Morgunblaðið - 23.07.1969, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 196®
MAGIXUSAR
s>mar2U90, %
eftir lokun limi 40381 '
BILALEIGAN FALURhf
carrental service ©
22-0*22-
RAUDARÁRSTÍG 31
‘""1-44-44
Hvérfiseötu 103.
Simi cftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14870.
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar,
púströr og fleiri varahlutir
i margar gerðir bifreiða.
Bitavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. - Simi 24180.
• Skuldubréf
Tökum ríkistryggð og fast-
eignatryggð skuldabréf i um-
boðssölu. Viðskiptavinir láti
skrá sig.
Fyrirgreiðsluskrifstofan
Fasteigna- og verðbréfasala
Austurstræti 14, sími 16223.
Þorieifur Guðmundsson
heima 12469.
nrn l compact
ZÖUI. XÆUSKÁPUR
3 hillur, sem hægt er að draga út,
22 lltra frystihólf, 2 grænmetis-
Skúffur, 4 hillur f hurðinni, þeirri
neðstu má hagrgeða eftir flösku-
stærð. Segullæsing. Er á hjólum.
KPS 250 litra kæliskápurinn...
byggöur eftir kröfum tfmans...
NÝTfZKULEGASTUR
A MARKAÐNUM
Gott verð — greiðsluskiUnálor.
Einar Farestveit & Co. hf.
Bergstaðastræti 10 A, s. 16995.
Baldur Jónsson sf.
Hverfisgötu 37, sími 18994.
0 Vanþakklæti
og öfundsýki
„Þakklátur", skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Erum við ekki sammála um
það, að eitt það leiðiniegasta i
hverju þjóðlífi er vanþakklæti og
öfundsýki? Ég held, að þessar
„dyggðir" skilji aldrei neitt gott
eftir sig.
Ég hefi oft undrazt hversu oft
eitt af aðal-dagblöðum þjóðar-
innar, Tíminn, leggur mikla alúð
við að auka veldi þeirra, ognæst
um hvert blað er prýtt þessum at
riðum. Það er að vissu leyti tákn
rænt að Framsóknarmenn eru al-
veg búnir að gefast upp við að
vinna hug þjóðarinnar með eig-
in verðleikum og grípa því til
þessarar baráttuaðferðar í von
um að hægt sé að lama svo and-
lega þrekið, að mönnum verði að
seinustu sama. í ágætu ljóði, sem
Jóhannes úr Kötlum sendi vini
sínum, Sigurði Guðnasyni, fv. al-
þm. við merkisþátt í lífssögu hans
minnist hann á Biskupstungnasól-
skinið og segir svo:
Skín það glatt á skallan hvíta,
skilar boðum þeim til mín:
þeir, sem alltaf eru að sýta
ættu helzt að skammast sín.
Þetta er vel og drengilega mælt,
en hvenær lærir Tíminn þessa
lexíu?
Ég minnist þess.að um leið og
Framsóknarmenn héldu „merka“
og „mikilvæga“ landbúnaðarráð-
stefnu í Borgamesi fyrir skömmu
þar sem niðurstaðan var sú, að
bændur væru hreinlega að drepast
ef það er sagt á hreinni íslenzku,
var ég að aka um hinar frjó-
sömu byggðir Borgarfjarðar, og
víða og á báðar hendur blöstu
þessar stóru jarðir við, ræktunar-
lönd undraverð, hvert sem aug-
að leit, og fyrirmyndar býli og
stór hús, sum svo stór, að ég veit
ekki, hvað Tíminn myndi hafa
kallað þau, ef „íhaldið í Reykja-
vík“ hefði átt þau, og þau byggð
á höfuðborgarsvæðinu. Vissulega
fannst mér ánægjulegt að sjá alla
þessa grósku og drift. Hún var
öðruvísi en þokan á Framsóknar
fundinum í Borgamesi, þar sem
ekki sást út úr augum. Nei, van-
þakklætið lætur ekki á sér standa
Mér varð hugsað: Geta bændur-
nir komið sér svona fyrir, ef
allt er að fara á hausinn? Það er
nefnilega alltaf talað um skuldir
en eignunum er sleppt.
^ Enginn vandi að spara?
Við íslendingar höfum það gott.
