Morgunblaðið - 30.05.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1969 11 Tjaldvist og sumarhótel MJÖG ERU hinir ýmsu hlutar okkar yfirbragðsmikla lands mis rómaðir fyrir fegurð og aðra þá eiginleika, sem laða til sín inn- lenda og erlenda gesti. Þetta er vitanlega afar eðlilegt, því að bæði er það, að þeim dráttum jrfirbragðs og ásýndar er al- mennt teljast til fegurðarauka, hefur verið útdeilt með litlum jöfnuði og svo hitt, að sum lands svæði hafá ýmislegt sér til gild- isauka, svo sem merkileg nátt- úrufyrirbæri, merka sögustaði eða gjöfula náttúru til lands og sjávar. Enn er þó ótalið eitt mik- ilvægt atriði, sem mjög hefur tcik markað hróður sumra byggðar- laga, en það eru hinar afar tor- veldu samgöngur, er þau hafa búið við alveg fram á síðustu ár. Þessi svæði hafa verið sem lokaður heimur, öðrum en heima mönnum, sem oftar en hitt horfðu á umhverfi sitt með hvers dagsaugum vanans, sljóvguðum af brauðstriti, og sáu ekki nema hálfa sjón. Nú hefur þessi einangrun ver ið rofin að langmestu leyti og naumast til þau landssvæði sem ekki er hægt að komast til og ferðast um á traustum farartækj um, ef áhugi og heilbrigð könn- unarþrá er fyrir hendi. Það ætti að vera öllum landsmönnum mik ið gleðiefni, að geta nú loksins gengið fagnandi á vit fegurðar og tignar lítt kunnra héraða, sem áður varð að láta sér nægja að horfa á í hillingum fjarsk- ans. Og ég tel það mjög líklegt, að á næstu árum eigi mat okkar á landinu eftir að breytast af þessum sökum. Glögg gestsaugu eiga eftir að endurmeta forn- kunna staði í ljósi nýrra ævin- týra og heimamenn að leggja nýtt mat á eigið umhverfi er þeir öðlast víðari sjónhring. Á undanförnum veltiárum hafa hugir landsmanna stefnt mjög til fjarlaegra landa og þá einkum til sólbakaðra heim- kynna hins ljúfa lífs. Eðlilegar verða slíkar hugrenningar að teljast hjá þjóð, sem býr á úr- svölu eylandi og hefur fram að þessu átt fárra kosta völ í þeim efnum. Ferðaskrifstofur okkar 'hafa líka óspart alið á þessari útfararþrá með fögrurn fyrirheit um, og ekki síður góðum ár- angri, Ekki hefur það dregið úr áhuganum að vegna rangrar gengisskráningar sköpuðust ó- trúlega hagstæð skilyrði til ferða laga og innkaupa erlendis en um leið næstum algjör „foragt“ á öll um reglum um útflutning ís- lenzkra peninga. Nú hefur átt sér stað mikil breyting í þessúm efnum, bæði vegna róttækrar gengisbreyting ar og verulegrar rýrnunar al- mennra tekna. Því væri full á- stæða til að ætla, að töluvert færi að draga úr straumnum til annárra landa en að ferðalög innanlands yxu að sama skapi, ekki sízt vegna þess, að aðstæð- ur til þeirra hafa stórbatnað á flestum sviðum undanfarin ár. Nú nær sæmilegt vegakerfi til allra landshluta, við eigum mynd arlegan flota af fyrsta flokks hópferðavögnum og gisti- og veit ingastöðum hefur fjölgáð að mun og þeir farið batnandi. Auk þess hafa hin miklu fjárráð al- mennings leitt til þess, að nú stendur einkabill við nær hvers manns dyr og tjöld ásamt full- komnum viðleguútbúnaði orðið almenn eign, sem margir hafa lagt í verulegar fjárhæðir, jafn vel tugi þúsunda. En einmitt þetta hefur haft að sumu leyti neikvæðar afleiðingar, því að það hefur haft í för með sér fækkun farþega á sérleyfis leiðum og rýrnandi viðskipti hjá gisti- og veitingahúsum víðsveg- ar um landið, jafnvel bakað þeim nokkra erfiðleika, og skal nú tilfært eitt dæmi um slíkt. Fyrir einu eða tveimur árum gisti ég á hóteli úti á landi. Þó að þetta væri um helgi var ho- telið naumast hálfsetið af gest- um, en á víð og dreif í nágrenninu sá ég áll mörg tjöld. Þau áttu lítið sammerkt við gömlu segldúkstjöldin í vega- mannastíl, þessi voru í öllum regnbogarus litum með margakon ar nýtízkulegum tilfæringum. En