsdóttir með 8.55 stig og einnig í gólfæfingum, með 8,55 stig. Nanna Sigurjónsdóttir varð önnur í keppninni um íslands- meistaratitilinn með samtals 38,05 stig og Margrét Jónsdóttir þriðja með samtals 33,85 stig, og var keppnin mjög hörð, eins og sjá má á stigatölunni. Engin flokkakeppni varð í kvennaflokknum, þar sem kepp- endur voru allir frá Ármanni, en í flokkskeppni karla sigraði sveit Ármanns, en hver sveit er skipuð fjórum mönnum. Áhorfedur létu mjög vel af framkvæmd móts þessa. Aðal- dómarar voru hjónin Kurt og Else Trangbæk, og átfu þau stór an þátt í því, hve vel tókst til með röggsamri stjórn sinni. Dönsku hjónin munu væntan- lega í kvöld taka þátt í fimleika- sýningu, ásamt íslenzku fimleika fólki, sem Fimleikasamband Is- lands gengst fyrir í Laugardals- höllinni. Guðrún Erlendsdóttir Islandsme istari í fimleikum kvenna í gólf- æfingum. Úrslit í körfuknattleik: ÍR og KR berjast um toppinn ÍS berst fyrir áframhaldandi veru í 1. deild í KVÖL.D verða síðustu leikir íslandsmótsins í körfuknattleik leiknir í fþróttahúsinu á Seltjarn arnesi. ÍR og KR þeir gömlu erfðafjendur eigast við og stend ur baráttan um titilinn bezta körfuknattleikslið á íslandi 1969. ÍR stendur betur að vígi fyrir Hafnfir&ingar ógnuðu þeim þýzku en tókst ekki að sigra — náðu Jbó að jafna tvivegis Kristján Ástráðsson, íslands- meistari í fimleikum karla tekur á móti verðlaunagripnum. HAFNFIRÐINGAR reyndu sann arlegasitt bezta til að sýna þýzku handknattleiksmeisturunum í tvo heimana á sunnudag. Þeir höfðu líka haft þá aðstöðu að sjá þýzka liðið í leik gegn Reykjavíkurúr- valinu daginn áður og móta leik sinn eftir því. Eigi að síður tókst Þjóðverjunum að ná góðu for- skoti í fyrri hálfleik — svo stóru að FH-ingar réðu ekki við þrátt fyrir glæsilegar tilraunir. Tókst þeim tvívegis að jafna en þýzka liðið kunni vel að sameina bæði reynslu og kunnáttu og á þeim tæknilegu atriðum vann liðið 18—15. fsl. handknattleiksunnendur eru löngu orðnir því vanir að þeirra lið tapi með einu, tveim eða þremur möirkum. En á þessu þarf þó einhvern tíma að verða endir. Hversu lengi geta ísl. hand knattleiksmenn gengið til kapp- Þjóðverjarnir unnu úrval Reykjavíkur auðveldlega Eitt lélegasta úrval sem valið hefur verið Þýzku handknattleiksmennirnir frá Gummersbach höfðu heldur lítið fyrir því að sigra úrvalslið Reykjavíkur á laugardaginn. Lokatölurnar urðu 19:12 eftir að staðan var 9:5 fyrir Þjóðverjana í hálfleik. Þjóðverjarnir höfðu öll tök á leiknum frá upphafi til enda og reykvíska úrvalið var ein og leikfang í þeirra höndum, enda var úrvalið ekki rétt valið að dómi undirritaðs og hafði aldrei möguleika til að sýna meira i leik en til var stofnað. 1 Enginn leikmanna í Reykjavík urúrvalinu náði að sýna sitt bezta í þessum leik. Þvert á móti voru menn leitandi eftir fé lögum eða samspilandi mönnum. Flestir í reykvíska Hðinu gátu meira, en þeir sýndu en atvikin höguðu því svo að ekki varð meira úr en raun sýnir. En ein- mitt í slíkum efnum skortir ísl. handknattleik svo mikið til að ná því fram, sem í mönnum býr. Ef þessi leikur gæti orðið kennslustund fyrir handknatt- leiksmenn þá væiri vel farið en ef vel hefði verið til stofnað hefði Reykjavíkurúrvail vel getað far- ið með sigurorð afg þessu þýzka meistarailðið að mínum dómi. Heins Schmidt var markhæst- ur Þjóðverjanna með 7 mörk þar af 1 úr víti en J. Feldihoff sem leikið hefur 28 landsleiki fyrir Þýzkaland, og sýndi nú einnig sína góðu hæfileika, skoraði 