Morgunblaðið - 23.11.1969, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NOV. 19&9
17
10 ára afmæli
10 ára afmælis ríkisstjómar-
innar var rækilega minnst hér
í blaðinu hinn 20. nóv. Þess
vegna er ekki ástæða til að
ritfja niú uipip eimstatear aithatfnir
teruniair. Svo sem verða vill hief-
ur henni misjafnlega til tekizt,
enda dómamir um hana ærið
misjafnir. Ekki verður þó um
það deilt, að ólíkt betuir hefur
flarið en andstæðingarnir sögðu
fyrir. í upphafi var fullyrt, að
hún stefndi að því, að hér yrðu
„móðuharðindi af mannavöld-
um“, eins og orðslyngasti stjórn
arandstæðingur á Alþingi komst
að orði. Raunin varð þvert á
móti sú, að lengst af á þessu
tímabili hafa orðið hér örari
framfariir og meiri velgengni en
nokkim sinni áður í sögu þjóð-
arinnar. Sá geigvænlegi aftur-
kippur, sem hófst fyrir tveim
þremur árum, varð ekki af
mannavöldum helduir af utanað-
komandi ástæðum, íslendingum
með öllu óviðráðanlegum. Þrátt
fyrir hann hefur tekizt að halda
hér mun betri lifskjörum en
þjóðin átti við að búa áður en
núverandi ríkisstjóm tók við
Háhýsin í Laugardalnum séð frá stúku Laugardalshallarinnar.
Reykjavíkurbréf
---—- Laugardagur 22. nóv. -
völdum. Þá hefur með einarðleg-
um aðgerðum að verulegu leyti
lánast að ráða bug á örðugleik-
unum, sem ýmsir óttuðust að leiða
mundi til algers hruns. Það lýs-
iir sér m.a. í því að í ár hefur
verið safnað á ný ámóta miklum
gjaldeyrisforða og í fyrra eydd-
ist. Nænri lætur að þessi munur
nemi 3 þúsund milljónum króna.
Auðvitað hafa menn orðið að
leggja að sór til að gera slíkt
stórátak og fjarri fer, að allur
vandi sé enn úr sögunni En
ótvírætt hoirfir í rétta átt. Að-
staðan eir nú öll önnur og miklu
betri eu á horfðist, þó að enn
verði að hafa fulla gát á til að
spilla ekki því, sem áunnist hefur.
„Settir til hliðar44
Stjómarsamvinna Sjálfstæðis-
manna og Alþýðuflokks átti sér
langan aðdraganda. Eram til árs
ins 1959 hafði Eramsóknarflokk
uirinn, vegna ranglátrar kjör-
dæmaskipunar, verið í lykilað-
stöðu í íslenzkum stjómmálum.
Sjálfstæðismenn og Framsóknar
menn störfuðu tveir saman í rík-
isstjórn á árunum 1950—56. í
því samstarfi gekk á ýmsu, enda
gerðu Framsóknarmenn sig bera
að stöðugum óheilindum. Loks
slitu þeir samstarfinu á árinu
1956, einkum með þeim skýring-
um, að hin mest aðkallandi mál
væri ekki hægt að leysa
með Sjálfstæðisflokknum. Ætl-
un þeirra var sú að halda völd-
um með Alþýðuflokknum einum,
og var „hræðslubandalagið“
myndað í því skyni. Þrátt fyrir
augljósa misnotkun á kjördæma-
skipuninini hlaut þetta bandalag
ekki nóg þingfylgi, og var þá
vinstri stjómin mynduð með þátt
töku kommúnista, þvert ofan í
yfirlýsiinlgtair fyrir toosrminigar.
Samlyndið innain vinstri stjórn-
arinmar reyndist hins vegar svo
bágborið allt frá upphafi, að
skjótt varð ljóst, að hún var í
rauninni óstarfhæf. Engu að síð-
ur iafði hún við völd í liðlega
2 ár. Undir lokin kunni forsæt-
isráðherra hennar, Hermann
Jónasson, helzt að segja stjóm
sinni það til ágætis, að henni
hefði þó tekizt að setja Sjálf-
stæðismenn til hliðar, eins og
hann hældist um yfir á fundi á
Hólmavík haustið 1958.
