Morgunblaðið - 30.05.1969, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1069
25
- ÍSLENZK TUNGA
Framhald af bls. 8
kynislóð, ef svo fer, sem nú horf-
ir. Sú leiða hjálparsögn „mundi‘
er að leysa hann af hólmi. „Ég
munidi halda ræðu, ef ég mtundi
kuruna mál“. í þessu sambandi
vil ég nefna þá áráttu, seim virð-
ist mjög amitandi, að menn, sem
tala og talast við í heyranda
hljóði, byrja aðra hverja setn-
ingu á: „Ég mundi vilja segja“,
sem ég býzt við að sé þýðing á:
„I slhould like to say“. Að svona
aumur málkækur hefur getað
breiðzt eins ört út og raun ber
vitni, er eitt af undrum verald-
ar. Ég geri að tillögu minni, að
þessi orð séu lýst bannorð og
málflytjendur bíði heldur þegj-
andi þangað til þetta kemur, sem
þeir ætluðu að segja. Þeir gætu
þá brosað Nixonsbrosi á meðan,
ef um sjónvarp væri að ræða.
Vér eigum mörg sikemmitileg og
fjölbreytt orðasambönd um tíma-
tengsl, enda er fátt sem oftar
kemur fyrir í daglegu tali. Nú
virðist nánast sem sjónvarp-
ið, ásamt fleirum, geri herferð
gegn þesisum orðatiltækjum, þótt
erfitt sé að skilja, hversvegna
stjórnendur þessarar stofnunar
leggja á þau slíka fæð. í gær, á
morgun, á fimmtudaginn var, í
fyrra, í sumar, um helgina, ég
gerði þetta í vetur og ég geri
hitt í haust. í stað alls þessa og
fleira, heyrist varla annað en
„síðastliðinn“ eða „næsti“, „last'
og „next“.
Kunna þessir menn ekki ís-
lenzku, eða er þetta gert að yfir
lögðu ráði? Ég bara spyr.
Blöð og útvarp hafa oft fram-
ið málskemmdir, með því að þrá-
stagast á orðum, sem að vísu
hafa verið nothæf, en af orðfæð
eða leti hafa verið látin glenna
sig yfir svið, sem önnur hæfðu
betur. Að reka fyrirtæki af
ýmsu tagi er orðið fast í mál-
inu. Ég kann reyndar betur við
að reka kýr og sauði og reka
nagla eða að menn reki harma
sinna. Þegar menn hætta að búa
og verzla, annast um, stunda og
stýra, en gerast þess í stað sauð-
ir í þessum mikla allsherjar
rekstri, þá er rekið smiðshöggið
á líkkistu margra orða og málið
að fátækara.
Stundum hefur verið „rekinn“
svo mikill áróður fyrir rangri
notkun orða, að hæft hefði betri
málstað. „Að forða slysi“, var á
tímabili kjörorð ýmissa manna.
Einhverjum fannist einhverju
sinini, að hann þyrfti endilega að
þýða hið gullvæga orð „situat-
ed“. Varð úr því „staðsettur",
sem siðan hefur gengið um sem
grár köttur" og er nú staðsett-
ur í sjónvarpinu „sem slikur“, „as
such“, málblóm, sém sporingur oft
út, þegar sá, sem mundi vilja
segja eitthvað, fer að segja eitt-
hvað. Þegar götuvitar voru reist-
ir, var „sköpuð" (allt er skapað
nú á dögum) sú leiða ambaga
„að ganga á ljósi“. Skáldið lék í
ljósi sólar og menn hafa alla tíð
gengið á ljós, eins og menn
ganga á lagið. Stundum sjá menn
hluti í réttu ljósi, en enginn get-
ur gengið á ljósi.
Ég áMt skilyrðislausa skyldu
forráðamanna sjónvarpsiins að
vinna eftir föngum gegn slíkri
„nýsköpun“ og líða ekki afbak-
aða talshætti í máli stofnunar
sinnar. Einn þáttur, sem kom
þar fram hét: ,,Á rauðu ljósi“.
Ég sný þeirri ásökun að sjón-
varpinu, sem Sigurður A. Mag-
nússon beinir að Þjóðleikhúsinu í
nýrri „Samvinnu“: „Þar virðist
enginn ábyrgur aðili hafa snef-
il af tilfinningu fyrir íslenzku
máli, eins og fjölmörg dæmi
sanna.“
Beygingar eru meðal þeirra
hluta tungunnar, sem eru að
losna úr reipum, einkum vegna
þeirrar áráttu að beygja ekki
nöfn sem mikið eru notuð,
svo sem nöfn skipa, verzl-
arna og jafnvel sum manina-
nöfn. Suimar rangbeyging-
ar eru gamlar í talmáli. Sumar
hafa horfið aftur. Fáir 9egja nú
„læknirar". Stór og mikill eru
ágæt orð, en mór ber í grun, að
aá stóri sé að gleypa þann mikla.