Þeir, sem fara úr landi í von
um meira og meira, verða flestir
fyrir vonbrigðum, og ekki er
langt liðið, þar til gamla Frón
fer að stækka í hug þeirra og
gæðin verða skýrari. Það er lengi
hægt að kynda undir kröfum, en
erfiðara að uppfylla þær, og það
munu Framsóknarmenn sanna, ef
þjóðin verður svo ógæfusöm að
taka meira mark á vanþakklæti
og öfundsýki en því, sem vel er
gert, og lyfta þeim £ ráðherra-
stólana. Það verður fróðlegt að
heyra tóninn þá. Boðskap þeirra
Húseigendur
Tökum að okkur að þétta steinþök og steinrennur, einnig
sprungur í veggjum og múrverk. Unnið af fagmönnum með
víðurkenndu efni.
Upplýsingar í síma 37830 — milli kl. 7 og 8 e.h. og 83962
á kvöldin.
Söltunarstöðin NÍPA
í Neskaupstað býður „ARINCO" hausskurðarvélar til leigu
í síldarbáta. Þessar vélar hafa nú sýnt ágæti sitt á Norður-
sjávarmiðunum.
Upplýsingar í síma 84453 næstu kvöld og hjá Stefáni Þor-
leifssyni í Neskaupstað.
Sérhœð óskast
Óskum eftir 4ra — 5 herbergja íbúð í Austur- eða Vestur-
borginni. Stærð 130 — 140 ferm. Góður kaupandi.
Ibúðasalan
Ingólfsstræti gegnt Gamla Bíói.
Sími 12180 — Heimasími 83974.
2ja-3jo herbergja íbúð óskast
Höfum góðan kaupanda að 2ja — 3ja herbergja íbúð.
ftúðin má vera hvort heldur í Austur- eða Vesturborginni.
IbúOasalan
Ingólfsstræti gegnt Gamla Bíói.
Sími 12180 — Heimasími 83974.
og úrlausnir skilur enginn meðal
greindur maður, enda eiga óbreytt
ir liðsmenn í erfiðleikum með að
útlista fyrir fólki, hvað felist á
bak við öll þessi ráð, sem Fram-
sóknarmenn kunna við öUum
vanda.
Ég þekki Framsóknarþing-
mann, sem talaði mikið heima
fyrir um það, að enginn vandi
væri að spara. Hann var spurð-
ur að því, hvað mætti helzt
spara, og voru það nokkur atriði
upp á tvær tU fjórar milljónir og
hikstað á sumum. En rétt á eftir
las maður um það í þingfréttum
að sami maður hefði borið fram
tUlögur, sem kostuðu ríkiskass-
ann 20 tU 30 miUjónir. Og er þá
furða, þótt menn verði tortryggn
ir á þessar tillögur, sem eiga að
vera allra meina bót? Sannast að
segja er maður undrandi yfir
því, hversu þeir halda svona leik
sýningar lengi út.
Þakklátur".
0 Kristindómur
og spíritismi
„Spiritisti" skrifar:
Ég var á meðal margra, sem
staddir voru í Neskirkju 3. nóv.
s.l. er þeir prestarnir séra Sig-
urður Haukur Guðjónsson og séra
Arngrímur Jónsson ræddu þar um
kristindóm og spíritisma, og varð
mér á að undrast þann kjark,
sem séra Amgrímur sýndi þar
með því, að standa frammi fyrir
okkur og boða, að mér virtist í
fullri alvöru, „upprisu alls holds
á efsta degi".
Nú hefir þetta erindi birzt á
prenti í Lesbók M.bl. 29. júní s.l.,
og er ég enn jafn-undrandi yfir
þeim kenningum, sem presturinn
setur þar fram, sem mér finnst
einkennast annars vegar af fá-
fræði um það efni, sem hann er
þó að tala um, þ.e. boðskap spírit
ismans, og hins vegar af þeirri
staðreynd hversu langt sumir
kirkjunnar þjónar eru komnirfrá
uppruna kristindómsins, með því
að ganga fram hjá þeim yfirskil-
vitlegu fyrirbærum, sem gerð-
ust á fyrstu dögum kristninnar
og Nýja testamentið er svo auð-
ugt af frásögnum um. En i stað
þess virðast þeir byggja prédik
anir sínar á kenningum og út-
leggingum misviturra kirkjuhöfð
ingja 16. aldarinnar, sem striða
á móti réttlætisvitund manna og
hyggju hvers manns um algóðan
og alvísan föður okkar á himn-
um.
Séra Arngrímur segir t.d. £ er-
indi sínu:
Spíritistar hafa hrist höfuðið yf
ir þessum trúarbrögðum „(þ.e.
friðþægingarkenningunni)" og
segja, að þetta sé úrelt gamal-
guðfræði. Rétt er það, að þetta
er óskiljanlegt heila og hugsun
og var aldrei ætlað að vera annað.
