Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1969
19
— Varahluia- og
Framhald af bls. 11
kr. 100.—, þótt við verðum að
kaupa hann næsta dag eða
skömmu síðar á kr. 200.—.
Þetta stríðir auðvitáð gegn heil
brigðri skynsemi. Hverjum dett
ur t.d. í hug að selja gamla íbúð,
bíl eða annað á upprunalegu
verði, þegar verð þess, sem
kaupa skal í staðinn, hefur stór-
hækkað og jafnvel margfaldast?
Vitaskuld engum; enda er þetta
fullkomlega löglegt, þegar ein-
staklingar eiga í hlut, þótt verzl-
uninni sé bannað að bjanga sér á
sama hátt.
Ég spyr því aftur: Hvar á að
taka það fé, sem þarf til að við-
halda varahlutabirgðum, þegar
svona er í pottinn búið? Ekki af
álagningunni, því að hún hrekk
ur ekki fyrir þeim mikla kostn-
aði, sem er við innkaup, geymslu
og dreifingu varahluta, sem geta
skipt tugum eða hundruðum í
hverja einstaka gerð tækis eða
vélar. Sannleikurinn er nefni-
lega sá, að varahluta- og við-
gerðaþjónusta hefur löngum ver
ið baggi á flestum fyrirtækjum,
borinn uppi af hagnaði af öðrum
liðum starfseminnar. En nú er
ekki á slíkan hagnað að treysta.
En er þá ekki verið að fórna
hagsmunum fárra fyrir hags-
muni fjöldans á erfiðum tímum?
Það er fullkomin fjarstæða að
halda slíku fram. Það lýsir al-
gerri vanþekkingu eða áfoyrgðar
lausu lýðskrumi. Hér tapa allir,
ekki síður neytendur, sem eiga
hér raunar mestra hagsmuna að
gæta.
Eins og nú horfir, má búast
við, að fyrirtækin neyðist til að
minnka varahlutabirgðir sínar
um helming, eins og raunar bú-
og vinnuvélainnflytjendur hafa
þegar auglýst í blöðuim. Hlýtur
það að hafa í för með sér stór-
kostlega röskun á allri viðgerða
þjónustu, vegna biðtíma eftir sér
pöntuðum varahlutum. Það rýr
ir og stórkostlega gildi þeirra
varahlutabirgða, sem fyrirliggj
andi kunna að vera, því að ef til
viðgerðar þarf fed. 3 hiuti, nœgir
ekki að 2 séu til, og liggja þeir
þvi ónothæfir, þangað til sá
þriðji kemur. Þessir sérpöntuðu
varahlutir yrðu einnig dýrari, m.
a. vegna tiltölulega hærra flutn
ingsgjalds á smárendingum, svo
ekki sé talað um fluggjald. Einn
ig er algengt, að sjálfur fram-
leiðandinn afgreiði aðeins lág-
marksmagn eftir langan af-
greiðslufrest. Smásendingar til
skjótrar afgreiðslu yrði því oft
að panta frá smásölum eða öðr-
um endurseljendum, jafnvel er-
lendum umboðsmönnum fram-
leiðandans, m.a. af samgöngu-
ástæðum. F.o.b. verð slíkra sér-
pantaðra varahluta yrði og mikl
um mun hærra, því auðvitað
þurfa þessir erlendu milliliðir
sína álagningu. Þetta sýnir,
hvernig útkoman vill verða,
þegar hindraður er eðlilegur
gangur mála: Hér tapa þeir
mestu, sem ætlunin er að vernda.
þ.e. neytendurnir. Þeir fá sem sé
lélegri þjónustu, sem þeir þó
verða að greiða hærra verði. Og
álagning, sem innlendum aðil-
am er neitað um, rennur til er-
lendra.
Að lokum þetta: Það er ekki
hægt að halda uppi viðihlítandi
varahluta/þjónustu með 33% á-
lagningu á þá almennt, þegar
hver vinnumínúta þjálfaðs starfs
manns kostar um eða yfir tvær
krónur og haft er í huga, hve öll
meðferð varahluta er tímafrei* ■
birgðaeftirlit,, samantekt pant-
ana, vélritun þeirra, greining í
fjölda tollflokka, verðútreikning
ur á mörgum eyðublöðum eftir
tollflokkum, móttaka og röðun í
hirzlur, afgreiðsla, oft mjög sein
leg, reikningsskrift og inn-
heimta. Þá er auðvitað ótalin
hlutdeild í húsnæði og öðrum
fastakostnaði fyrirtækja, sem of
langt yrði upp að telja. Gott
skipulag varahlutabirgða krefst
og mjög dýrra hirzlna, gera þarf
ráð fyrir vöxtum af því fjár-
magni, sem bundið er í tiltölu-
lega miklum birgðum, miðað við
veltu, auk þess sem erfitt er að
komast hjá því, að nokkur hluti
birgðanna liggi að lokum verð-
laus, þegar eftirspurn eftir vara
hlutum í einstakar gerðir véla
og tækja linnir.
