Morgunblaðið - 23.05.1969, Side 18

Morgunblaðið - 23.05.1969, Side 18
18 MORJGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1969 Fugl lék við snös. Gjálp svarr aði við hlein. Þeyr fór um berg. Trillan sigldi léttilega út höfnina í Vestmannaeyjum og dansaði á undiröldunni. Við vorum á leið til eggja í björg Vestmannaeyja. Fýllinn var orpinn og fýlsegg eru al- deilis fínasti réttur. Fýllinn byrjar að verpa upp úr 10 maí eftir því hvemig viðr- ar og er að fram til 20. maí, en þá er hætta á að egg sem hirt eru séu stropuð. Sum um þykir þó bara betra ef eggin eru eilítið stropuð. Þúsundir af fýlum verpa í björgum Eyjanna og eggja- og fugltekja hefur verið í þeim björgum í aldir, enda mikil búbót. Við sigldum norðan Heima- kletts og könnuðum fýlabyggð borð. Stefnan var tekin á Geldung og Súlnasker. Þsu- skyldi klifinn hamar og sótt í byggðir fýla. Við fórum 3 upp í Súlnasker og trillan beið á meðan við klifum þver hníft 100 metra hátt bjarg. Glæfraleg leið, en keðjuð og mjög fögur bjarggönguleið. Auðfarin á þurrum bergveggj um, en það er eins gott að vera laus við lofthræðslu, því að í flestum sporum gín í haf beint undir. Tveir fóru upp í Stóra- Geldung, en hann hafði ekki verið rændjur í mörg ár vegna þess að leiðin upp var ófær vegna slitinna keðja. Þeir höfðu lagt keðjuna aftur fyr- ir skömmu. Það eir undraver- öld í „Skerinu“ eins og Súlna sker er oft kallað. Þar búa í sambýli þúsundir af súl- um, lundum, langvíum og fýl. Við röðuðum okkur í gras- brekkurnar uppi á Skerinu anum um borð í Sfeiövla. Steðji heitir í Úteyjum þar aem menn taka land og venju lega eru þar járnboltar í flánni til þess að kasta bandi á. 700 egg höfðu fengist í Stóra-Geldung. Úteyjamemn voru hressir og kátir á sjó- leiðinni til Helíiseyjar aftur, en þar átti að ganga til bóls og sjóða egg. Dansað í bandi um bergið. Dansað um björgin í fýlseggjatöku — farið í eggjatökuleiðangur um úteyjar Vestmannaeyja ir þar. Við vorum nefnilega í fyrra lagi og vorum svona að kíkja í bjargið. Það er ekki gengt í bjargið af sjó, en útlitið var ekki of gott. Hann var laus við, fýlinn, og flögraði nokkuð. Eitt og eitt egg ætti að liggja. Smakkið eins og það er kallað og ef til vill soðning. Við héld'um í Smáeyjar, Hænu Hana og Hrauney — tveir fóru upp, en einn var á bátn- um. Hann var lítið orpinn, en sat þó nokkuð fast við hreiður. Við steyptum undan 30 veiðibjöllum í Smáeyjum, en veiðibjallan er versti óvin ur lundaveiðimanna í Úteyj- um á sumrin og það err reynt eins og hægt er að steypa und an varginum á vorin. 100 egg höfðum við upp úr krafsinu í Smáeyjum. Það er auðvelt að komast upp í allar Smáeyjar, beljuvegur, eins og sagt er ut an Hrauneyjar. Þar þarf að klífa um 30 metra upp stand berg þar sem blágrýtisn ibbur hrannast út úr móberginu. Hver einasta nibba er ör- ugg fyrir fótfestu og eru þó nibburnar út úr lóðréttu berginu vart stærri en manns hnefi og þaðan af minini. Sólardegi var farið að halla og við höfðum brunað um hlíðar eyjanna og sigið í bjarg ið á stöku stað. Eirun svart- uðu á sefandi öldunið. Dimm- blá stórfljót af skýjum him- inhvolfsins sóttu stöðugt á roð aðan slæðufald óttu sem var gengin til viðar. Vindurinn lék vindhörpuljóð í hamrakórum og á bergsillum söng svart- fuglinn með og hneigði sig ótt og títt. Súla mataði unga sinn í nálægð sets míns. Einn ævim týrabústaðurinn við hafið tók Það tók þennan fýl 40 sekúndur að verpa egginu, en hann var ekki borubrattur fyrst á eftir. í 80 metra hæð utan í þver- hniptu SúlnaskerL Ljósm. Mbl. Árni Johnsen. fugl var orpinn, en hann verp ir viku til hálfum mánuði seinna en fýllinn. Sólin kyseti hafflötinm þegar við komum til hafnar og enn hljómaði náttúrusinfónían í björgunum við höfnina. Það myndi hæfa tveim dög- um seinna að reyna aftúr og svo var gert. Aðfaranótt upp