Þess vegna eru þetta nefnd trúar
sannindi. Þau eru ekki reist á
því hvað mér eða þér finnst skilj
anlegt, heldur því, sem ritning-
arnar geyma og kunngjöra".
Svo mörg eru þau orð hins
starfandi þjóðkirkjuprests, og lýsa
þau ákaflega vel viðhorfi þeirra
manna, sem standa frammi fyrir
söfnuðum sínum alla helga daga
ársins, og boða kenningar, sem
„óskiljanlegar eru heila og hugs
un“, og undrast síðan viðhorf
þeirra sóknarbarna sinna, sem
kjósa heldur að auðga anda sinn
með því að leita á þær leiðir, sem
þroska skilning og víðsýni, held-
ur en sitja undir slikum stein-
runnum prédikunum.
Séra Arngrímur slær því föstu
að allir spíritistar séu í andstöðu
við kirkjuna og kenningar Krists,
og tilfærir hann því til sönnunar
orð manns, sem taldi sig ekki
þurfa að fara í kirkju af því að
hann væri í Sálarrannsóknafélag-
inu. Slíkt er varla svaravert. All-
ir sem þekkja til starfsemi Sál-
arrannsóknafélaganna vita, að
spíritisminn er ekki sértrúar-
stefna, en mjög til þess fallinn
að vekja fólk til umhugsunar um
andleg mál og auka trúarhugð
manna.
Sérhver miðilsfundur hefst með
sameiginlegri bæn fundargesta til
guðs, föður alls sem lifir í þess-
um heimi og þeim, sem við tek-
ur eftir þau umskipti sem vér
nefnum dauða. Auk þess eru á
hverjum fimdi sungnir sálmar úr
sálmabókinni, sem notuð er við
guðsþjónustur i kirkjum landsins
Ég, sem þessar línur rita, hef
undanfarin 20—30 ár leitað fræðslu
og aukins þroska á vegum spírit-
ismans, og kynnst ótal spíritist-
um úr öllum stéttum þjóðfélags-
ins. Ekki einn einasti þeirra er
mér vitanlega trúlaus. En á með-
an prestarnir standa föstum fót-
um aftur í miðöldum og boða
hina fráleitu kenningu um upp-
risu holdsins, og enn fráleitari út
skúfunarkenningu, þar sem algóð
um guði er ætlað að dæma sálir
mannanna til eilifrar vistar í „hel
víti“, vinna þeir sjálfir mark-
visst að því að tæma kirkjur sín-
ar, og burfa ekki að undrast
þverrandi kirkjusókn og dvín
andi tengsl kirkjunnar við söfn-
uði sína.
Hvað viðvíkur fullyrðingu
prestsins um það, að ekki hafi
enn þá tekist að sanna að yfir-
skilvitleg fyrirbæri stafi frá til-
vist framliðinna manna skal hon
um vinsamlega bent á heimsfræg-
ar sannanir í þeim efnum, t.d. ár
angur visindalegrar rannsóknar á
atburðunum í Hydeswille, vixl-
skeytin og Houdini-fyrirbærin, svo
eitthvað sé nefnt, en þar er af
miklu að taka, ekki sízt þegar
tekið er tillit til þess, að ekki
er nema rúmlega öld liðin síðan
hinn vísindalegi spíritismi hóf sig
urgöngu sína um heiminn.
Á þessu aldarskeiði hafa mjög
margir heimsfrægir vísindamenn
ástundað raimsóknir á dulrænum
fyrirbærum, og lagt vísindaheiður
sinn við jákvæðar niðurstöður um
að þau geti ekki verið skýrð
með efnisvísindum jarðarbúa, held
ur stafi þau sannanlega frá ver-
um framliðnum af þessari jörð.
Leit mannkynsins að sannreynd
um í stað óskiljanlegra kenni-
setninga er síður en svo í and-
stöðu við kennjngar meistarans
mikla frá Nazaret, sem sagði:
„Biðjið og yður mun gefast.
Leitið og þér munuð finna. Kný-
ið á og fyrir yður mun upp lok-
ið verða".
Að lokum vil ég leyfa mér að
skora á ritstjóra Morgunblaðsins
að fá tU birtingar hið ágæta er-
indi séra Sigurðar Hauks, er
hann flutti á áðumefndum fundi
í Neskirkju.
Splritisti".
Cólfflísar — gólfdúkar
og teppi í úrvali. Nýjar vörur daglega.