Erlendis er álagning á vara-
hluti miklu hærri en hér, stund
um margföld. Þar er þjónustan
hins vegar langoftast mjög full-
koinin, enda almennt skilið og við
urkennt, að góð og greið vara-
hluta- og viðgerðaþjónusta er i
eðli iínu alldýr, þótt margfalt
dýrara sé að vera án hennar.
Auðvitað skilja íslenzikir neyt-
endur einnig þýðingu góðrar
þjónustu og meta hana að verð
leikum, á sama hátt og fólki er
ljóst, hve misbrestur í þessum
efnum er bagalegur og raunar
oft til stórtjóns. Á þetta jafnt
við um einstaklinga, atvinnurek
endur og stofnanir, því ailir þess
ir aðilar nota margvísleg tæki
og vélar.
Það er því vægast sagt undar-
legt, að til skuli vera öfl, sem
telja hag umbjóðenda sinna vera
vel borgið eða eiga sér vísar þakk
ir þeirra, með því að skammta
verzluninni svo naumt í þessum
efnum, að enga hliðstæðu á sér
í nágrannalöndunum.
Vonandi átta ráðandi öfl sig á
því, að mikið uppbyggingarstarf
á sviði varahluta- og viðgerða-
þjónustu, sjálfsagt og þjóðhags-
lega hagkvæmt, hefur þegar beð
ið hnekki, og getur hæglega hrun
ið, ef ekki er að gert STRAX.
Með hliðsjón aif framansögðu
og reynslu nágrannaþjóðanna er
ég því sannfærður um, að al-
mennt verzlunarfrelsi, frjáls sam
keppni kaupmanna innbyrðis og
annarra rekstrarformá, ásamt
dómgreind almennings, er sú
lausn, sem tryggir neytendum
sanngjarnt verð og lanigbezta
þjónustu, og þekki satt að segja
ekki aðra færa leið í þessum
efnum.
- MINNING
Framhald af bls. 22
Ástráður Helgfell búsettur í Eg-
ilsstaðakauptúni.
Barna og ba rn abarnabar na -
börnin eru nú fjörutíu og tvö,
óllum þeim reyndist hún um-
hyggjusöm og elskuleg amma og
liaragamma, geyma þau öll hug-
ljúfar minninigar um hana.
Tvö systkin hennar eru á lífi
vestur í Helgafellssveit, þau Þor
steinn sem dvelst hjá fóstursyni
sínum að Kóngsbakka og Guð-
rún húsmóðir að Svelgsá, bæði í
hárri elli.
Þegar þau Ásthildur og Magn
ús brugðu búi settust þau um
kyrrt hjá Jónasi syni sínum er
tók við búinu að Uppsölum. Þar
höfðu þau unað bezt, þar höfðu
draumar þeirra ræzt og þaðan
Ásthildur átti hin síðari árin við
erfiðain og þrálátan sjúkdóm að
stríða, svo hún vairð að segja má
stöðugt að vera undir læknis-
hengi, en bæði var að hún vildi
ekki frá Uppsölum fara og hitt
að maður hentjar, sonur og tengda
dóttir lögðust öll á eitt með að
hugsa um hana og hjúkra svo að
til fyrirmyndar var. Það var
heldui ekki erfitt að geona henni
til hæfis, hún var svo lítillát og
ljúf. Sjúkdóm sinn bar hún með
stakri þolinmæði og hugprýði
en þar kom þó að heilsan var
orðin það bág og sjónin það döp
ur að ekki þótti lengur hægt
að veita henni þá umönnum og
hjúkrun í heimahúsi, sem henni
var nauðsynleg. Því var það
þrautalendingin að dvelja síð-
lustu stundimar á sjúkradeild
Elli og hjúkrunairheimilisins
Grundsir í Reykjavík.
Það var ástvinum hennar þung
raun að verða að sjá á eftir
henni þangað, að geta ekki haft
hana hjá sér síðuistu dagana.
Á Grund varð hún fyrir því
slysi að detta og lærbrotna, það
ofan á aillt annað varð heilsu
hennar ofviða og eftir mánaðar
legu á LandakotsspítaLa lést hún.
Það var þungur og erfiður mán
urður en hún bar kross sinn
með sannri prýði og hetjulund,
vitandi að hverju stefndi.