Eins er um lítinn og lágan. Ágæt
ir menn, sem sjálfsagt eru há-
menntaðir á enska tungu, mis-
nota öll þessi orð. Algengt er
að menntamenn slái um sig með
erlendum orðum, þótt nóg ís-
lenzk orð séu til sömu merking-
ar. Hversvegna get ég ekki skil-
ið. Ég held, að nú á dögum geti
enginn þótzt mikill af því að
geta slett, hvort heldur könsku,
dönsku eða frönsku, svo að
merrn gera þetta varla til að aug-
lýsa þekkingu sína. En þeim, sem
af einhverjum ástæðum hafa
yndi af málagraut, ætti að benda
á að elda hann annars staðar en
á slóðum sjónvarps eða útvarps.
Hér er fátt eitt til tínt af
þeim kvillum, sem á mál vort
herja. Er ég viss um, að mörg-
um er það ljóst, þótt furðu sjald
an komi fram opinberlega, að
þörf eir betri aðgerða. íslenzk-
an er að vísu fjölskrúðugri og
þjálli til tjáningar, en nokkru
sinni fyrr, en grunnur hennar
og burðarviðir, sem eru úr við-
kvæmum efnum, því bygging lif-
andi tungu er ekki úr steini, riða
nú til falls. Onmair smjúga
víða um viðu. Og í laufi þessara
fornu viða eru gráðugar lirfur
að verki.
Skáld eru hætt að leita úr
landi, gera enn sem fyrr margt
vel. Þakka skal það. En daglega
málinu þarf að sýna meiri virð-
ingu en gert er. Útvarpið hefur
til þessa flutt ágæta þætti um
daglegt mál. Meon vilja setja á
vindlimgapakka varnarorð um
krabbameinshættu. Hvernig væri
að setja meðal auglýsinga í sjón
varpi varnaðarorð við mál-
skemmdum?
Sjónvarpið kennir ensku sem
rétt er og skylt, því hún er víst
eins óumflýjanleg og dauðinn
sjálfur. Ég álít að hefja eigi mál
vöndunaráróður í sjónvarpinu.
Áróður, sem væri svo skemmti-
legur og áhugavekjandi að marg
ir vildu fylgjast með. f barna-
tímum gæti verið smáþáttur, sem
höfðaði til ímyndunar og skiln-
ings litlu barnanna. Sjónvarpið
getur styrkt þetta með mýndum,
sem orka mjög á börn. Kunnáttu-
keppni af ýmsu tagi hefur ver-
ið eftirsótt útvarpsefni bæði af
ngum og gömlum. Þeir kappleik-
ir, som hafa komið á végum sjón-
varpsins hafa verið síðri, en það
hlýtur að stafa af klaufalegu fyr-
irkomulagi.
Ég legg til, að á hverjum vetri
fari fram keppni í sjóruvarpintu,
sem snúist um þekkingu á máli
voru og bókmennbum. Ég ætla
mér ekki að gera tillögur um
fyrirkomulag á þessu. Ég treysti
því, að hér séu til margir hug-
kvæmir og málrænir menn, sem
gætu undirbúið skemmtilega
keppni af þessu tagi, ef til
þeirra væri leitað. Þátttaka væri
einkum ætluð unga fólkinu, se»
á að erfa málið.
Við samanfburð á íslenzbu og
því, sem vel er ritað og einkum
ort á ýmsuim öðrum tunigum, sýn
ist mér hún tigið mál með sér-
stæða fegurð og mikla hæfni til
skýrrar og fágaðrar tjáningar.
Hvað, sem annarri tjáningu lið-
ur, er málið manns aðal og tign-
armerki.
Heiður manns, heilaga tungu-
mál! sagði sá, sem orti eiinina
minnist og einna bezt frægra
skálda. Jón Helgason, fulltrúi
smáþjóðar, bar með réttlátum
metnaði purpurakápuna á herð-
um. Gerum þá kröfu, að fjölmiðl-
unartækin vinni að því, að hún
haldi sinni fegurð en verði ekki
að útþvældri tusku. Krefjumst
þess af stýrendum þessara tækja,
að færir menn og málnæmir semji
fréttirnar, en þær séu ekki þýdd-
ar úr ensku, eins og þeir skóla-
stílar, sem skemmt hafa málskyn
margra nemenda. Ennfremur sé
öllum mælendum og textasmið-
um veitt aðhald að sama skapi.
