Morgunblaðið - 16.04.1969, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.04.1969, Qupperneq 3
MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1960 3 Verðlagsákvæðin eiga sér enga stoð í veruleikanum — Álagning í Danmörku mun hœrri en hér — Kaupmenn vilja frjálsa verzlun, sterk og vel rekin fyrirtœki — segir Pétur Sigurðsson, formaður Kaupmannasamtaka Islands í D A G gangast Kaup- mannasamtök íslands fyrir upplýsingadegi um vanda- mal þau. sem verzlunin á við að stríða um þessar mundir. Upphaflega var ætlun Kaupmannasamtak- anna sú að loka öllum verzlunum í dag til þess að leggja áherzlu á þá skoð- un kaupmanna, að þau verðlagsákvæði, sem verzl- unin býr nú við, væru al- gjörlega ófullnægjandi, en stjórn Kaupmannasamtak- anna hefur ákveðið að fresta þessari lokun vegna þess ástands, sem er að skapast á vinnumarkaðn- um. Morgunblaðið átti í gær viðtal við Pétur Sigurðs- son, formann Kaupmanna- samtaka íslands, um þau vandamál, sem verzlunin stendur frammi fyrir. Enn- fremur eru birt á öðrum stað í blaðinu viðtöl við fulltrúa nokkurra sér- greina innan verzlunarinn- ar, svo og greinar um mál- efni einkaverzlunarinnar á íslandi. Viðtalið við Pétur Sigurðsson fer hér á eftir: — Hver er tilgangurinn meö þessum upplýsingadegi Kaupmannasamtakanna? — Ætlunin var að loka 511- um verzlunum í dag, seigir Pétur Sigurðsson, til þess að fá tækifæri til að upplýsa al- menning um þá meðferð, sem verzlunin hefur orðið áð búa við að undanförnu vegna verðlagsákvæðanna, sem eru bæði órauwhæf og vitlaus, og eiga sér enga stoð í veruleik- anum. í verðlagsnefnd fjálla menn um máíefni verzlunar- innar, sem eru þeim algjör- lega ókunnugir og prósentu- álagningin, sem við lýði er, er gersamlega út í hött ag styðst ekki við þarfir verzlunarinn- ar, eins og segir í lögum um þessa nefnd, að vera skuli. Frestun á lokun verzlana er fyrst og fremst til komin vegna þess, að allt atvinnu- ástand hefur gjörbreytzt frá því að ákvödðun um þennan lokunardag var tekin. Nú þeg- ar standa yfir verkföil og önnur eru á næsta leiti, og hafa verið boðuð í ýmsum greinum. Fyrirsjáanlegt er, að þessi verkföll mupi einnig ná til verzlunarinnar síðar rneir. Með því að fresta lokunar- deginum viljum við firra al- menning frekari óþægindum en orðið er af þessum sök- um. — Hvað hafa kaupmenn helzt út á álagningarreglur að setja? —• Þetta álagningarkerfi, sem við búum við þekkist ekki í neinu ö'ðru vestrænu landi. í upphafi var þessi skip an upptekin til bráðaíbirgða, þegar gengisbreytingin var gerð 1967, en í stað þess að bæta úr því sem átti að verða til bráðaibirgða, hefur álagn- ingin tvívegis verið lækkuð síðan. Fyrst við gildistöku 20% innflutningsgjaldsins í september 1968, og síðan eftir gengisbreytinguna 1968. í fyrra tilvikinu voru álagning- Pétur Sigurðsson arskalar lækkaðir um 16-11% og í síðara tilvikinu um 20%. — Hvernig eru álagningar- reglur hér á landi, samanbor- ið við það sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar? — Ef við tökum t.d. ná- granna okkar í Danmörku er þar starfandi verðgæzlunefnd, sem fylgist með álagningu fyr irtækja, en þar er álagning í smásölu miklum mun hærri en hjá okkur, og skal ég nefna nokkur dæmi um það. A nýlenduvörum er hún 8— 25% hærri í Danmörku