Morgunblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 17
MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1909
17
J/ slóíi
um
Gamli Garðskagavitinn er ágætur útsýnisstaður, sem fugla-
skoðarar kunna vel að meta.
Hér er toppskarfur, dökkur á brún og brá.
Fyrst höldum við sem leið
liggur um Keflavík og Garð,
allt út á Garðskaga. Þar er áð
góða stund og hugað að fuglum
við ströndina. Gamli vitinn á-
kjósanlegur útsýnisstaður, enda
hafa fuglafraeðingar okkar og
fuglaáhugamenn þ-ar bækistöð.
Næut höldum við til Sand-
gerðis. Þar er einnig hægt að
huga að fuglum í fjörunni, eða
ef memn ikjósa helduir að gamga
út á bryggjur, og sjá hvað þar
er um að vera.
Á Hafnabergi er líf og fjör Ritan er setzt upp og farin að
liugsa til heimilishalds.
Frá Sandgerði höldum við
svo þvert yfir Miðnesið til
Keflavíkur, og svo þaðan suður
fyrir Keflavíkurflugvöll í Hafn
ir. Það væri mun styttri leið
ef hægt væri að aka suður með
flugvellinum að vestan, en það
verður vonandi hægt seinna.
Það þarf margt að ræða á stóru heimili, og riturnar hér þurfa
allar að leggja orð í belg.
Um rniðja vegu milli Hafna
og Reykjanesvita yfirgefum við
bílinn um ttund og göngum nið
ur á Hafnarberg, sem er eitt
gerðahlegasta fuglabjargið í ná
grenni höfuðborgarinnar. Hér
er margt að skoða fyrir fugla-
áhugamenn. Það er alltaf meiri
ró yfir fuglabjörgum ein sand-
ströndinmi. Fuglinn hlýtur að
finna til öryggis þess, sem bjarg
ið veitir honum. Við skulum
því ekkert vera að flýta okkur
heldur. Mest ber hér á ritunni
eða skeglunni, eims og hún heit
ir fyrir norðan, en skarfar og
svartfugl sjást einnig.
Valahnúkur er ekki mjög hár, en hann er litríkur og fallega
lag iður.
Sunnanvert í Hafnabergi eru færri ibúar, en brimið ólgar og
svettist á grjótinu.
- UTAN ÚR HEIMI
Framhald af bls. 16
raforkiu fyrir Kairó og Nílar-
dal, og tveim verðiur bætt við
á næstu mámuðum og fjónum
í við'bót uim mitt árið 1970.
Sögusagnir hafa verið á
kreiki — aðallega uppruinnax
á Vesturlöndunum að stíflan
sé óörugg. I henni séu hrestir,
leirlög undir henni séu að
síga burt, og þar frameftir
götunum. Því hefur eirunig ver
ið haidið fram að hin gífur-
lega uppgufu.n mumi hafa
mikil áhrif á loftsiagið í
Egyptalanidi
Byggjendur stíifluinnar segja
þctta tóma vitleysu. Þeir
segja að eittthvað svipað hafi
verið sagt um gömlu stífluna
í upphafi, og reynzt tiillhæfu-
laust. Þeir segja að „mjöl
skjöidurinn“ hafi upphaiflega
átt að min.nka lekan.n urn 60
prósent, því það hefði naegt,
en lekinn minnkaði om 88
prósenit, svo að engin hætta er
á ferðum.
Þeir halda áfram, og segja
að stíflla'n sé ekki einungia
nægilega sterk til að gegna
hlutverki sínu, heldur sé hún
svo sterk og vel varin að ekki
sé hæg't að granda henmi í
stríði. Svæðið uimhverfis hana
er nánast þakið l'oftvarnar-
byssum og loftvarnareild’flau'g
um. Það hafa Rússar séð um.
Mér var sagt að aðeins kjam-
orkusprenigj.a gæti uninið á
Aswan sbifLuinni.
Við Grindavík svellur úthafsa ldan og skellur á klöppunum.
Það er unun að horfa á hafið.
Festarfjall, austan Grindavíkur, er formfagurt og rís bratt upp
frá ströndinni. Báran sleikir rætur þess og bitur stundum.
Myndir: Einar Þ. Guðjohnsen.
Næsti áfangastaður okkar
verður Reykjanesviti og þá að
sjálfsögðu Valahnúkur. í Vala
hnúk sjáum við fýl og máfa.
Og hrafn verpir sunnan í klett
unum. Ef við nálgumist hreiðr-
ið hans, þá fer krummi að
krafsa, sparka og garga. En við
ætlum ekkert að skemma fyrir
honum, aðeins að horfa og
skoða. Sunnan undir Valaihnúk
er líka ferleg en falleg hnull-
ungafjara.
Við höldum áfram austur í
gegnum hverasvæðið, þar sem
innan tíðar mun kannske rísa
iðjuver til sjóefnavinnislu, og
svo áfram til Grindavíkur. Hér
er ein skemmtilegasta verstöð
in suðvestanlands og margt að
sjá. Ein.nig er hér margt um
fugla fyrir þá, sem sérstakan
áhuga hafa á þeim efnum.
Á allri þeosari leið hefir ver-
ið í mörg horn að líta og því
engin furða, þótt nú sé orðið
áliðið dags. Við skulum því láta
ferð lokið að sinni og halda
norður yfir Skógafefllaíhxaíuin og
á Keflavíkui veginn á Stapan-
um. Ef veður er gott er sjálf-
sagt að koma aðeims við á
GrímShól, og rifja enn einu
sinni upp nöfnin á landslagiinu
með aösitoð hringisjárinnar
nýju.
Einar Þ. Guðjohnsen
Á HVERJU vori liggja leiðir
Ferðafélagsins gjarna suður
með sjó. Það er nokkuð breyti-
legt hvernig leiðin liggur
hverju sinni, enda er um margt
gott að velja. Stundum er mest
áherzla lögð á Garðskaga,
Sandgerði, Stafnes og B'áseinda.
Stundum eru það Hafnir,
Reykjanesviti og Grindavík.
Stundum er kannske hugað að
fuglum öðru fremur. Bezt er
að geta tengit sem mest af þessu
í eina hei'ld, þ.e.a.s. að líta á
landið, rifja upp ýmis söguleg
tengsl og atvik, en Hta jafn-
framt á lífið eins og það er nú,
bæði mannlegt líf og hið ið-
andi fuglalíf. Bregðum okkur
nú með aðstoð mynda í eina
islíka land- og fuglaskoðunar-
ferð suður með sjó.
Suður með sjó