Vér höfum starfandi ýmis ráð og
nefndir með ýmsum árangri. —
Hefur raunar bagað sum ráðin,
að þau hafa engin ráð haft.
Hugmyndin um íslenzkt mál-
vemdunarráð er ekki ný. Finnst
mér nú mál til komið að finna
henni stoð. Ætti þetta ráð að
hafa bæði skyldu og rétt til að
veita aðhald og gefa leiðbeining
ar, ekki sízt starfendum við fjöl
miðluuartækin. Gæfi þetta
menntamönnum undir fótinn að
leiðbeina oss fáfróðum alþýðu-
mönnum fremur en þeir hafa
gert. Forseti íslands hefur ekki
mikil afskipti af stjórnmálum,
enda ekki til þess ætlazt. Fyrr-
verandi og núverandi forseti eru
báðir snilldarmerun á íslenzka
tungu. Vonandi verða forsetar
vorir það á meðan þetta embætti
er við lýði.
Ég legg til, að forseti vor
verði sjálfkjörinn félagi í þessu
málverndunarráði, hvort sem
hann yrði nefndur forseti þess,
verndari eða eitthvað enn ann-
að. Hanm ætti ekki að vera það
einigönigu að nafni til, heldur
hafa þar skyldum að gegna og
eiga þar réttindi. Tel ég það
mjög hæfa æðsta manni þjóðar-
innar að eiga þannig hlutdeild í
að vernda hennar æðstu eign.
Þórunn Guðmundsdóttir.
Hlutabréf i NORBÖRSTJÖRlll HF.
til sölu. Hvert bréf er að nafnverði kr. 10 þúsund.
Upplýsingar i síma 18220 milli kl. 10 og 16.30
ÁRNI KRISTJANSSON.
; Ásvallagötu 79.
Keflnvík — nógrenni
Óskum að ráða nú þegar bókara við útbú Útvegsbankans
i Keflavík.
Umsóknir, stílaðar til bankastjórnar Útvegsbankans, sendist
skrifstofustjóra, sem veitir allir nánari upplýsingar.
ÚTVEGSBANKI ISLANDS.
Plasfikframleiðendur
Norskt innflutningsfyrirtæki sem jafnframt
vinnur að markaðsrannsóknum, óskar eftir
sambandi við þau plastikfyrirtæki sem hug
hafa á útflutningi.
Vinsamlegast skrifið á norsku, ensku eða
íslenzku til
VESTAGENTUR & CO.
Import & Markedsföring,
Tlf. 40314,
5260 Indre Arna,
Bergen — Norge.
Mosaik-flísnr
nýkomnar
í miklu úrvali.
J. Þorláksson & Norðmann ht.
Atvinna — iðnaður
Karlmann vantar nú þegar til ýmissa starfa við framleiðslu-
deild fyrirtækisins, m.a. við málmhúðun.
Upplýsingar veíttar milli kl. 9 og 12 (ekki í síma).
HR. KHISTJÁN5S0N H.F.
I) M 0 0 fl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 * SÍMI 3 53 00
Kjörbúðarbifreið
til sölu með öllum innréttingum þ.e. innbyggðum stórum
kæliskáp, kæliborði, djúpfrysti, kælipressum, hillum, körfum,
kassaborði o. fl.
Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn í síma 50200 kl. 17—19
í dag og kl. 9—11 á morgun.
KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA.
Vymura vinyl-veggfóður
ÞOLIR ALLAN ÞVOTT
[£
UTAVER Grensósvegi 22-24
SÍmÍ 30280-32262
AUCLYSING
TIL INNFLYTJENDA
Athygli innflytjenda er vakin á ákvæðum reglugerðar nr. 38
26. febr. 1969 um afhendingu aðflutningsskjala til tollmeð-
ferðar. Samkvæmt reglugerðinni ber innflytjendum að afhenda
tollstjóra þess umdæmis, sem vara er geymd í, fullgild að-
flutningsskjöl um vöruna samkv. 19. og 20. gr. tollskrárlaga,
áður en 3 mánuðir eru liðnir frá innflutningi hennar. Hafi inn-
flytjandi ekki skilað aðflutningsskjölum um vöru innan framan-
greinds frests skal hann greiða kr. 100 i dagsektir þar til
skjölum hefur verið skilað. Auk dagsekta er tollstjóra heimilt
að stöðva tollafgreiðslu á öðrum vörum til sama innflytjanda.
Reglugerð þessi tók gildi 1. april 1969, þannig að ákvæði
hennar um dagsektir og önnur viðurlög taka að hafa áhrif hinn
1. júli 1969.
Fjánnálaráðuneytið, 27. maí 1969