en hér á landi. Á tóbaki er hún um það bil 15% hærri og á hreinlætisvörum er hún 1— 9% hærri. Á húsgögnum er hún 44—50% hærri. Á gólf- teppum er hún 45% hærri. Á álnavöru og metravöru er hún 2'9—34% hærri. Á kjólum er hún 56% hærri. Á tízkuvörum hún 65—70% hærri. Á skóm er hún 40—4)5% hærri og á byggingarvörum er hún 17— 40% hærri. Þessi dæmi eru til þess að sýna hvað Danir telja raunlhæft að verzlunin þurfi í álagningu. —- Hver er stefna’ Kaup- mannasamtaka íslands í álagn ingarmálunum? — Stefna okkax er sú, að hér geti þróast frjáls verzlun og fyrirtæki geti byggt sig þannig upp, að þau verði bæði sterk, vel rekin og arð- bær. Mér finnst þetta vera undirstaða þess að næg at- vinna sé í landinu. Á hinn bóginn viljum við kaupmenn ekki skorast undan því að taka að okkar leyti þátt í þeim byrðum, sem neyðar- ástand í efnahags- og atvinnu- málum gerir óhjákvæimilegt, að hver landsmaður taki á sig. En það getur engum orð- ið til góðs, að fyrirtækjum sé svo þröngur stakkur skorinn, að þau verði að hætta sínum rekstri. Það má minna á þa'ð, að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur mun nú vera stærsta launþegafélagið innan alþýðusamtakanna, með hátt á fimmta þúsund meðlimi. Þær álagningarreglur, sem verzluninni er gert að búa við og aðrar aðgerðir, setn skert hafa hag hennar, hljóta að hafa það í för með sér, að verulegt atvinnuleysi skapast í stétt verzlunarmanna. — Geta Kaupmannasamtök in fallizt á verðgæzlu í ein- hverri mynd? — Vi'ð mundum sætta okk- ur við verðgæzlu, sem gætti þess að menn mynduðu ekki samtök um að halda uppi ákveðnu verðlagi. Þetta mund um við sætta okkur við á erf- iðum tímum, en hin almenna stefna okkar er sú, og rótgró- in sannfæring, að hinn al- menni neytandi sé bezta verð- lagseftirlitið í frjálsri verð- myndun. — Og að lokum Pétur, hve m^rgir aðilar eru í Kaupmannasamtökum ís- lands? — í Kaupmannasamtökum íslands eru nú 22 sérgreina- félög méð um 700 meðlimi. Þar er um að ræða fulltrúa einkaverzlunarinnar um land allt. Söngvamyndin „Oliver" hreppti 11 dskarsverðlaun Katharine Hepburn og Streisand skiptu með sér kvennaverðlaunum — Cliff Roberfson beztur í karlahlutverki Hollywood, 1'5. apríl (AP-NTB). t FYRSTA sinn í sögu Osk- arsverðlaunanna urðu tvær leiikkonur að láta sér nægja 'að skipta með sér verðlauna- 'styttunni fyrir beztan leik í kvenlhlutverki í kvikmynd, sem gerð var á árinu 1968. Það voru bandarísku leikkon urnar Katlharine Hepburn og Barbara Strelsand, sem hlutu þeNsa eftirsóttustu viðurkenn 'ingu kvikmyndaiðnarins að þestau sinni, en verðlaununum var úthlutað á mánudags- 'kvöld. Hepburn hlaut verðlaunin 'fyrir leik ,sinn í mynd'inni „The Lion in Winten", og er 'þetta í þrið'ja sinn, sem hún 'hreippir Óskahsstytbuna. Síð- ast hlaut hún verðlaunin í Ifyrra, og þá fyrir leik sinn í „Guess who is coming to 'supper". Stireisand er betur þekkt sem söngkona en sem leikkona. en hún hlaut verð- launin fyrir leik sinn í söng- imyndinni „Funny girl“. Er þetta raunar fyrsta kvik- myndin, sem hún leikur í, en áður hafði hún farið með sama hlutverk í sviði á Broad way í New York. Cliff Robertisson hlaut Óskarsverðlaun fyrir beztan leik í karlhlutverki, en hann fór með titilhlutverkið í kvik myndinni „Charlie", sem í rauninn varð