Morgunblaðið - 23.11.1969, Síða 21

Morgunblaðið - 23.11.1969, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓV. 1969 21 Sveinn Kristinsson: Skákþáttur VESTUR-þýzkir skákmenn virð- ast vera að eflast mjög að styrk- leilka uim þessar mundir. Kom það ein'kar glöggt fram á svæða- mótunum í Grikklandi og Aust- urríki í haust. — í Grikklandi komst Hiibner, ungur og ekki mikið þekktur vestur-þýzkur Skákmeistari, í úrslit, varð í öðru og þriðja sæti, og á mótinu í Aust urríki átti landi Húbners, Hecht, möguleika á úrslitasæti allt fram að síðustu urnferð. Má meðal annars minna á, að Hecht var eini maðuriinn, sem tókst að sigra Uhlmann á þessu móti. I»á stóð Vestur-Þjóðverjinn Dueball sig einnig ágætlega á saana móti, en hann hefur ekki verið mikið þekktur utan síns heimalands fram að þessu. — Dueball var einn af þremur ákákmönnum þessa móts, sem tókst að sigra Guðmund Sigur- jónsson. (Hinir voru, sem kunn- ugt er, Uhlmann og Portisch). Nú hafa Vestur-Þjóðverjar að vísu átt allsterkar akáksveitir á Olympíumótum hin síðari árin, enda hafa þeir undanfarið átt talsverða „breidd“ svona slött- ungsstenkra meistara. Þjóðverjar eru líka góðir keppnismenn að skapferli, í hvaða grein aem er, ekki sízt ef um það er að ræða, að standa þétt saman í keppnis- hópi. En fram undir þetta hafa Vest- ur-Þjóðverjar aðeins eignazt einn stórmeistara, sem náð hef- ur miklu öryggi og styrkleika á heimsmælikvarða. Er það Wolfang Unzicker, en hann mun flestum skákunnendum vel kunnur. — En nú bendir, sem sagt flest til þess, að stórkost- legar framfarir eigi sér stað á stkáksviðinu í Vestur-Þýzkalandi, sem gaman er að geta sér til um, hvar staðar muni nema. •— Kannski stefnir föðurland Eman- úels Uaskers á nýjan leik á heimsmeistarastólinn? í eftirfarandi skák frá svæðis- mótinu í Austurríki, á Vestur- Þjóðverjinn Dueball í höggi við Búlgarann Radulow, sterkan al- þjóðlegan meistara, sem varð í áttunda sæti á þessu móti. Hvítt: Radulow Svart: Dueball Sikileyjarvörn. 1. e4, c5 2. Rf3, d6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, Rf6 5. Rc3, g6 6. Be3, Rc6 7. Be2, Bg7 8. Dd2, 0-0 9. 0-0, Rg4 (Þvingar hvítan til að láta bisk- up fyrir riddara. Það á þó ekki að koma mjög að sök, því að drottningarbiskup svarts er ekk ert stórmenni í þessu afbrigði Sikileyjarvamar). 10. Bxg4, Bxg4 11. f4, (Hótar að leika f5 og lóka bisk- upinn á g4 „úti í kuldanum“) 11. — Rxd4 12. Bxd4, «5 13. Be3, exf4 14. Bd4 (Eftir 14. Bxf4 gæti komið 14. — Db6f og síðan Dxb2). 14. — Be5 (Ekfki er annað sýnna en svart- ur ætli að halda peðinu, sem hann vann á f4, en nú kemur skemmtilegur leikur af hvíts hálfu) 15. Hxf4! (Snjöll skiptamunarfórn, sem Dueball má ekki þiggja, ef hann vill lífi halda. Kóngsstaða hans yrði of veik, ef hann léti bisk- upinn fyrir hrókinn) 15. — Be6 16. Hf2, Hc8 17. Hdl, Da5 18. 19. Bxe5, Rd5 dxe5 (Allar vinningsvonir, sem hvítur kann enn að ala í brjósti, eru bundnar við að reyna að not- færa sér hina veiku kóngsstöðu svarts. En leiðin til þess er ekki að skipta upp drottningum, held- ur beina drottningunni og öðrum tiltaekum liðsafla að svörtu reit- unum á kóngsarmi. — Raunar er ekki ljóst, hvort sú áætlun mundi heppnast yfirfleitt, en hvít ur ætti þó a.m.k. ekki að vera í taphætbu). 19. — 20. Hdlxd2, 21. b3, 22. Hxd5, 23. c4? (Eftir 23. Hxe5, Hdlt 24. Hfl, Hxfl 25. Kxfl, Hxc2 26. He7 0.3.frv., er staðan no'kkurn veg- inn í jafnvægi). 23. — Hxd5 24. exd5, f5 25. Hc2, Kf6 26. c5, e4 27. b4 (Hvítur stendur verr að vígi í peðakapphlaupinu, vegna þess að kóngsstaða hans er lakari). 27. — Ke5 28. d6, f4 29. Kfl, g5 30. Hd2, e3 31. Hdl, g4 32. d7, Hd8 33. b5. f3 34. gxf3, gxf3 35. Hd3, Ke4 36. Hd6, Ke5 37. Hd3, Ke4 38. c6? (Eftir 38. Hd6 er erfitt að eygja vinning fyrir svartan. T.d. 38. Hd6, Hg8 39. He6f Kf4 40. Hföt, Kg4 41. He6 o.s.frv. Eða 39. — Kd3 40. Hd6t Kc2 41. d8 D o.s.frv.). 38. — bxc6 39. bxc-6, Hg8 (Nú á hvítur enga vöm. T.d. 40. Hxe3f Kxe3 41. c7, f2 og svartur mátar). 40. Hd4t (Örvænting). 40. — Kxd4 41. c7, Ke4 42. d8, D e*t 43. Kf2, Hg2t 44. Kel, Hglt 45. Kd2, el Dt 46. Kc2, Dblt og hvítur gafst upp. Dxd2 Kg7 Bxd5 Hf-d8 ÁnægÖ með Dralon ■ v •. v.v Gluggatjöld, dúkur og áklæði frá GEFJUN, Akureyri, Alls staðar getið þér fengið hin fegurstu efni úr Dralon. Gluggatjöld, dúka og húsgagnaáklæði í sam- stilltum litum. Það, sem skiptir mestu máli er að hér er um að ræða úrvals efni í hreinum litum, sem upp- litast ekki og hafa mikið slitþol. Með efnum úr Dralon — úrvals-trefja- efninu frá BAYER — vitið þér hvað þér fáið .. . gæði fyrir alla peningana. dralori BAYER Úrvals trefjaefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.