Morgunblaðið - 16.04.1969, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.04.1969, Qupperneq 16
16 MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 196» JlttiiypiiitMftMfr Úlfcgleíandi H.f. Árvafcur, Heykja'VÓik. Fnamfcvæmdaatj óri Haraíldur Sveinssion. ŒUtatrjórar Sigurður Bjarniason frá Vigur. Malitlh'ías Jdhannesslen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritsitjámarfuíltrúi Þorbjöm GuStonjundsson. Fréttaigfcjóri Björn Jóhannssorn, Auglýsingastjóri ÁÍni Garðar Krigtinsson. RiMjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 0. Sími 22-4-60. Áafcriiftargjald kr. 1©0.00 á xnánuði innahlands. í lausasiöiu kr. 10.00 eintakið. EFLING STÓRIDJUNNAR l?ins og kunnugt er hefur ^ Jóhann Hafstein, iðnaðar málaráðherra, ötullega unnið að stóriðjumálum, og í ráð- herratíð hans hafa þau mál tekið eðlilega og heilladrjúga 'stefnu, fyrst og fremst með byggingu álbræðslunnar og kísilgúrverksmiðjunnar, en einnig með undirbúningi ann- arra mála. Nú hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að vinna að stækkun kísilgúr- vefksmiðjunnar, þannig að framleiðslugeta hennar verði rúmlega tvöfölduð. Þótt kísil- gúrverksmiðjan sé ekki mjög stórt fyrirtæki, hefur hún verulega þýðingu, og með staekkun hennar aukast gjald- eyristekjur. Þess vegna er það rétt stefna að efla þetta fyrir- tæki. Áður hefur verið frá því greint, að hugsanlegt væri, að ný álverksmiðja yrði byggð ”hér, en það mál er þó á byrj- unarstigi. Hins vegar má nú telja fullvíst, að þegar á þessu ári verði gengið frá samning- um um byggingu olíuhreins- unarstöðvar, sem yrði fyrsta skrefið í undirbúningi að því að víðtækur efnaiðnaður geti risið hér á landi, er fram líða stundir, ekki sízt ef unnt verð ur að ráðast í byggingu sjó- efnaverksmiðjunnar á Reykja nesi, sem mjög líklegt verður að telja, þótt rannsóknir séu enn ekki komnar á það stig, að fullyrða megi að um ákjós anlegt fyrirtæki sé að ræða. * Fleiri en einn erlendur að- ili hefur áhuga á samvinnu við íslendinga um byggingu olíuhreinsunarstöðvar, og nú verður það verkefni okkar að skera úr um það með hverj- um sé heppilegast að vinna, en gengið er út frá því, að ís- lendingar verði frá upphafi meirihlutaeigendur að olíu- hreinsunarstöð, en erlendi að- ilinn eigi þar minnihluta. Undirbúningur að bygg- ingu olíuhreinsunarstöðvar hefur staðið all lengi, sem kunnugt er, en fyrir nokkr- ’um árum var málið komið á það stig, að unnt var að hrinda því úr vör, en þá stóðu deílurnar um álbræðsluna sem hæst, og því var ekki tal- ið fært að koma olíuhreins- unarmálinu fram, m.a. végna amdstöðu sumra þeirra, sem að sjávarútvegsmálum vinna. En þeir óttuðust, að Rúss- landsmarkaðurinn fyrir fisk kynni að rýrna, ef dregið yrði úr olíukaupum frá Rússum. Aðstæður allar hafa nú breytzt svo, að ólíklegt er að nokkrir aðilar — aðrir en kommúnistar að sjálfsögðu — reyni að hindra iðnvæðingu íslands. Þess vegna er fyllsta ástæða til að ætla, að almenn- ur stuningur verði við fyrir- ætlanirnar um upphaf efna- iðnaðar á íslandi. REYKJAVÍK ÚTGERÐABORG i fundi í fyrrakvöld, sem fjallaði um útgerðarmál- efni, lagði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, áherzlu á það, að Reykjavíkurborg hlyti að setja metnað sinn í að skapa útgerðini sem bezt skilyrði, enda hefur höfuðborgin verið ein helzta — og oft fremsta — útgerðarstöð landsins. Nú í vikunni verður til 2. umræðu í borgar- stjórn tillaga um endur- skipulagningu bæjarútgerð- arinnar, en það fyrirtæki hef- ur átt við erfiðleika að stríða. Er mikilvægt að unnt reynist að byggja upp öflugt útgerð- arfyrirtæki, og æskilegt væri að laða útgerðaraðila til meira samstarfs en verið hef- ur, svo að fyllstu hagkvæmni megi koma við í fiskvinnsl- unni. Að þeim málum vinna nú borgaryfirvöld. