Morgunblaðið - 02.12.1969, Síða 19

Morgunblaðið - 02.12.1969, Síða 19
MOKGUíNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1909 19 Sören Sörens- son sjötugur Það var í ársbyrjun 1952, að Sören Sörensson gerðist heil- brigðiseftirlitsmaður og síðar heilbrigðisfulltrúi héir í borg. Hann var þá orðinn kunnur fyr- ir margvíslegan fróðleik sinn, m.a. á heilbrigðissviðinu, mála- kunnáttu o.fl. Sörnen annaðist í fyrstu al- imennt heilbrigðiseftirlit, en síð- an árið 1961 hefur hanm haft eft irlit með hollustuháttum á vinnu stöðum. Hér hefur háskólanám hans í Bandaríkjunum komið að góðu haldi og enn fremur óseðj- andi fróðleiksfýsn hans og vilji til að kryfja hvert mál til mergj ar. f borg, þar sem nýjar iðn- greinar eru stöðugt að skjóta upp kollinum, og ný efni og efniasambönd eru sú og æ tekin í notkun, iðulega af mönnum, sem kunna lítil skil á þeim, eða hættum, sem þeim eru samfara, er mikils virði, að við heilbrigð- iseftirlit á þessum stöðum starfi maður, sem af áhuga og sam- vizkusemi kynnir sér vandamál þeirra á þessu sviði og fræðir startfslið um hugsanlegar hættur eða skaðsemi á vinnustað. Með fræðslustarfsemi sinni á iðju- stöðvum og iðnaðar hefur Sör- en aflað sér trausts og virðing- ar starfsfólksins, og samtök þess hafa opinberlega þakkað þetta starf. Saren Söremsson hefur verið einkar farsæll í starfi. Hann hefur grundað mikið tilveruna, kynnt sér mjög kenningar spakra manna um hana og býr yfir mannþekkingu, sem margur getur öfundað hann af. Með ró- semi, velvild og sanngirni ber hann fram kröfur sínar um bætt an aðbúnað á vinnustað og fylg- ir þeim eftir með lagni og festu, sem mönnum hefur lærzt að virða. Honum hefur því orðið mikið ágengt í sínu vandasama starfi, sem að verulegu leyti má teljast brautryðjendastarf. Sören Sörensson er mikils met inin af eigendum og starfsliði þeirra fyrirtækja, sem hann hef ur eftiirlit með, og samstarfs- menn hans hafa á honum miklar mætur. Sören er í dag þakkað af al- hug samstarf og samfylgd, og honum og eiginkonu hans ósk- að alls góðs á komandi árum. Jón Sigurðsson. MÆTUR borgari, Sören Sörens son, heilbrigðisfulltrúi, á í dag sjötugsafmæli. Stóir er sá hópur samborgara Sörens Sörenssonar, sem eiga honum gott upp að unna. Munu þeir margir senda honum hlýjar og einlaegar árn- aðaróskir á þessum merku tíma- mótum í lífi hans, og þakka hon- um fyrir það mikla og góða starf, sem hanin hefir unnið á ýmsum vettvangi, bæði á sviði heilbrigðismála og þá ekki síður fyrir margvísleg önnur störtf, sem almennt hefir minna orðið vart við, en verða eklki talin miður merk fyrir það. Ungur að árum átti sá, er þess iar línur ritar, því láni að fagna, að kynnast Sören og tengjast við hanm vináttuböndum, sem hafa haldist órofa síðan, um þriggja áratuga skeið. Telur hann þá tnaustu vináttu hafa verið sér mikla gæfu á lífsleið- inni, og finnst það hafa verið sér foriréttindi frá hendi for- sjómarinnar, að hafa átt þess kost að umgamgast hann, og mega ausa af vizkubrunni hans og svala þorsta sínum eftir þekk ingu á hinum innri rökum tilver unnar fyrir útlistun Sörens. Slík heimspekileg viðfangsefni er honum einkar lagið að túlka af djúpum skilningi, sakir glöggr ar skyggni hans á leyndardóma mannlífsins og víðtækrar þekk- ingar á hinum göfugu fræðum austurlanda til forna og fögrum lífsviðhorfum þeirra, samtengt haldgóðri vísindaþekkingu á nú tíma vísu. Sören Sörensson er fæddur í Reykjavík hinn 2. desembeir 1899, af góðu alþýðufólki kom- inin. Ólst