eitt bar þó af þeim öllum, var raunar eins og lítil íbúð, sem fróðir menn sögðu að hefði kost- að tugi þúsunda. Þar sem ég stóð og horfði á þessi tjöld gat ég ekki varist þeirri hugsun, að þó að það væri vissulega gaman að liggja við í tjaldi, og að því fylgdi eftirsóknarvert frjálsræði í vali náttstaða, þá myndu nú fá lönd síður fallin til tjaldvistar en Ísland, vegna óstöðugrar og rysjóttrar veðráttu, jafnvel um hásumar. Þetta kvöld var veður hið fegursta og tjaldbúar voru að slæðast heirh að hótelinu í bíl um sínum, sumir keyptu gos drykki en flestir áttu aðeins er- indi á snyrtinguna. En um nóttina skall á versta vatnsveður, sem hin litfögru tjöld þoldu ekki. Um þrjú-ieytið fóru tjaldbúar að tínast heim að hótelinu, blautir og hraktir, og báðust húsaskjóls, sem þeim var veitt. Sumjr keyptu gistingu, aðr ir kaffi eða aðrar veitingar en ein fjölskylda setti gasvélina sína upp á eitt borðið í matsaln- urri og bað um vatn í kaffi. Morg uninn eftir. var veðrið gengið nið ur og tjaldbúar flestir horfnir Ég hitti hótelstjórann úti á hlaði, hann var heldur súr í skapi og fórust orð eitthvað á þessa leið: „Það finnst víst engum nema sjálfsagt, að maður opni hótel- in um miðja nótt fyrir þessu fólki, Og mér kom heldur ekki aninað í huga. En eitt er víst, að fæst.af því hefur getað áttað sig á því hversu mikil röskun varð á starfsemi hótelsins. Gest- ir voru allir gengnir fil náða, flestir þeirra vöknuðu af værum blundi og áttu ónæðissama nótt. Starfsfólkið var einnig komið í koju, eftir að hafa gengið frá öllu og búið undir næsta dag. Það var rifið á fætur um miðja nótt og hefur átt annríkt siðan, fyrst við að liðsinma fólkinu og síðan að þrífa upp eftir það. Hér stend ég með sæmilega vel útbúið hótel en berst mjög í bökkum með reksturinn. Ég var með hálftómt hús í gærkveldi en fullt af ferðafólki ailt í kring að hreiðra um sig í tjöldum. Það var að sniglast hér í kring frám undir miðnættið, mest á klósett- unum, og svo dundj þetta yfir. • Hvert leitar það ef ég neyðist til að hætta þessum rekstri?" Ég gat ekki annað en viður- kennt með sjálfum mér, að þessi góðkunningi minn hafði töluvert til síns máls, en samtímis varð mér ljóst, að hanin stóð ekki einn í þessum vanda heldur vai hér á ferðinni eitt af þessum erf- iðu vandamálum, sem nú virðast einkerma svo mjög okkar fá- menna þjóðfélag. Er þjóð okkar komst loksins út úr allsleysinu og varð bjargálna, mætti jafnvel segja stöndug, fannst öllum, að við hlytum að geta búið okkur svipuð lífskjör og nágrann- ar okkar. Því var ráðist í fram- kvæmdir og uppbyggingu, hafin stórsókn á öllum sviðum, án þess að nægur skilningur væri fyrir hendi á því hversu fámenn fylk- ingin var á bakvið sóknina. Gott dæmi um þetta er hið þrefalda samgöngukerfi, á sjó, á landi og í lofti, sem jafnvel fámennustu byggðarl ögum finnst ekki nema sjálfsagt að fá, en svo bít- ast þessir aðilar um rýra flutn- inga og engirvn fær nóg. Fæstir munu heldur hafa áttað sig á því, að fyrsta skrefið er ætíð auðveldast en að þegar að búið er að búa spenanm til má hann helzt ekki þorna. Nú höfum við slegið því föstu, að ísland bæði geti og eigi að verða ferðamannaland, og höf- um ráðist í verulegar framkvæmd ir, og hafið áróður, til að svo megi verða. Margt bendir til þess, að þetta ætli að bera tölu- verðan árangur, en ég er dálítið smeykur um, að þetta dæmi hafi aldrei verið fullreikn- að frekar en svo mörg önnur. Skildum við ekki hafa vanmetið, í veðursæld síðustu áratuga, hve íslenzkt veðurfar getur verið harðneskjulegt, voru ekki meira að segja vísindamenin okkar and varalitlir, unz hafísinn birtist á ný, en þá settust þeir á ráð- stefnu. Fyrir 5 árum síðan minnt ist ég á þettá við einn þeirra, sem sagði að ég