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri, gat einnig um ýmislegt fleira, Reykjavíkurborg hef- ur á prjónunum til þess að efla útgerðina í höfuðborg- inni, ekki sízt bætta aðstöðu .í höfninni. Enda þótt nú sé af miklum þrótti unnið að margháttaðri uppbyggingu á sviði iðnaðar, verður útgerðin eftir sem áð- ur megin atvinnuvegurinn, og þess vegna þarf höfuðborgin ekki síður en aðrir útgerðar- staðir að einbeita kröftunum að því að bæta aðstöðuna fyr- ir útgerðina. MINKARÆKT VERÐI HEIMILUÐ TLleirihluti allsherjarnefndar efri deildar hefur lagt fram frumvarp um að loð- dýrarækt verði heimiluð, en á undanförnum árum hafa staðið um það deilur, hvort Ékv&tik II' u lAN UR HEIMI Rússar óttast vináttu Kínverja og Júgóslava Observer/Dev Murarka. ORBASTRlÐIÐ milli Belgrad og Moskvu er að Ihefjast af fullum krafti á nýjan leik. Hér er enn ekki um að ræða ritdeilur milii málgaigna land anna tveggja, og tónninn í skrifunum Sovétmegin bend- ir til að þar séu menn í vafa um tavort þeir eigi að hætta . á að leggja til atlögu við Júgóslava. Einn athyglisverðasti punkt urinn í gagnrýni Sovétríkj- anna er að ekki er svo ýkja m.ikið deilt á stjórn innan- ríkismála Júgóslavíu, heldur er utánríkisstefnan mestur þyrnir í augum Rúsisa. Það sem þeir etu ergilegastir út af er að svo virðist sem nián- ara samlband sé að komast á milli Peking og Belgrad, og að samlbúðin miíli þessara tveggja landa sé að batna. Ef svo fer yrði það mikið hug- myndafræðilegt áfall fyrir Rússa, því fram til þessa hef- Ur Belgrad orðið svo til jafn mikið fyrir barðinu á eitur- örvum Kínverja og Mos'kva sjálf. Verst af öllu er að ef sambúðin fer batnandi milii Kína og Júgóslava, opnast Kínverjum mikilvægar dyr í Austur-Evrópu, á sama tíma og Rússar eiga í miklum erf- iðleikum á þeim slóðum. Það er athyglisvert að al- menningur í Rússlandi ræðir mest 'Um fjölmiðlunartækin, þegar verið er að gagnrýna Júgóslavíu. Einn gagnrýn- andinn, Fedoseyev, hjá Sovi- etskaya Russia, benti á að rússnesk blöð hafa hvorki ráðizt á leiðtoga Júgóslavíu né flokkinn. Hann sagði hins vegar að oft værf vissulega tilefni til slíkrar gagnrýni ef rússnesk blöð kærðu sig um. Þetta er sjálfsagt sagt sem að- vörun, og til að benda Júgó- slövu-m á að vænlegast sé að milda gagnrýnina á Sovétrík- in, Óánægjan með fréttamiðl- un Júgóslavíu náði hámiairki í Rússlandi þegar landamær a bardagarnir við Kínverja voru nýafstaðnir. Það þykir frámunaleg ósvífni að blöð í Júgúslavíu gerðu Kínverjum og Albönum jafn hátt undir höfði og Rússum, og túlkuðu þeirra skoðanir ekki s'íður en skoðanir Rússa. En ræturnar ná dýpra en þetta. Rússar hafa einnig tek- ið eftir því að Kínverjar eru alveg hættir að gagnrýna Júgós'lavíu, og þykilr líklegt að þeir ætli að nota sér þær óvinsældiir sem Rúissar eiga nú við að stríða í Austur-Ewópu. Og óvinsæLd- ir Moskvu eru hvergi meiri en í Belgrad, þrátt fiyr- ir hálf opinbeira yfirlýsingu rússneskra leiðtoga um að' þeir hafi alls ekki í huga að gera neina innrás í Júgóslav- íu. En jafnframt því sem sa-m- búð Júgóslavíu og Kína virð- ist vera að batna, fara Júgó- slavar alls ekkert í felur með að þeir eru að leita eftir betra samibandi við Was- hington. Slíkt myndi ekki að- eins leiða til sterkari aðstöðu landsins stjórnmálalega og hernaðarlega, heldur að öll- um líkinduim einnig koma sér vel efnahagslega. Júgóslavar hafa reyndar verið Rúesum þungir í skauti um árabil. Þess er nú skemmst að minnast að sam- búð Tékkóslóvakíu og Júgó- slavíu var með bezta mótl fyrir innirás Rússa. Tító for- seti fordæmdi innrásina op in berlega og eindregið, og tékkneskir stúdentar hylltu hann sem hetju. Og sömu sögu var að segja 1965, í uppreisninni í Ung- verjalandi, Júgóslavar tóku þá svipaða afstöðu og Imre Nagy og aðrir Ungverskir leiðtogar leituðu hælis í jiúgóslavnes'ka sendiráðinu í Búdapest. Bæði Rússar og Júgóslavar hafa þó sýnt þess merki að þeir vilja ekki auka