til fyrir han.s eigið framtak. (íslenzkir kvik myndahúsgestir m,unu minn- ast Robertsons úr myndinni „PT 109“ þar sem hann lék Kennedy Bandaríkjaforseta á herm.enniskuárum sínum í síð ari heimss'tyrjöldiinni og einis fyrir myndina Flugsveit 633, sem sýnd var í Tónaibíó ekki alls fyrir löngu). STAKSTEIÍVAR Öþrjótandi tækifæri í síðasta tölublaði „Norðan- fara“ málgagns Sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra, birtist at- hyglisverð grein eftir Þormóð Runólfsson, Siglufirði. Þar segir m.a.: * „Sannleikurinn er sá, að ís- lendingar hafa því nær ótæm- andi möguleika til að sigrast á vandamálum sínum. Á fjölda mörgum sviðum athafnalífsins blasa við verkefni, sem bíða þess eins að hafizt sé handa. — Við strendur landsins eru fjölmargar tegundir sjávardýra sem nú er lítt eða ekki sinnt þó vitað sé, að mikið verðmæti er í þeim fólgið. Aðstaða til þaravinnslu er viða góð hérlendis og stofnkostnað- ur slíkra verksmiðja tiltölulega lít ill. Hér eru líklega einhver beztu skilyrði í víðri veröld til loðdýra ræktar. Úr gærum og ull íslenzku sauðkindarinnar væri unnt að framleiða meiri verðmæti en nokkurn getur órað fyrir, og svo mætti lengi telja. Ekkert af því, ■* sem nú hefur verið nefnt, er okk ur íslendingum ofviða að ráðast í af eigin rammleik. Þessi verk- efni bíða þess eins, að þjóðin þekki sinn vitjunartíma.“ Afdalaviðrini í lok greinarinnar segir Þor- móður Runólfsson: „Það eina, sem stendur í vegp þjóðarinnar í dag, er það, hversu ótrúlega margir hafa ljáð eyru málflutningi þeirra afdalaviðrina í íslenzkum stjórnmálum, sem hat ramlegast hafa barizt á móti hvers konar framförum; þeirra manna sem hugsa um það eitt, að kynda undir óánægju lands- manna með alla skapaða hluti vegna þess að þeir vita, að ekk- ert annað en óánægja og rang- snúinn öfuguggahugsunarháttur meirihluta þjóðarinnar gæti lyft þeim í valdastólana. En valda- stólarnir eru eina takmark þess- - ara manna, og mætti af því ætla, að þá skorti vit til að geta reikn- að út afleiðingar verka sinna lengra en til næsta dags. Það er mikill misskilningur hjá ungum mönnum, ef þeir halda að hlutverk stjórnmálamanns sé fyrst og fremst í því fólgið, að skammast og gera lítið úr verk- um þeirra sem öðrum flokki til- heyra. Stjórnmálamaður sem er hlutverki sínu trúr lætur hag þjóð ar sinnar ganga fyrir öllu öðru. Slíkur maður reynir vissulega ekki að kynda undir úlfúð og innbyrðis baráttu með þjóð sinni, jafnvel þó slíkt gæti lyft honum í valdastöðu um stundarsakir. Þeir eldar sem svo eru kveiktir tortíma venjulega upphafsmönn- um sínum fyrstum allra. Þann« sama dag og hin íslenzka þjóð skilur þessi sannindi, munu all- ir erfiðleikar hverfa eins og dögg fyrir sólu. — Hins vegar hefur þjóð vor einu sinni glatað sjálf- stæði sinu vegna innbyrðis deilna og sundurlyndis. Yið skulum vona að okkar kynslóð verði ekki völd að því, að sú saga endurtaki sig. Þegar svo er komið gagnar litið að þjarka um hverjum sé um að kenna hvernig fór.“ VELJUM ÍSLENZKT Barbara Streisand í hlutverki sínu í Funny Girl. iSöngvamyndin „Oliver" varð fyrir valinu sem beztu mynd ársins, og brezki leik- stjóri'nn Carol Reed Ihlaut Óskarinn fyrir bezta leik- stjórn — einmitt í þeirri Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.