Morgunblaðið - 09.08.1969, Síða 4

Morgunblaðið - 09.08.1969, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 196» MAQIMÚSAR 4kiphoiji21 simar21190 eH>rl«ltwn>iníl4.038l BfLALEIGAN FALURH f car rental service © 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 1-44-44 Hvcrfisfotu 103. Simi efth- lokun 311««. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Símí 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. hilaleic/an AKBBAUT car rcntal Hcrricc 8-23-4? scndum SAMKOMUR Kristileg samkoma sumirajidagiiinTi 10! ágúst kí. _4. Bænastund alla virka daga kl. 7 e. h. Aflir velkomnií'. K.F.U.M. Alimenm samkoma verður lialdin í húsi fétagsins við Amt- mannsisttg antiað kvöld kl. 8.30. Sigurður Pálsson, kenmairi talar. Fómarsaimkoma. Altir velkomnir. GEFIÐ Gróðrarst. v/Miklatorg, s. 22822. Gróðurhúsið v/Sigtún, s. 36770. Gróðrarskáfinn v/Hafrrarfj.veg, sími 42260. Sala okkar byrjar hjá yður Stór dönsk verksmiðja, sem framleiðir kex, bakarisbraoð og kökor og ftytur út um atta Evr- Ópu óskar eftir að færa út kví- amar með |»ví að komast í sam- band við velþekkt rmflotnings- fyrirtaeki/umboðsmann, sem er þekkt hjá vörumörkuðum, kaup- mönnom o. ft. og sem getur skapað árangursríka sölu og dreifingu um aflt ísla-nd. Skrifið á dönsku eða ensku tU: Billetmærke 22400 Mtdtjydsk ReklamelBureau A/S. Tietgensgade 12, Dk — 7400 Hemtng. 0 Engilsaxneskir söng- textar í sjónvarpsþætti Athygli Velvakanda hefur ver- ið vakin á því, að margir ís- lenzkir „skemmtikraftar", sem komu fram í sjónvarpsþætti um Verzlunarmannahelgina, hafi sung ið á ensku, eða a.m.k. á einhverju afbrigði aí engilsaxnesku. Var þáttur þessi sérstaklega gerður til flutninigs á hinum Norðurlönd- unum. Þykir það að vonum ekki góð latína, að íslendingar syngi á ensku fyrir frændþjóðir sínar, enda var textinn hreinasta he- breska fyrir flesta áheynendur. Það er rétt að alger óþarfiætti að vera að syngja á .ensku. Text- amir eru yfirleitt mjög fljótþýdd ir, og ætti skemmtilagasöngfólk að sjá sóma sinn í þvi að láta lipra hagyrðinga snara þeim. 0 Er skorið aftan af kvikmyndinni? Þorri skrifar: H0RÐUR ólafsson hæstaríttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 símar 10332 og 35673. „Á sunnudagskvöldið var skrapp ég ásamt vini mínum í bíó til að sjá myndina „Ég er forvitin — gul“ Við vorum báðir búnir að sjá myndina áður. í lok sýning- ar brá okkur heldur betur í brún. Þeir höfðu sleppt hvorki meira né minna en 2«—3* mimitna kafla í endinn. Hver er orsökin, og hver fyrir skipaði þetta, og hvað ætli fram- leiðandinn segði við slíkri mis- þyrmingu? Ef kvikmyndahúsin haga sér svona, þá neyðist mað- ur til að vera á frumsýnmgu á hverri mynd, sem mann langar til að sjá, ef maður vill ekki sjá allt aðra mynd. Ég vænti þess, að forstjóri kvikmyndahússins, sem hér á í hlut, svari þessum fyrir spurnum strax. Því mætti bæta hér inn í, að ég hef heyrt það, að myndin „Ég er forvitin —blá“ hafi einnig verið stórlega klippt. Með fyriríram þökk fyrir fljóta birtingu. Þorri". — Velvakandi þekkir ekki til þessa máls, en honum þykir satt að segja ótrúlegt, að svo langur kafli