væri að mála skrattann á vegginn. Finnst ekki fleirum en mér, að sumar ný- byggingar okkar hafi; hreinlega villst hingað norður að heim- skautsbaug frá suðlægari slóð- um. Er raunverulega hægt að búast við því, að 2—3 mánaða sumarrekstur geti borið sig, jafn vel í góðæri, hvað þá ef júlímán- uður sver sig í ætt við októ- ber. Meira að segja skólahótel Ferðaskrifstofu ríkisins munu ekki hafa skilað miklum hagnaði, og eru þau þó skynsamleg lausn. Vandamál kunningja míns hó- telstjóranis, sem áður var að vik- ið, verður ærið umfangsmikið, og enganvegin auðleyst, þegar far- ið er að skoða það niður í kjöl- inn. Við byggjum gisti- og veit- ingahús fyrir innlenda og erlenda gesti, en á meðan við erum að vinna að því að fjölga þeim er- lendu tekur landinn upp á því að liggja við í tjöldum og borða nesti í grænni laut.. Við eignumst fríðann flota af hópferðavögnum, sem 3vo þeysa um vegi landsins, meira og minna tómir, því að hver vill ekki held ur sitja í sínum eigin bíl úr því að hann hafði efni á að kaupa hann. Og svo standa þessir aðil- ar hver framan í öðrum og gera grein fyrir sínum viðhorfum: „Þið kaupið tjöld og annan við leguútbúnað fyrir stórfé" segir veitingamaðurinn „og svo er margt af þessu haldlítið, þolir ekki átök við íslenzka veðráttu og fer út í veður og vind eí á reynir. Svo er keypt dýrt nesti, oft svo mikio, að verulegur hluti þess verður ónýtur, en samt standið þið í þeirri frómu trú, að þið séuð að spara. Því ekki að láta hótelin njóta viðskipta ykkar, þar sem þau eru fyrir hendi, í staðinm fyrir að nota þau aðeins í neyð.“ „Við höfum lagt á okkur erf- iðar skuldabyrðar" segja sér- leyfishafar „og bjóðum nú far- þegum okkar upp á eints traust og vönduð farartæki og nokk- ursstaðar eru á boðstólum. En þá fer bara innlendum farþeg- um stöðugt fækkandi og sumir okkar hafa meira að segja neyðst til ao draga úr þeirri þjónustu, sem þeir hafa veitt og vilja veita. Við eygjum ekki mikla möguleika til endurnýjun- ar vagna ér þar að kemur.“ En hanin Jón Jónsson, eða hvað við viljum nefna hanm, er með sín svör á reiðum höndum: „Höfuðástæðan fyrir þyí, að ég gisti ekki hjá ykkur er' sú, að ég hefi ekki ráð á því. Á und- anförnum árum var því haldið fram, með nokkrum rétti, að vikudvöl hjá ykkiur væri næst- Gísli GuSmundsson: um einis dýr og vikuferð til út- landa. Maður var að vona, að þetta myndi eitthvað jafnast við gengislækkimina en það varð að mestu tálvon. Ykkar verð munu víðast haf a hækkað verulega frá í fyrra, og sumir hafa meira að segja haldið dollaraverðinu frá þvi fyrir gemgislækkum, sem er liðlega 50 prs. hækkun. Ekki vænkast hagur minn gagnvart ykkur við það, því að ég hefi enga hækkun fenigið enm á mínu kaupi. En ástæðurnar fyrir áhugaleysi miniu á viðskiptuim við ykkur eru fleiri. ýmsum finns þið vera óþarflega stirfnir og vanabundnir í viðskiptaháttum, að svo virðist sem sumir ykk- ar vilji næstum heldur sitja uppi með tóm hótel en slaka eitthvað til á verði. í flestum löndum mun nú sá háttur á, að verðlag er hæzt 'yfir hásumarið en tölu- vert lægra að vor- og haustlagi. Þetta mun yfirleitt ekki tíðkast hér, þó að full ástæða virðist til. Afsláttur vegna lemgri dval- ar, eða fyrir fjölskyldur, muin nokkuð algtngur hér en ekki kerfisbundinn. Sjálft verðið á gistingunr.i er all oft í litlu samræmi við aðbúðina, sem er á boðstólum, en þar rennir hver og einn blint í sjóinn, nema að und amgenginni reynslu, því að emnþá hefur ekki verið gefinn út hótel- listi fyrir allt landið, þar sem gefnar eru tæmandi upplýsingár um aðbúð og verðlag og stað- irnir flokkaðir.