„Ekki samstaða
um nein úrræði“
Framsóknarmenn nutu þessar-
ar ánægju þó ekki lengi, því að
Hermann Jónasson kom hinn 4.
des. 1958 á fund í Sameinuðu al-
þingi og hélt þessa eftirminni-
legu ræðu:
„Herra forseti. Ég hef á rík-
isráðsfundi í dag beðist lausn-
ar fyrir mig og ráðuneyti mitt.
Forseti íslands hefur beðið
ráðuneytið að gegna störfum
fyrst um sinn, og hafa ráðherr-
ar að venju orðið við þeinri
beiðni.
Fyniir liá að (hinin 1. dles. átti
að taka gildi ný kaupgreiðslu-
vísitala, sem fól í sér 17 stiga
hækkun. Til þess að koma í veg
fyrir nýja verðbólguöldu, sem
af þessu hlaut að rísa, óskaði
ég þess við samráðhenra mína,
að ríkisstj. beitti sér fyrir setn-
ingu laga um flnestun á friam-
kvsemd hinnar nýju vísitölu til
loka mánaðariins, enda yrðu hin
fyrrgreindu 17 vísitölustig þá
gneidd eftir á fyrir desember,
nema samkomulag yrði um ann-
að.
Leitað var umsagnar Alþýðu-
sambandsþiings um lagasetningu
þessa samkv. skilyrði, sem sett
var fram um það í ríkisstj. Al-
þýðusambandsþing neitaði fyrir
sitt leyti beiðni minni um frest-
un.. Boðaði ég þá ráðherrafund
að morgni laugardags 29. nóv.,
en þar náðist ekki samkomulag
um stuðning við frv. Af þessu
leiddi að hin nýja kaupgreiðslu-
vísitala kom til íramkvæmda
um mánaðamótin, og ný verð-
bólgualda er þar með skollin
yfir
Við þessu er svo því að bæta,
að í ríkisstj. er ekki samstaða
um nein úrræði í þessum mál-
um, sem að mínu áliti geti stöðv-
að hina háskalegu verðbólgu-
þróun, sem verður óviðráðanleg,
ef ekki næst samkomulag um þær
raunhæfu ráðstaflanir, sem lýst
var yfir að gera þyrfti, þegar
efnahagsfrumvarp ríkisstj. var
lagt fyrir Alþingi á s.l. vori.“
Mesta aflaár
Til þess að meta þessa upp-
gjöf rétt verður að hafa í huga
að árið 1958 yar mesta afla og
veltilár, sera ísleodinigar (höfðlu
þanigtað til lilflaið. Enigu að
síður, gafst ríkisstjórnin upp
mieð þessum hætti og flýði flrá
vandanum. Það er rétt, að öðr-
um ríkisstjómum síðasta aldar-
fjórðung hefur ekki heldur tek-
izt að leysa verðbólguvandann.
En hvorki fyrr né síðar hefur
verðbólguþróunin leitt til slíks
öngþveitis í efnahag og stjóm-
málum eins og við blasti þessa
desemberdaga. Minnihlutastjórn
Alþýðutfliolkíkisinis tókst og þagiar
á árinu 1959 fyrst og fremst með
atbeina Sjálfstæðismanna að af-
stýra þeinri geigvænlegu þróun,
sem Framsóknarflokkurinn gafst
upp fyrir. Verðbólgan hefur sið-
an eins og áður haldið áfram
að skapa margháttaða örðug-
leika, en hún kom ekki í veg
fyrir þær öru framfarir, sem
urðu á árunum 1960 til 1967. Og
þó að hún yki á örðugleikana,
sem á fór að bóla síðari hluta
1966 og síðar stórmögnuðust, þá
voru aðrar og okkur óviðráðan-
legar orsakir þar fyrst ogfremst
að verki. Eftirtektarverðust eru
þó hin ólíku viðbögð við að-
steðjandi vandamálum.