stigningardags fékk ég flot með úteyjarmönnum sem voru að fara í Brandinn, eina af Suðureyjunum, og ditta að veiðihúsinu þar fyrir lunda- veiðitímabilið, en veiðihúsin í Úteyjum eru kölluð „Ból“. Veiðimenn í Brandi stukku léttilega upp á flána og far- angur þeirra var snarlega hand langaður. Síðan var trillunni Soffíu stefnt á Hellisey þar sem eggjatökumenm voru við ból og fleiri skyldu koma morg uninn eftir og þá átti að fara í fleiri af Suðureyjum og skipta liði í þær. Það var orð ið rökkvað þegar ég kleif upp hamrana í Hellisey og barði dyra við Ból. Tveir úteyja- menn voru í eyjunni, báðir gengnir til hvílu, enda nóg að gera næsta dag. Ég fékk mér kvöldgöngu eftir miðnætti og gekk upp á hæstu brún, settist þar horfði og hlustaði. — Steinmenn í líki eyja risu úr djúpbláu hafinu og hlust hljóðlega á móti nóttinni. „Á fætur drengir", var hróp að all hressilega inn í drauma okkar sem sváfum í faðmi bjargsins. Klukkan var 6 að morgni uppstigningardags, og eggjaliðið var komið, og eng- in miskunn hjá Magnúsi. Við rifum okkur fram úr kojum og innan stundar voru allir á flá. Trillan Snövli sætti lagi og allir komust þurrum fótum um með stórar fötur og hirtum upp. Við gengum sitt á hvað eins og við vaerum að snúa heyi með gamla laginu með hrífu. Um 100 egg fóru í föt- una og hvert fýlsegg er eins og tvö hænuegg. Áður en við hófum eggjatínzlu færðum við Skerprestinum skattinn, nokkra smápemiinga sem hent er í vörðu efst á Skerinu. Peningarnir eru alltaf horfn- ir þegar menn koma næst í Skerið. Við höfðum 800 egg í sker- inu og það merkir að fýllinn hafi aðeins verið búinn að verpa að einum þriðja, því það á að vera hægt að taka þar um 2400 egg. Eggin voru látin síga niður af bjargbrún í fötunum. 100 metra sig og þess var gætt vel að föturn- ar slægjust ekki í bergið. Allt gekk slysalaust með eggin. Við tókum því rólega í Sker inu á meðan við biðum eftir bátnum, en þeir höfðu farið í Stóra-Geldung áður en Snövli kæmi að flánni hjá okkur. Þó að markmiðið í eggjaferðum sé að ná í egg er mest ánægjan að klífa þess ar eyjar og skoða fuglalífið þar, kynnast því, þessari ei- lífu baráttu á milli lífs og dauða, sem jafnvel mannshönd in grípur svo skýrt og skor- Búið undir eggjasig á bát. Fýlseggin voru etin á ver- öndinni við bólið í Hellisey og menn sátu flötum beinum í síðdegissólinni. Leiðangurinn hafði tekið 12 tíma. í Hellis- ey sáum við einn fýl verpa, en það tók hamnaðeins uim 40 sekúndur og ef fólk heldur annað, þá kom breiðari endinn á egginu fyrst út í heiminn. Annar bátur Úteyjamanna, Þrasi, beið við Hellisey. Eft- ir þægilega viðdvöl í Hellis- ey fórum við að tygja okkur til heimferðar. Báðir bátarn- ir voru mannaðir og stefnan var tekin í Heimiaey. Það var gantast um borð og ruggað í ölduna. Vestanaldan kjassaði kjöl, sólfarsvindur stóð af hafi Við vorum að nálgast hafn argarðana. Skemmtileg eggja- ferð var á enda. Fuglakór hamranna í Heimakletti söng og sjór brumaði undir. En þetta kemur allt saman aftur og svartfuglinn verður sóttur heirn um mánaðamótin af eggj atökumöninium. Trillan var bundin við keng. Menn stigu á land. Eggjum var skipt og smakkið fóir á inort inn í þegar farið er til . eggja. En það er yfirdrifið margra borð^Utey^amenn koma af fýlnum og siðvenjum er haldið við í Eyjum þrátt fyr- ir allar breytingar. Eftir að hafa sólað okkur í Súlnaskeæi héldum við aftur í bjargið. Það er einskonar dans að fara um björgin. Inn- an tíðar stukkum við af steðj alltaf með visisa lotninigu með sér úr bjargferðum, því bjargið er hrikalegt í fegurð sinni og eitt misstig getur munað ölhi. En bjargið kall- ar alltaf til sín aftur. Bergið- hafið- fuglarnir-grasið og eng inn veit hvað bergið bláa geymir. á.j. Eggjatökumenn með afraksturinn eftir daginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.