Með Ásthildi er hnigin í val-
inn merk sæmdarkona sem skildi
eftir sig mikið ævistarf. Hún er
formóðir mikils og traust ætt-
stofns í landinu sem bera mun
svipmót hennar um aldir, þjóð-
inni til 'heilla.
Ég kveð þig rneð þökk og virð
ingu kæra tengdamóðir mín.
Blessuð veri minning þín.
Kristján M. Jónsson.
- ÖLFRUMVARP
Framhald af bls. 14
áfengisvarnarráðs. Sagði Lúðvík
að tillögur þessar væru sam-
hljóða tillögum er komið hefðu
frá milliþinganefnd er fjallaði
um áfengiislöggjöfina. Mætti telj-
ast eðlilegt að veitingahúsunum
væri gert að halda uppi þessari
þjónustu fyrir ungmenni.
Pétur Sigurðsson gerði grein
fyrir tillögu er hann flytur
ásamt Jóni Skaftasyni, Matthíasi
Bjarnasyni, Steingrími Páls-
syni og Birni Pálssyni, þess efn-
is að leyft verði að brugga öl til
sölu innanlands og útflutnings,
sem hafi inni að ha'lda allt að
4% af vínanda að rúmmáli. Skal
fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um þetta ákvæði 1970. Sagði
Pétur að fordæmi væri fyrir
slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu um
atriði áfengislöggjafarinnar og í
sumum tilfellum væri beinlínis
svo fyrir mælt að almennar at-
kvæðagreiðslur færu fram t.d.
um hvort leyfa skyldi áfengisút-
sölur eða banna í einstökum
bæjarfélögum.
Sigurvin Einarsson flutti
breytingartillögu við breytingar-
tillögu allsherjarnefndar og
lagði til að grein sú er fjallaði
um vínveitingarhúsin yrði felld
niður. Sagði Sigurvin það óeðli-
legt, að vínveitingarhús yrði á
þeim stöðum þar sem fólk hefði
samþykkt með almennari at-
kvæðagreiðslu að ekki skyldi
vera áfengisútsala. Þyrftu veit*
mgahúsaeigendur á þessum stöð
um aðeins að hafa menn sér hlið
holla í meirihluta bæjarstjórnar
til þess að geta selt áfengi í hús-
um sínum.
Þá ræddi Sigurvin einnig um
til'lögu Péturs Sigurðssonar og
fl. um bruggun áfengs öls. Sagði
hann að reynsla Norðurlanda-
þjóðanna væri mjög slæm af
áfengu öli og vitnaði hann í rit-
gerð er Alfreð Gíslason læknir
hefur tekið saman um það mál,
svo og grein sem komin var frá
áfengisvarnarráði í Svíþjóð.
Kom þar fram að drykkjuskap-
ur, einkum ungmenna, hefur
vaxið mjög mikið á Norðurlönd-
um við aukið frjálsræði í sölu
áfengs öls.
Skúli Guðmundsson taldi til-
lögu fimmmenninganna sprottna
af minnimáttarkennd sem þeir
hefðu vegna vaxtarlags síns.
Teldu þeir fínt að Ihafa bjór-
vömb. Miklu hagkvæmara væri
að senda þá til sumardvalar á
ölkrær Kaupmannahafnar en að
iamþykkja tillögur þeirra.
Jón Skaftason sagðist þekkja
af eigin raun málflutning manna
í eldri deild Framsóknarflokks-
ins. Þeir gæfu sér forsendur og
fjölluðu um mál út frá þeþn.
Sagði Jón að upplýsingar þær
sem Sigurvin hefði vitnað til
væru mjög villandi. Sjálfur vitn
aði Jón í blaðið Nordisk Kon-
takt sem gefið er út af opinber-
um aðilum, og kom fram í því
að áfengisneyzla í Sví'þjóð hefði
minnkað um 4,4% á síðasta ári,
og var það talið mest að þakka
að menn drykkju minna en áð-
ur brennda drykki. Sagði Jón að
tillagan um bruggun öls hérlend-
is væri flutt af þeirri einu ástæðu
að það væú trú flutningsmanna
hennar að með sölu á áfengu öli
mundi fljótlega batna það slæma
ástand sem ríkti í áfengismálum
á Islandi.
ÞETTA GERÐIST
í JANÚAR
VEÐUR OG FÆRÐ.
Stórviðri með 13 vindstigum í
Vestmannaeyjum. Hús fýkur (5).
ísrastir teygja sig í átt að Horni (7).
Stórviðri gengur um allt land (16).
