Morgunblaðið - 03.12.1969, Page 13
MORGU1NB.LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR a. DESBMIBER 1968
13
DIMMALIMM í Þjóðleikhusinu
RARNALEIKRIT ÞjóðleHchúae-
ins verður að þessu sinni „Sagan
af DÍTnmaliimim kóngsdóttur“
eftir Helgu Egilsson. En eins og
nafnið bendir til, þá er leifkurinn
byggður á hinu þelkikta ævintýri
Muggs. Ævintýrið samdi hann og
teilknaði myndir með fyrir litla
frænku sína, sem þá var aðeins
þriggja ára, en þessi frænka
Muggs er eimmitt höfundurinn
að bamaleiknum, sem Þjóðleiik-
húsið frumsýnir á næstunni.
Síðan Muggur samdi þetta und-
urfagra ævintýri um Dimma-
limim, er liðin nær háif öld og
allan þann tíma hefúr „Sagan
um Dimmalimm konungsdóttur"
verið íslenzkum börnum hugleik
ið lestraretfni.
Atli Heimir Sveinsson hefur
samið tónlist við leikinn og
miunu nemendur úr Listdans-
skóla Þjóðleikthússins dansa með
í sýningunnL Leikstjóri er Gísli
Alfreðsson, en aðalihlutverkin
tvö, Dimmalimm og Pétur prins,
eru leikin atf börnum, þeim _Júl-
íönu Kjartansdóttur og Ólafi
Flosasyni. Með önnur hlutverk
fara leiikararnir Gunnar Eyjólfs-
son, Bryndís Schram, Bessi
Bjarnason, Árni Tryggvason,
Klemenz Jónsson, Flosi Ólafs-
son, Brynja Benediktsdóttir,
Þóra Friðriksdóttir, Anna Her-
slkin, Jón Júlíusson og fleiri.
Lei'kmyndir eru gerðar af Birgi
Engilberts og er reynt i þeim
að ná ævintýrablænum, sem
Muggur náði svo glæsilega, í
teikningum sínum í sögunni um
Dimmalimm.
Þess gerist vart þörtf að rekja
söguþráðinn í leiknum um
Dimmallimm konungsdóttur, því
öll íslenzk börn kannast við
þetta ævintýri. En rétt er samt
að geta þess að höfundurinn
tekst mjög vel að tfylgja því í
öllum aðalatriðum. Að sjáltf-
sögðu koma fyrir nokkrar nýjar
persónur í leiiknum, sem ekki
eru í ævintýrinu. Fullyrða má
að bæði gamlir og ungir munu
hatfa gaman af, að endurnýja
gömul kynni vi® Dimmalimm
konungsdóttur og félaga hennar
á sviði Þjóðleikhússins.
Ákveðið er að frumsýningin
á leiknum verði um miðjan jan-
úar n.k.
(Frá Þjóðleikhúsinu)
Samkomulag
um S-Týrol
Kaupmainnalhiöfn, 1. des.
NTB—AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Aust-
urrikis og Ítaiíu, Kurt Waldheim
og Aldo Moro, hafa í viðræðum
í Kaupmannahöfn náð samkomu-
lagi um öll helztu ágreinings-
atriði í deilunum um Suður-Tyr
ol, að því er skýrt var frá að
fundum þeirra loknum. Sam-
þykkt var fjögurrp ára áætlun
ítölsku stjómarinnar um aukið
sjálfsforræði 150.000 þýzkumæl-
andi manna í Suður-Tyrol, að
því er áreiðanlegar heimildir
herma.
Vetrarharka
París, 1. desember NTB
VETURINN skail á mieð allri
(höhku sinni í Frakklandi nú um
heligina. Till lögregi.unnair barst
straummr af tiikynniingum iwn al-
varfieg umferðarslys. Að md'nnsta
kosti 47 mamns biðu bana og yfir
300 slösuðust. Þá tedja yfirvö’ld,
að þesisax tölur eigi eftir að
'hsekka enn, þegar öll kuri
Otaamin til grafar.
Að minnsta kosti tvær mann-
eskjuir frusu í hel, en frostið varð
víða mjög mikið. Á Jurasvæðinu
í AuiStur-Fraikklaindi komst það
niður í mánius 26 stig. Snjókoma
var í flestum hiuitum landisinð.
Jólagjöfin frá
ALTIKABÚÐINNI
Þeir mörgu sem í huga hafa að gefa i jólagjöf sætaáklæði og
mottur í bifreiðir og samband hafa haft við oss, gjöri svo
vel að staðfesta pantanir sinar fyrir 6. des n.k. svo trygg
verði afgreiðsla fyrir jól.
ALTIKABÚÐIN
Frakkastíg 7, Rvík, s. 22677.
Júlíana Kjartansdóttir og Ólafur Flosason í hlutverkum Dimma-
limm og Péturs prins.
2 S°/o afsláttur
Til áramóta seljum vð 1.—9. bindi af NORDISK KONVERSA-
TIONS LEXIKON á aðeins kr. 5.500.00. Þetta er 25% afsláttur
frá okkar lága verði, en aðeins tæpur helmingur útsöluverðs
í Danmörku, sem er d. kr. 990.00 eða fsl. kr. 11.642.00.
Hér er um nýjustu útgáfu Alfræðibókarinnar að ræða. Hvert
bindi er yfir 500 síður, með fjöida skýringamynda og landa-
bréfa, bæði í svart hvitu og litum. Bækumar eru bundnar
í mjög vandað skinnband og skreyttar með 24 karata gyllingu.
Fullkomnasta og handhægasta alfræðisafn sem gefið hefir
verið út á Norðurlöndum.
Einnig seljum við síðustu eintökin sem við eigum af hinum
vandaða Martins Atlas á aðeins kr. 750.00 sem er aðeins
hálfvirði. Hagstæðustu bókakaup ársins. Glæsileg jólagjöf.
í þessum bókum er útsöluverð dönsku krónunnar aðeins
kr. 5.50. Birgðir mjög takmarkaðar.
Við eigum ennþá til lítilsháttar af ísl. Sænsku orðabókinni
á kr, 585.00. Hagkvæm jólagjöf fyrir Svíþjóðarfara.
BÓKABÚÐ NORÐRA
Hafnarstræti, sími 14281.
GARDÍNUEFNI
í FJÖLBREYTTU ÚRVALI. BREIDDIR 120 CM, 130 CM, 140 CM, 150 CM.
BORÐDÚKAEFNI
BORÐDÚKAR í gjafakössum og stakir.
HANDKLÆÐI í gjafakössum og stök.
INDVERSK GÓLFTEPPI
RYAMOTTUR
GARDINUHÚSIÐ
Ingólfsstræti 1, sími: 16259 beint á móti Gamla Bíó.