Sundrað lið
Nú hefur ekki verið hlaupið
frá vandanum, heldur tekist á
við hann. Stjómarandstæðingar
hafa og ekki verið settir til hlið-
ar of öðnuim hivorlki Fraimsóikiniar-
merun né aðrir. Þegar ljóiðt vanð
síðari Wuita suimaiiTs 1068, hvilfk
hætta voflði yfir veginia veriðlflalls,
aflahrestis o,g söluitregðu, þá leit-
aði rikisstjórtniiin saimstarfls við
stjórnairandstæðinga. Þeim var
gefinn kostur á að fylgjast með
gagnasöfnun og undirbúningi
málefnalausnar á sama veg og
sjálf ríkisstjómin og flokkar
heninar. Þetta varð þeim mun
mikilsverðara sem mál voru þá
rækilegar undirbúin og betur
íhuguð frá öllum hliðum en
nokkru sinni áður hefur hér á
landi verið gert um slíkan mála-
tilbúnað. En þegar á reyndi
fengust stjómmálaandstæðingar
ekki til að sinma öðru en auka-
atriðum. Aldrei varð út úr þeim
togað hverjum meginúrræðum
þeir vildu beita. Mesta áhuga-
mál þeiirra virtist vera að stjóm
in segði af sér og ný stjómar-
stefna yrði tekin upp, án þess
þó að segja hver sú stefna ætti
að vera í því, er úrslitum hlaut
að ráða. Með þessu má segja, að
stjómarandstæðingar hafi sett
sjálfa sig til hliðar í íslenzku
þjóðlífi. Ógerningur reyndist að
tosa þeim til ábyrgrar afstöðu
þegar mest á reið. Ástæður til
þessa eru ýmsar. Þar veldur
ekki minnstu, hversu stjómar-
andstæðingar eru innbyrðis
sundraðir. Ekki er nóg með að
flokkana greini á um margt,
heldur hefur sundurlyndið inn-
an flokkanma reynst yfirgengi-
legt. Framsóknarmenn hafa helzt
getað sameinast um að yfirbjóða
kommúnista í vitleysunni. Að
öðru leyti virðist óstöðvandi
valdalöngun vera þeinra áhrifa-
ríkasta sameiningarafl. Sundr-
ungin á meðal kommúnista blas-
ir við alþjóð. Alþýðubandalag-
ið, sem nokkur brestur var kom-
inn í stnax við kosningamar
1967, er nú opinberlega þríklof-
ið. Víst væri það ömurlegt hlut-
skipti, ef þessi sundrungaröfl
ættu að fá úrslitaáhrif í íslenzk
um stjómmálum.
Þriggja
flokka formaður
Svo er að sjá sem Hanni-
balsistar hafi nú loks komið því
í verk að stofna nýjan flokk.
Raunar kalla þeir hann ekki því
nafni, heldur „samtök". Og eru
þau kennd við frjálslynda og
vinstri menn. Þó að samtökim
sýnist býsna losaraleg hafa þau
margreyndan formann. Hammibal
er eini íslendingurinn, er hefur
verið formaður í þremur stjórn-
málaflokkum, sem enn eru allir á
lífi. Geri aðrir betur! Nafngift-
in minnir annars helzt á það,
þegar hjónum kemur ekki sam-
an um hvaða nafn skuli velja
barni og það ráð er tekið, að
því em þess vegna fengin tvö
möfn. Nema hitt komi til, að
Hannibal hyggist með þessu gefa
til kynma, að vegferð hans sé
enn ekki lokið. Því að það hefur
áður komið fyrir, að flrjálslynd-
ir runnu saman við íhaldið. Ef
svo skyldi enn fara, má Bjarni
formaður fara að ugga að sér.
Vildu ekki hlusta
á æskulýðsmál!
Athygli vakti, að í upphafi
fundar í neðri deild Alþingis s.l.
mánudag var kominn á þing-
palla allstór hópur æskulýðs.
Hrekklausir þingmenn héldu, að
þessi áhugi stafaði af því, að á
dagskrá var frumvairp til laga
um æskulýðsmál og fögnuðu
því, að unga fólkið væri þó ekki
svo sinnulaust um velferð sína,
eins og sumir svartsýnismenn
stundum hafa á orði. En svo
kynlega brá við, að um leið og
þetta mál var tekið á dagskrá,
þá þusti allur æskulýðshópur-
inn út. Erindið hafði sem sé alls
ekki verið að fylgjast með hvað
gert yrði í æskulýðsmálum, held
ur hitt að hlusta á Jónas Árna-
son og klappa honum lof í lófa.