Dregur úr veðurhæðinni. Krap
veldur vaxandi erfiðleikum við
Sogsvirkjun (17).
Innanlandsflug hafið aftur eftir
óveðrið (18).
ís við Straumnes (19).
ís lokar höfninni í Stykkishólmi
(21).
Jökulsá á Fjöllum stíflast og flæðir
yfir bakka sína (21).
Klakastífla í Markarfljóti (23).
ÚTGERÐIN.
Heildarafli landsmanna um 554 þús.
lestir 1968, en var 1240 þús. lestir 1966
(3).
Heimir SU 100 fær fyrstu síld árs-
ins fyrir austan (9).
Stórar síldartorfur 250 mílur austur
af landínu (12).
Rækjuaflinn á Vestfjörðum sl.
haust 990 lestir (15).
Skipverjar á Erni RE 1 farnir aftur
utan (16).
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykk
ir að togararnir landi sem oftast
heima (17).
Saltfiskframleiðslan jókst um 70%
árið 1968 (25).
Bolungarvíkurbátur veiðir hörpu-
disk til vinnslu (29).
FRAMK VÆMDIR.
286 stiga heitt vatn mælist í bor-
holu á Reykjanesi (3).
Aða'áfangi 1 i éiðholtsframkvæmda
boðinn út (3).
Skipastóll landsmanna 144.621
brÚLtóiúmiest um áramót (7).
Vélakostur keyptur í skóggerð á
Egilsstöðum (8).
Álframleiðsla hefst 1. apríl í tilrauna
skyni (8).
Eimskip semur um smíði tveggja
skipa í Danmö-ku (9).
Landhelgisgæzlan fær tvo flugbáta
af Grumman-Albatrosgerð 10, 11).
Niðursuðuverksmiður að hefja störf
eftir nokkra töf (10).
Húsbyggingar í Reykjavík 627.925
rúmmetrar s.l. ár (12).
Áformað að tvöfalda framleiðslugetu
kísilgúrverksmiðjunnar (12).
Unnið að gerð skautahallir í Reykja
vík (16).
Skagstrendingar kaupa bát og reisa
frystihús (18).
Fáskrúðsfirðingar kaupa tvo nýja
báta (22).
BÚR leitar tilboða í einn til tvo
skuttogara (29).
Áformuð bygging nýrrar sútunar-
og prjónaverksmiðju á Sauðárkróki
(29).
FÉLAGSMÁL.
Bætur atvinnuleysistrygginga hækk
aður verulega með bráðabirgðalög-
um (3).
Ingibjörg Björnsdóttir kosin for-
maður Félags ísl. listdansara (4).
Klemenz Jónsson kosinn formaður
Félags ísl. leikara (4).
Á 7. hundrað atvinnulausir í Reykja
vík (5).
Deilur milli læknanna á Húsavík
(8).
Bandalag íslendinga í Suður-Þýzka-
landi stofnað. Sigurður Dagbjartsson
kjörinn formaður (14).
Þorvaldur Garðar Kristjánsson end-
uikjörinn formaður Lögfræðingafé-
lags íslands (14).
962 skráðir atvinnulausir í Reykja-
vik (16).
Verkfall vélstjóra kemur til fram-
kvæmda (16).
Guðjón Sv. Sigurðsson endurkjör-
ínn formaður Iðju í Reykjavik (17).
Samkomulag um að 300 millj. kr
renni til atvinnuaukningar (18, 19).
Frú Teng Gee Sigurðsson opnar lát-
bragðsskóla (18).
Jón Ásgeirsson kosinn fcrmaður
Tónskáldafélags íslands (21).
Verkfall sjómanna hefst víðsvegar
um land (21).
Guðmundur H. Oddsson endurkjör-
inn formaður Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins öldunnar (22).
Atvinnumálanefnd ríkisins stofnuð
(22).
Ragnar Meinander frá Finnlandi
kosinn formaður stjórnar Norræna
hússins (22).
Umferðamálaráð stofnað, er H-
nefndin hættir störfum (26).
Atvinnumálanefnd ríkisins á fund-
um (28).
Hafísráðstefna haldin í Reykjavík
(28.—31.).
Leikfélag Sauðárkróks segir sig úr
Ðandalagi ísl. leikfélaga (31).
MENN OG MÁLEFNI.
Ingólfur Þorsteinsson skipaður yfir-
lögregluþjónn rannsóknarlögreglunn-
ar (3).
Kristján frá Djúpalæk, Indriði G.
Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson
hljóta styrki úr Rithöfundasjóði Rík-
isútvarpsins (3).
Magnús Árnason, veitingamaður,
ráðinn veitingastjóri í Hafnarbúðum.