hann að mestu upp hjá vandalausu fólki, sem reynd- ist honum vel. Hann mun snemma hafa lært að temja sér hógværð í lifnaðarháttum og kröfum til þess, sem almennt er talið til listisemda og þæginda, enda aldarandinn annar á ung- dómsárum og í uppvexti hans en nú gerist. Á hinni miklu skóla- göngu lífsins hefir hann ekki farið varhluta af strangri ögun Hins Mikla Lserimeistara. Hefir á þeirri vegferð komið að góðu haldi mikill innri styrkur hans, auk hinnar miklu gæfu að kynn ast og eiga samleið með víðsýn- um og góðum mönnum. Hefir þetta samanlagt án efa orð- ið honum stoð til stöðugs andlegs vaxtair og breiðari skilnings, og stuðlað að hinni þrotlausu þekkingarleit, sem ávalt hefir einkennt líf hans. Hið djúpa lífsskyn Sörens leiddi hann snemma inn á svið líf- spekilegra hugsana, og leitar að grundvallarrökum tilverunnar. í þeim efnum átti hann samleið með mörguim hinna beztu manna; má nefna þar á meðal Sigurð Kristófer Pétursson, rithöfund og fræðara, séra Jakob Kristins son, fræðslumálastjóra og Sig- urð Ólafsson, rakarameistara, sem hann mat alla mikils, og sem allir tóku við hann miklu ást- fóstri og voru vinir hans á með- an þeiirra naut við. Munu þeir allir hafa haft mikil áhrif á hann og verið honum mikils virði í sambaindi við mörkun lífsviðhorfanna. Slíkur var dugur og djörfung Sörens Sörenssonar, að ungur setti hann sér það takmark að afla sér læknisfræðilegrar mennt unar, þrátt fyrir léttan sjóð hins veraldlega gulls. Brauzt hann af eigin rammleik til Vestur- heims til náms. Tókst honum að ná settu marlci, og afla sér stað- góðrar þekkingar á því sviði, en slíkt var mikið átak fyriæ efna- lítinm mann, sem fáa átti sér til stuðnings og liðveizlu í fjar- lægu og ókunnu landi. Er það til marks um góða hæfileika Sörens, að honum tókst að vinna sór braut þar vestra og starfaði þar um nokkurt árabil við góð- am orðstýr. — „En römm er sú taug ar rekka dregur föðurhúsa til“, og því tók dvöl Sörens enda þar í vesturvegi. Kaus hann að snúa aftuir til ættlands- ins og helga því starfskraftana. Þótt mótblástur hafi fylgt í kjöl far þeirtra umskipta og orðið honum veruleg riaun, gafst hann ekki upp, og með fórnfúsum til- styrk elskulegrar eiginkonu sinnar, tókst að þrauka af hinn erfiða hjalla. Oft er svo að sjá sem að baki þrenginga og strangra örlaga leynist dulinn tilgangur forsjón ariininar, þótt eigi verði slíkt greint fynr en eftir á. Sérstæð og óvenjuleg áhugamál og and- leg yfirsýn, ásamt hinni góðu menntun Sörens Sörenssoniar, hafa veitt honum auðnu til að leysa af hendi margvísleg og örðug verkefni á vettvangi and- legra og heimspekilegra bók- meimnta. Hefir hann þar lyft grettistökum, þótt slíku hafi ekki verið haldið á lofti, sökum lítillætis af hans hálfu. Vita þeir, siem gjörst þekkja hann, að hér er á ferðinini sérstætt framlag til menningarmála, sem er þess vert að því sé gaumur gefinn, enda vart að efa að svo verði, þegar betur er komið í ljós hvað eftir hann liggur. — Það þarf ekki stóra þjóð til að ala afburða- menn, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun, að Sörein Sörensson eigi heima í þeim hópi hinma beztu sona þessa lands, sem þá nafngift verðskulda. Það mun hafa mairkað djúp spor í lífsviðhorf og þroskaferil Sörens, er hann ungur las á er- lendu máli hið rismikla heim- spekiljóð hinna indversku San- khya-Yoga fræða, Bhagavad Gita, eða Ljóð Krishna, eins og það nefnist á íslenzku. Varð hann svo frá sér numinn af feg- urð þess og stórbrotinni