Þetta var því skrítnara, sem
Jónas talaði um mál, er alls ekki
var á dagskrá. Um málflutning
hans gat þess vegna enginn vit-
að annar en sá, sem um hann
hafði fengið sérstök boð. Mál
Jónasar lýsti gremju hans yfiir
því, að tekið hafði verið fram í
útvarpsfréttum, að fundur í Há-
skólabíó hefði farið friðsamlega
fram. Jónas taldi, að með þvi
orðalagi hefði verið gefið í skyn,
að á fundinum hefði mátt vænta
einhvers annars. Hann sagði það
grófa móðgun, að með þessu
hefði í rauninni verið gefið til
kynna, að þarna hefði verið bú-
ist við skrílslátum. Þingmenn
urðu að sjálfsögðu ánægðir yf-
ir að heyra fordæmingu Jónasar
á þvílíku athæfi. Nokkuð dró
þó úr trú á einlægni fordæm-
ingarinnar, að Jónas skyldi ekki
minnast á skrílslætin, sem skoð-
anabræður hans höfðu haft í
frammi á Keflavíkurflugvelli
sama morgunn og útvarpið hafði
skýrt frá skömmu áður en þing-
fundur hófst. Og tiltrúin hvarf
alveg, þegar mienn lásu uim ait-
hæfi Jónasar sjálfs á skrifstofu
sjónvarps og útvarps daginn áð-
ur.
Sambandið
aldrei nánara
í síðaiStla Reykj avíkuirtrréfi
var skýrt frá vinsamlegum um-
mælum Svenska Dagbladet um
hugsanlega aðild ísla-nds að
EFTA. Ymisir flleiri haifla vilkið
vinsamlega að íslandi af þessu
tileflni. Sérsitak ástæða er til að
minnast Terkels M. Terkelsens,
aðalritstjóra Berlingske Tid-
ende. Hann hefur oft komið til
íslands á undanfömum árum og
iðulega skrifað ágætar greinar
um laindið í blað sitt, sem nú er
hið stærsta í Danmörku. Hinn
3. okt. birtist þar t.d allöng
grein eftir Terkelsen, er hann
kallar „Island pa skillevejen",
þe ísland á vegamótum. Grein-
inni lýkur á þessa leið í laus-
legri þýðingu:
„Það er alveg í íslenzkum
anda, að samvinna við Norður-
lönd er ekki háð sömu fyrir-
vörum og beitt er gegn ýmsum
öðmm löndum. Það er væntan-
lega einnig hin kröftuga nor-
ræna þátttaka í EFTA, sem hef-
uir fengið ísland til að beina at-
hygli sinni að Fríverzlunarsvæð
iniu flremiur en öðruim marikaðs-
bandalögum. Bent er á það sem
mikilvæga röksemd fyrir um-
sókn íslands um aðild að EFTA,
að 40 prs. af utanríkisverzlun
landsins er á EFTA-svæðinu. Af
norrænni hálfu og e.tv. ekki
sízt frá danskri, hafa menn sýnit
skilning á hinum sérstöku
vandamálum fslands, bæði varð-
andi nauðsyn á því að hefja iðn-
væðingu og að tekið sé tillit til
hinna sérstöku fiskveiðihags-
muna Það hefur ekki farið fram
hjá mönnum á íslandi, að sam-
bandið á milli Danmerkur og ís-
lainidis en niániara niú 2i5 ámm eflt-
ir algjöran aðskilnað landanna,
en það var nokkru sinni meðan
hin aldagömlu ríkistengsl þjóð-
ainmia tveggja stóðu. Nornæmt
blóð er þrátt fyrir aUt þýklkiaira
en vatn.“
Hafast ólíkt að
Því fleiri erlendir menn sem
bera íslendingum vel söguna,
verður athyglisverðara að ein-
stakir landar okkar skuli leggja
sig niður við að afflytja þjóð-
iinia erlenidis. Norðtmiaiður, rná-
kunnugur hér á landi, sendi fyr-
ir niOkkru kuniningjia sínium hér 2
úrklippur með greinum, er hon-
um grömdust mjög. Önnur var
eftir Ólaf Gunnarsson, og sýnir,
að hann heldur áfram sinni
gömlu iðju. Hin var með sam-
tali við Njörð Njarðvík, og er fyr-
irsögnin þannig: „fsland er korr-
umpert og gjennem pólítisert!"
Slíkt orðbragð Njarðar er því
leiðara sem hanm hefur á stund-
um skrifað hlutlaust og rétt um
málefni hér. Það eru dapurleg
örlög, að góðviljaðir menn skuli
setja hann nú á bekk með Ólafi
GunnarssynL