hafi verið klipptur úr kvik myndínni Vonandi upplýsir eig- andi kvikmyndahússins þetta. Annars hefur Velvakanda grun að, að kvikmyndir séu stundum styttar hér. Það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt máL Komist það upp erlendis, að kvikmyndir hafi verið styttar án leyfis, kostar það alltaf málaferli af hálfu framleið enda og eigenda. Getur slíkt einn ig kostað það, að samtök fram- leiðenda og dreifingastofnana Hef flntt læhningostofa mínn að Klapparstíg 25. Viðtalsbeiðni á morgnana frá kl. 10—12 f. h. í síma 11228. Símavrðtalstími frá kl. 2—2,45 alla virka daga nema föstudaga og laugardaga. Haukur Jónasson. læknir. Skrifstofustófko ósknst strax til starfa hjá stóru fyrirtæki. Verzlunarskóla- eða hlið- stæð menntun áskilin. Tiiboð er greini aldur, menntun og fyrri störf. ásamt með- mælum, sendist afgr. Mbl. fyrir 13. ágúst, merkt: „Stundvis — 408". SKRIFSTOFUSTULKA Stúlka óskast til skrifstofustarfa hjá fyrirtæki í Miðborginni. Góð mála-, reikn'mgs- og vélrítunarkunnátta æskileg. Umsókn- ir er tifgreini aldur. menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt- ar „Nákvæmni — 3720". setji viðkomandi kvikmyndahús í bann. ^ Kvartað undan skorti á kurteisi, hreinlæti og þjónustu G.G.B. skrifar: „Reykjavík 5 8. 1969. Sunnudaginn 3. ágúst kl. 19.00 komum við 5 gestir í Hótel Val- höll. Við fengum okkur kvöld- verð, sem ekki er í frásögur fær andi, ef ekki fylgdi eftirfarandi lýsing á þjónustu, hreinlæti og kurteisi hótelstjómar. Allan tím- ann, er við sátum að snæðingi, lék um okkur kaldur gustur, svo mikill, að dúkar flögruðu til á borðunum. Við spurðum þjóninn, hvort ekki mætti loka hurðinni, en hann viðhafði þau svör, að um þetta væri búið að kvarta allt sumarið, en „það þýddi ekki neitt". Við borguðum reikning- inn, scm hljóðaði upp á 1260.00 kr. (hann geymi ég). Eftir mat- inn gengum við inn á salernið. Á kvennasalerni var engin sápa, handklæði skítugt og blautt, laf- andi niður í gólí, og engin sal- ernispappír á 5 salernum, allar ruslafötur yfirfullar. Svipaða sögu er að segja af karlasalern- um. Við gengum inn í hótelgesta móttökuna, og konan mín spurði, hvert hún ætti að snúa sér til að koma kvörtun á framfæri. Full orðinn maður sat þar i herberg- inu og sagði „Hví spyrðu"? Skýrði hún þá frá fyrrgreindu. Hann svar aði þá, „ef þetta er ekki nógu gott, þá skuluð þið bara fara eitt hvað annað“. Spurði hún þá hvort þetta væru þau svör, sem við fengjum hér, og einnig var bent á, að ekki væri í svo mörg hús að venda á Þingvöllum. Maður- inn benti þá út um gluggann og sagði „það er nóg af klósett- um hér út um allt“. Ég kynnti mig og spurði manninn að heiti, og kvaðst hann vera............. son, forstöðumaður staðarins. Við spurðum þá hvort honum væri al- vara, við hefðum verið að standa upp frá borðum, greitt þar þjón ustugjald og sættum okkur ekki við svona svör. Þá fyrst stóð hann á fætur og bauð okkur inn á salerni fyrir hótelgeti. Ég bar fram kvörtun vegna dragsúgs í veitingasal og skýiði frá svörum þjónsins. Eina svarið, sem ég fékk frá hótelstjóranum, var „nú“. Vitni eru að þessum viðskipt- um. B#éf þetta sendist í fjórriti til: Ferðamálaráðs, Gisti og veitingahúsaeítirlitsins, hótelstjóra, Velvakanda Morgunblaðsins. Virðingarfyllst, G.GJR.