hugs- un, að hann vann þess heit að nema hið foma mál Indverja, Sanskritf sem er frummál bók- arinnar. Nam hainin þetta mál á meðan hann stundaði nám sitt í Vesturheimi. Vildi hann geta flutt þjóð sinni hinn göfuga og mikilvæga boðskap þessa ljóðs og þeinra fræða, sem það felur í sér með sem fullkomnustum hætti, með þýðingu þess beint úr frummálinu á íslenzku. Þetta tókst honum, og hefiir hainin þannig unnið tvöfalt afrek, og gert skil erfiðu viðfangsefni með einstökum og athyglisverðum hætti. Geta víst allir verið því samimála, sem til þek'kja, að þýð ing þessa gullfallega og hrífandi ritverks vizkumeistara forn Ind verja, sé ekkert áhlaupaverk. — Á þýðingu þessa ritverks hafa margir austurlandafræðingar menningarþjóða heims spreitt sig. Eru til á þvi margar og margvíslegar þýðingar á flestum menningarmálum veraldar. Seg- ir það nokkuð um mat manna á gildi þess og hverjum vinsæld- um það á almennt að fagna um heim allan. — Þessa bók hefir Sören Sörensson þýtt tvívegis, sitt með hvorum hætti. Kom fyrri þýðingin út 1939, en hin 1965. Sýniir þetta hvers hann metur þetta djúpspaka og fagrta ritverk, og hvað hann telur það hafa að flytja íslenzkri samtíð. Auk áðurgreindrar bókair hef ir Sören þýtt á íslenzku ýms önnur merk fræði- og heimspeki irit úr Sanskrit, en einnig úr Pali, en það er mál sem er nokk- uð skilt Sanskrit, og sem talið er að hinn heilagi Buddha hafi talað. Þá hefir hann einnig þýtt af ensku ýmsair bækur og rit- gerðir; eru þar á meðal „Bólk- in um Veginn“ eftir Lao Tse sem ‘eir heimsþekíkt, og „Líf í Al- heimi“ eftir Derik D. Dempster, M.A. og Kenneth W. Gatland, verkfræðing, sem er yfirmaður geymrannsókna Breta, um vís- indi, trú og heimspeki. — Hefiir Sören ritað formála að allflest- um þýðinga sinna, auk margvís- legra skýringa. Eru formálar þessir hver um sig athygli verð- air ritsmíðar, sem fengur er í að kynnast, fyrir sakiir hinnar djúp skyggnu lífsspeki, sem þar er fram sett með auðskildum hætti. Innsýn Sörens í kenningar hinn ar fomu vizku, og tenging hans á þeirri merkilegu þekkingu við vísindalegar niðurstöður vestur- landa, einkum í sálarfræði og líf fræði, er verulega athyglisverð. Þeim er þetta ritar er kunnugt um til viðbótar, að Sören hefir íekist að þýða af Sanskrit á enska tungu, eitt af torskild- ustu ritum fomrar austurlenzkr ar heimspeki. Hefir hann þar náð að vinna afrek á heims mælikvarða, samkvæmt umsögn viðurbeninds erlends sérfræðings í austurlanda fræðum. Hefir Sören þar tekist það sem engum hefir tekist áður, en það er að skila þessari þýðingu á skiljan- legt mál fyrir vesturlandabúa. Hafa þó færustu fræðimenn á þessu sviði barist við þetta við- fangsefni firá upphafi, án þess að ná til fullnustu horfnum merkingum vissra lykilorða í hinu gamla og löngu „dauða‘ fornaldair máli. Er hér um afrek íslenzks marnis að ræða á sér- stæðu menningarlegu sviði, unn ið í kyrbþey á íslenzku heimili norður á hjaira veraldar. Mairgskonar hugðarefni hafa dregið Sören Sörensson til sín um dagana. Fyrir sterkan um- bótavilja í málefnum samfélags- inis hefir hann ritað og þýtt fjöld an allan af greinum um ólíkustu efni. Einnig hefiir hann átt hlut að útgáfu rita til að koma á framfæri hugmyndum og fræðslu. Þá hefiir listhneigð h ans m.a. komið fram í snilli hans sem áhugaimanns í gerð ljósmynda og kvikmynda af ýmsum tegundum. í því, sem öðru, er hanin tekur sér fyrir hendur beir allt að sama brunni. Allt verður að gjör kanna og þekkja, svo aruggt sé