Morgunblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 19«9 JltttgMlt&Itötfe tTitg!eJaíi<Ji H.f. Árvafcuir, Reyfcjavík. Ifcamfcvæmdaatjóri Haraildur Sveinsaon. ■Ritstjóríu* Siigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesslen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj ómarfuiltr úi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttaistjóri Björn Jóhannssoia Auglýsingaatjóri Árni Garðar Kristmsson. * Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, Sími 22-4-80. Asifcriftárgjald kr. 160.00 á mánuði innanlands. I lausasiöiu fcr. 10.00 eintakið. STÆRSTA HAGSMUNA MÁL VERKAL ÝÐSINS egar íslenzkur verkalýður og launþegar halda í dag upp á hátíðisdag sinn, hlýtur sú spurning að vakna, hvað sé í raun og sannleika stærsta hagsmunamál þessa fólks. Svarið við þeirri spurn ingu hlýtur að verða: At- vinnuöryggi. Atvinnuleysi er böl, sem bitnar ekki aðeins á verkafólkinu heldur á þjóð félaginu í heild. En til þess að tryggja at- vinnuöryggi þarf grundvöll- ur atvinnulífsins fyrst og fremst að vera traustur. Ef atvinnutæki eru rekin með halla hljóta þau fyrr eða síð- ar að stöðvast. Þá skapast atvinnuleysi. Þá heldur skorturinn innreið sína á heimili almennings. Þegar þessarar staðreynd- ar, sem ekki er hægt að mót mæla, er gætt, hljóta allir hugsandi menn að verða sammála um það, að megin- máli skipti að grundvöllur atvinnulífsins sé heilbrigður » og traustur. Þeir erfiðleikar, sem sköp uðu atvinnuleysið á sl. vetri áttu rætur sínar fyrst og fremst í miklu verðfalli á i íslenzkum útflutningsafurð- um, aflabresti á síldveiðum og öðrum fiskveiðum. Af þessu leiddi mikla rekstrar- örðugleika hjá fjölmörgum atvinnutækjum um land allt. Mörg atvinnutæki stöðvuð- ust. Ríkisstjórnin gerði víð- tækar ráðstafanir til þess að ráða fram úr þessum vand- kvæðum. Hún beitti sér fyrir nýrri skráningu krónunnar til þess að örva útflutningsfram- leiðsluna. Hún veitti miklu fjármagni til atvinnulífsins til þess að koma einstökum atvinnufyrirtækjum í gang. Þessi viðleitni hefur borið mikinn árangur. Atvinnuleysi stórminnkaði og hvarf jafn- vel á flestum stöðum. Er unnið að því áfram af miklu káppi að veita bjargræðis- vegunum aukinn stuðning og tryggja þar með rekstur atvinnutækjanna og varan- . lega atvinnu. En ófriðurinn á vinnu- markaðnum hefur torveldað mjög þessa viðleitni til þess að skapa almenningi örugga og góða afkomu. Sjómanna- verkfallið í vetur stöðvaði róðra í tæpan mánuð. Verk- föllin og verkbönnin undan- fárnar vikur hafa svipt fjölda fólks atvinnu og dreg- ið úr framleiðslu. L Þannig má þetta ekki ganga til. Þjóðin verður að sameina krafta sína í barátt unni gegn utanaðkomandi vandkvæðum. Hún má ekki sökkva atvinnufyrirtækjum sínum á ný í botnlausan hallarekstur, sem hlyti að leiða til stórfellds atvinnu- leysis. Öflugur rekstur fram- leiðslutækjanna nú og á komandi sumri getur skapað öllum landsmönnum næga og góða atvinnu, ef rétt er á haldið. Krafa dagsins í dag hlýtur að vera þessi: Ljúkið verkföllunum, semjið strax. Veitið hinum lægstlaunuðu raunhæfar kjarabætur, stöndum vörð um það félagslega öryggi, sem unnið hefur verið að að skapa af dugnaði og bjart- sýni á undanförnum árum. Um þessa kröfu