3 mörk, Kosmehl, H. G. Bölter skor aði 2, Bocher, Keller, Westebbe og Brunsoheiwig 1 hver. í 'heild var leikurinn heidur leiðinlegur og lélegur og aldrei spenna eða sjaidan góð tiiþrif. leiks og gert sig ánægða með að tapa — tapað með 1—2 eða 3 mörkum. í leikjun.um við hið þýzka meistaralið reyndust ís- lendingarnir í engu hinum þýzku lakari — nema í því er leikaðferð kallast. Það hefði verið hægt að sigra hið þýzka lið í báðum leikj unum að mínum dómi. Hafnarfjarðarliðið var mun heilsteyptara en Reykjavíkurlið ið. En eigi að síður var í vali þess og leik þær meinsemdir er úrslitum réðu. Lið sem er skipað viðurkenndum stjörnum er ekki endilega betra en það lið sem byggt er upp í kringum ákveðinn kjarna og nær að sýna sitt bezta. Félagslið er ekki veikara en lands lið sé það gott á annað borð. Við fengum að sjá í þessum leikjum góðan handknattleik og við fengum að sjá hvernig ísl. úrvalið eiga „ekki“ að vera val- ið. Þar á ég við að það er ekki endilega þeir menn sem flest mörk skora í nýafstöðnu móti sem rétt eiga til að vera valdir. Það er heildin sem er nauðsyn, það er hún sem þarf að byggja upp. Gangur leiksins á sunnudaginn var, að Þjóðverjarnir náðu í byrj un öruggri forustu og þeir sýndiu að þeir kunnu að halda henni. Að vísu tókst Hafnfirðingum tví vegis að jafna ieikimn, en það náðist aðeins með ítrustu heppni og framúrskarandi keppnisvilja. En í byrjun og reyndar allan fyrri hálfleik var eins og Hafn- firðingarnir léku í uppgjöf og voru ánaggðir með það, sem kall ast verður lágmarksuppskera. leikinn í kvöld, þeir unnu KR í fyrri umferð mótsins og hafa því tveggja stiga forskot fram yfir KR. Ef KR sigrar í kvöld eru liðin því jöfn og verða að leika aukaleik til úrslita í mótinu. Lið in eru mjög jöfn að getu um þessar mundir og útilokað að geta gert sér til um úrslit leiks- ins.Bæði liðin munu tefla fram sínum beztu mönnum þessara liða. Leikir ÍR og KR hafa í sex ár verið helzti viðburður innlendur á sviði körfukna'tleiks. Yfirleitt hafa þetta verið mjög góðir og skemmtilegir leikir og það þó styrkleiki liðanna hafi verið breytilegur. — ÍR-ingar voru „einvaldar“ meistaraflokks frá því í íslandsmótinu 1960 þar tii síðari umferð íslandsmótsins 1965. Á þessu tímabili léku þeir 44 leiki við innlend félög og unnu alla leikina, skoruðu samtals 3143 stig gegn 1989, sem segir sína sögu. í íslandsmótinu 1965 sigr- uðu KR-ingar ÍR í síðari umferð- inní og KR vann aukaleikinn. Síðan má segja að KR hafi tekið við hlutverki ÍR á toppnum, þó áfram hafi úrslitaleikir þessara aðila verið nokkuð óvissir fyrir- fram. Nú á síðasta Reykjavikurmóti sigraði svo ÍR aftur og unnu ÍR- ingar KR í fyrri umferð þessa íslandsmóts með 69:60 og þannig má segja að síðasta hálmstrá KR inga til sigurs í mótinu sé sigur í leiknum í kvöld. Á undan leik KR og ÍR eig- ast við ÍS og Átrmann í 1. deild. ÍS þarf að vinna þann leik til þess að tryggja sér setu í 1. deild en tapi þeir leiknum, þá verða þeir að leika aukaleik við KFR og fellur það lið niður í 2. deild, sem tapar þeim leik. Verður þessi leikur vafalaust ekki síður spetnn andi en leikur ÍR og KR því Stúdeniar hyggja á framtíðar- setu í 1. deild. Á undan þessum tveimur leikj um er leikur í 3. aldursflokki milli Skallagríms frá Borgarnesi, og Þórs frá Akureyri og leika þau til úrslita í þessum flokki. Leikur ÍS og Ármann hafst kl. 20.00, en lieikuir ÍR og KR um klukkan 21.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.