Einar Eiríksson, læknir, ver doktors
ritgerð við háskólann í Lundi (9).
Sverrir Magnússon, fyrrv. framkv-
stj. Iceland Products, stefnir sex
bankastjórum og tveimur ráðherrum
(11).
Minningarsjóður til styrktar björg-
unarsveitum stofnaður af Helga Th.
Bruun (11).
Gylfi Gröndal ráðinn ritstjóri „Úr-
v<i;s“ (17).
Mayo A. Hadden, aðmíráll, tekur
við yfirstjórn varnarliðsins á Kefla-
vikurflugvelli (17).
Guðjón Guðnason skipaður yfirlækn
ir Fæðingarheimilis Reykjavíkur (17).
Frú Else Mia Sigurðsson ráðin bóka-
vörður Norræna hússins (18).
LM plata Hljóma valin „hljómplata
ársins 1968“ (19).
Halldór Laxness hlýtur Silfurhest-
inn (19, 21).
Bernard Newton, skipstjóri á brezka
togaranum Brandi, náðaður (19).
Plastfilmutæki Jóns Þórðarsonar
vekur heimsathygli (22).
Jón Laxdal, leikari, getur sér mik-
inn orðstír erlendis (23).
Geir Hallsteinsson, FH, kosinn
Jþróttamaður ársins" (25).
Dr. Borek Zofka, framkv.stj. Al-
þjóðlegu hjarta- og æðaverndarsam-
takanna í heimsókn (29).
Guðmundur Guðmundsson ráðinn
sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði (30).
BÓKMENNTIR OG LISTIR.
Jóhannes Geir, listmálari, tekur páu
í norrænni samsýningu á Charlotten
borg (7).
Kentner og Foster leika með Sin-
fóníuhljómsveitinni (9).
Fálkinn h.f. gefur út hljómplötu
með Gullna hliðinu (11).
Leiksmiðjan sýnir Galdra-Loft, eft-
ír Jóhann Sigurjónsson (15).
Ljóð Snorra Hjartarsonar gefin út
í norskri þýðingu (15).
Ölöf Pálsdóttir, myndhöggvari, sýnir
með „Lille gruppe" í Kaupmanna-
höfn og hlýtur frábæra dóma (16. 29).
Árni Egilsson, bassaleikari, hlýtur
lof í Sviss og Bandaríkjunum (17).
Lee Luvisi frá Bandaríkjunum leik-
ur einleik með Sinfóníuhljómsveit-
innt (18).
Elín Karitas Thorarensen heldur
n.álverkasýningu (19).
Leikfé^ag Reyk.javíkur sýnir Orfeus
og Evrydís, eftir Jean Anouilh (21).
Fjögur ung dönsk skáld lesa hér úr
veikum sinum (23, 25).
Ljóð eftir Einar Braga í franskrl
pýðingu (25).
Þjóðleikhúsið sýnir Candidu, eftir
Bernard Shaw (28).
Herranólt 1969: Bubbi kóngur (Ubu
rji), eftir Alfred Jarry (30).
SLYSFARIR OG SKAÐAR.
Tugmilljónatjón er verksmiðjur Ið-
unnar á Akureyri brenna (4, 5, 7).
Sjö ára dren^ur bíður bana í bíl-
slysi í Reykjavík (4).
Miklar skemmdir á íbúð að Hverfis-
;.ötu 82 í bruna (4).
Skriístofu- og birgðabygging
Hochtief í Straumsvík brennur (14).
Skemmdir á Gullfossi í brotsjó (14).
Sumarbústaður brennur í ölfusi
(15).
Hundar leggjast á fé og drepa á
Snæfellsnesi (16).
Jón Pétursson, háseta, 46 ára, tekur
út af togaranum Harðbak og drukkn-
ar (17). '
Miklar skemmdir á Korpúlfsstöðum
í bruna (21).
Nokkrar skemmdir, er eldur kom
upp í trésmíðaverkstæði Slippfélags-
ins í Reykjavík (22).
Verzlunarmaður fær hnifsstungu i
brjóstið (24 , 25).
5 ára drengur bíður bana í umferð-
arslysi á Akureyri (25).
Vélbáturinn Sv'anur ÍS 214 ferst í
róðri. Mannbjörg. (30, 31).
Einar Ásgeir Þórðarson, 46 ára, tek-
ur út af v/b Sæfara og drukknar (31).
ÍÞRÓTTIR.
K.S.Í. gefur 20 bikara til vetrar-
keppni í knattspyrnu (11).
Tékkar vinna íslendinga í tveimur
leikjum í handknattleik, 21:17 (14) .
og 13:12 (15). *