ættu allir að geta sameinazt. Klíkuhátt ur og pólitísk togstreita og tillitsleysi við þjóðarhags- muni má ekki eyðileggja þann mikla árangur, sem náðst hefur í baráttunni fyr- ir bættum lífskjörum og batnandi þjóðarhag á ís- í landi síðustu árin. Morgunblaðið óskar öllum launþegum heilla á hátíðis- degi þeirra, um leið og það lætur þá von í ljós, að þroski og heilbrigð dómgreind fólksins megi bera sigur af hólmi yfir skammsýnni og ábyrgðarlausri hentistefnu. „ATGERVIS- FLÓTTINN" Djörn Friðfinnsson, bæjar- ** stjóri á Húsavík, ritaði í gær mjög athyglisverða grein hér í blaðið, er hann nefndi: „Atgervisflóttinn og dreifbýlið.“ í grein þessari bendir bæjarstjórinn á, að með fólksflutningum síðustu áratuga hafi dreifbýlið orðið að sjá á eftir til höfuðborg- arinnar flestum þeim ein- staklingum sínum, sem aflað hafa sér framhaldsmenntun ar eða búa yfir óvenjulega mikilli verkkunnáttu eða framtaki. Þetta hafi orsakað stærri vandamál fyrir byggð arlög strjálbýlisins en sveifl ur í atvinnulífi og fjár- magnsforða. Um lausn þessa vanda- máls segir greinarhöfundur, að um það gildí engar al- gildar reglur. En byggðar- lögin verði sjálf að finna fleiri verkefni fyrir þá ein- azYMsm >yWCWW«.)r Aswan stíflan fullgerð Observer/Irene Beeson. ASWAN stíflan verður full- gerð í næsta mánuði. Vatns- flóðið sem hún heldur í skefjum er þegar farið að breyta ánni Níl í hið 300 mílna langa Nasservatn. Þegar hún er farin að gera fullt gagn, verða 164 þúsund milljón kúbikmetrar af vatni fyrir loks er að rætast, draumur sem á að bæta verulega af- komu þjóðarinnar. Þegar byrjað var að hugsa fyrir stóru stíflunmi, till að lótta undir með gömlu Aswan stíflunni sem Bretar bygigðu nokkru norðar, hugleiddu Vesturdönd að veita egyptum 268 milljón dallara lán. 200 Skyggðu svæðin sýna útlínur Nasser vatns, sem stíflan er að mynda. Staðanöfnin eiga aðallega við musteri eða minnis- merki, sem flutt hafa verið á öruggan stað. ofan hana, hún breytir tveim milljónum ekra auðnar í rækt arland, og sér borgum sem eru jafn langt í burtu og Kairó, fyrir rafmagni. Þar að auki bæt.ir hún um 235 milljónum dollara við þjóðartekjumar áriega. Síðasta verkið við stífkuna hefur verið að útbúa gríðar- stóran „skjöld“ úr grófu mjöli, á 225 metra dýpi fyrir neðan árfarveginn, til að hindira að vatn leki undir hama. Fyrir egyptum er þessi stífla eins og draumur sem milljónir áttu að koma frá Alþjóðabankanum, 54 milljón- ir frá Bandaríkjunm og 14 milljónir frá Bretlandi. En árið 1956 ákvað Nasser að viðurkenina Kínverska Al- þýðulýðveldið, og gaf jafn- framt í skyn að Rússar væru fáanlegir til að leggja fram fiármagn til stíflunnar, ef Vesturveldin fen.gju>st ekki til þess. Joh,n Foster Dulles, sem þá var uitanrífcisráðherra Banda- ríkjanma, brást reiður við og afturkallaði lánsloforðið. Al- þjóðafoamkinn og Bretland gerðu slíklt hið sama, Svar Nassers kom skjótt og var draimatiakt. Hanin áfcvað að þjóðnýta félagið sem raik Suez skurðinn, og lýsti því yfir að gjöldum þeim sem skipin greiddu, yrði varið til stíflugerðarininax. Það voru brezkir og franskir aðilar sem áttu flest hlutaibréfin. Þar sem um 70 prósenit af allri olíu sem fór til Vestur- landa frá Austurlömdum, fór gegnium