um of bilið milli landanna, ef hjá því verður komist. Moskva veit fullvel að á ýmsum svið- um er Belgrad óhagganleg. En það sem óskað er eftir er bara svolítið minni gagnrýni á irússneska leiðtoga, og að Júgóslavar verði ekki of vin- gjarnlegir við Kínverja. Ef gengið er að þessum skilyrðum er líklegast að Rússar fari ekki út í algjört hugmyndafræðisftríð við Júgó slava. En ef ekki er gengið að þeim, á enn eftir að hitna 'í kolunum. Báðir aðilarnir 'hafa hagsmuna að gæta, á hvorn veginn ,sem þetta fer. Það er því talið líklegast að enn um sinn verði ástandið svo til óbreytt, að samskipti landanna verði kuldaleg en ekki alltof óvinsamleg. að nýju ætti að leyfa eldi minka hér á landi. Hið nýja frumvarp gerir ráð fyrir því að minkaeldi verði leyft, en strangar regl- ur verði settar um útbúnað búra og leyfi til þess að stofn- setja og starfrækja minka- bú. Minkaeldi hefur geysimikla þýðingu á hinum Norður- löndunum, og talið er, að loftslag hér sé með allra ákjós anlegasta hætti fyrir minka- eldi. Jafnframt er fyrir hendi hér á landi ódýrt og gott fóð- ur fyrir minka, sem að nokkru leyti hefur verið flutt út fyrir lágt verð. Með hliðsjón af því, að minkur gengur nú villtur um meginhluta landsins, er sjálf- sagt að heimila minkaeldi og fráleitt að standa gegn því að mikilvægur atvinnuvegur rísi upp. Eftirspurn eftir minkaskinn um er mikil. Talið er, að um 70% af verðmæti allra seldra skinna á heimsmarkaðnum komi frá sölu á minkaskinn- um. Á hverju ári eru fram- leidd um 25 nlilljónir minka- skinna. Á Norðurlöndunum einum eru framleidd árlega um 9 milljónír minkaskinna. Bandaríkin framleiða þriðj- ung allra minkaskinna og flytja inn að auki um 4% milljón skinna. Vonandi ber Alþingi nú gæfu til að af- ENN hefur ekkert svar feng- izt við glátunni um frysta „apamianninn“. Vísindamönn- uim hefur enn ekiki tekizt að fá leyfi til að rannsaka þetta fyrirbæri, seim sumir telja að verið gæti sjálfur Neand- erthalsmaðurinn. Aðrir halda þvi fram að hér sé um stór- kostlegt gabb að ræða. Eigandi apamannsins hefur harðlega neitað tilmælum vís ind'aimanna um að fá að rann- saka fyrirbærið. Uimíboðsmað- Ur eigandans, Frank Hansen, vísaði á bug beiðni dr. John Napiers, starfsmanns Smith- sonian Institute, í Washiing- ton um að fá að líta á gripinn á þeirri forsendu að eigand- inn vildii halda nafni sínu leyndu og þess vegna vildi hann ekki leyfa vísindamönn um að rannsaka fyrirbærið. Dr. Napier er þó staðráðinn í að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma því til leiðar að fyrirbærið verði rannsakað vísindalega. Belgískur dýrafræðingur, dr. Bernard Heuvelmans hef- ur rannsakað fyrirbrigðið, sem er geymt í frystr/ kistu. Nú segir Frank Hansen hins greiða minkafrv., þannig að hafizt verði handa um að koma á fót þessari þýðingar- miklu atvinnugrein. vegax að vegna hins mikla umtal's sem apamaðurinn hef- ur vakið verði almenningi að-. eins leyft að sjá eftirlíkingu af honum á sýningu er hald- ih verði í sumar. Hann segir að eigandinn sé sárreiður og hafi farið burtu með apa- manninn. Eigandinn hafi fyr- ir löngu látið gera eftirlík- ingu með ærinni fyrirhöfn og miklum fjárútlátum ef vera kynni að einhver vandræði ættu sér stað. Hansen segir að hann hafi talið þetta ó- þarfa, en nú skilji hann bet- ur afstöðu eigandans. Hansen virðist óttast að vís indamenn kunni að reyna að leggja hald á skepnuna á lög- fræðilegum grundvelli. En Hansen er þó bjartsýnn á að eigandinn fái að halda apa- manninum þar sem hann hafi góða lögfnæðinga á sínum snærum og mundi ekki hika við að fara í mál. Hansen hefur stöðugt neit- að að nafngreina eigandann, en s'egir að hann sé forríkur og að helzta tómstudagaman hans sé að safna fágæbum hlutum, sem aðrir eigi ekki. Vísindamönnum meinnð nð skoða fyrsta apamanninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.