“. 0 Illa merktir vegir Ferðalangur skrlfar: „Ég er að koma úr ferðalagi, sem ég fór í sumarfríi mínu, og get ekki orða bundizt að minn- ast á lélegar vegamerkingar en af þeim sökum varð ég fyrir þeim vonbrigðum að komast ekki á staði, sem ég ætlaði að sjá, fyrir utan óþægindi af óþarfa akstri. Hvernig stendur á því að sum- ar leiðir verða alveg útundan við vegamerkingu, eða gleymist að merkja við staði, þar sem aka skal frá vegi til fagurra staða? Hver ber ábyrgð á þessu, er þetta í verkahring Vegamálaskrif stofunnar, Ferðafélags íslands, eða hverra? Mig langar til að segja frá reynslu minni úr þessu íerðalagi, en það er mitt fyrsta um þessar slóðir. Ég fór Fjallabaksleið frá Skaftártungum til Landmanna- lauga, en aðaltakmarkið var að komast inn í Eldgjá, sem er ná- lægt því að vera á miðri leið, að mér var sagt. En það fór svo, að aldrei fann ég Eldgjána, — ekk ert skilti, sem benti til, hvar fara skyldi út frá aðalvegi. Svo bætti það ekki úf, að rigning var og þungbúið loft. Ég talaði við fölk, sem hafði sömu sögu að segja og ég. Frá Hveradölum var ætlunin að fara norður Kjalveg. Frá Hveravöllum ók ég veg, sem var ómerktur en sem mér fannst líklegt að lægi norður. Eftir mik- ið brambolt, kom ég á vegar- enda í dal, sem reyndist vera Þjófadalir. Á leiðinni þangað varð á vegi mínum annar vegarslóði, sem ég veit ekki hvert lá, en hefði verið jafnmikil þörf á að merkja, og þann, sem lá til Þjófadala. Þegar ég kom aftur til Hvera- valla, spurði ég um rétta leið norður, og fékk það svar, að ég yrði að aka 2—3 km til baka þá leið, sem ég kom, en við þau vegamót er skilti, sem á stendur Hveravellir, en ekki neitt, sem benti til að vegur lægi þaðan norður í land. En þennan tók ég samt sem áður og komst þá norð ur í Blöndudal og þaðan á Blöndu ós“. Ferðalangur". Bifreiðaumboð ósbor oð róðn vnnnn mnnn til afgreiðslustarfa í bifreiðavarahlutaverzlun. Upplýsingar um aldur, fyrri störí og annað, er máli kann að skipta, ásamt nafni og sírrvanúmeri. leggist inn á afgr. Mbl., merkt: „3620" fyrir n.k. miðvikudag. íbúð fil leigu 2ja herbergja íbúð til leigu í nýju húsnæði í Kópavogi. Fyrirspurnir sendist blaðinu fyrir 12. þ. m., merktar: „Tbúð — 3623". Ferðalólk Hinar vinsælu eins dags hringferðir i Þjórsárdal eru á sunnu- dögum og miðvikudögum. Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálparfossi, sömuleiðis er ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell og fram- kvæmdir þar skoðaðar. Á austurleið er komið að Skálholti. Upplýsingar gefur B.S.Í., Umferðarmfðstöðinni, sími 22300. LANDLEIÐIR H.F. Góðnr söluturn til söln Til sölu tóbaks- og sælgætisverzlun við mikla umferðargötu í Miðborginni. Góður, en iítill vörulager. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga, sendi nafn, heimilisfang og símanúmer ásamt öðrum upplýsingum til afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjudag, merkt: „Söluturn 174".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.