Suez skurðinn, voru menn sem steini lostnir. Sir Anthony Eden, forsætisráð- herra, lýsti því yfir að ef þjóð- nýtingin tækist, væru þeir á valdi eins manns, hvað smerti öflun nauðsynja sem allir þjöfnuðust. Og til að brjóta Nasser á bak aftur, fóru Bretlamd og Frakkland í stríð við Egypta- land. ásamt ísrael. Það tókist mið'ur vel, og þegar vopnahlé var samið og viðiskiptabanti sett á Egyptaland, sneri Nasser sér til Rússlands. Rússar samíþyklktu að hjálpa til við stífl'Uigerðina með lán- veitinigum, efnivið og mann- afla, sem samtals var 554 milljón dolara virði, meira en tvisvar sinnuim það sem Vest- ur'lönd höfðu boðið. Brezk og frönsk áhrif í Egyptalandi voru þar með úr sögunni, og Rússar fengu haslað sér völl í Miðaustur- löndum, sem þeir höfðu lengi reymt að ná. Stífluibyggimgin hefur haft geysilegar breytingar í för með sér fyrir íbúa í næsta ná- grenni. Fólk var flutt burt úr mörguim þorpurn. sem vitað var að fænu á kaf, og forn- leifafræðingar allsstaðar að úr heiminum, þyrptust þangað til að hjá'lpa til við björgun fornra minja, eins og t. d. 'grafhýsa. Ábu.rður sem áin hefur borið fram, og leðjan sem hús voru byggð úr, eru nú úr sög- unni. Bændur verða því að fá tilbúimn áburð og tiltoúið byggingarefni, og það er nýtt verkefni fyrir iðmað í landinu. Rafstöð nýju stífluimnar mwi bæta 10 þúsund milljón kíló- vattssbunduim á ári, við rafork'uframleiðslu þeirrar göm'l'U. Sex risatúrtoínur eru þegar famar að framleiða Framhald á hls. 17 staklinga, sem aflað hafa sér framhaldsmenntunar. Hann bendir einnig á, að at- vinnufyrirtæki úti um land hafi furðanlega fáa háskóla- menntaða menn í þjónustu sinni. Hann ræðir nauðsyn þess að dreifa eftir föngum stofnunum ríkisins milli helztu þéttbýlissvæða lands ins. Margar stofnanir ríkis- ins, sem aðsetur hafi í höf- uðborginni, séu reyndar ekk ert sérstaklega við hana tengdar og starfsemi þeirra fari að mestu leyti fram ut- an Reykjavíkur. Þessar ábendingar hins unga bæjarstjóra eru fylli- lega þess virði að þeim sé gaumur gefinn. Það er síður en svo höfuðborginni til hags bóta að fólkið haldi áfram að streyma hingað. Slíkir fólks- flutningar hafa raunar skap að Reykjavík fjölþætt vand- kvæði og erfiðleika. Hér hef ur á skömmum tíma þurft að byggja upp t.d. íbúðar- og skólahúsnæði, sem krefst meira fjármagns en viðráð- anlegt hefur verið að tryggja á örskömmum tíma. Þegar harðnar í ári og dregur úr frámkvæmdum verður svo atvinnuleysið tilfinnanlegast í höfuðborginni. Þegar þessa er gætt verð- ur það augljóst, að það er mikið hagsmunamál Reykja- víkur, að fólk geti unað í framleiðslubyggðarlögunum úti um land. Þess vegna verður að leggja vaxandi áherzlu á uppbygginguna þar, ekki aðeins á sviði at- vinnumála, heldur einnig á sviði menningar- og félags- mála. Fólkið unir ekki þar til lengdar, sem það ekki get ur komið börnum sínum til mennta með svipuðum hætti og hægt er í hinu mesta þéttbýli. Framleiðslu- byggðarlögin þarfnast starf- hæfra og dugandi manna. Þau mega ekki við því að missa áratug eftir áratug blómann úr æsku sinni til höfuðborgarinnar. Það er al- þjóðar-hagsmunamál að á þessu verði skapaður auk- inn skilningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.