“ „Um matinn er svipaða sögu að segja" heldur Jón áfram, „þó að hinar nýju matbúðir, eða caféteríur, hafi valdið töluverð- um breytingum ríkir þó víðast hvar ennþá hin hefðbundna „súpa steik og kaffi“, góður fisk ur heldur sjaldgæfur í sjálfu fisklandimu, tilbreytni eða nýj- umgar heyra til undantekninga. Stórir ferðahópar kvarta yfir því, að þeirn sé lítt ívilnað í verði, þó að slik viðskipti séu raunverulega heildsala. Gos- drykkjaverð er svo kapítuli út af fyrir sig.“ „Manni virðist, að samtök ykk ar veitingamanma hljóti að vera all öflug ef dæma má eftir sigr- inium í „sjússamálinu“, sem þó jók lítið á vinsældir ykkar. Nú bíðum við neytendur aðeins eft- ir því, að bændur landsinis fái ráðherraleyfi fyrir því, að mimmka mjólkurpottinn um pela. Svo virðist annar sigur fram- undan, um vínveitingar í sumar- gistihúsum, og er betri gjalda verður. Hvernig væri nú, að þessi sigursælu samtök ykkar snéru sér í bili frá áfengismálum og beindu kröftum símum í stað- inn að eigin innanhúsmálum. Sigrar á því sviði yrðu áreið- anlega öllum til góðs, og eimnig vimsælir." „Þá eru það rúturnar", segir Jón að lokum. „Hjá þeim eru fargjöldin orðin það há, að það getur stundum reynst ódýrara fyrir 3—-4 mennj að leigja sér litla flugvél, að maður tali nú ekki um tímasparnaðinn og þæg- indin. Það er mikið rétt, að vagnarnir eru yfirleitt góðir, og ; ég geri ráð fyrir, að eigendun- um veiti ekki af þessum háu fargjöldum, því að í mörgum til- fellum eru hin úthlutuðu sér- leyfissvæði svo lítil, að flutnmga þörfin er í emgu samræmi við fjárfestinguna og þá þjónustu, sem til er ætlast. Það er vissu- lega kominm tími til að endur- skoða og: breyta því úrelta Skipúlagi, En hvernig stendrir svo 1 á því, að frám á þennán dag hafa sérléyfishafar haft efnd á ■ því að heyja hatramma baráttu ' um hópféírðir og bjóða hvern: annan niður.“ Hér hafa nú verið leidd fram, : all ýtarlega, hin öndverðu sjón armið þeirra, sem veita þjónust- una og þiggja hana. Báðir hafa mikið til síns máls, en hvað sem því líður þá verða þeir þjón- andi að átta sig á því, að þeir hafa tapað verulegum viðskipt- um við landsmenn og verða helst að vinna þau upp aftur með ein- hverju móti, því að það muniu líða mörg ár áður en ferða- mannastraumurinn batar þeim það upp. Þar að auki mega þeir ekki byggja afkomu sína of mik ið á ferðamöninum, því að þá slitna þeir úr tengslum við sitt eigið samfélag, daga uppi eina og nátttröll. Lausnina verða þeir fyrst og fremst að finma sjálfir, innan sinna eigin sam- taka. En ef það á að takast verða þau að vera traust og sönn. Mér hefur lengi fundist, að nokkuð skorti á slikt í samtökum sér- leyfishafa og marg oft sagt það við góða kunningja mína í þeim hóp. Ég er ekki eims kunnugur samtökum veitingamanna en hefi samt grun um, að þar muná einnig umbóta þörf. Ég get a.m. k. tilfært orð eins úr þeirra hópi, sögð í mín eyru: „Við höf- um samtök, fína skrifstofu og lögfræðing, en sumum okkar finmst, að þetta fari mest í á- fengisstúss". í fullri vinsemd vil ég vekja athygli veitingamanna á þessum orðum, því að ég veit, að utan þeirra hóps munu tölu- vert margir á svipaðri skoðun og veitingamönnum er sjálfum fyrir beztu, að þeim fækki. Ég hóf þetta spjall mitt með nokkrum orðum um fegurð og tign landsins okkar og hversu mikið gleðiefni það ætti að vera okkur öllum, að nú stendur það loksins allt opið til ferðalaga. Persónulega er mér mjög annt um, að landsmenn átti sig á þessu og notfæri sér það til hins ýtrasta. Því leiddist ég út í að ræða mál, sem eru þessu nátengd og því mikilvægt að séu í góðu lagi. Það eru áreið- anlega margir fleiri en ég, sem telja, að þau þarfnist verulegra umbóta og telja einnig, að hinu forni málsháttur „sá er vinur er til varnms segir“ sé enn í fullu gildi, sé það gert af heilum huga og án illkvittni- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.