Morgunblaðið - 28.12.1969, Qupperneq 10
10
MORGUNtBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1960
30 skráðir í íslenzku-
deild Manitobaháskóla
Fyrirlestraflokkur í sjónvarpi
HIN síðari ár má segja, að yfir-
leitt hafi verið góð aðsókn að
íslenzkudeildinni við Manitoba-
háskóla, segir Haraldur Bessa-
son í greinargerð frá íslenzku-
deild Manitobaháskóla í Lög-
bergi-Heimskringlu og telst hon
um til að 30 stúdentar séu inn-
ritaðir í íslenzkudeildina í ár.
Segir hann m.a. frá því, að ís-
lenzkudeild muni síðar á árinu
leggja af mörkum sérstakan
fyrirlestrarflokk í sjónvarp.
Síðastliðið ár voru sfcráðir
nemendur rúmlega tuttugu tals-
ins. >ar af voru sex stúdentar á
sameiginlegu námskeiði is-
lenzku- og þýzkudeildar. f ár
hefur. nemendum við deildina
fjölgað talsvert og má telja til
tíðinda, að tveir þeirra eru langt
að komnir til þess eins að nema
fcxrníslenkku. Annar þessara
stúdenta er fræðimaður á sviði
miðaldalögfræði og er hann frá
Seattle í Washington. Þá les
fröken Margaret Harry íslenzkar
fornbókmenntir til meistara-
pirófs, en hún hefir B.A. með
Honouns-gráðuna frá Bedford-
háskólanum í London, og lagði
þstr mikla stund á miðaldabók-
menntir.
Haraldur telur upp nemendur
eem sikiptaist í fyrista til fjórða
árs deildir, og segir: — Eftir því
sem ég veit bezt eru 30 stúdentar
því innritaðir við íslenzkudeild-
ina nú í ár og gæti ástandið
vissulega verið bágara. Auk
kermslu i íslenzkudeildinni
kenni ég hluta af námskeiði í
þýzkudeild og flyt nokfkra fyrir-
lestra í nýrri deild eða réttara
sagt vísi að deild, sem kennd er
við málvísindi (Linguistics).
Síðar á árinu mun svo íslenzku-
deild leggja af mörkum sérstak-
an fyrirlestraflokk fyirir sjón-
varp, sem nefnist Univensity of
the Air.
Helzta skýringin á stórauJkinni
aðsókn að íslenzkudeild er
vafalaust heldur nýleg og frjáls-
Framhald á bls. 19
Fornsögur
á dönsku
DANSKA bókaforlagið Than-
ing og Appel hefur hafið út-
gáfu á íslenzkum fornsögum
í bókaflokki sem nefndur er
Myndskreytt öndvegisverk.
Fornsögumar verða í sex
bindum og teikningamar ger
ir hinn kunni danski bóka-
skreytingateiknari Poul Christ
iansen, sern á sextugsafmæli
sínu fyrir skömmu var hyllt-
ur sem einn af fremstu mönn-
um Danmerkur í þeirri list.
Fyrstu þrjú bindin eru kom
in út og í þeim er að finna
Egilssögu Skallagrímsíronar og
Njáls sögu, en hún er í tveim
bindum. Á næsta ári kemur út
Eyrbyggja og Vatnsdælasaga,
Laxdæla. og í síðasta bindi
verður Gunulaugs saga Orms-
tungu,, Grettis Ásmundssonar,
Gísla Súrssonar, Finnboga og
Kormáks.
Rithöfundurinn Peter P.
Rhode hefur skrifað formála
fyrir verkið í heild, og enn-
fremur formála fyrir hverja
sögu fyrir sig. Danska þýð-
ingu annaðist N.M. Petersen.
Verkið er sagt í alþýðuútgáfu
og kostar hver bók aðeins 17
krónur danskar. Fyrir nokkr
um árum gaf Gyldendal út
íslenzkar fornsögur í þrem
stórum bindum. — Rytgaard.
Ein af myndum Poul Christi ansens, úr Njálssögu.
F 1 L 1 J ( í 1 E l • • . 1 ) j \ R
URVALIÐ ALDREi 1 F JOLBRE YTT AR A
SKIPAFLUGELDAR - SKIPABLYS, RAUÐ
FALLHLÍFARRAKETTUR
STJÖRNURAKETTUR
TUNCLFLAUCAR
ELDFLAUCAR
JOKER-
STJÖRNU-
ÞEYTAR
JOKERBLYS
BENGÁL8LYS
RÓMÖNSK BLYS
FALLHLÍFARBLYS
GULL- OG SILFURREGN
BENGLAELDSPÝTUR rauðarog grœnar
MÁNALJÓS - STJÖRNUGOS
STJÖRN U LJÓS - SÓLIR
VAX-ÚTIHANDBLYS, loga V2 tíma - VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma HENTUG FYRIR UNGLINGA