að bezti áraniguir fáist. Hálfkák er ekki þolað. Gefur þessi af- staða lærdómsríkt fordæmi þeim sem slíku kynnast. í sambandi við skyldustörf Sörens Sörenssonar ber sam- starfsmönnum hans saman um, að hann hafi sýnit einstæða við- leitni til umbóta í heilbrigðis- háttum þar sem hann hefir ver- ið til ráðuneytis og eftirlits. Er natni hans og nærgætni við brugðið, enda þótt oft hafi verið við ramman neip að draga í þessu sambandi, sökum skorts á skilningi á leyndri hættu fyrir heilsu manina við vinnu beinra, en leiðbeiningar um slík efni hafa verið meðal hinna sérstöku verkefna hans. Góðvild hans og þrautsegja hafa áunnið honum traust allra og virðingu. í starfi sínu hefir hann ekki farið troðn ar slóðir, og hefir staðgóð lækn- isfiræðiþekking hans þar komið að ómetanlegum notum. í sambandi við heilbrigðismál hefir áhugi Sönens ekki verið bundinn við stairí hans eitt sam an, til þess spannar sjóndeildar- hringurinn of vítt svið. Hann hefir ekki getað lokað augunum fyrir hinni miklu sóun á lífi og heilsu manna, almennt séð, í spennu nútíma samfélagsins. Hef ir honum runnið til rifja þekk- ingarskortuirinn meðal fólks á lögmálum sálarlifsins og þeirri grundvallar þýðingu sem þessi þekking hefiir fyrir almenna líkamlega heilbrigði og hanr- ingju einstaklinganna. Hefir hann lagt sig verulega eftir að fylgjast með vísindarannsóknum firemstu manna á sviði læknavís indarana síðustu áratugina, í sam bandi við ábirif þessarar miklu spennu og ofálags í menningar- samfélögum nútímans, til heilsu farslegs niðurrifs. Þá hefir hann lagt áherzlu á að kynna sér og finna ráð og aðferðiir vísinda- legs eðils, er gætu orðið til úr- bóta og hjálpar í þessum alvar- legu vandamálum nútíðarinnar. í þessu sambandi hefir hann komist að merkilegum niðurstöð- um, sem geta orðið til mikils gagns fyrix einstaklingana, séu þær hagnýttar með réttu móti. Yrði slíkt að veruleika myndi það vera verðskuldaður árangur af áralangri vísindaviðleitni, og myndi án efa gleðja þennan mannvin öðru fremur. Þótt nokkuð hafi teygzt úir þessu afmælisspjalli, taldi sá er þessar línur ritar, að á slíkum tímamótum í æfi Sörens Sörens- sonar mætti ekki öllu lengur kynrt liggja, hvern skerf hann hefir lagt til íslenzkra menning armála á ýmsum sviðum. Hér er á ferðinmi slíkt firamlag að það ber aðalsmerki, og er lagt af mörkum með þeim hætti, að það ber að hafa í hávegum. Ég vil að lokum flytja Sören Sörenssyni, fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, hjartanlegar og einlægar hamingjuóskir í til- efni þessa afmælisdags, og veit ég að margir verða til að taka undir þær óskir. Vil ég nota tækifærið og þakka þessum vini mínum, ásamt elskulegri eigin- konu hans Elínborgu, allt það góða, er þau hjón hafa flutt inn á lífsvegu okkar á umliðnum ára tugum. Megi Faðir lífs og ljóss vernda þau og heimili þeirra og gefa þeim enn langan æfidag til árangursríkra starfa. Sveinn Ólafsson. Yfirhjúkrunarkona óskast ráðin að Sjúkrahúsinu Selfossi frá 1. febrúar 1970. Uppl. um stöðuna gefur yfirlæknir sjúkrahússins, Óli Kr. Guð- mundsson, í síma 99-1505. Sjúkrahússtjóm. Vestmannaeyjakaupstaður óskar að ráða: 1. Viðskiptafræðing eða lögfræðing. 2. Mann með verzlunarskólapróf eða hliðstæða menntun. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Símar: 2010 og 1001 (heima). Bæjarstjórí. 122 - 24 |: 3 02 80-322 62 UTAVER NYLON-GOLFTEPPI GLÆSILEGIR LITIR DL w O staðgreiðsluafsláitur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.